Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 56
.56 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRÉTTUM HEIMUR RITHÖFUNDARINS OG LÖGFRÆÐINGSINS ANDREW VACHSS með orðið að vopni sem sérhæfir sig í barna- verndarmálum. Hann hefur barist af krafti gegn mis- notkun á börnum og segir það vera sitt helsta markmið að koma sem flestum ofbeld- ismönnum á bak við lás og slá. I starfi sínu sem lögfræð- ingur hefur hann sótt hundr- uð mála gegn barnaníðingum og byggir hann bækur sínar um andhetjuna Burke að miklu leyti á þeirri reynslu sinni. Frá því að Vachss lauk námi hefur hann komið víða við og meðal annars starfaði hann árið 1965 sem „rann- sóknaraðili við upprætingu kynsjúkdóma" fyrir banda- ríska ríkið en þar komst hann fyrst í kynni við þann hrylling sem hann hefur æ síðan barist gegn. Hann vann einnig sem félagsráðgjafi, verkalýðsleið- togi og síðast en ekki síst sem fangelsisstjóri í tíu ár. Dómurinn þyngdur kvæmar sálir vegna þess hve nöturlegur heimur birtist í þeim. Helsta við- fangsefni Vachss í skáld- sögum sínum er ofbeldi gegn börnum og hefur rit- höfundurinn Vachss ekki látið sér nægja að skrifa sögur sem tengjast því efni, heldur er ofbeldi gegn börn- um í sérhverri mynd hans helsta barátta í daglegu Iffi. Lögfræðingurinn Vachss Andrew Vachss er lögfræðingur Vachss hefur flutt fjölda mála fyrir dómstólum þar sem hann ver rétt barna gegn of- beldi á heimilum. Fyrr á þessu ári féll dómur í máli barnaníðingsins Behrooz Kanani í New York-ríki fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum sinum. Dómarinn Antonio Brandveen sagði þeg- ar hann las upp dóm- inn að grein Vachss, „Our Endangered Species“, sem birtist í Parade í mars á þessu ári, hefði gert það að verkum að hann þyngdi dóminn yfir Kanani í 100-300 ára fangelsi. Grein Vachss íjallaði þar um sifjaspell og var sjónarmið þolanda í brennidepli. Kross- ferð Vachss er því ekki árang- urslaus. Á vefsíðunni „The Zero“ vachss.com er hægt að fá frekari upplýsingar um Andrew Vachss, ritverk hans og baráttu gegn ofbeldi. Biksvartur húmor og vit- laust fólk Hlið aldingarðsins. Gates of Eden. Höfundur er Ethan Cohen. Transworld Publishers Lt. Lundún- um. 288 bls. Mál og menning. 1.795 krónur. GATES of Eden er fyrsta bók Et- hans Coens, en hann er þekktur fyr- ir kvikmyndagerð í samstarfi við bróður sinn Joei. Coenbræður eru nú þegar orðnir hálfguðir í bíóbrans- anum og myndir þeirra ódauðlegar í hugum kvikmyndaunnenda. Fyrstu ski-ef Ethans í bókmenntageiranum ættu að vera öllum til ánægju sem kunna að meta myndir á borð við Barton Fink, Fargo og Big Le- bowski. Bókin inniheldur 14 smásögur. 'Flestar þeiira einkennast af biksvört- um húmor og einstökum hæfileika til að lýsa ófórum annarra í pínlegum smáatriðum. Flestar sögupersónum- ar eru vonlaust og yfirleitt frekar vit- Iaust fólk. Þetta eru persónur sem væra kannski best skilgreindir sem „hvít úrþvætti" (white trash). Einka- spæjari sem verður heyrnarlaus eftir að eyrað er bitið af honum. Italskir smáki-immar sem reyna að stofna mafíu í Minneapolis, friðsælustu borg Bandaríkjanna. Spilltur plötuútgef- andi, ofbeldisfullur eftirlitsmaður hjá mál- og vogareftirliti Kalifomíu, veimiltítulegur hnefaleikakappi og fleiri koma við sögu. Sumar sögurnar era harðsoðnar pg harkalegar. Þær minna á spennu- sagnahöfunda og „film noir“-kvik- myndir um miðbik aldarinnar. Stundum eru sögurnar súrrealískar afbakanir á klisjum og kanamenn- ingu, þar sem spennuuppbyggingin endar á því að ekkert gerist og hnyttnu tilsvörin missa vísvitandi marks. Nokkrar sögur era þó á allt annami bylgjulengd, draumkenndar bernskuminningar og hversdagsleg- ar stemmningar sem minna talsvert á Raymond Carver. Þar er höfundurinn kannski ekki alveg á heimavelli en sögurnar hrífa samt á sinn hátt. Dyggir Coen-aðdá- endur fá hér einstakt tækifæri til að kynnast nýrri hlið á hugarheimi áti-únaðargoðsins. í heild er bókin ‘ólýsanlega skemmtileg og hreinn yndislestur fyrir þá sem hafa gaman af skepnuskap og tilgangslausu of- beldi. Höfundurinn er ófeiminn við að taka áhættur í máli og stíl, og skammast sín lítið fyrir að hoppa yf- ir velsæmismörkin annað slagið. Úlfur Eldjárn góðum fóstur- heimilum og stofn- unum á yngri ár- um. Ofbeldið hefur andhetjan Burke fengið í vöggugjöf. Undir köldu yfir- borðinu kraumar því ótti og hatur sem ristir djúpt. Andrew Vachss er ekki höfundur fyrir hvei-n sem er. Bækur hans eru ekki fyrir við- BURKE gæti étið Spade og Mar- low í morgunmat og brutt beinin án þess að blikna. Burke er hug- arfóstur bandaríska rithöfundai'- ins Andrews Vachss sem tvínónar ekki við hlutina. Honum tekst að láta aðra harðsoðna glæpahöf- unda líta út eins og Stjána bláa. Nýjasta bókin hans, „Safehouse", er skuggalegt ferðalag um eyði- land þjóðfélagsins með Burke, að- alsöguhetju Vachss, sem leiðsögu- mann. Tónlist er stór hluti bókar- innar og fylgir geisladiskur með sögunni þar sem hægt er að heyra uppáhaldslög aðalpersón- unnai', Bui'ke. Harka, hasar og húmor Vachss skrifar glæpasögur þar sem aðalsöguhetjan lifir og hrær- ist vitlausum megin við lögin en heldur þó uppi merkjum Hróa hattar í lífssýn sinni. Vachss hefur skrifacT ellefu skáldsögur, þijár teiknimyndaseríur eða gi-afískar skáldsögur, „barna- bók fyrir fullorðna" ásamt smásögum og leikritum. Einnig hefur hann skrifað fjöldann allan af greinum og ritgerðum sem birst hafa í tímaritum út um allan heim. Vachss hefur snarpan og hraðan stíl í ætt við harðsoðnu hefðina. Þó ná sniðug tilsvör ekki langt ef þau eru aðalmarkmiðið. En Vachss tekst að skapa eftir- minnilegar persónur sem sitja eftir í minningunni eftir að Iestri bókanna er lokið. Þrátt fyrir hörkuna og hasar- inn er húmorinn aldrei Iangt und- an og það sem gerir bækumar um Burke að meiru en einföldum glæpasögum er ekki einungis hin óvenjulega krossferð hans á hendur barnaníðingum heldur einnig skarpt innsæi í mannleg samskipti sem speglast í tengslum hinnar sjálfvöldu fjölskyklu Bur- kes sem gengur Ijósum logum í bókum hans; fjölskyldu sem sam- anstendur af undinnálsfólki og einförum og sýnir að blóðbönd eru ekki einu böndin sem halda. Andhetjan Burke Burke er andstæða hinna (ó)hefðbundnu einkaspæjara sem orðið hafa ódauðlegir í verkum Dashiells Hammetts og Ray- monds Chandlers. í verkum þeirra eru söguhetjumar oft kaldhæðnir, brotnir menn sem þó eru, þegar allt kemur til alls, sannir herramenn á flækingi um veröld án velsæmdar. Þeir eru breyskir menn í bai’áttu við sjálfa sig og enda oft ineð því að vinna sjálfum sér mestan skaða. Allir líkjast þeir Rick í Casablanca. Erfiðara er að átta sig á per- sónunni Burke. Burke er harðsoð- in blanda af glæpamanni og einkaspæjara sem lifir og hrærist í undirheimum stórborgarinnar. Hann sat inni fyrir ofbeldisverk og hlaut góðan undirbúing fyrir fangelsisdvölina með dvöl á mis- Kripalu-yoga Nýtt námskeið að hefjast. Einnig opnir tímar. Kennari: Helga Mogensen v. Bergstaðastræti 1 > j sími 551 5103 " KRn/n Htísie Forvitnilegar bækur I krossferð Skyggnst inn í svefnher- bergin Reynslusögur Sex lives: a sexual self-portrait of America. Höfundur er Mark Baker. 302 blaðsíður. Pocket Books, New York, árið 1994. Eymundsson. 1820 krónur. EF ÞIG hefur einhvern tíma langað til að gægjast inn í hugsan- ir fólks eftir að það lokar að sér svefnherbergishurðinni þá er þetta bókin fyrir þig. Bókin byggist fyrst og fremst á viðtölum við Bandaríkjamenn úr öllum áttum og er saga þeirra sögð í eigin orðum. Með því að láta sög- urnar tala sínu máli og sem minnst heyrast í höfundinum sjálfum nær þessi bók fram einlægni og heiðar- leika sem ekki er algengur í í-itum sem fjalla um ást eða kynlíf. Að fá að skyggnast inn í hugar- og reynsluheim fólksins sem talar er að mörgu leyti hrífandi. Það vekur helst athygli manns hvað allt þetta fólk sem segir frá hljómar venju- legt þó það segi frá mjög ski'ýtn- um hlutum. Þetta gæti vel verið nágranni eða vinnufélagi sem tal- ar. Bókin fjallar að einhverju leyti um mjög undarlega kynlífshegðun. Til dæmis er úthvei'fismóðurin sem segir frá því að maðurinn hennar hafi fengið opinberun um að hún ætti að gerast æðsti prest- ur í kynlífssöfnuði. Til þess þurfti hún reyndar að sofa hjá 1.000 karl- mönnum. Hún setti það ekki fyrir sig, tók til óspilltra málanna og var að lokum handtekin fyrir ósæmi- lega hegðun. Meirihluti bókarinnar segir þó frá fólki sem stundar hefðbundn- ara kynlíf. Skemmtilegasti hluti bókarinnar er að mínu mati sá sem fjallar um fyrstu kynni af kynlífi. Þar koma skoðanir fólks á kynlífi vel í ljós og sögurnar eru allt frá því að vera fyndnar og saklausar yfir í það að vera óhugnanlegar. Það besta við þessa bók að mínu mati er að sögurnar era ekki um lýsingar á kynlífi heldur er fyrst og fremst fjallað um tilfinningar og viðhorf fólks til kynlífs. Bókin er blessunarlega laus við það sem oft vill einkenna umfjöllun um kynlíf, að textinn sé annað- hvort skrifaður af æsifréttablaða- manni sem reynir að hneyksla eða tepru sem vill vera fræðileg. I þessari bók er farinn mjög heil- brigður meðalvegur sem gefur skemmtilega innsýn í fjölbreyti- leika fólks án þess að fella dóm. Elsa Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.