Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 37-
fl
að baki þessari ályktun liggi eink-
um í eðli þeirra athafna, sem felast
í framangreindum alþjóðaglæpum,
og þeirri skoðun að ótækt sé að
fallast á að slíkar athafnir geti
talist þáttur í lögmætri og eðlilegri
meðferð ríkisvalds. Einungis at-
hafnir sem teljast þáttur í lögbund-
inni meðferð opinbers valds geti
talist friðhelgar í hefðbundnum
skilningi hugtaksins. Spænsk yfir-
völd hafa einmitt haldið framan-
greindum í-ökum á lofti við með-
ferð Pinochet-málsins fyrh- ensk-
um dómstólum.
Það hefur sætt furðu á meðal
fræðimanna að í niðurstöðu enska
dómstólsins í Pinochet-málinu sé
eigi fallist á þau rök að fyrirskipun
þjóðarleiðtoga um eyðingu tiltekins
hóps manna sé ekki þáttur í lög-
legri og eðlilegri meðferð ríkis-
valds er njóti friðhelgi. Dómurinn
styður höfnun sína við ærið rúrna
túlkun á friðhelgishugtakinu og
byggir í því samhengi að megin-
stefnu til á sjónarmiðum um full-
veldi og sjálfsákvörðunarrétt ríkja
og þeirri gnmnreglu alþjóðaréttar
að fullvalda ríki geti ekki refsað
öðru ríki eða leiðtogum þess fyrir
athafnir, sem inntar hafa verið af
hendi í skjóli fullveldis.
Af áðurnefndum réttarheimild-
um um stöðu þjóðarleiðtoga í al-
þjóðlegum refsirétti og þróun þeirra
má að líkindum draga þá ályktun að
túlkun dómsins á friðhelgishugtak-
inu í enskri löggjöf sé of rúm. Það
má jafnvel halda því fram að niður-
staða dómsins leiði til þess að frið-
helgi þjóðarleiðtoga samkvæmt
enskum lögum sé takmarkalaus og
leiði til þess að enskum dómstólum
sé óheimilt í öllum tilvikum að dæma
opinberan valdhafa fyrir athafhir
sínar, hvort sem þær eru einkarétt-
arlegar eða refsiverðar, og án tillits
til þess hvers eðlis þær eru. Þegar
sjónaiTnið dómsins um fullveldi
þjóðn'kja og sjálfsákvörðunarrétt
þeirra eru að auki vegin og metin í
ljósi þeirra mikilvægu hagsmuna
mannkyns að komið verði með raun-
hæfum og skilvirkum hætti lögum
yfir þá einstaklinga, sem í krafti op-
inbers valds, fremja alþjóðaglæpi,
verður að telja forsendur dómsins
veikburða.
IV. Lokaorð
Það er skoðun höfundar að stað-
festing Lávarðadeildarinnar á rétt-
mæti niðurstöðu Bingham lávarðar
muni fela í sér afturvirka þróun á
sviði alþjóðlegs refsiréttar og
mannréttindaverndar. Myndi slík
niðurstaða fela í sér varhugavert
fordæmi um rúraa túlkun á frið-
helgishugtakinu, sem óhjákvæmi-
lega mjmdi styi-kja stöðu um-
deildra þjóðarleiðtoga á borð við
Saddam Hussein og Moammar
Gaddafi. Það getur varla verið af
hinu góða.
Höfundur er lögfræðingur og
stundnkennari í refsirétti við laga-
dcild Háskóla Islands.
AÐSENDAR GREINAR
Verður er verkamaðurinn
launanna og virðingar sinnar
ENN er gerð aðför
að skólum og kennur-
um. Nú er það vinnu-
tími kennara í fram-
haldsskólum sem gerð-
ur er tortryggilegur og
gefið í skyn að kennar-
ar vinni skemur en lög
gera ráð fyrir. Af orða-
lagi í frétt Morgun-
blaðsins og í leiðara
blaðsins fyrir nokkru
má lesa að flestir fram-
haldsskólar landsins,
sem að sjálfsögðu
starfa á ábyrgð skóla-
meistara, brjóti lands-
lög og þörf sé á auknu
aðhaldi af hálfu
menntamálaráðuneytisins.
Stéttarrógur
Það er ekkert nýtt að skólar og
kennarar fái óblíð ummæli og þótt
stéttarrógur sé hér landlægur hafa
fáar stéttir fengið verii útreið und-
anfarin ár en skólakennarar. Er
mér það ráðgáta eins og menn hafa
mikinn áhuga á skólamenntun og
framförum. Tveir fyrrum ráðherr-
ar létu hafa það eftir sér að kenn-
arar ynnu aðeins sex mánuði á ári
og þriðji ráðherrann, sem nú er
kominn út í lönd, sagði af orðsnilld
sinni að kennarar f framhaldsskól-
um gætu lokið störfum sínum fyrir
hádegi og þá nagað blýanta ellegar
spókað sig í bænum eftir hádegi
eftir vild sinni.
Lág laun og
lítil virðing
Eftir að hafa stundað kennslu á
öllum skólastigum og gegnt starfl
skólameistara aldarfjórðung er það
skoðun mín að starf kennara sé
ertiðara en starf skólameistara og
raunar erfiðara en önnur þau störf
sem ég þekki. Auk þess er sífellt
krafist meira af kennui-um, bæði
vegna umbyltinga í þjóðfélaginu
svo og vegna aukins agaleysis og
ekki síst vegna skorts á sjálfsaga.
Skólum er síðan ætlað að leysa
þennan vanda því að auk þess að
annast almenna menntun og
starfsmenntun eiga skólar að efla
með nemendum ábyrgðarkennd,
víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og
umburðarlyndi. Kennarinn ætti því
að vera verður launa sinna. Há-
markslaun framhaldsskólakennara
með sjö ára háskólanám að baki
ei'u hins vegar 137.500 krónur.
Laun kennara eru því lág þegar
tekið er tillit til menntunar og
ábyrgðar. Þegar ofan á lág laun
bætist virðingarleysi og tortryggni
í garð kennara og skóla er ekki á
góðu von, enda er
grunnskólinn í rúst og
framhaldsskólinn riðar
til falls. Villandi upp-
lýsingar af hálfu
menntamálaráðuneyt-
isins og röng túlkun
blaða og annarra fjöl-
miðla á vinnutíma
framhaldsskólakenn-
ara kemur ekki til með
að auðvelda skólastarf í
landinu.
365 dagar í árinu
Óþarfi ætti að vera
að minna á, að 365 dag-
ar eru að jafnaði í árinu
hjá kennurum, eins og
öðrum dauðlegum mönnum. Að
fyrirmælum löggjafans og fram-
kvæmdavaldsins hafa kennarar
fallist á að ljúka vinnu sinni á 9
mánuðum, m.a. til þess að taka til-
lit til árstíðabundinnar vinnu í
þjóðfélaginu. Kennarar vinna því
45 klukkustundir á viku 36 vikur í
stað 40 stunda vinnuviku sem aðr-
ar stéttir skila. I nýjum lögum um
framhaldsskóla segir að árlegur
starfstími framhaldsskóla sé 9
mánuðir, þar af skulu kennsludag-
ar ekki vera færri en 145. I kjara-
samningi segir að á tímabilinu 1.
septemþer til 31. maí séu kennslu-
og prófdagar 175. Er þetta ákvæði
komið inn í samninginn að kröfu
fjármálaráðuneytisins.
Vinnudagar kennara
Frá 1. september til 31. maí era
að jafnaði 273 dagar, sem guð gef-
ur yfir. Þar af eru laugardagar og
sunnudagar 78 og að auki 20 aðrir
frídagar sem löggjafinn og fram-
kvæmdavaldið hafa ákveðið. Eftir
standa 175 dagar. Er kennurum
gert að vera við vinnu alla þessa
daga - og ekkert við því að segja -
enda eru kennarar við vinnu sína
alla þessa daga og fleiri daga til.
Hins vegar má lítið út af bera til
þess að menn verði lögbrjótar. A
sínum tíma var þess óskað, að
kennslutími yi’ði ekki bundinn í lög
heldur ákveðinn í reglugerð. Við
því var ekki orðið og á tímum um-
burðarlyndis, sveigjanleika, vald-
dreifingar og persónulegrar
ábyrgðar hefur löggjafinn ekki tek-
ið tillit til eindreginna óska skóla-
meistara að mega ráða meiru um
hvernig skipting sé milli kennslu,
prófa og annarra staifa kennara í
skólum en í skólum er unnið margt
annað en að kenna nemendum í
reglulegum kennslutímum. Próf og
námsmat eru að flestra dómi mik-
ilsverður og veigamikill þáttur í
Tryggvi
Gíslason
Það er skoðun mín,
segir Tryggvi Gísla-
son, að starf kennara
sé erfiðara en starf
skólameistara og raun-
ar erfiðara en önnur
þau störf sem ég þekki.
skólastarfi og raunar undirstaða
gæðastjórnunar og gæðamats í
skólum. Mjög hefur verið þrengt
að þessum þætti með nýjum lögum
og er vandséð hvernig því lyktar.
Samkvæmt boði menntamála-
ráðherra taka margir framhalds-
skólar þátt í sérstöku samstarfi um
nám og kennslu. Til þess að sinna
því hefur kennsla verið felld niður
einn dag að hausti. Þetta kemur
skólum nú í koll þegar talning
menntamálaráðuneytisins er gefin
út án viðhlítandi skýringa. Þegar
nemendum skóla er leyft að sinna
íþróttum dagpart eða keppa við
aðra skóla einu sinni eða tvisvar á
ári eru menn kjöldregnir fyrir, og
þegar nemendum er kynntur skól-
inn og námsefni í upphafi skólaárs
er sá dagur talinn skertur kennslu-
dagur og talið lögbrot. Heimili
skólameistari að nýnemar séu toll-
eraðir, sem víða er aldagömul hefð,
fá menn bágt fyrir, og þegar verð-
andi stúdentar kveðja skóla sinn er
það talið til lögbrota. Sjálfsagt er
að krefjast þess af skólum og kenn-
urum að vinna verk sín vel en
ósveigjanlegar reglur leiða aldrei
til annars en árekstra - og af
árekstrum höfum við fengið nóg í
skólum landsins síðan í mars 1985.
Skólar sérstæðar
stofnanir
Undanfarin ár hafa verið mikill
umþóftunar- og aðlögunartími í
íslenskum skólum, eins og fram
kemur í bréfi menntamálaráðu-
neytis til fjölmiðla. Ný lög um
framhaldsskóla tóku gildi 1996 og
í fyrra nýir kjarasamningar.
Ógerningur hefur verið að manna
allar stöður í framhaldsskólunum
síðustu ár. Hafa skólameistarar
orðið að leggja óhóflega kennslu á
marga kennara sem veldu#**-
óheppilegu álagi á kennara og
nemendur. Stundum er því nauð-
synlegt að taka tillit til slíks álags
og veita tilbreytingu og létta af
mönnum oki hversdagslífsins því
að auk þess sem náin og viðkvæm
samskipti eiga sér stað í skólum
landsins eru skólar og verða ann-
ars konar stofnanir en flest önnur
fyrirtæki samfélagsins. Verða
stjórnvöld, almenningur og fjöl-
miðlar að að taka tillit til þess, ef
þessu sama fólki er alvara með
því að vilja auka menntun,
ábyrgðarkennd, víðsýni, frum-
kvæði, sjálfstraust og umburðar-
lyndi, sem ekki veitir af í íslensku..
samfélagi.
Höfundur er skólameistari MA.
Treewms Mikið úrval af
kvenfatnaði
í öllum stærðum frá 6 (32) til 30 (56)
_____Vönduð vara - Gott verð_
Pantið tímanlega fYtZ&VtdVlZ
fyrir jólin! ' ______k
___ sími 565 3900
Hp
Sú meðfærilegasta, minnsta, léttasta o>
—----------
r ,
ttasta tra
9 .©
■Mfc-., -i***"
Nýja OKO-VAM
rvksuaan kemur
ryksugan kemur
meS Hölbrevtt n<
AEG
BMiilSI
10.896,-
AEG
14.900,-
-hreint undur
!vri5',oae'ns
1 —
4,5^9
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Umbodsmenn um allt land