Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 12

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ! FRÉTTIR Morgunblaðið/Páll Þórhallsson HOPURINN á tröppunum hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sýslumenn í Strassborg Strassborg. Morgunblaðið. EKKI virðist gæta iieinnar þykkju hjá sýslumönnum Islands í garð Mannréttindadómstóls Evrópu þótt sá hafí átt þátt í að svipta þá dómsvaldi sem þeir höfðu fram til 1992. Efndi Sýslumannafélag ís- lands til hópferðar til höfuðstöðva Mannréttindadómstólsins i Strass- borg í byrjun nóvember. I félag- inu eru auk sýslumanna, lögreglu- stjórar, tollstjórar og saksóknar- ar. Veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar hafði Magnús K. Hannesson, varafastafulItrúi hjá fastanefnd íslands hjá Evrópuráð- inu. Gestirnir kynntu sér starfsemi Evrópuráðsins og hlýddu á fyrir- lestra um pólitískt híutverk þess, endurnýjaðan Mannréttindadóm- stól Evrópu og samskipti fjölmiöla og lögreglu. Þáðu þeir einnig heimboð hjá sendiherrahjónunum Sveini Björnssyni og Sigríði Jóns- dóttur. Fór það vel og kurteislega fram þótt reyndar yrði að kalla út slökkvilið borgarinnar til að losa hluta gesta úr lyftu í húsi sendi- herrans. Sumir úr hópnum notuðu einnig tækifærið og nutu menningarvið- burða sem borgin hefur upp á að bjóða. Þannig fór hinn landskunni aðdáandi Rolling Stones, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafírði, ásamt eiginkonu sinni á tónleika með rokkaranum víðkunna Johnny Halliday og sagði við tíðindamann Morgun- blaðsins að þeir hefðu verið hverr- ar krónu virði. „Eg hlustaði mikið á Johnny þegar ég var lítill snáði,“ sagði Ólafur Helgi, „ég hélt hann væri löngu dauður þangað til ég las um það í Mogganum í sumar að hann hefði fyllt Stade de France í París. Þá hugsaði ég með mér, hann hlýtur að vera í fullu Qöri og ákvað að skella mér á tón- leikana með honum.“. Borgarstjóri um biðlista eftir leikskólaplássi Hraða í uppbyggingii leikskóla takmörk sett INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að reynt hafí ver- ið að bregðast við aukinni eftir- spurn eftir leikskólaplássi með því að hækka greiðslur til einkarekinna leikskóla og með því að niðurgreiða hjá dagmæðrum fyrir öll börn, auk þess að byggja upp leikskólapláss í borginni. Það hefði samt ekki dug- að til, en eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær eru nú rúmlega 2.000 börn á biðlista hjá Dagvist bama. Ingibjörg Sólrún sagði að því væri auðvitað takmörk sett hve hratt væri hægt að fara í aukna uppbyggingu í leikskólum, því þá gæti borgin jafnvel staðið frammi fyrir því að fá ekki fólk til starfa á þeim leikskólum sem byggðir væru. Þá sé það vandamál nú að margar dagmæður hafi hætt að starfa sem slíkar og farið út á hinn almenna vinnumarkað þannig að greiðsla frá borginni til þeirra dugi ekki til ein og sér. „Við munum auðvitað halda áfram að byggja upp í leikskólun- um og sjá svo hvað setur. Það er líka spurning hvort það er hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við kannski bjóðum ekki heilsdagspláss fyrir börn undir tveggja ára aldri til þess að hin njóti þá forgangs og komist fyrr að. Þetta er reyndar svolítið misjafnt eftir hverfum. I sumum hverfum er það þannig að við erum með börn á leikskólum allt frá eins árs aldri, en annars staðar eru börn að bíða allt Andlát BJARNI KRISTINN BJARNASON BJARNI 10481™ Bjamason, fyrrver- andi hæstaréttardóm- ari, lést sunnudaginn 22. nóvember, 72 ára að aldri. Bjarni fæddist 31. ágúst 1926 að Önd- verðamesi í Gríms- nesi. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi í Óndverðarnesi, og Kristín Halldórs- dóttir, eiginkona hans. Bjami varð stúdent frá Verslunarskóla Is- lands árið 1949. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Islands árið 1955. Eftir embættispróf var Bjarni dómara- fulltrái við embætti borgardómara og skipaður borgardómari 1962. Árið 1986 var Bjarni skipaður hæstaréttardómari og gegndi því embætti til 1991 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var formaður Siglingadóms frá 1975 til 1986 og forseti Fé- lagsdóms 1983-1985. Frá 1992 var hann prófdómari við mál- flutningspróf héraðs- dómslögmanna. Bjarni gegndi ýms- um félags- og trúnað- arstörfum og sat með- al annars í stjórn Skógræktarfélags ís- lands og Skógræktarfélags Reykjavíkur til margi'a ára. Bjarni kvæntist árið 1954 Ólöfu Pálsdóttur læknaritara. Þau eign- uðust fimm börn og era fjögur þeirra á lífi. að þriggja ára aldri, þannig að þetta er svolítið hverfabundið,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Styrkja þarf einkareksturinn „Við höfum lagt áherslu á að leita nýrra leiða, til dæmis að styrkja einkaaðila meira en verið hefur og það má færa full rök fyrir því að það sé einfaldara og skilvirkara," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrái Sjálfstæðisflokksins í stjórn Dagvistar barna. Hann segir að þrátt fyrir að lagð- ir hafi verið miklir fjánuunir í upp- byggingu leikskóla séu enn börn á biðlista og raunar sé spurning hversu borgin eigi að ganga langt í að festa fjármuni í fasteignum í þessu skyni á sama tíma og verið sé að reyna að draga saman húseignir borgarinnar. Guðlaugur sagði að starfsfólk leikskóla leitaði gjarnan í betur launuð störf þegar vel áraði í þjóðfélaginu. „Opinber rekstur er þyngri en einkarekstur og þess vegna er brýnt að nýta kosti einka- reksturs í þessum málaflokki.“ -------------------------- Utafakstur við Hrútafjarðará BIFREIÐ með ökumanni og þrem- ur farþegum hans fór útaf við brána yfir Hrátafjarðará seint á laugar- dagskvöld. Hvorki ökumann né far- þega hans sakaði, enda voru allir í bílbeltum og telur lögreglan á Hólmavík, sem sinnti óhappinu, að bílbeltanotkunin hafi komið í veg fyrir alvarleg slys. Hálka var á veginum og missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út- af og rann niður snarbratta 7-10 metra langa skriðu. Lenti bifreiðin með framendann í ísi lagða Hráta- fjarðarána. Bifreiðin, sem er bíla- leigubíll, skemmdist talsvert og en búið er að draga hana upp úr ánni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.