Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 25 Deilt um 200 ára gamla höfuðkúpu Gátan um útlit Mozarts leyst? Vín. The Daily Telegraph. AUSTURRÍSKUR vísindamaður berst nú fyrir því að gerðar verði DNA-rannsóknir á höfuðkúpu, sem hann er fullviss um að sé af tón- skáldinu W.A. Mozart. Segir sagan að grafari í borginni hafi stolið höf- uðkúpunni úr fjöldagröf sem Moz- art var jarðaður í, en sú saga hefur aldrei fengist staðfest. Höfuðkúpan er til sýnis í Mozarteum í Salzbui-g og telja yfírmenn þar afar ólíklegt að hún sé af tónskáldinu. Gottfried Tichy, steingervinga- fræðingur við háskólann í Salzburg, hefur rannsakað höfuðkúpuna og heimildir um Mozart sl. tólf ár og er þess nú fullviss að höfuðkúpan sé af tónskáldinu. Vill hann gera DNA-próf á henni í samvinnu við dr. Svante Pábas við Max Planck- stofnunina, sem hefur verið að þróa nýja samanburðaraðferð sem Tichy segir að hægt verði að beita innan örfárra ára. Til að svo megi verða verði að geyma höfuðkúpuna í vökva eða loftþéttu lými, ekki hafa hana til sýnis í sterkum ljósum eins og nú sé. „Höfuðkúpan er mjög gömul og nú þegar hefur mikið af erfðaefninu farið forgörðum. En allt frá því að Mozarteum komst að þeirri niður- stöðu að höfuðkúpan væri ekki af Mozart hefur hún verið geymd við slæmar aðstæður,“ segir Tichy. Ekki aðlaðandi maður Hann hefur um árabil leitað í skjalasöfnum að myndum sem sýna Mozart eins og hann leit út í raun. Það hefur reynst þrautin þyngri, því tónskáldið öðlaðist frægð eftir dauða sinn og lést örsnautt. Nær allar myndir af honum voru görðar eftir að hann lést, og sýna þær glæsilegan ungan mann. Tichy kveður heimildir hins vegar segja Mozart hafa verið lágvaxinn, feitan og með slæma húð. Höfuðlag hans hafi verið óvenjulegt, hann hafi haft mikið enni, framstæðan kjálka og útstæð augu. „Hann var ekki aðlað- andi maður en augu hans voru blá og skær,“ segir Tichy. Segist hann hafa verið efins um uppruna höfuðkúpunnar er hann hóf að rannsaka hana en kveðst nú hafa sannfærst um að hún sé af Mozart. „Það eru holur í tönnunum, sem kemur heim og saman við frá- sagnir um að hann hafi verið með mikinn tannverk. Mozart var með beinkröm, sem sést einnig á tönn- um og höfuðbeinum. En það sem skiptir þó mestu máli er, að ekkert hefur komið fram sem afsannar að þetta sé höfuðkúpa Mozarts." Höfuðkúpan er nú geymd í Moz- arteum í Salzburg, þar sem fjöl- margir visindamenn hafa skoðað hana og telja ýmist að hún sé af tónskáldinu eða ekki. Rudolph An- germuller, stjórnandi Mozarteum, telur hins vegar ónógar sannanir fyrir því að hún sé höfuðkúpa Moz- arts og ekkert á frekari rannsókn- um að græða. „Þetta höfuð semur ekki lengur tónlist." til Evrópu M 33.870 kr Lúxcmborg Hamborg Ilclsinki Stokkhólmur !5.570kr. kr. 33.870 kr. 34.250 kr/ 34.380 kr. 34.420 Anistcrdam......kr. 34.750 London...........Zkr/ 3477Ö Frankfurt........kr. 34.790 Kaupmannaliöfn kr. 3 S.210 kr/ 35.570 - jjTnnifalið: Flugfarrfald, sem erhið sama til allra Bjiáfangastaða Flugleiða í Evrðpa, 31.900 kr., "^^flulvaífarskatturscrn cr misliar eílir löndum. _____________ Gildistími: H Fvr^tabrottfðrfráfslandi 1S. des. Scmastdbiottforfrajslandi 31. des. íagmarksdvöl er 7 dagar og hántarksiivöl erl mánuður. Bðm, 2-11 ára, lá 33% afslátt. Enginn bókunaríyrivari. ^JÍalxð samband við söluskrifstofur Flugleiða eða símsöludeild Flugleiða í síma SO 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10 -16.) FLUGLEIÐIR 7 raustur íslenskur ferðafélagi 1 á Internetinu: www.icelandair.is - Netfang fyrir almennar upplýsingar: ínfo@icelandair.is LISTIR Nýjar bækur Sveinn Árni Guðmundsson Gunnarsson • GLYMJAjárn viðjörðu - Atakasaga hrossaræktarmanns- ins Sveins Guðmundssonar er skráð af Árni Gunnarssyni. I kynningu segir að verslunar- stjórinn og hestamaðurinn Sveinn Guðmundsson sé leiddur fram fyr- ir lesendur af Árna Gunnarssyni frá Reykjum, sem frá barnæsku hefur fylgst með Sveini og rækt- unarstarfí hans. Ennfremur segir að Sveinn hafi um langt árabil verið öflug- asti hrossaræktarmaður landsins og í dag eiga þrjú af hverjum fjórum sýndum hrossum ættir að rekja til ræktunar hans. Með eljusemi sinni, metnaði og ár- angri hefur Sveinn um áraraðir verið öðrum ræktunarmönnum fyrirmynd og aflvaki til dáða eins og verður jafnan um þá sem skara fram úr. Rakin eru átök Sveins við kerfið og ráðunautana um stefnur í hrossarækt og talar höfundur þar tæpitungulaust, líkt og móðurafi hans, Árni prófastur frá Stóra- Hrauni.Sagt er frá uppvaxtarárum Sveins, því samfélagi sem fóstraði hann og litríkum samferðamönn- ura._ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 252 bls., prentuð í Singapore. Umbrot og prentun: Skjaldborg. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. Verð: 3.980 kr. • LEIFUR Ásgeirsson - minn- ingarit (1903-1990). Ritstjórar voru Björn Birnir, Jón Ragnar Stefánsson, Ottó J. Björnsson og Reynir Axelsson. Ritið skiptist í sex hluta. Fyrsti hlutinn er Saga stærð- fræðings - Af ævi ogstarfi Leifs Ásgeirs- sonar eftir Jón Ragnar Stef- ánsson. Sögu- sviðið nær ofan úr Borgarfjarð- ardölum suður til Þýzkalands, norður frá Laugum í Reykjadal og suður til Reykjavíkur og einnig vestur um haf. I öðrum hluta ritsins eru fimm fyrirlestr- ar, sem fluttir voru í minningu Leifs Ásgeirssonar. Höfundar þeirra eru: Björn Birnir, Eggert Briem, Jón I. Magnússon, Reynir Axelsson, Robert J. Magnus og Sigurður Helgason. I þriðja hluta ritsins eru í heild þær stærð- fræðigreinar Leifs, sem hann lét frá sér til birtingar. Fremst er doktorsritgerð hans frá árinu 1933 og er þar að finna meðalgild- issetningu Leifs Ásgeirssonar, _ sem varð skjótlega víða kunn. I fjórða hlutanum eru þrjár rit- gerðir um stærðfræði Leifs og eru þær eftir Halldór I. Elíasson og Sigurð Helgason. I fimmta hluta eru nokkrar greinar Leifs um önnur efni en stærðfræði, auk blaðaviðtals við hann um uppruna og æskuár bróður hans, Magnús- ar skálds Ásgeirssonar. Elstu greinarnar hafa ekki verið prent- aðar áður, en þær skrifaði Leifur ungur að árum í Geisla, sem var handskrifað málgagn ungmenna- félagsins Dagrenningar í Lundar- reykjadal. í síðasta hluta ritsins eru nokkur þeirra eftirmæla, sem birtust blaðlesendum að Leifi látnum. Útgefandi er Háskólaútgáfan en Islenska stærðfræðafélagið og Raunvísindastofnun Háskólans standa að ritinu. Ritið er 480 bls., prentað í Prentsmiðjunni Odda hf. Ritið prýðir fjöldi ljósmynda, myndaskrá og nafnaskrá fylgja. Verð: 2.200 kr. • TALNAPÚKINN er eftir Bergijótu Arnalds leikkonu og rithöfund. Talnapúkinn er lítil vera sem býr í helli í miðju jarðar. Frá hell- inum liggja mörg göng, ein að hverju landi. Talnapúkinn veit ekkert skemmtilegra en að telja en þar sem hann kann aðeins að telja upp á níu málar hann aðra stóru tána sína svarta svo hún sjáist ekki. Loka ákveður Talnapúkinn að leggja af stað út í hinn stóra heim til að læra fleiri tölur. I kynningu segir að Talnapúk- inn sé bók fyrir alla sem vilja læra að telja. Þá eru ýmsar þrautir og leikir aftast í bókinni. Til dæmis hefur Talnapúkinn falið sig á ýmsum síðum bókar- innar. Bergljót hefur áður skrifað bækurnar Tóta og Tíminn, og metsölubókina Stafkarlarnir, sem einnig hefur verið gefin út á margmiðlunardiski. Útgefandi er Virago sf. Bókin er 45 bls., og er hver síða með lit- skrúðugrí mynd eftir Ómar Arnar Hauksson, hann myndskreytti einnig bókina Tóta og Tíminn. Japis ehf. sér um dreifíngu. Verð: 1.590 kr. Bergljót Arnalds VINTERSPORT Bíldshöfði 20 • 112 Reykjavík S: 510 8020 • www.intersport.is ffgtið: Mán fim: 3 1S Fös: 3 13 Lau ÍO 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.