Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 21
Atta bandarísk ríki semja við tóbaksframleiðendur
200 milljarða dala
greiðslur til ríkjanna
Washington. Reuters.
Reuters
BILL Clinton Bandaríkjaforseti (t.h.) fagnar Christine Gregoire sak-
sóknara eftir að hún hafði kynnt samkomulagið sem náðst hefur við
tóbaksframleiðendur.
ATTA ríki Bandaríkjanna kynntu á
mánudag efnisatriði samkomulags,
sem miðar að því að ljúka málaferl-
um ríkjanna á hendur tóbaksfyrir-
tækjum. Samkomulagið hljóðar
upp á 206 milljarða dala greiðslur
til ríkjanna til ársins 2025, um
14.400 milljarða ísl. kr., auk tak-
markana við tóbaksauglýsingum og
aðgerðum til að draga úr og koma í
veg fyrir reykingar unglinga. Til að
samkomulagið taki gildi, þurfa
fleiri ríki að undirrita samkomulag-
ið.
Christine Gregoire, yfii-saksókn-
ari i Washington-ríki, sem stýrði
viðræðunum við tóbaksfyrirtækin,
sagði samkomulagið vera mesta
efnahagsbata sem sögur færu af og
að enginn iðnaður hefði gengist
undir aðrar eins breytingar. Sagði
hún að búast mætti við að verð á sí-
garettupökkum hækkaði um 35-40
cent, um 25 kr., í kjölfar samkomu-
lagsins.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
fagnaði samkomulaginu og sagði
það afar mikilvægt upphafsskref.
Hins vegar væri setning nýrrar tó-
bakslöggjafar í höndum öldunga-
deildar þingsins. Þá kvaðst forset-
inn myndu fara þess á leit við
hæstarétt að hann úrskurðaði hvort
Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA)
hefði vald til þess að setja reglur
um tóbak. „Þetta samkomulag... er
fyrsta dæmið um að tóbaksfram-
leiðendur verði gerðir ábyrgir fyrir
þeim skaða sem framleiðsla þeirra
veldur þjóð okkar,“ sagði forsetinn.
Ekkert ríki hafnað aðild
Tóbaksframleiðendurnir Philip
Morris, RJR Nabisco, Brown &
Williamson og Lorillard, hafa fallist
á samkomulagið, svo fremi sem
fleiri ríki undirriti hann. Nú þegar
hafa Kalifornía, Kolorado, New
York, Norður-Karólína, Norður-
Dakóta, Oklahoma, Pennsylvania
og Washington undimtað samning-
inn, auk þess sem Iowa og Arizona
hafa fallist á hann. Gregoire kvaðst
ekki vita til þess að neitt ríki hefði
hafnað aðild að samningnum.
Þar sem stór ríki á borð við Kali-
forníu og New York hafa undirritað
samkomulagið er talið fullvíst að
nægur fjöldi ríkja bætist í hópinn
til að hann taki gildi. Fer það eftir
íbúafjölda ríkjanna hversu mörg
ríki þarf til.
Samkomulagið kveður á um að
tóbaksframleiðendur greiði 12
milljarða dala, 840 milljarða ísl. kr.,
fyrstu fimm árin. Frá árinu 2008
greiði þau yfir 9 milljarða dala á
ári, um 630 milljarða. Arið 2025 hafi
tóbaksfyrirtækin greitt um 206
milljarða dala. Samkomulagið gerir
ráð fyrir að fyrirtækin haldi áfram
að gi’eiða bætur eftir það og verði
þær miðaðar við fjölda reykinga-
manna.
Samkvæmt samkomulaginu
verða teiknimyndafígúrur bannað-
ar á umbúðum, í auglýsingum og
við kynningu á tóbaki. Tekið verður
fyrir auglýsingar sem beinast að
unglingum, tóbaksauglýsingar ut-
andyra bannaðar, svo og greiðslur
til frægs fólks fyrir að láta sjá sig
með vindling í hönd. Þá er tóbaks-
fyrirtækjum gert skylt að leggja fé
í verkefni sem beinist að því að
draga úr reykingum.
Ekki eru þó allir sáttir við sam-
komulagið. Ymis samtök heilbrigð-
isstétta telja það ekki ganga nógu
langt og hafa hvatt ríkin til að
hafna því. „Þetta er ekki samkomu-
lag, heldur bróðurleg skipti tóbaks-
framleiðenda og aðalsaksóknar-
anna sem gera stóru tóbaksfyrir-
tækjunum kleift að halda áfram sví-
virðilegri framleiðslu sinni,“ sagði
John Garrison, framkvæmdastjóri
Bandaríska lungnasambandsins.
Þessu vísar Gregoire á bug, segir
aðeins um fyi’sta skrefið að ræða og
að með því hafi náðst meira fram en
tekist hafi í nokkrum réttarsal.
fyrir jólábaksturinn!!
KitchenAid'
KSM90
ásamt öflugri hakkavél að verðmæti kr. 5.480
AÐEINS KR:
28.340,-
með hakkavclinni!
KitchenAid'
Kóróna eldhússins !
* 60 blaðsíðna leiðbeininga- og uppskriftabók á íslensku fylgir.
* Fjöldi aukahluta fáanlegir, svo sem:
Pastagerðartæki, grænmetiskvamir, hveitibrautir,
dósaopnarar, kommyllur, ávaxtapressur og fl
* Aðrargerðir KitchenAid hrærivéla
kosta frá kr. 25-935 stgr.
MÍSSTUlEKKfAF.ÞESSLI.FRÁBÆRAiTILBOÐll
Enski boltinn á Netinu mbl.is
/\L_LTAf= GITTH\SAi£) A/ÝT7
Fylgi norsku
ríkisstjórnar-
innar hrynur
FYLGI við norsku stjórnina hefur
hrunið á síðustu mánuðum og mælist
nú aðeins 18,9%, samkvæmt skoð-
anakönnun Feedback, sem birt var í
gær. Er það aðeins 2% meira fylgi
en Framfaraflokkurinn hefur og um
12% fylgistap á tæpu ári. Er útlitið
heldur svart fyrir stjómina, sem hef-
ur ekki tekist að afla stuðnings við
fjárlagafrumvarpið, sem lagt verður
fram í næstu viku.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
hafa allir þilr stjórnarflokkarnir tap-
að fylgi. Kristilegi þjóðarflokkurinn,
sem var næststærsti flokkur Noregs
eftir síðustu kosningar með 18,6%
fylgi, nýtur nú stuðnings 11%. Mið-
flokkurinn nýtur nú aðeins 5,1%
stuðnings og Venstre enn minna
fylgis, 2,8%. Er þetta mikið hrun frá
skoðanakönnun í janúar sl. er fylgið
við stjórnina var um 30%.
Verkamannaflokkurinn hefur
40,7% fylgi, Hægriflokkurinn 15,3%
fylgi, Framfaraflokkurinn 16,9%
fylgi og Sósíalíski vinstriflokkurinn
5,1% fylgi.
V erkamannaflokkur
og Hægriflokkur í stjórn?
Mikill titringur hefur verið í
stjórnmálunum síðustu vikuna eftii'
að Hægriflokkurinn, Framfara-
flokkurinn og Verkamannaflokkur-
inn neituðu að styðja fjárlagafrum-
varp stjórnarinnar. Jan Petersen,
formaður Hægi-iflokksins, hefur
hvatt til þess að menn taki sér
„kyrrðarviku" og hugsi sinn gang,
en flokkur hans hefur hingað til
stutt stjórnina.
Verkamannaflokkurinn hefur hins
vegar borið víurnar í Hægriflokkinn.
I útvarpsviðtali um helgina lýsti
Thorbjorn Jagland, fonnaður Verka-
mannaflokksins, því yfir að af öllum
flokkum á norska þinginu væri
frekast að treysta Hægiáflokknum.
Þá sagði hann að í fjölmörgum mál-
um færu skoðanir flokkanna saman
og að þeir gætu myndað meirihluta.
Þrátt fyrir að Jagland hafi ekki
viljað ganga svo langt að biðla beint
til Hægriflokksins um mögulega
stjórnarmyndun ef stjórnin fellur
fyiár árslok, hafa ummæli hans
mælst vel fyrir í flokki hans. Hægri-
menn hafa hins vegar tekið dræmt í
hugsanlega stjórn með Verkamanna-
flokknum, erkifjanda sínum til
margra ára.
Talsmenn stjórnarflokkanna
brugðust æfir við ummælum Jag-
lands. Sagði Einar Steensnæs, þing-
flokksformaður Kristilega þjóðar-
flokksins, að slík stjórn myndi skaða
mjög alla möguleika borgaraflokk-
anna á stjórnarmyndun til lang-
frama, auk þess sem hún myndi
festa í sessi þá hugmynd að aðeins
Verkamannaflokkurinn gæti stjórn-
að landinu.
SIEMENS
13 1 1
11 h| / iBf
J 7JUA'
Dnonl
gt
heimilistækin eru
hvarvetna rómuð fyrir
gæði og styrk.
Griptu tækifærið
og njóttu þess!
Siemens uppþvottavél
kmiiiéb I I 111 II
Sannkölluð hjálparhella í
eldhúsinu.
Einstaklega hljóðlát og
sparneytin. Fjögur þvottakerf
tvö hitastig (nauðsynlegt fyri
viðkvæmt leirtau), fjórföld
flæðivörn með Aqua-Stop.
Þetta er uppþvottavél eins og
þú vilt hafa hana.
Búhnykksverð
Bosch hrærivél
MUM 4555EU
Búhnylcksverð:
17.500Kr.)
Ein vinsælasta hrærivélin
á íslandi í fjöldamörg ár.
Og ekki að ástæðulausu.
Allt í einum pakka:
öflug grunnvól, rúmgóð hræriskál,
tveir þeytispaðar og einn hnoðari,
hakkavól, blandari, grænmetisskeri
með þremur rifjárnum.
Nauðsynleg við jólabaksturinn.
Nýr þráðlaus sími frá
Siemens
GIGASET 2010
Nýr þráðlaus sími
frá Siemens
af allra bestu gerð.
DECT/GAP-staðall.
Svalur. Stafrænn. Sterkur.
Mikil hljómgæði.
16.900
55.615*01]
UMBOÐSMENN:
Akranes: Ripiiti Sgnliii • Boigarnes: Gliti ■ Snzlellsbzr: lí«tm!lli - Grundaifiörðui: Gtlii Mjiiisai • Styhistrólmur: Skfirft • BúSardalir: Asnkii • Isaljiilu: Piisi
Hvammstangi: Stjwi • Sauúáikrókur: Hafsjá • Siglufiiiiiii: bji) • Uneyii: ljc|þfnu • Húsavík: Diyjji • Vngnaliöiiiri: Sifnjisi Arsa li. - keskaupslaiit: Rifaldi • Reyiaifiiiiui:
Rakélanilat. iiaa L • Egilsstaðii: S«iia Gi Wssii • Bieiðdalsvík. Steláa I Slelánssin-Hðfní Hnmaliiii: Kiia Ij hitt-Vikl liýrial: Dakkai ■ Vestnannaeyjn: liánik ■ Hiolsvðllui:
Rafnajnsnikst. 18 ■ Hella: Gdsá ■ Selloss: kiini ■ Grindavik Raltnij • Gaiiui: Raftzkjn Sij lijiaiss • lellavlk: Ijáskijiei • Halnailjiiiut: lalkii Ma. taíii
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sfmi 520 3000
www.sminor.is