Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 31
Af hverju álver
á Austurland?
ÞAKKA bréf þitt til
mín í Morgunblaðinu
sl. föstudag. Þú spyrð
beint tveggja spurn-
inga, sem hafa vaknað
hjá þér eftir málþing
um áhrif virkjana
norðan Vatnajökuls á
náttúru og efnahag, er
var haldið í hátíðarsal
Háskóla íslands 31.
október sl.
Þú spyrð: Eru ein-
hverjar viðræður í
gangi um byggingu ál-
vers á Reyðarflrði?
Svar: Já. Viðræður
og undirbúningsvinna
eru og hafa verið í í
gangi milli starfshópa íslenskra
stjórnvalda og Norsk Hydro og á
fundi í Noregi nýlega var staðfest
að þeirri vinnu verður haldið
áfram af fullum þunga, samkvæmt
áætlun sem upp hefur verið sett.
Þú spyrð: Ef ekkert verður úr
byggingu stóriðjuvers á Austur-
landi munu umbjóðendur þínir þá
fallast á stórvirkjanir norðan
Vatnajökuls og fórna þar með
hagsmunum ferðaþjónustu á svæð-
inu að hluta?
Svar: Aðalfundur Sambands
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi haldinn 3.-4. sept sl ályktaði
um orku stóriðjumál þannig:
Fundurinn lýsir yfír stuðningi
við áform um virkjanafram-
kvæmdir á Austurlandi og nýtingu
orkunnar í fjórðungnum. Fundur-
inn leggur áherslu á að unnið sé
hratt og markvisst að undirbún-
ingi þessara mála og í því sam-
bandi verði tekið tillit til umhverf-
isverndarsjónarmiða. Bygging
virkjunar og orkufrekur iðnaður
mun hafa jákvæð áhrif á Austur-
land og án efa stuðla að fólksfjölg-
un í fjórðungnum. (Tilvitnun lýk-
ur.)
Eins og fram hefur komið í um-
fjöllun sérfræðinga um þessi mál
munu ýtrustu áform
um virkjanir vatns-
orku og jarðhita kalla
á notkun um 2000 fer-
kflómetra lands.Það
er um 4% af flatarmáli
hálendis íslands.
Tíföldun á raforku-
framleiðslu lands-
manna frá framleiðslu
ársins 1997 mun láta
ósnert um 90% af víð;
áttu hálendisins. I
skýrslu Önnu Dóru
Sæþórsdóttir um
,Áhrif virkjana norð-
an Vatnajökuls á
ferðamennsku" (jan.
1998) segir m.a. Ef af
byggingu vatnsaflsvirkjana verður
mun þetta náttúrulega svæði
minnka til muna. A móti kemur að
svæðið yrði aðgengilegra en áður
og þar með yrðu útivistarmögu-
leikar á svæðinu fjölbreyttari og
svæðið mundi höfða til fleiri teg-
unda ferðamanna en áður. (Tilvitn-
un lýkur.)
Það er einnig mat meirihluta
Austfirðinga 69% (Gallup, ágúst
98) að stóriðja og ferðaþjónusta
fari ekki illa saman og því er það
rangt að verið sé að fórna sérstak-
lega hagsmunum ferðaþjónustunn-
ar með byggingu virkjana ,miklu
heldur að þær framkvæmdir efli
atvinnugreinina. Það er einnig mat
mikils meirihluta 86% að stóriðja
muni leiða til aukins íbúafjölda á
Austurlandi og 67% telja að hún
muni leiða til hærri launa.
Þú veltir því einnig fyrir þér, um
leið og þú hefur áhyggjur af fólks-
flóttanum af landsbyggðinni á suð-
vesturhornið og segir það vekja at-
hygli að Austfirðingar virðist ein-
blína á álbræðslu sem vænlegustu
lausnina til að snúa þessari þróun
við. Draum, eins og þú orðar það,
sem þú telur að rætist ekki. Þar
vona ég nú reyndar að þú reynist
ekki sannspár.
Þorvaldur
Jóhannsson
Rök þín eru annars vegar þau að
allar málmbræðslur sem hingað til
hafa verið byggðar hér á landi hafa
risið steinsnar frá Reykjavík og
hins vegai' að reynslan sýni að fá-
mennið og þjónustufæðin á Aust-
urlandi freisti ekki eigenda þeirra.
Austfirðingar hafa nú á síðustu
árum gert sér grein fyi'ir því að
stóriðja okkar, sjávarútvegurinn,
og vinnsla tengd sjávarátvegi get-
ur ekki lengur nær eingöngu stað-
ið undir velsæld og aukinni mann-
Ekkert hefur komið
fram sem bendir til
þess að Austurland
sé ekki vænlegur kost-
ur til byggingar orku-
freks iðnaðar, segir
Þorvaldur Jóhannsson
í svari til Þorsteins
*
Olafssonar.
aflaþörf fjórðungsins. Áfram mun
sjávarútvegur verða ein af undir-
stöðunum sem við byggjum tilveru
okkar á, en hann þarf stuðning
fjölbreyttari atvinnutækifæra í
landshlutann til m.a að viðhalda
sér og öflugri byggð. Ferðaþjón-
ustan er í sókn, en reynslan sýnir
okkur að aukning heilsársstarfa
þar er mjög hæg vegna þess hvað
hún er árstímabundin og laun í
greininni eru lág. Önnur þjónusta
hvers konar (t.d. verslun og sér-
fræðiþjónusta) kallar nú á aukin
umsvif og fleiri viðskiptamenn til
að geta veitt betri stuðning í bar-
áttunni. Hnignun landsbyggðar-
innar á síðustu árum er úr takt við
búsetuóskir landsmanna og svo
virðist sem nægur markaður sé
fyrir búsetu á landsbyggðinni ef
búsetuskilyrði væru viðunandi.
Leifur á Mars
í KJÖLFAR um-
ræðu um þjóðerni
Leifs Eiríkssonar lang-
ar mig að benda á
hvaða skoðun hugsan-
legir Marsbúar hljóta
að hafa á því máli, þ.e.
ef þeir kunna að lesa
jarðnesk landabréf.
A Netinu má finna
skrá yfii’ öll örnefni á
hinum plánetunum í
sólkerfi okkar, (http://-
www.intastun.org/-
nomencla.html). Þessar
nafngiftir lúta vissum
reglum: á Merkúr
heita gígar og önnur
náttúrufyrirbæri í höf-
uðið á listamönnum, á Venusi bera
þau kvennöfn (með einni undan-
tekningu), o.s.fi-v.
A Mars hefur m.a. landkönnuð-
um verið sómi sýndur með því að
skíra gíga eftir þeim. En mér til
mikillar gi'emju fann ég ekki Leif
Eiríksson í örnefnaskránni, hvorki
undir L-inu né E-inu, þegar ég leit-
aði að honum fyrir u.þ.b. tveimur
árum.
Ég fann netfang fonnanns ör-
nefnanefndarinnar, sem er norskur
stjarnfræðiprófessor, dr. Káre Aks-
nes, skrifaði honum og lýsti furðu
minni á því að sjá ekki Leif í hópi
þeirra Kólumbusar, Magellans og
Vasco da Gama. Jafnframt benti ég
á að Eiríkur rauði myndi bera nafn
með rentu á gíg á rauðu plánetunni.
Dr. Aksnes svaraði
mér því vinsamlega að
ég hefði ekki leitað
nógu vel í skránni. A
Mars væri gígur sem
héti í höfuðið á Leifi.
En hann heitir
Ejrikson-gígur, upp á
dönsku! Hins vegar
lofaði hann því að
minna á Eirík rauða á
næsta fundi hjá ör-
nefnanefndinni. Nú
væri geimfarið Mai's
Global Surveyor á
sporbaug um Mars.
Nýir gígai' sæjust í
fyrsta skipti og þeim
Það er ekki sérviska,
segir Viðar Víkings-
son, að láta sig það
varða hvernig nafn
Leifs er stafsett í fram-
tíðarútibúi mannkyns.
þyi'fti að gefa nafn. Og þá myndi
hann hafa nafn Eiríks bak við
eyrað. Hitt er fui'ðulegt að Leifur
skuli vera danskur á Mars, og á því
kunni dr. Aksnes enga skýringu.
Ég efa stórlega að á sínum tíma
hafi nefndin ályktað að Leifur hafi
fæðst á Grænlandi og sé því dansk-
ur skv. okkar hnattlíkönum. Það er
Viðar
Víkingsson
líklegra að nafngiftin hafi orðið til í
svartholi þar sem mannleg rök-
semdafærsla og eðlisfræðiþekking
má sín einskis. Þetta er svartholið
sem alþjóðlegar nefndaákvarðanir
eiga upptök sín í.
Landnám Mars er brýnasta
framtíðarverkefnið í huga stórs
hóps jarðarbúa. I raunsæjum vfs-
indaskáldsögum á borð við tríólóg-
íu Kim Stanley Robinsons um
plánetuna sem fyi'st er rauð, síðan
græn og loksins blá, er minnst á
Ejrikson-gíg, enda kann sá höfund-
ur kortin af Mars utan að. Því er
það ekki sérviska að láta sig það
varða hvernig nafn Leifs er staf-
sett í framtíðarútibúi mannkyns.
Rauða plánetan er nú þegar raun-
verulegur staður fyiir fjölda fólks,
hluti af hugarheimi þess, drauma-
land.
Sá heimur er of mikilvægur til að
alþjóðlegir skriffinnar og silkihúfur
ráðskist með hann. Þegar Apollo-
tunglfararnir voru á braut um
tunglið og sáu bakhlið þess berum
augum, tóku þeir sér það bessaleyfi
landkönnuða að skíra þá gíga sem
þeir uppgötvuðu, eftir ástvinum
sínum o.þ.h. En nokkrum ái-um síð-
ar lét alþjóðlega örnefnanefndin
sér þessar nafngiftir í léttu rúmi
liggja og skírði gígana upp á nýtt.
Er hægt að hugsa sér meiri
nefndarhroka en að setja sig á há-
an hest gagnvart mönnum sem séð
hafa bakhlið tunglsins og virða
óskir þeirra að vettugi? A hliðstæð-
an hátt má spyrja: á „nefndin" að
ákveða hvað Leifur heitir á Mars?
Höfundur er kvikmyndagerðar-
maður.
(Rannsókn Stefáns Ólafssonar
prófessors.)
Störf í hátækniiðnaði eins og nú-
tíma álveri eru eftirsóknarverð
(sbr. umsóknir um störf hjá Col-
umbia og ÍSAL), en 92% starfs-
fólks er háskólamenntað, tækni-
menntað, iðnmenntað og faglært
en um 8% vinnuaflsins er ófaglært.
Eins og vinnumarkaður á Austur-
landi er í dag eru um 60% starfs-
fólks ófaglært.
Ein viðamesta rannsókn sem
gerð hefur verið á félagsgerð Mið-
Austurlands er mat á efnahagsleg-
um og félagslegum áhrifum álvers
í Reyðarfirði. Rannsókn þessi var
að mestu unnin sl. vetur
(1997/1998) undir umsjón ráðgjafa
Nýsis hf. og kanadiskra ráðgjafa í
samvinnu við sérstaka verkefn-
istjórn sem Austfirðingar eiga m.a.
aðild að. Af niðurstöðum hennar
má ráða að álverið muni auka hag-
vöxt á Austurlandi verulega og
leiða til fjölbreyttara atvinnuhfs
með beinum eða óbeinum hætti.
Það mun einnig leiða til hærri at-
vinnutekna og aukinna viðskipta,
sem mun styi’kja byggð í fjórð-
ungnum.
Staðbundin áhrif 120.000 tonna
álvers, eins og nú er rætt um sem
fyrsta áfanga, eru talin verða 440
ný störf og er ekki reiknað með því
að álverið ryðji burt öðrum at-
vinnugreinum. Mannafli vinnu-
sóknarinnar getur fyllt um 230 ný
störf og því þarf að flytja að um
210 störf. Miðað við að aldursdreif-
ing þeirra sé hin sama og annarra
sem flytja milli sveitarfélaga þarf
aðflutningur að verða um 700
manns.
Ekkert hefur komið fram hvorki
í þessari könnun eða í viðræðum
við hina norsku aðila sem bendir
til þess að Austurland sé ekki væn-
legur kostur til byggingar orku-
freks iðnaðar, s.s. álvers. Enn-
fremur er stefna íslenskra stjórn-
valda skýi- í þessu máli.
Með vísan til framanritaðs á það
ekki að koma á óvart þótt Aust-
firðingar sæki það nú fast og af
sanngirni að samningar náist sem
fyrst við orkukaupanda sem nýti
að hluta orku fallvatna norðan
Vatnajökuls til að styi-kja og efla
byggð á Austurlandi, íslandi og ís-
lendingum öllum til framdráttar
og velfarnaðar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi.
Ráðstefna
um mengun í
sjó við Island
RÁÐSTEFNA um mengun í
sjó við Island verður í Norræna
húsinu fimmtudaginn 19. nóv-
ember, hefst kl. 13.15 og lýkur
rétt fyrir kl. 18.
Ráðstefnan er öllum opin og
er ekkert ráðstefnugjald inn-
heimt. Hún er skipulögð á veg-
um Línuhönnunar hf. umhverf-
issviðs og Alþjóðamálastofnun-
ar Háskóla íslands.
Á ráðstefnunni verða flutt 8
erindi sérfræðinga um ástand
einnar helstu auðlindar íslend-
inga, auk mengunai-varna, og
gefst kostur á umræðum eftir
hvert þeirra.
Júlíus Sólnes, prófessor við
HI, stýrir ráðstefnunni.
Meðal erinda eru þessi: Sjór-
inn umhverfis ísland; sjógerðir,
straumar, ástand sjávar með
tilliti til mengunar. Staðbundin
mengun í sjó við ísland; vegna
frárennslis og úrgangs. íslensk
fiskvinnsla og lífræn mengun -
verðmætatap. Aðgerðir og starf
stjórnvalda í mengunarvörnum
sjávar við Island. Mengun frá
fiskiskipaflotanum við Island.
Kvöldganga
milli bóka- og
skjalasafna
Hafnargönguhópurinn stendur
fyrir gönguferð í kvöld, mið-
vikudagskvöld, frá Hafnarhús-
inu að austanverðu kl. 20.
Farið verður inn með strönd-
inni og um Austurbæinn, Kvos-
ina, Háskólasvæðið og Vestur-
bæinn til baka. Stansað verður
við Landsbókasafnshúsið,
Skjalasafn Reykjavíkm' í Borg-
artúni, Þjóðskjalasafn Islands
Laugavegi, Borgarbókasafnið
Þingholtsstræti, Norræna húsið
og Þjóðarbókhlöðuna. Göngu-
fei'ðinni lýkur við fyrirhugað
Borgarskjala- og Bókasafn
Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Málanefndir Sjálfstæðisflokks
um samgöngu-, fjarskipta-
og upplýsingamál
Málþing
Opið málþing verður haldið í Valhöll,
fímmtudaginn 19. nóvember kl. 17-19.
Yfirskrift málþingsins er:
Framtíð fjarskipta á íslandi
Hvernig á að tfyggja samkeppni á fjarskiptamarkaði?
Á að selja Landssímann?
Ef svo er, hvernig?
Framsögumenn gera grein fyrir því hvaða meginmarkmið þeir telja að
hafa þurfi að leiðarljósi við ákvörðun um framtíðarskipan fjarskiptamála
áíslandi.
Stutt framsöguerindi flvtia
Þórarínn V. Þórarinsson,
stjómarformaður Landssímans.
Ármann Kr. Ólafsson,
aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Kristján Gíslason,
framkvæmdastjóri,
Radíómiðun.
Arnþór Halldórsson,
framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs, TAL.
Eyþór Arnalds,
þróunarstjóri OZ.
Jón Magnússon,
hæstaréttarlögmaður.
Umræður verða á eftir framsöguerindum.
Fundarstjóri: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður.