Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
JON KARL
HELGASON
ÆTURGA
KARL HEl
Næturgalinn er bók sem leynir á sér...
hún er vel samin og þolir vel að vera
lesin aftur. Textinn er þéttur og vísar
í sjálfan sig fram og aftur og bókin
vinnur á við frekari lestur. Sagan er
könnun á ástinni og jafnframt könnun
á skáldskapnum...
(Geir Svansson. Mbl. 17. nóv. 1998) 7
Söngur næturgalans hljómar undir í
öllum ástarsögunum undurfagur og
seiðandi söngur sem laðar og
lokkar... Vönduð og vel unnin saga...
(Sigríður Albertsdóttir. DV 2. nóv. 1998)
Á fimlegan hátt skapar Jón Karl
Helgason nýtt dulmál ástarinnar í
þéttofnum texta sínum.
Úlfhildur Dagsdóttir, RÚV
BJARTUR
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
yiTnibl.is
__ALLTAf= A/ÝTT
Oíiirhug-inn Einar
Benediktsson
Einar Þorvaldur
Benediktsson Gylfason
ÞATTAROÐ
Itíkiss jónvarpí rt
AÐ BYGGJA LAND
2. þáttur. Ofurhuginn. Höfundur
texta og þulur: Þorvaldur Gylfason
prófessor en hann er jafnframt fram-
leiðandi og valdi tónlistina. Mynd-
handrit: Jón Egill Bergþórsson. Höf-
undur leikmyndar: Vignir Jóhanns-
son og Jón Egill Bergþórsson.
ANNAR þátturinn í röðinni Að
byggja land var sýndur í Sjónvarp-
inu á sunnudagskvöld. Rætt er um
hagstjórnarhugmyndasögu Islend-
inga á 19. og 20. öld með hliðsjón af
þremur einstaklingum, þeim Jóni
Sigurðssyni, Einari Benediktssyni
og Halldóri Laxness og fléttað inn í
írásögnina „ýmsu efnahags- og
menningarsögulegu efni sem varðar
þessa menn og hagstjómarhug-
myndir þeirra“ eins og segir í dag-
skrárkynningu. Þátturinn um helg-
ina fjallaði um framfarasinnan, at-
hafnamanninn og stórskáldið Einar
Benediktsson og nefnist Ofurhug-
inn.
Einar Benediktsson var á ung-
lingsaldri þegar Jón Sigurðsson lést
árið 1879. Faðir Einars, Benedikt
Sveinsson alþingismaður og sýslu-
maður Þingeyinga, varð þá einn
helsti leiðtogi Islendinga í sjálf-
stæðisbaráttunni en hafði ekki
sama hagstjómarskilning og Jón
Sigurðsson og telur Þorvaldur
Gylfason smám saman hafa fymst
yfir hina þungu áherslu sem Jón
forseti lagði á frjáls viðskipti og
nauðsyn erlends fjármagns til fram-
kvæmda. En Einar Benediktsson
hafi verið annarrar skoðunar og
hafið hagfrelsismerki Jóns forseta
hátt á loft að nýju, hafi viljað berj-
ast fyrir efnalegri og andlegri við-
reisn íslensku þjóðarinnar enda
sveið honum sárt hve Islendingar
vora skammt á veg komnir í fjár-
hags- og framfaramálum í saman-
burði við ýmsar nágrannaþjóðir.
Reyndar er iðulega vísað til Jóns
forseta í Ofurhuganum og þeir Einar
bornir saman, t.d. er vitnað til þess
að skapgerð þeirra hafi verið um
margt býsna ólík. Einar hafi oft ver-
ið illskeyttur og ómildur í dómum
um menn og málefni og því eignast
marga andstæðinga. Þótt Jón Sig-
urðsson gæti verið harður í horn að
taka hafi hann kostað kapps um að
láta menn njóta sannmælis og þakka
þeim vel unnin störf enda eignaðist
hann marga dygga samherja. Þor-
valdur Gylfason telur að trúlega hafi
óvægni Einars og hranalegur mál-
flutningur verið honum fjötur um fót
i hinu smáa íslenska samfélagi, dreg-
ið úr sannfæringarkrafti hans og
gert að verkum að honum varð lítt
ágengt um helstu áhugamál sín.
Báðir hafi þeir verið einarðir þjóð-
emissinnar en ekki síður eindregnir
alþjóðasinnar, Einar hafi þó verið
meiri heimsborgari en Jón og mun
víðföralli. Sögulegur og menningar-
Síðustu sýning-ar
Aldarafmæli
Brecht
FIMMTA og síðasta sýning á
dagskrá í tilefni af aldarafmæli
Bertolts Brecht verður
fimmtudaginn 19. nóvember.
Um er að ræða tónlistardag-
skrá í leikrænum búningi sem
byggir á 16 lögum úr verkum
Brechts. Nýjar þýðingar
kvæðanna era eftir Þorstein
Gylfason. Lausamálstexti er
eftir Þorstein Gylfason og Þor-
stein Þorsteinsson. Það er Sif
Ragnhildardóttir sem syngur
lögin.
legui- metnaðui- íyrir hönd þjóðar
sinnar hafi knúið þá áfram og báðir
hafi kunnað mikið íyrir sér í hag-
fræði, raunar telur hagfræðingurinn
Þorvaldur Gylfason margt benda til
þess að Einar hafi kunnað hagfræði
umfram flesta samtíðarmenn sína
þótt engar heimildir séu til marks
um það að hann hafi lært þau fræði
af bókum. Einar Benediktsson hafi
hins vegar verið gerólíkur Jóni Sig-
urðssyni að því leyti að Einar fór
gjaman ótroðnar slóðir og var
hvergi banginn við að berjast þótt á
brattann væri að sækja, Jón hafi á
hinn bóginn yfirleitt tekið minni
áhættu. Hvort sem menn samþykkja
þessa greiningu eður ei þá gerir
samanburðurinn það að verkum að
áhorfandinn finnur glöggt að hér er
þáttaröð á ferð en ekki einangraðir
sjónvarpsþættir, efnið kallast á og
vinnur jafnvel saman á köflum. Und-
ir lok Ofurhugans er síðan tengt við
Halldór Laxness en lokaþátturinn
hefur hann einmitt í forgranni.
Ofurhuginn er í stórum dráttum
byggður líkt upp og sá um braut-
ryðjandann Jón Sigurðsson. Þáttur-
inn skiptist í sjö kafla þar sem fjall-
að er um tiltekin atriði í hugmynd-
um og lífi Einars Benediktssonar og
tengt við samtíð hans og nútímann.
í þeim fyrsta, „Stórskáld smáþjóð-
ar“, er dvalist stuttlega við lokaár
Einars þar sem hann lifir i hálf-
gerðri einangran frá umheiminum í
Herdísarvík, maðurinn sem barðist
einmitt ötullega gegn einangrun
lands og þjóðar. Upprifjun á hátíð-
ardagskrá útvarpsins á 75 ára af-
mæli hans fáeinum mánuðum fyrir
andlátið og vísun í minningargrein-
ar þar sem meira var rætt um
skáldið en athafnamanninn Einar
Benediktsson gefur handritshöf-
undi tilefni til að huga nánar að við-
horfi hans til efnahags- og atvinnu-
mála. í öðrum kafla, „Arftaki Jóns
forseta", er m.a. fjallað um skrif
Einars í blað sitt Dagskrá, fyrsta
dagblað á Islandi, þar sem hann
benti á ýmsar nýjungar til atvinnu-
sköpunar og tók virkan þátt í
stjórnmálaumræðunni.
I þriðja kafla, „Jafnaðarmaður",
kynnast áhorfendur baráttu Einars
fyrir bættri fátækralöggjöf sem
hann taldi ómannúðlega, þjóðfélag-
inu til ómetanlegs tjóns og bæla nið-
ur framfarir þjóðarinnar. Vísað er
til þess að Steingrímur J. Þorsteins-
son, fyrsti ævisöguritari Einars, hafi
komist að þeirri niðurstöðu að Einar
hafi orðið afhuga jafnaðarstefnu,
áhuginn á eflingu efnahags hafi orð-
ið að auðhyggju en umhyggjan fyrir
alþýðunni hjaðnað fljótt enda rist
grannt. Þessu viðhorfi vísar Þor-
valdur Gylfason á bug, segir Einar
vissulega hafa hafnað þjóðnýtingu
framleiðsluafla en telur hann ekki
hafa verið minni jafnaðarmann fyrir
því. Einar hafi einfaldlega verið
langt á undan sinni samtíð og vísar
til þess að þýskir jafnaðarmenn hafi
sagt skilið við ríkiseigna- og þjóð-
nýtingarstefnu upp úr miðri 20. öld
og tekið upp markaðsbúskapar-
stefnu, breskir jafnaðarmenn hafi
farið svipaða leið enn
síðar. Og Þorvaldur
skirrist ekki við að
vísa til samtímans
frekar en í þættinum
um Jón Sigurðsson,
hann segir: „Réttlæt-
is- og hagsældarhug-
sjón Einars Bene-
diktssonar um jöfnuð í
skjóli fjármagns hefur
aldrei verið í íyllra
samræmi við stefnu
evrópskra jafnaðar-
manna en einmitt nú á
dögum.“ Ekki er víst
að allir séu reiðubúnir
til að skrifa upp á það
að Einai' teljist „nú-
tímaj afnaðarmaður “
og nútímahugtök geta verið vand-
meðfarin þegar fjallað er um fortíð-
arfyrirbæri því þau geta átt misjafn-
lega við fyrri tíð. Hitt er víst að Ein-
ar Benediktsson var framsýnn á
fjölmörgum sviðum, og Þorvaldur
Gylfason bendir einnig á að kveð-
skapur hans beri vitni um djúpa
samúð með þeim sem standa höllum
fæti.
í fjórða kafla, „Afl þeirra hluta
sem gjöra skal“, er fjallað um at-
hafnasemi Einars, sem bjó erlendis
1907-1921 og kom víða við, fyrirtæki
sem hann tengdist, fossaviðskipti
hans á íslandi, virkjunarhugmyndir
og verksmiðjuáform, þá sem reyndu
að leggja stein í götu hans og afdrif
ýmissa mála. Ymsar hugmyndir
hans eru settar fram í tilvitnunum
sem Einar mælir sjálfur í gervi
Pálma Gestssonar leikara. Ræðurn-
ar eru eldheitar og augljóst að af-
staða hans til erlends fjármagns er
afar jákvæð. Tengt er við stórpóli-
tísk mál í nútímanum, deilur um
veiðigjald fyrir afnotarétt af fiski-
miðunum og erlenda fjárfestingu í
íslenskum útvegsfyrirtækjum, og
þannig hrist upp í áhorfandanum
þótt vafalaust finnist einhverjum
slíku efni ofaukið í sögulegum þætti.
I fimmta kafia, „Endurreisn ís-
lensku í Norðurálfu", og þeim
sjötta, „Hergögn og hebreska", er
m.a. fjallað um liðsinni Einars við
Jóhannes Kjarval og Jón Helgason
prófessor á námsárum þeirra og
hinn síkvika hug Einars en hann
var jafnvel uppfinningamaður. í
lokakaflanum, „Raunheimar, ósk-
heimar“, kemur fram að hann hafi
verið höfuðskáld þjóðarinnar síð-
ustu tuttugu ár ævinnar. Ái'angur
hans í veraldlegri umsýslu hafi hins
vegar verið minni en hugur stóð til
og hann hafi beðið lægri hlut í nán-
ast öllum helstu hugðarmálum sín-
um. En sigur hans kom síðar enda
er það rauði þráðurinn í þættinum
að Einar Benediktsson hafi verið á
undan sinni samtíð, stundum langt
á undan. Nýjungamaður í hugsun
ogyiðhorfum.
I leikmynd Ofurhugans er farin
svipuð leið og í fyrsta þættinum,
áhorfandinn fylgist með Vigni Jó-
hannssyni hanna myndverk á vegg í
samhengi við texta handritshöfund-
ar. Eftir fyrsta þáttinn kemur þessi
aðferð ekki eins mikið á óvart og áð-
ur, áhorfandinn er betur með á nót-
unum frá upphafi. En ýmsar
skemmtilegar lausnir er að finna
innan þessa ramma og eins og áður
kallast á nútími og fortíð þar sem er
hið tæknivædda umhverfi lista-
mannsins og munir frá fyrri tíð sem
hann vinnur með á ýmsan hátt. I lok
þáttarins er smiðshöggið á mynd-
verkið rekið með eins konar „brú“
milli Einars, eða öllu heldur mál-
verks af honum, og áhorfandans
sem verður því greinilegri eftir því
sem myndavélin fjarlægist vegginn,
„brú“ sem tengir saman nútíð og
fortíð líkt og hugmyndir Einars
Benediktssonar í upphafi aldar
tengjast nútímanum.
Eggert Þór Bernharðsson