Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 38

Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 38
-38 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ _______AÐSENPAR GREINAR_ Hjálpum náms- mönnum að læra! MEÐ HVERJU ár- inu sem líður eykst þörfin á tölvuvæðingu Háskólans. Gerðar eru kröfur um tölvuunnin verkefni í öllum deild- um Háskólans. Enn- fremur er ætlast til j*-þess að nemendur þekki Netið og geti nýtt sér það á skyn- samlegan hátt. Þetta eru sanngjarnar kröf- ur sem eðlilegt er að standa undir en því miður er þar einn hængur á. Það hafa ekki allir nemendur að- gang að tölvum fyrir utan skóla og enn síður geta allir nemendur komist á Netið nema þá í skólan- um. Tölvuskortur í Árnagarði Háskólinn hefur reynt að mæta þessu með því að setja upp tölvu- ver í sem flestum byggingum skól- ans. En eins og allir vita er þrengt að fjárhag Háskólans á öllum svið- um, ekki síst þessu. Því mega nemendur í útbyggingum horfa upp á að hafa e.t.v. eina nettengda tölvu fyrir meira en hundrað manna hóp. Ekki þarf þó að leita til útbygginga til að kom- ast í kynni við dapur- legan tölvukost. Eg hef stundað nám mitt í Ámagarði þar sem stór hluti heimspeki- deildar og einnig hluti félagsvísindadeildar sækir tíma. Síðast þeg- ar ég hejmsótti tölvu- verið í Arnagarði, en það geri ég daglega, voru þar tíu PC-tölvur. Þar af var ein biluð og hefur sú tölva verið bil- uð frá septemberbyrjun. Einnig voru þar tvær Macintosh-tölvur. Það eru því tólf tölvur sem eiga að þjóna öllum þeim sem stunda nám sitt í Árnagarði. Tölvum hefur fækkað Ekki aðeins eru tölvurnar fáar í Ái’nagarði heldur hefur þeim fækkað um helming frá því að ég hóf nám við Háskóla íslands. Einnig má bæta því við að þessar tólf tölvur, sem þó eru til, eru gamlar tölvur sem Árngerðingar Góð tölvukunnátta, seg- ir Katrín Jakobsdóttir, er nauðsynlegur hluti af námi á nýrri öld. fengu frá Odda. Það gefur því augaleið að þau forrit sem við þurfum að vinna með eru heldur gamaldags. En þó að tölvurnar séu slitnar og gamlar þarf iðulega að bíða í 10-15 mínútur eftir að kom- ast í tölvu. Það er sárasjaldgæft að fólk geti gengið að tölvunum og sinnt erindum sínum án þess að þurfa að húka í biðröð, bíta á jaxl- inn og blóta í hljóði. Háskóli íslands þarf að búa við góðan tölvukost. Háskólanemend- ur hafa ekki efni á því að horfa á þróunarlestina þjóta framhjá og missa af henni. Góð tölvukunnátta er nauðsynlegur hluti af námi á nýrri öld. Því ætla námsmenn ekki að bíða lengur heldur safna sjálfir. Við efnum til átaks til að bæta tölvukost Háskólans og hvetjum landsmenn alla til að leggja okkur lið og hjálpa okkur í náminu. Höfundur er íslenskunemi og situr í Stúdentnráði fyrir hönd Röskvu. Katrín Jakobsdóttir Amma 09 mamma eru enn að nota sínar í Lavamat W 80 Ég treysti þeim »Tekur5kg • Vindingarhraöi: 800/400 snúningar • Ryðfrír belgur og tromla »Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi nýjasta tækni • “Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki • “ÖK0" kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi »Ullarvagga »Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst “C" Verð 59.900,- stgr. j fLavamat W 1Q1Q • Tekur 5 kg • Vindingarhraöi: 1000/600 snúningar • Ryðfrir belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. “Fuzzy-Logic" enginn 1 /2 takki • "ÖK0" kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi • Ullarvagga • Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst "C" Verð 69.900,- stgr. J Lavamat 74600 • Rafeindastýröur forskriftarvalsrofi (vélin sem hugsar) > Sýnir í Ijósaborði gang forskriftar > Hægt að seinka gangsetningu forskriftar allt að 19t(mum > Sýnir í Ijósaborði of mikla sápunotkun > Sérstakur takki fyrir kælingu og aukaskolun > Tekur 5 kg > Vindingarhraði: 1400,1000,800,600 og 400 snúningar > Ryðfrír belgur og tromla > Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni “Fuzzy-Loglc" enginn 1/2 takki > "ÖK0” kerfi (sparar sápu) • "UKS" kerfi, jafnar tau í tromlu fyrir vindingu » Froðuskynjunarkerfi (bætir við aukaskolun) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi »Ullarvagga > Þvottahæfni "A“ Þeytivinduafköst "B" Verð 89.900,- stgrTj Lag Orugg þjónusta í 75 ár 1 , Vesturiand: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Heimahorniö Stykkishólmi. Asubúð, Búðardal. Vestfirðlr. Geirseyrarbúoin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvlk. KEA ólafsfirði. KEA, Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Hjalti Sigurösson, Eskifirði. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirói. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn. KASK, Djúpavogi. Suöurland: Mosfell. Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Klakkur, Vík. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanee: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk.. SKOÐUN JARÐGONG Á TRÖLLA- SKAGA Á SÍÐASTLIÐNUM vetri lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998 til 2001. Þar segir orðrétt: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd stefnumótandi áætlun- ar um byggðamál fyrir árin 1998-2001 sem hafi að markmiði að treysta búsetu á landsbyggðinni. Stefnt verði að því að fólks- fjölgun þar verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010.“ Við lestur skýrslu ríkisstjórnar- innar (10 bls.) kemur glöggt fram að stórauka þarf fjárframlög til samgöngumála á næstu árum ef þessi markmið eiga að nást. / Jarðgöng á utanverðum Tröllaskaga og vetrar- vegur yfir Lágheiði Samgöngumálin hér á utanverð- um Tröllaskaga hafa mikið verið í umræðunni á undanförnum miss- erum og margir orðnir langeygir eftir úrbótum í þeim efnum. Sigl- fírðingar gera þá eindregnu kröfu að núverandi samgönguleysi þeirra við Eyjafjarðarsvæðið verði leyst með jarðgöngum á milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Vegagerðin hefur hins vegar látið frumhanna „heilsársveg“ yfir Lág- heiði og er sú áætlun komin inn á vegaáætlun 2004-7. Báðar þessar lausnir hafa marga annmarka í för með sér. Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar Mjög mikill kostnaður fylgir vegtengingu á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð en bora þarf tvenn jarðgöng sem eru samanlagt um 10,2 km að lengd, samkvæmt nýjustu hönnunartil- lögum Vegagerðarinnar. Heildar- kostnaður er áætlaður rúmur 4,1 milljarður króna. Auk þess hefur þessi lausn í för með sér mikinn umhverfisskaða að mínu mati, sem erfitt er að meta til fjár. Héðins- fjörður er einn örfárra dala í land- inu sem eru enn ósnortnir af mannvirkjagerð tengdri vegafram- kvæmdum. Mikil verðmæti eru fólgin í því að hafa Héðins- fjörðinn ósnortinn fyr- ir íbúana í nærliggj- andi sveitarfélögum með tilliti til ört vax- andi ferðaþjónustu á svæðinu. Nauðsynlegt er að þessar fram- kvæmdaáætlanir fari í umhverfismat sem allra fyrst. Vegur yfir Lágheiði í tillögu að upp- byggingu heilsársveg- ar yfir Lágheiði er gert ráð fyrir að þær framkvæmd- ir kosti u.þ.b. 700 milljónir króna. Þessi vegtenging frá Ketilási til Ólafsfjarðar er um 40 km löng og liggur hæst í um það bil 400 m hæð og er Lágheiðin einn snjó- þyngsti fjallvegur á landinu. Vet- urinn 1995 var mjög snjóþungur Jarðgöng úr Fljótum til ✓ Olafsfjarðar eru, að mati Trausta Sveins- sonar, góður og hag- kvæmur kostur. og er það samdóma álit kunnugi'a að ekki hafi verið hægt að opna Lágheiðarveginn á tímabilinu 10. janúar til aprílloka vegna fann- fergis og ótíðar, þó svo að búið hefði verið að byggja veginn upp eins og nú er ráðgert. Það kom skýrt fram hjá öllum pólitískum fulltrúum sem buðu sig fram í sveitarstjórnarkosning- unum á Siglufirði í vor að þeir sætta sig ekki við uppbyggingu Lágheiðarvegar sem framtíðar- lausn í samgöngumálum við Eyja- fjarðarsvæðið. Nútíma atvinnu- rekstur krefst góðra samgangna við næstu byggðakjarna, nánast daglega. Einnig vegur það mjög þungt, þegar ungt fólk tekur ákvarðanir sínar um framtíðarbú- setu, hversu greiðar samgöngur eru og hvað langt er til næstu þjónustukjarna. Besta ráðið til að tryggja góða þjónustu í samgöngumálum, sem Trausti Sveinsson Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn á morgun kl. 17.00 sem útvarpað er á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.