Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 4

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ííliðs lfa{f 11181 Morgunblaðið/Theodor Hveragerði Peninga- verðlaun fyrir náms- árangur NEMENDUR tíunda bekkjar Grunnskólans í Hveragerði fá 250 þúsund króna verðlaun úr bæjarsjóði ef meðaleinkunn þeiiTa úr samræmdu prófunum á komandi vori verður jafnhá eða hærri en landsmeðaltalið. Samkvæmt frétt í blaðinu Dagskránni var tillaga frá Araa Magnússyni bæjarfulltrúa um verðlaunaveitinguna samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Hvera- gerðis fyrir skömmu. Verðiaunin verða veitt í sjóð sem nýtast á nemendum, en skólastjórnendum og nemenda- ráði hefur í sameiningu verið falið að að gera tillögur um nýt- ingu fjárins. Sýnd veiði en ekki gefin HANN er sýnd veiði en ekki athygli kattarins. Það er gefín, páfagaukurinn í Borg- stundum gott að vera fugl í arnesi sem nýtur óskiptrar búri. Orkufrumvarp rætt í ríkisstjórn RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til meðferðar frumvarpsdrög iðnaðar- ráðherra um raforkuver. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja svara því hvort drögin gerðu ráð fyrir heimild til handa Norð- lenskri orku um að virkja Héraðs- vötn í Viilinganesi eins og farið hef- ur verið fram á. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins, tjáði Morgunblaðinu að Rarik hefði fyrir nokkru sett fram hugmyndir um fjóra virkjunarkosti af meðalstærð og væri Villinganesvirkjun í Skaga- firði einn þeirra. Hún gerði ráð fyrir að minnsta kosti 30 megawatta virkjun sem reist yrði á vegum Norðlenskrar orku sem Rarik á 75% í en heimamenn í Skagafirði, þ.e. raíveitur og fleiri aðilar, 25% en fyrirtækið var stofnað snemma á þessu ári. Aðrir virkjanakostir sem Rarik hefur áhuga á eru í Fjarðará í Seyðisfirði, Gilsárvatnavirkjun og jarðhitavirkjun í Grensdal við Hveragerði. Um síðastnefnda kost- inn hefur verið stofnað fyrirtækið Sunnlensk orka sem er með aðild Hveragerðis og Ölfushrepps. Krist- ján sagði að koma yrði til kasta Al- þingis að veita Rarik leyfi til um- ræddra virkjana. Finnur Ingólfsson sagði frum- varpsdrögin um orkumál enn til meðferðar hjá ríkisstjóm og vildi á meðan ekki greina frá því hvaða virkjanahugmyndir væru þar til skoðunar. Bjóst við að það yrði af- greitt í næstu viku og frumvarp síð- an lagt fram á Alþingi. Skattaafsláttur vegna hlutabrefakaupa Binditími lengdur úr þremur árum í fjögur BINDITÍMI eignar á hlutabréfum er lengdur úr þremur áram í fjögur ef kaupandi þeirra hyggst njóta skattaafsláttar vegna þeirra. A móti kemur að reglur eru rýmkað- ar til að skipta hlutabréfunum fyrir hlutabréf í öðram félögum á bindi- tímanum, auk þess sem reglur um aukningu hlutabréfaeignar era ein- faldaðar. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Geirs Haarde fjár- málaráðherra sem skattamálanefnd Sjálfstæðisflokksins boðaði til um skattaívilnanir til að örva sparnað í Valhöll í gær. Geir sagði að grand- vallarorsökin fyrir miklum við- skiptahalla hér á landi væri ónógur þjóðhagslegur spamaður og því væri mjög mikilvægt að auka hann. Fjallaði hann meðal annars um nýja skýrslu nefndar sem fjallaði um eflingu þjóðhagslegs spamaðar og nefndi til nokkrar leiðir í þeim efnum, eins og húsnæðissparnaðar- reikninga, skattaumbætur, einka- væðingu og hlutabréfakaup og líf- eyrisspamað. Aukinn lífeyrisspam- Lífeyrissparn- aður líklegast- ur til að skapa nýjan sparnað aður væri langlíklegastur til þess að skapa nýjan spamað því hvað fyrri leiðimar varðaði væri oft um að ræða tilfærslu milli sparnaðar- foi-ma og ekki víst að þær yrðu alltaf til þess að skapa nýjan sparn- að. 5 milljarða sparnaður Geir fjallaði síðan um nýjar regl- ur um lífeyrisspamað sem heimila launþegum frá áramótum að leggja 2% af launum inn á sérstaka lífeyr- issparnaðarreikninga án skattlagn- ingar og ber launagreiðanda að bæta við 0,2% framlagi á móti framlagi launþega ákveði hann slík- an sparnað og lækkar þá trygg- ingagjald launagi-eiðanda að sama skapi. Geir sagði að þeir væntu þess að þessar nýju reglur mæltust vel fyr- ir. Ef vel tækist til stæðu vonir til þess að þjóðhagslegur spamaður ykist um 5 milljarða króna á ári vegna þessa. Mikiivægt væri að þessi spamaður byggðist á frjálsum spamaði, en ekki skattlagningu eða skylduspamaði. Málið hefði þegar verið til fyrstu umræðu í þinginu og fengið þar góðar viðtökur og væri nú til umfjöllunar í nefnd. Vinnu- veitendur væra þeir einu sem möglað hefðu yfir þessari aðferð. Geir sagði einnig að pólitískur stuðningur við einkavæðingu hefði vaxið mjög mikið og það sýndu við- brögð almennings við útboðunum að undanfórnu. Bankamir væra næst á dagskrá, en einnig væri nk- ur vilji innan Sjálfstæðisflokksins til að kanna landslagið hvað varðaði sölu á Landssímanum. Þróun í fjar- skiptum væri svo ör að ástæða væn til að kanna möguleikana í þeim efnum fyrr en seinna. LJÁDU ÞEIM EYRA í kvöld á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar Kynning á greinasafninu Undur veraldar sem Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur ritstýrir. Höfundar spjalla um efni bókarinnar og bregða upp myndum af undrum þessa heims. Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30 Mál og mennlng • Laugavegi 18 • Siml 515 2500 Grunur um matareitrun eftir að 30-40 veiktust GRUNUR um matareitran kom upp um helgina í mötuneyti sem starfsmenn nokkurra ríkisstofn- ana snæða í við Borgartún 7 í Reykjavík. Kom hann upp í framhaldi af veikindum 30 til 40 starfsmanna sem snætt höfðu í mötuneytinu í síðustu viku. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðs- stjóri matvælasviðs hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, seg- ir málið í rannsókn og ekki hægt að segja nákvæmlega um það á þessu stigi hvað gerst hefur. Veikindi komu upp í síðustu viku hjá 30 til 40 starfsmönnum Vegagerðarinnar, Ríkiskaupa og íleiri stofnana sem era til húsa við Borgartún 7. Granur um matareitrun kom hins vegar ekki upp fyrr en á fóstudag þeg- ar menn, sem veikst höfðu, komu aftur til vinnu og fóru að bera sig saman. Var þá haft samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem hóf rannsókn málsins. Að sögn Rögnvalds vora einkennin svipuð, uppköst og niðurgangur, og stóðu veik- indin yfirleitt ekki lengi. Matur frá eldhúsi ríkisstarfs- manna í Tollstöðvarhúsinu er meðal annars sendur í Borgar- tún 7 en aðrir sem snæddu mat þaðan, til dæmis starfsmenn hjá tollstjóra og fjármálaráðuneyti í Ai’narhvoli, hafa ekki veikst. Hefur því grunur helst beinst að mötuneytinu við Borgartún, en þar fer einnig fram lítils háttar matargerð. Hvorki náðust sýnis- horn af matvælum né frá þeim sem veiktust en verið er að kort- leggja faraldsfræði sýkingarinn- ar. Segir Rögnvaldur að farið hafí verið fram á ákveðnar umbætur þai- og mötuneytið síðan þiifið og sótthreinsað. Bjóst Rögnvald- ur við að það yrði opnað á ný í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.