Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Eg er mannvera!
Frá Þórunni Kristínu Emilsdóttur:
EÐA ER það spurning um hvernig
litið er á málið? Ég hef verið iðju-
söm og starfsglöð frá því að ég var
13 ára gömul og hef verið að læra á
lífið og tilveruna í tæp 50 ár. Eign-
aðist fjórar mannvænlegar mann-
verur sem ég reyndi að innræta
jafnræði og bræðralag og ekki síst
það að hver mannvera væri sérstök
í sinni mynd og byggi ævinlega yfir
einstökum kostum sem bæri að
rækta vel og hlúa að og það ætti
ekki að skipta máli hvort mannver-
an er karlkyns eða kvenkyns (ekki
satt!!). Ég hafði líka áhuga á að
mennta mig því mennt er máttur!!
Og fékk titilinn meistari í mínu
fagi. Fékk mjög svo áhugaverð og
krefjandi störf í kjölfarið sem gáfu
mér mikla reynslu og þroska,
ásamt virðingu fyrir samstarfsfólki
mínu og viðskiptavinum. Mér
fannst eins og lífið gæti ekki verið
mér betra. Góðan maka, heilbrigð
börn, góða og krefjandi vinnu og
góð laun. Ég leit á það sem forrétt-
indi að fá að fæðast sem mannvera.
En þá fór heilsan að bila og á of
stuttum tíma þá varð ég óvinnufær
með öllu (yfir 75% öryrki).
Petta var alveg ný lífsreynsla
sem þurfti tíma til að venjast, frá
athafna-mannveru til hreyfiskertr-
ar og orkutæmdrar en sem betur
fer er ég svo lánsöm vera að ég hef
alltaf getað átt almættið sem minn
einka (besta) vin svo ég spjalla oft
og lengi við vin minn. Ég er ennþá
lánsöm mannvera, ég á ennþá góð-
an maka, heilbrigð börn og barna-
börn og gleði í hjarta.
En þetta stórkostlega samfélag
sem mér fannst svo öruggt og gott
að búa í lítur allt öðrum augum á
mig núna en áður, ég er ekki lengur
í gildi, ég þarf hvorki að fæða mig
né klæða, aka bíl, né rétta mínum
nánustu smá gjafir á jólum og af-
mælum, hvað þá heldur bruðl eins
og bíóferðir eða leikhús. Nei, 15.063
krónur á mánuði eiga að duga mér
íyrir lyfjum, sjúkraþjálfun og flutn-
ingi til og frá læknum, þjálfurum og
svo framvegis. Af hverju? Jú, sjáið
þið til, makinn minn varð að auka
við sig vinnu því hann var orðinn
eina fyrirvinna heimilisins. Ég veit
að það eru svo margar mannverur
úti í þjóðfélaginu okkar sem hafa
það margfalt bágara en ég, en það
réttlætir ekki að mér sé misboðið
sem mannvera.
Ég á erfitt með að sætta mig við
að vera álitin ónothæf mannvera af
opinberum aðilum og að ég hafi
ekki rétt á að njóta þess sem er
kallað (í velferðarþjóðfélagi) al-
menn mannréttindi. Eg verð að við-
urkenna að ég hef fæði og húsnæði
vegna þess að maki minn þrælar
sér út, en ég, börnin og barnabörn-
in fáum ekki að vera mikið með
honum því hann er jú alltaf að
vinna og hvernig fer svona mikil
vinna með miðaldra mannveru? Er
verið að skapa þarna annan ör-
yrkja? Hvað verður þá um afkomu
okkar?
Pað eru svo ótal margar mann-
verar í þjóðfélaginu sem eiga ótrú-
lega erfíða ævi og miðað við marga
þá bý ég við mjög góð kjör (ennþá).
Þetta varðar ekki bara mig og mína
heldur ótal aðrar mannverur í svip-
uðum sporam.
Ráðamenn, við völdum okkur
ekki það hlutverk að verða öryrkj-
ar, ekki auka á vanmáttarkennd
okkar með því að setja okkur í út-
jaðar velferðarkerfisins.
Ég vona að þessi litli pistill gefi
þeim, sem málið varðar, umhugsun-
arefni.
ÞÓRUNN KRISTÍN
EMILSDÓTTIR,
Víghólastíg 4, 200 Kópavogi.
Segðu mér satt
Opið bréf til Bjarna Hafþórs Helgasonar:
Ferdinand
HERE, UlE'RE 6IVIN6 AWAV
A D0U6HNUT WITM EV/ERy'
5UB5CRIPTION TO THE
"SREAT PUMPKIN'/NEU)5LETTER
l'LL TAKE A D0U6HNUT, BUT
I LUOULPN'T REAP YOUR ?
NEW5LETTERIF IT WERE THE f
LA5T NEW5LETTER ON EARTH.. |
Gjörðu svo vel, við gefum kleinu-
hring með hverri áskrift að
fréttabréfinu „Graskerið mikla.“
Ég skal taka við kleinuhringnum,
en ég Iæsi ekki fréttabréfið þitt
þó það væri síðasta fréttabréfið á
jörðinni...
Fáðu þér einn
með kókoshnetu...
Frá Grétari Mar Jónssyni:
ÉG hef fylgst með hluta þess sem
þú hefur skrifað um kvótamál,
framsal veiðiheimilda og fleira. Ég
hef ekki fylgst með öllu sem hefur
komið frá þér, en ég held nógu
miklu til að fá að vita nokkuð áður
en ég get tekið afstöðu til þess sem
þú heldur fram. Það sem mig vant-
ar að vita er ég viss um að þú getur
svarað mér án mikillar fyrirhafnar.
Hér á eftir mun ég bera fram
nokkrar spurningar, röð þeirra hef-
ur ekkert með mikilvægi þeirra að
gera. Kannski er ég ekki nógu
skipulagður í skrifum mínum, enda
er ég-ekki eins fær þar og þú ert.
Ég vonast til að þú sjáir aumur á
mér og gerir ekki stórt úr stíl mín-
um og framsetningu. Jæja, fyrsta
spurning:
Ætlar þú að vera svo vænn að
svara mér hversu miklar aflaheim-
ildir fyrirtæki stjórnannanna í Út-
vegsmannafélagi Norðurlands hafa
leigt frá sér á síðustu þremur áram,
helst vildi ég að þú yrðir svo vænn
að geta um hvert ár fyrir sig.
Eins væri gott að fá að vita
hversu miklar aflaheimildir sömu
fyrirtæki hafa selt frá sér á sama
tíma. Og í framhaldi af þessu vildi
ég fá að vita hversu háar fjárhæðir
fyrirtækin hafa haft með þessum
viðskiptum, og endilega sundirliðað.
Þar sem þessar spurningar era
aðeins helmingur þess sem ég vil
vita hvað þetta áhrærir vildi ég fara
fram á að þú svaraðir mér hver
kostnaður sömu fyrirtækja er af
leigu eða kaupum á aflaheimildum.
Sjálfur treysti ég mér til að
reikna hver mismunurinn verður
þegar þú hefur svarað spurningun-
um hér að ofan, Bjarni Hafþór
Helgason. Þannig er með mig hátt-
að að ég vil helst ekki leggja mikið
upp úr því sem þú skrifar fyrr en
ég er viss um að mat þitt á ágæti
framsalsins tengist ekki á nokkurn
hátt afkomu fyrirtækja þeirra
manna sem hafa ráðið þig til starfa.
Þar sem þú ert ekki bara fær á
pennann heldur og einnig ansi
hreint duglegur til skrifta bíð ég
þess varla lengi að fá svar við þess-
um fábreyttu spurningum mínum.
GRÉTAR MAR JÓNSSON,
forstöðumaður Vísis, félags skip-
stjórnarmanna á Suðurnesjum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.