Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
41
+
Bróðir minn,
JÓN A. GÍSLASON
frá Brekkuborg í Breiðdal,
Vesturgötu 17A,
Reykjavík,
lést mánudaginn 16. nóvember.
Rósa Gísladóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
GUNNAR PÁLSSON,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstu-
daginn 20. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Kristín Pálsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar og frænda,
OTTÓS VALS FINNSSONAR,
Flúðabakka 3,
Blönduósi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Finnsdóttir,
Elísabet Finnsdóttir
Leifur Ólafsson
og fjölskyldur.
Lokað
Verslun okkar veröur lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Fiskbúð Hafliða, Hverfisgötu 123.
LEGSTEINAR
L
F
Qraníf
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASÍÐA: www.granit.is
Sérfræöingar
í blómaskrevtingum
við öll tækifæri
1 TO^blómaverkstæði |
I Binna I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastraetis,
sími 551 9090
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
r\
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
r
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
HOTEL LOFTLEIÐIR
ANNA
EINARSDÓTTIR
+ Anna Einars-
dóttir var fædd
4. nóvember 1921.
Hún andaðist á
heimili sínu Kiða-
felli í Kjós 11. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Lísbet Guð-
björg, f. 12.1. 1888,
d. 1.9. 1979, Krist-
jánsdóttir bónda á
Haukabrekku í
Fróðárhreppi, Snæ-
fellsnesi og móðir
Sigurlín Þórðar-
dóttir, Þorsteinsson-
ar - og Einar Jónsson, f. 21.4.
1885, d. 29.7. 1969 - Einarsson-
ar prófasts Hjörleifssonar í
Vallanesi og móðir Guðlaug
Einarsdóttir bónda Halldórsson-
ar, Firði, Mjóaíírði. Einar var
kennari við Bændaskólann á
Hvanneyri síðan umsjónarmað-
ur vega á Austurlandi. Systur
Önnu: Þóra, f. 10.2. 1913; Hulda,
f. 18.6. 1914, d. 25.8. 1982; Þór-
dís, f. 18.4. 1916, d. 9.2. 1983;
Guðlaug f. 3.5. 1918; Sigurlín, f.
3.10. 1919; Beta, f. 17.4. 1923;
Hildur, f. 6.10. 1927 og Hjördís,
f. 11.6. 1930. Anna ólst upp á
Akranesi í foreldrahúsum. Lauk
tveggja vetra námi við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað.
Hún giftist 30. 9. 1944 Þorvarði
Kjerúlf Þorsteinssyni héraðs-
dómslögmanni. Þau skildu.
Börn þeirra: 1) Einar, umdæm-
isverkfræðingur Vegagerðar
ríkisins, Reyðarfirði, í sambúð
með Hallfríði Bjarnadóttur.
Börn þeirra eru
Friðrik Tryggvi,
Þorsteinn og Anna
Sigríður. 2) Sigríð-
ur, kaupkona, gift
Paul Newton, kaup-
manni. Börn þeirra
eru Anna Kristín og
Þorsteinn Paul. 3)
Margrét, hjúkrun-
arfræðingur, gift
Árna Árnasyni for-
stjóra í Litháen.
Dóttir, Anna Björk,
og sonur Margrét-
ar, Hjalti Gunnars-
son búsettur í Dan-
mörku, kona hans Sædís Jó-
hannesdóttir og dætur þejrra
Kristjana Ósk og Andrea Ólöf.
4) Guðbjörg Anna, dýralæknir.
5) Þorsteinn, búfræðikandidat.
Anna giftist Hjalta Sigurbjörns-
syni bónda á Kiðafelli, 25. ágúst
1957. Börn þeirra: 1) Þorkell
Gunnar, bifreiðavirki, kvæntur
Dagbjörtu Helgadóttur. Börn
þeirra Hjalti og Jóhanna Helga
og sonur húsfreyju Ragnar Kar-
el. 2) Sigurbjöm, bóndi Kiða-
felli, kvæntur Bergþóra Andrés-
dóttur. Börn þeirra Hrafnhildur
Björk, Rakel Rán og Hjalti
Andrés. 3) Kristín, húsmóðir í
Noregi, dætur hennar og Krist-
ins Kristinssonar, Sigþrúður
Ósk og Ágústa Kristín. 4) Björn,
bókbindari, synir hans og Ragn-
hildar Gunnarsdóttir, Sverrir
Ljár og Sævar Logi.
títför Önnu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elskulega systir, fáein kveðjuorð.
Margir telja að lxflð skiptist í þrjá
hluta. Fyrstu árin eru fólgin í
grósku og gleði æskunnar, annað
tímabil í starf og þroska, og að síð-
ustu endurmat, íhugun og bæn fjrrir
líðandi degi.
Sem elst níu systra kom oftast í
minn hlut að annast yngri systkinin.
Strax sem barn varst þú prúð og
góð, fyrir utan það að vera falleg.
Það var aldrei mikið fyrir þér haft,
en þeim mun meir gafstu af sjálfri
þér af yndi og gleði.
Bernskuárin liðu sem Ijúfur
draumur í foreldrahúsum. Á sumrin
var gjarnan dvalist á Kvígstöðum
hjá Margréti föðursystur, þar sem
Persónuteg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐAlaSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
LÍ K KISTUVl NNUSTÖ FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
þú varst í miklu afhaldi.
Þegar horft er til baka skiptast á
skin og skúrir í lífi þínu, eins og hjá
öllum.
En þú gast glaðst með glöðum, og
tekið andbyr með jafnaðargeði. Þér
tókst að þroska meðfædda hæfi-
leika, hafðir yndi af vori og gró-
anda, - varst reyndar sjálf vorsins
barn í besta skilningi, óþreytandi
við að miðla öðrum af kappsemi og
bjartsýni. Af þeim brunni var
gjarnarn ausið af hreinskilni og vel-
vild.
Nú svalar þessi brunnur ekki
lengur. Og þó.
Fágætur persónuleiki, kæra syst-
ir og vinkona er að vísu horfin sjón-
um okkar, en eftir standa ljúfar
minningar um ættrækni og vináttu,
- en eins og við öll vitum á sönn vin-
átta sér aldrei kvöld né sólarlag, að-
eins heiðan og bjartan dag.
Endalokin eigum við öll vís, einn
fyrr, annar síðar. Tilveran er þar
með ekki rofin, heldur hefur hljóm-
fall hennar aðeins breyst um stund.
Ung við rísum aftur af beð fyrir
kraft Hans, sem einn er vegurinn,
sannleikurinn og lífið.
Og vissulega verða þar vinir í
varpa fyrir á þeim eilífðarströndum
þar sem við öll eigum eftir að mæt-
ast að lokum.
Kæra systir.
Nú í kvöldhúmi skammdegisins
eigum við öll þá ósk heitasta að þú
megir ganga fagnandi á vit hækk-
andi sólar.
Og þegar hinst er allur dagur úti
og uppgerð skil.
Og hvað sem kaupið veröld kann að virða,
sem vann ég til.
I slíkri ró ég kysi mér að kveða
einn klökkvan brag.
Og rétta heimi að síðustu sáttarhendi
um sólarlag.
(Stephan G. Stephansson)
Þóra Einarsdóttir.
Mínar bið ek at munkareyni
meinalausan fararbeina. Með þess-
um upphafsorðum í elstu ferðabæn-
inni sem til er á íslensku vil ég biðja
Önnu Einarsdóttur á Kiðafelli í
Kjós fararheilla yfir móðuna miklu
þangað sem við öll söfnumst ein-
hvern tíma. Frá æsku hef ég átt því
láni að fagna að dveljast á sumrum
á Kiðafelli í Kjós. Hjalti Sigur-
björnsson föðurbróðir minn og hin
stórglæsilega eiginkona hans Anna
Einarsdóttir og krakkarnir á Kiða-
felli eru þar í forgrunni björtustu
æskuminninga og traustustu vinir.
Eftir því sem árin líða lærist
manni að það eru manneskjurnar
sem maður kynnist sem skipta máli
á lífsleiðinni. Sumar eru stórbrotnir
persónuleikar, aðrar vitrar, glæsi-
legar á velli eða skemmtilegar.
Anna Einarsdóttir á Kiðafelli hafði
alla þessa eiginleika.
Af henni lýsti hvar sem hún fór.
Hún var glæsileg eins og persnesk
drotting úr þúsund og einni nótt og
kraftmeii’i atorkukona en flestar.
Það var lán föðurbróður míns
Hjalta Sigurbjörnssonar á Kiðafelli
að eiga Ónnu og saman áttu þau á
Kiðafelli giftudrjúgt ævistarf.
Ávallt var fjölmennt í heimili á
Kiðafelli auk hins stóra og glæsi-
lega barnahóps voru þar oft á árum
áður vinnumenn og vinnukonur og
borgarböm í sveit. Dugnaður Önnu
og atorka var í fullu samræmi við
glæsileika hennar og persónutöfra.
Hún var starfandi bókstaflega frá
morgni til kvölds. Hún stundaði
trjárækt og garðyrkju í garði sínum
umhverfis húsið sem hún umbreytti
í fagran skx-úðgarð.
Trjárækin var sameiginlegt
áhugamál sem við ræddum oft. Hún
atti kappi við landsynning og út-
synning á stormasömum stað. En á
Kiðafelli næða oft sviptivindar niður
af Esjunni, enda fær jörðin þau einu
ummæli í Jarðabókinni 1703 að þar
eyðast hey vegna storma. Þar rækt-
aði hún sinn garð og bar að lokum
sigurorð af landsynningi og útsynn-
ingi. Hún umbreytti heimili sínu í
listasafn og prýddi eigin listaverk-
um og annarra. Steinasafn Önnu er
mikið og fallegt þar sem glitra stór-
ir formfagrir kristallar innan um
jaspísa, gula, rauða og græna. Suma
steinana sótti Anna upp á fjöll í fjar-
lægum landshornum og bar heim.
Glæsilegra heimili er vandfundið,
enda var það svo að þangað þótti við
hæfi að fara með erlenda þjóðhöfð-
ingja til að sýna það sem best gerist
með íslenskri þjóð. Erlendir blaða-
menn sem þangað komu hrifust sem
aðrir, um það vitna blaðaúrklippur.
Augljóst er að þar bjó um hnútana
mikil listakona. Anna gerði myndir,
vann í ýmis efni, sneið og saumaði
hatta og eftirsótta kjóla og litaði
sjálf af miklu listfengi. Þá var hún
einn af liðsmönnumm leiklistar í
Kjósinni.
Anna lagði öllum góðum málum
lið, m.a. baráttunni gegn stóriðju í
Hvalfirði, þar sem menn virðast
vera tilbúnir til þess að fórna lang-
tímahagsmunum komandi kynslóða
og hreinleika og fegurð íslenskrar
náttúru fyrir skammtímagróða.
Réttlætiskennd Önnu var mikil og
kom það fram í stjórnmálaskoðun-
um hennar. Ekkert var henni óvið-
komandi. Hún studdi skoðanir sínar
með rökum og sannfæringarkafti og
hlýju þess kærleika sem var grunn-
tónn lífs hennar. Hún strauk engum
meðhárs. Henni ofbauð spilling
stjórnmálamanna, og sá ójöfnuður
sem alþingismenn ala á með því að
hygla sjálfum sér í lífeyrisréttind-
um og öðrum fríðindum í stað þess
að rétta hlut þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélaginu. Það var
aldrei lognmolla í kringum Önnu,
um hana gustuðu ferskir vindar.
Hún var ávallt með mörg járn í eld-
inum, nýjar hugmyndir og áhuga-
mál. Hún starfaði og lifði sam-
kvæmt þeirri speki sem best hefur
reynst í leitinni að hamingjunni.
Hún ræktaði garðinn sinn, bæði í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu,
rækti vini og hinn stóra hóp ástvina.
Fram á síðustu daga var Anna
með gistingu fyrir ferðamenn á
heimili sínu á sumrum og hestaleigu
og stýi’ði með atorku og glæsibrag
eins og öðru. Hún hafði ávallt hjá
sér unglinga og ungt fólk, bæði sín
eigin börn og barnabörn, vini þeirra
og aðra. Flest sumur voi'U þar er-
lendar stúlkur sem aðstoðuðu við
inniverk og við hestana. Sumar
vildu hvergi annars staðar vera en á
Kiðafelli hjá Önnu og Hjalta. Svo
var um Línu hina norsku, sem kom