Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 49
I Lögreglan
með um-
ferðarátak
LÖGREGLULIÐ á Suðvestur-
landi munu dagana 17.-23. nóvem-
ber gangast fyrir umferðarátaki.
| Að þessu sinni munu lögregluliðin
| beina athygli sinni að akstri við
gatnamót, notkun stefnuljósa,
ljósabúnaði, ökutækja, dekkjabún-
aði stórra ökutækja, notkun rauðra
skráningarmerkja, gangandi veg-
farendum og notkun endurskins-
merkja.
„Nú þegar hausta tekur er mikil-
vægara en nokkru sinni að hafa
I ljósabúnað ökutækja í góðu lagi.
Því eru ökumenn hvattir til að sjá
Itil þess að svo sé og eins eru gang-
andi vegfarendur hvattir til að nota
endurskinsmerki. Þá mun lögregl-
an fylgjast sérstaklega með því
hvemig réttur gangandi vegfar-
enda er virtur.
Því miður er notkun stefnuljósa
• ekki nægjanlega algeng hér á landi
en notkun þeirra er mjög mikilvæg
fyrir umferðaröryggi. Því eru öku-
Imenn hvattir til að sýna meira tillit
við aðra ökumenn og nota stefnu-
ljós þegar við á,“ segir í frétt frá
lögreglunni.
SOS-barna-
þorpunum
SOS-barnaþorpin bjóða enn sem
fyrr jólakort til styrktar starfsem-
inni. Það er Gitte S. Hansen sem
teiknar þrjú jólakort fyrir styrkt-
araðila SOS bæði hér og í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð.
„Islenskum fyrirtækjum eru
einnig boðin jólakort í þriðja sinn
og em þau óvenjulega glæsileg þar
sem mikil gylling er notuð. Öll jóla-
kortin eru birt á heimasíðu SOS
ásamt verðlista. Heimasíða SOS er
http://www.centram.is/sos/ og net-
fangið er: Sos@centram.is,“ segir í
fréttatilkynningu.
Jólamerki
Framtíðarinnar
I
8
I
KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á
Akureyri hefur gefið út hið árlega
jólamerki sitt. Merkið gerði Jón-
borg Sigurðar-
dóttir, útskrifuð
úr málunardeild
Myndlistaskól-
ans á Akureyri
1995, og er það
prentað í As-
prenti/Pob á
Akureyri.
„Jólamerkið er tekjuöflun fyrir
félagið, en tekjum sínum verja
Framtíðarkonur til líknai-mála,
sérstaklega til styrktar öldraðum.
Merkið er til sölu í pósthúsinu á
Akureyri, í Frímerkjahúsinu og
Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík,
auk þess sem félagskonur sjá um
sölu á Akureyri," segir í fréttatil-
kynningu.
GUÐRIJN Eyjólfsdóttir frá Hans Petersen, Dögg Pálsdóttir,
formaður Umhyggju, og Esther Sigurðardóttir, fram-
kvæmdasljóri Umhyggju, undirrita samstarfið.
Umhyggja fær styrk
frá Hans Petersen hf.
Siglfirðingar vilja ekki
skipta Norðurlandi
UM ÁRABIL hafa verslanir Hans
Petersen hf. selt jólakort utan
um ljósmyndir. Jafnlengi hefur
fyrirtækið látið tiltekna ijárhæð
af liveiju seldu jólakorti renna til
styrktar góðu málefni. Nýlega
tilkynnti fyrirtækið að það hefði
ákveðið að láta Umhyggju, félag
til stuðnings langveikum bömum
njóta þess stuðnings. 5 krónur af
hverju seldu jólakorti renna í
Styrktarsjóð Umhyggju.
Fjárhæðin sem með þessum
hætti safnast mun renna í
Styrktarsjóð Umhyggju sem
stofnaður var fyrir tveimur ár-
um. Tilgangur sjóðsins er að
styðja fjölskyldur langveikra
barna sem lent hafa í fjárhags-
erfiðleikum sem rekja má til
veikindanna. Söfnun í styrktar-
sjóðinn hefur staðið yfir allt
þetta ár og hafa margir lagt
hönd á plóg. Mikil þörf er á sjóði
sem þessum þar sem hópur
barna með alvarlega langvinna
sjúkdóma stendur utan við þá
tvo styrktarsjóði sem þegar fyr-
irfinnast.
„Stjórn Umhyggju þakkar
Hans Petersen hf. þennan mikil-
væga stuðning um leið og hún
þakkar ölluin þeim sem leggja
sitt af mörkum til uppbyggingar
styrktarsjóðsins um leið og þeir
senda vinum og vandamönnum
jólakveðju. Megi jólin verða ykk-
ur öllum tími friðar og kær-
leika,“ segir í frétt frá Um-
hyggju.
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt í bæjarstjórn Siglufjarð-
ar 12. nóvember sl.:
„I tengslum við umræðu um
breytingar á kjördæmaskipan hafa
bæjaryfirvöld á Siglufirði lýst yfii'
því áliti sínu að eðlilegast og raun-
hæfast sé m.t.t. hagsmuna Norð-
lendinga að sameina kjördæmin
tvö á Norðurlandi í eitt öflugt
Norðurlandskjördæmi. Var ein-
dregin afstaða tekin með ályktun
ársþings Samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra í þá vera. Ef
nauðsynlegt er talið að koma á
breyttri kjördæmaskipan til að
jafna atkvæðavægi telur bæjar-
stjórn Siglufjarðar að sameining
þessai-a tveggja kjördæma sé best-
ur þeirra valkosta sem nefndir hafa
verið.
Kjördæma- og kosningalaga-
nefnd Alþingis hefur lagt fram til-
SEXTÍU ár eru liðin á þessu ári
frá því að ITC-samtökin voru
stofnuð í Bandaríkjunum og 25 ár
síðan þau voru stofnuð hér á landi.
Af því tilefni er boða Landssamtök
ITC á Islandi til afmælisfagnaðar
föstudaginn 27. nóvember á veit-
ingahúsinu Broadway og hefst
hann kl. 19.
ITC-samtökin era vettvangur
fyrir þá sem vilja takast á við sjálf-
an sig í framsögn og ræðumennsku
og læra þingsköp. Það er hugmynd
lögu sem gerir ráð fyrir því að
Norðurlandi verði skipt og kjör-
dæmamörk verði um Tröllaskaga.
Bæjarstjórn Siglufjarðar leggur
áherslu á að í meðfóram Alþingis
verði skoðað til þrautar hvort ekki
finnst leið þar sem ekki kemur til
skipting Norðurlands.
Myndist hins vegar ekki á vett-
vangi Alþingis vilji til breytinga á
tillögu Kjördæma- og kosninga-
laganefndar lýsir bæjarstjórn
Siglufjarðar eindregið yfir vilja
sínum til þess að Siglufjörður til-
heyri nýju Austurkjördæmi fremur
en að fylgja Norðurlandi vestra í
Vesturkjördæmi og fagnar því að
gert skuli ráð fyrir því. Lítur bæj-
arstjórn svo á að með slíkri sam-
þykkt sé m.a. viðurkennd brýn
nauðsyn á bættri vegtengingu milli
Siglufjarðar og Eyjafjarðarsvæðis-
ins.“
þeirra sem að þessum fagnaði
standa að ná til sem flestra ein-
staklinga sem era og hafa verið fé-
lagar í samtökunum. Á 25 árum
hafa mjög margir einstaklingar
verið félagar í tæplega 30 deildum
um land allt, sumir í mörg ár en
aðrir aðeins í stuttan tíma.
Sérstakir gestir samkomunnar
verða þær Jean Turner, forseti Al-
þjóðasamtaka ITC, og forseti III
svæðis, Vilna Wilkinson, en ísland
er hluti af III svæði.
Afmælisfagnaður
ITC -samtakanna
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HELGA Lísa Þórðardóttir eigandi og
Sigrún Erlendsdóttir verslunarstjóri.
Fræðslurit um
svefn og
svefntruflanir
DELTA hf. hefur gefið út fræðslu-
ritið Svefn og svefntruflanir, eftir
Láras Helgason, yfirlækni á geð-
deild Landspít-
alans. Þetta er
fjórða fræðslu-
ritið fyrir al-
menning, sem
Delta hf. lætur
skrifa og gefa
út. Áður hafa
komið út þrjú
fræðslurit um
geðsjúkdoma.
Það fyi-sta, Þunglyndi, kom út árið
1991 og ári síðar kom út ritið Geð-
klofi. Árið 1996 kom svo út þriðja
fræðsluritið; Kvíði. Láras Helga-
son, yfirlæknir á geðdeild Land-
spítalans, er höfundur allra
fræðsluritanna.
„Fræðsluritin bera undirtitilinn
Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og
aðstandendur. Þau era framlag
Delta hf. til almenningsfræðslu um
sjúkdóma og sjúkdómseinkenni.
Þeim er meðal annars ætlað að út-
skýra sjúkdómana sem þau fjalla
um, styðja við bakið á sjúklingum
og auka skilning aðstandenda og
vina. í textanum era rakin dæmi
frá nokkram sjúklingum, til að
draga upp ljósa mynd af sjúk-
dómunum. Á alþýðlegu máli er
fjallað um einkenni sjúkdómanna,
orsakir og meðferðarúrræði,“ segir
í fréttatilkynningu.
Delta hf. er útgefandi fræðslurit-
anna og liggja þau frammi fyrir al-
menning í apótekunum og á heilsu-
gæslustöðum. Þeim er dreift án
endurgjalds.
Ný húsgagna-
og- gjafavöru-
verslun
OPNUÐ hefur verið ný húsgagna-
og gjafavöruverslun í Ingólfs-
stræti 5 og ber hún nafnið I hús-
inu.
Eigandi verslunarinnar er Helga
Lísa Þórðardóttir og verslunar-
stjórinn Sigrún Erlendsdóttir.
SVEFN É.
OG SVEFN- í
T’DIICT MJID S
Þvottavéla-
leikur Bónus
og Friggjar
VINNINGSHAFI í þvottavéla-
leiknum vann Whirpool-þvotta-
vél frá Heimilistækjum. Sú
heppa er Bryndís Sigurjónsdótt-
ir og er hún fyrsti vinningshaf-
inn í þessum nýja leik Bónuss og
Friggjar. Á myndinni eni Krist-
ín Sigurðardóttir, sölufulltníi
Friggjar, og Guðmundur Ás
Birgisson, verslunarstjóri í
Holtagörðum, ásamt vinnings-
hafanum Bryndísi Sigurjóns-
dóttur.
Jólakort SPOEX
komin út
SPOEX, Samtök psoriasis- og ex-
em-sjúklinga era 26 ára gömul
samtök og í tæp 20 ár hefur jóla-
kortaútgáfa verið aðaltekjuöflun
samtakanna.
Jólakortin í ár era prentuð eftir
myndum sem listamaðurinn Sig-
urður Þórir Sigurðsson hefur gefið
samtökunum og era unnin af
Prentsmiðjunni Odda. Psoriasis-
sjúklingar era um 5-6.000 á land-
inu og enn fleirir exem-sjúklingai-.
„SPOEX hefur kappkostað í
gégnum árin að efla fræðslu og
þjónustu fyrir þennan hóp og starf-
rækir m.a. göngudeild fyrir húð-
sjúklinga í húsnæði sínu í Bolholti
6 í Reykjavík," segir í fréttatil-
kynningu.
Kortin era til sölu á skrifstofunni
Bolholti 6.
LEIÐRÉTT
Óður, ekki róður
í UMSÖGN í blaðinu í gær um bók
Ingólfs Margeirssonar, vai’ð einu
erri ofaukið í íyi-irsögninni og varð
hún því villandi. Ekki var um að
ræða Hríseyjarróður heldur Hrís-
eyjaróður.
Hlutaðeigendur era beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
i