Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 27

Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 27 Hamingjuránið frum- sýnt í Bæjarsveit Morgunblaðið/Theodór HUGLJUF stemming, f.v. Bemharð Amarson, Gunnfríður E. Hreiðars- dóttir, Elmar Þór Gilbertsson og Rósa Marinósdóttir í hlutverkum sínum. LEIKLIST Itriln f lUi!jarsvBif L<;ikrieild IJmf. fslendings HAMINGJURÁNIÐ eftir Bengt Ahlfors í þýðingu og stað- færslu Þórarins Eldjárns. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Tónlistarstjórn: Birna Þorsteinsdóttir. MIKLAR breytingar höfðu orðið á samkomuhúsinu í Brún í Bæjar- sveit frá því ég var þar síðast. Búið var að færa „leiksviðið" húsendan- anna á milli og frá gólfí og upp á gamla leiksviðið var búið að smíða upphækkaðar sætaraðir. En þó að óvenjumargar stjörnur hafí hrapað á leiðinni upp í Brún þá kom það ekki að sök því þær skutu upp kollinum hver af annarri í gam- ansama söngleiknum Hamingjurán- inu. Söngleikurinn fjallar um unga elskendur sem eiga saman stuttan fund sem ferðamenn í París þar sem þau villa á sér heimildir hvort fyrir öðru en hittast svo aftur í Reykjavík þar sem leiknum er haldið áfram þar til sannleikurinn kemur allur í ljós í leikslok. Verkið skiptist niður í mörg mislöng atriði sem gerast nokkuð viða. I stað flókinnar leikmyndar hefur leikstjórinn Viðar Eggertsson meira lagt í búninga, leikmuni og markvissa og listræna lýsingu. Sögumennirnir sem eru leiknir af Rósu Marinósdóttur og Bernharð Arnarsyni leiða áhorfendur lipurt á milli atriða með látlausum lát- bragðsleik, athugasemdum til áhorf- enda, ásamt söng, dansi og tilheyr- andi sprelli. Fóru þau bæði á kost- um og ekki spilltu gervin og holling- in á þeim fyrir. Ungu elskendurna leika þau Elm- ar Þór Gilbertsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir af mikilli innlif- un. Elmar Þór túlkar vel ástfangna og taugaveiklaða bankamanninn sem brestur í stam þegar honum er mikið niðri fyrir. Sama er að segja um túlkun Gunnfríðar á menningar- lega sinnuðu stúlkunni frá Písa, trú- verðug túlkun og fallegur söngur. Talandi um sönginn þá má ekki gleyma undirleiknum sem var eink- ar áheyrilegur undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur og var hann í góðu jafnvægi við sönginn sem hann yfir- gnæfði aldrei. Hermann Guðmundsson lék bankastjórann af röggsemi og brá sér einnig í hlutverk foringja í hjálp- ræðishernum þar sem hann virtist vera á heimavelli, slíkur var sannfær- ingarkrafturinn við boðun orðsins. Þær Hilda Pálmadóttir og Gro Övland fara létt með að leika jafnt ítalskar systur sem páfagauka í búri. Þær sungu sérstaklega vel og skemmtilega í atriðinu er gerðist í þvottahúsinu í Písa og ekki voru þær síðri sem spekúlerandi páfa- gaukar á priki. Helgi Björn Ólafsson brá sér í hlutverk skransala, lögregluþjóns og liðsmanns hjálpræðishersins. Hann náði að gera mikið úr sínum ólíku hlutverkum og kitlaði hann hláturtaugar áhorfenda óspart. Friðrik Aspelund lék róna og fyrr- um komma af mikilli innlifun og tók sig einnig vel út sem einkabílstjóri og faðir. Ljóst er að leikdeildinni hefur verið mikill fengur í að fá Viðar Eggertsson leikstjóra til liðs við sig að þessu sinni. Viðar hefur náð góðum tökum á leikhópnum og tekist að laða fram það allra besta hjá hverjum og einum. Augljóst er að Viðar hefur lagt mikla alúð og metnað í þessa uppfærslu enda er árangurinn eftir því. Þessi uppfærsla leikdeildar Umf. Islendings er ein sú albesta sem ég hef séð hjá deildinni til þessa og hvet ég Borgfirðinga og Mýramenn til að láta þessa skemmtilegu sýn- ingu ekki fram hjá sér fara. Theodór Kr. Þórðarson Milli lífs og dauða BÆKUR Skáldsaga DAUÐARÓSIR eftir Arnald Indriðason, Vaka-Helga- fell, Reykjavfk 1998, 255 bls. LIK fmnst á leiði Jóns Sigurðsson- ar í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu. Þetta er óvenjulegt morðmál á íslenskan mælikvarða því líkið er Ola farið og það er sett á táknrænan stað. Það tekur tíma að kom- ast að því af hverjum lík- ið er - enginn saknar stúlkunnar - og til þess eru reyndar ýmsar leið- ir. Enn erfiðara er að finna ástæðu fyrir morð- inu. Tilgáturnar verða nokkrar og flestar rétt- ar. Sumar eru þó hug- lægar og haldlitlar fyrir rétti. Dauðinn er í raun í nokkrum þrepum og sökin liggur ekki ein- göngu hjá þeim sem inn- siglaði dauðann. Líkt og í mörgum spennusögum fá lesend- ur að kynnast einkahög- um persónanna sem rannsaka málið, kostum þeirra og göllum, fortíð og nútíð. Og auðvitað nokkrum persónum sem liggja undir grun og hvar þeirra akkilesarhæll liggur. Þar sem ís- lenskt samfélag er lítið geta þessir hópar skarast, þeir góðu og þeir vondu. Börn lögreglumannsins eru fíklar. Athafnamenn og embættis- menn tengjast undirheimunum og hafa hver annan í vasanum. Allt er falt og siðferði ekki til. Við dauðann vakna ýmsar spurn- ingar. Meðal annars spyr hver og einn sig að því hvernig hann vill haga lífínu og hvernig hann hefur hagað því til þessa. Það eru nefnilega til margar leiðir til að kasta lífi sínu á glæ og margt fer öðruvísi en ætlað er. Hér er á ferðinni spennusaga í ís- lenskum samtíma og er tæpt á helstu vandamálum síðustu missera svo sem fólksflótta, fjármála- og kvóta- braski auk fíkniefnavanda. Allir hafa eitthvað að fela og þurfa að takast á við raun- veruleikann. Líkfundur- inn setur fólk út af lag- inu og lesandann einnig því hann er trúverðug- ur. Samskipti kynslóð- anna er megindrifkraft- ur sögunnar. Kynslóða- bilið er breitt, hugsun- arhátturinn gerólíkur og það er gert grín að því á báða bóga. Menn- ingararfurinn, þjóð- rembingur og amerík- anísering sýna svo ekki verður um villst að það búa að minnsta kosti tvær þjóðir í þessu landi og skiptast þær eftir aldri. Fléttan er góð og gengur vel upp en þar sem lesandinn fylgist jafnóð- um með öllum persónum og hvernig brotin raðast upp fer hann fljótlega að gnma hvernig í öllu liggur. Húmorinn bætir fyrir það, meðal annars kemur bláendirinn lesandan- um til að hlæja. Bókin er góður feng- ur fyrir þá sem unna spennusögum. Nýjar hljómplötur • BJARKARTÓNAR - Ég ósknði forðum hefur að geynm lög íslensk og erlend lög í flutningi Samkórsins Bjarkar í Austur-Húnavatns- sýslu. Kórinn var stofnaður árið 1983 og er skipaður 30 söngvurum. Stjórnendur eru Thomas Higgerson og Peter Wheeler. Undirleikarar eru Thomas Higgerson, Hugnín Sif Hall- grímsdóttir, Þóra Lísbet Gestsdóttir, Arndís Ólöf Vík- ingsdóttir og Helga Kristín Gestsdóttir. Einsöngvarar eru Sigfús Pétursson, Steingrímur Ingvarsson og Halldóra Ásdís Gestsdóttir. Einnig syngja á plötunni börnin Agnes Björk Albertsdóttir, Elín Ósk Magn- úsdóttir, Lillý Rebekka Stein- grímsdóttir og Óskar Þór Da- víðsson. Utgefandi er Samkórinn Björk. • KLASSÍSK meistaraverk; rólega platan hefur að geyma 36 þekkt lög á tveimur geisla- plötum. M.a. eru verk eftir Bach: Air, Grieg: Morgunn (úr Peer Gynt), Mozart: Píanó Konsert #21, PachelbehCann- on, Vivaldi: Arstíðirnar, Al- binoni Adagio, Rachman- inov:Rhapsody. Flfijendur eru m.a. Neville Marriner, Yehudi Menuhin, Herbert von Karaj- an, Jacqueline du Pré, Simon Rattle, Elizabeth Schwarzkopf o.fl. Útgefandi er Skífan. Verð: 2.499 kr. Arnaldur Indriðason 7\cí& í Ruzomberok FOXTtfR. Kristín Ólafs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.