Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp um námsmenn af landsbyggðinni
Eigi kost á lægra
endurgreiðslu-
hlutfalli námslána
ÞRÍR þingmenn Framsóknarflokks,
þeii- Hjálmar Árnason, Magnús Stef-
ánsson og Guðni Agústsson, vilja að
stjórn Lánasjóðs íslenskra náms-
manna verði heimilt að gefa lánþeg-
um frá ákveðnum byggðarlögum,
sem skilgi-eind skulu í reglum, kost á
lægra endurgreiðsluhlutfalli náms-
lána en almennt tíðkast eða fella
greiðslur niður að öllu leyti.
Þá vilja þeir að stjórn sjóðsins
verði heimilt að veita læknum, öðr-
um háskólamenntuðum heilbrigðis-
starfsmönnum og kennurum sam-
bærilega heimild ef þeir að námi
loknu setjist í tiltekinn tíma að á
stöðum sem skortur er á fólki með
slíka menntun.
Þingmennirnh- hafa lagt fram á
Alþingi frumvarp þessa efnis og
benda m.a. á í greinargerðinni að
kostnaður námsfólks utan af landi
geti verið meiri en kostnaður íbúa
þéttbýlisins og ennfremur að skortur
geti verið á tilteknum hópum
menntafólks utan stærstu þéttbýlis-
staða. Segja þeir að frumvai'pið sé
byggt á norskri hugmyndafræði og
að þarna sé um að ræða tillögur um
beinar aðgerðir af hálfu hins opin-
bera í því skyni að hvetja menntað
fólk til starfa á landsbyggðinni sem
og að hvetja ungt fólk þaðan til að
leggja stund á framhalds- eða há-
skólanám.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FORELDRAR Jóns, Steinn Jónsson og Jónína Jónasdóttir, tóku við verðlaununum fyrir hans hönd úr hendi
Friðriks Sophussonar formanns dónmefndar.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
Mun keppa um fyrsta
sætið í opnu prófkjöri
Jón Steinsson hlýtur fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni SUS
„Verðum að hugsa stórt
og taka áhættu“
JÓHANNA Sigurðardóttir alþingis-
maður hyggst keppa um fýrsta sætið
á framboðslista samfylkingar í
Reykjavík verði haldið opið prófkjör.
Þetta kemur fram á vefsíðu Samein-
ingar á Netinu.
Þar segh- Jóhanna að deilunum
sem verið hafa í fjölmiðlum um fram-
boðsmál samfylkingarinnar vei’ði að
ljúka, og í stöðunni sjái hún ekki ann-
an kost en opið prófkjör. Jóhanna
segir að komi til þess muni hún
keppa um fyrsta sætið í Reykjavík.
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð
Hafnarfjarðar gerði fyrir skömmu
könnun á sölu á tóbaki til unglinga
undir 18 ára aldri. ÆTH hefur síð-
ustu ár staðið reglulega fyrir könn-
unum af þessu tagi. Þær hafa sýnt að
frá 75% til 95% allra söluaðila hafa
„Það getur enginn sett fram skil-
yrði eða kröfur, hvorki um sæti eða
framboðsaðferðir. En því er ekki að
leyna að margir telja að mínir
möguleikar um efsta sætið felist
helst í opnu prófkjöri án girðinga og
ég tel mig ekki hafa þar minni
möguleika en aðrir frambjóðendur.
Og auðvitað mun ég keppa um
fyrsta sætið í opnu prófkjöri verði
sú leið valin í framboðsmálunum,"
segir Jóhanna.
selt börnum og unglingum tóbak.
í þessari nýju könnun brá svo við
að 57% verslana seldu unglingum tó-
bak en 43% ekki. Þetta eru bestu
niðurstöður sem fengist hafa í könn-
unum hingað til, segir í frétt frá
ÆTH.
JÓN Steinsson, 21 árs gamall
hagfræðinemi við Princeton-há-
skólann í Bandaríkjunum, hlaut
fyrstu verðlaun í ritgerðarsam-
keppninni ísland tækifæranna
sem Samband ungra sjálfstæðis-
manna (SUS) stóð fyrir í síðasta
mánuði. Markmið keppninnar
var að fá ungt fólk til þess að
velta fyrir sér hvernig land það
vildi byggja og hvernig vænting-
ar það hefði til framtíðar og
bárust ritgerðir í keppnina víða
að af landinu sem og frá íslensk-
um námsmönnum erlendis.
Þar sem Jón er í Bandaríkjun-
um tóku foreldrar hans, Steinn
Jónsson og Jónína Jónasdóttir,
við verðlaununum, 100 þúsund
krónum, úr hendi Friðriks Soph-
ussonar, varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins og formanns
dómnefndarinnar, á laugardag.
Þá hlaut Eygló Svala Arnars-
dóttir, nemandi við Menntaskól-
ann á Akureyri, sérstök auka-
verðlaun fyrir frumlega ritgerð
í smásagnaformi.
I umsögn dómnefndar, sem
skipuð var fimm mönnum auk
formanns, segir m.a. að ritgerð
Jóns hafi til að bera alla þá
þætti sem leitað var eftir og
prýða þurfi góða ritsmíð. I
henni væru settar fram vel rök-
studdar og ígrundaðar hug-
myndir um það sem betur mætti
fara hér á landi til að tryggja
samkeppnisstöðu Islendinga til
framtíðar. Einnig segir að höf-
undur hafi með sannfærandi
hætti bent á að aðeins með því
að standa stöðugt vörð um frelsi
einstaklingsins gætu Islendingar
byggt þjóðfélag sem tryggði
þegnum sínum nauðsynleg tæki-
færi til athafna.
Hefur lengi langað til að
skrifa um þetta efni
Jón segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann hafi í samræini
við meginþema keppninnar
skrifað um það af hveiju og
hvernig ísland gæti orðið land
tækifæranna og segir að senni-
lega sé niðurstaða ritgerðarinn-
ar sú að það sem þurfi til sé
hugarfarsbreyting Islendinga.
„Við þurfum að hætta að líta á
okkur sem litla þjóð langt norð-
ur í hafi og hætta að vera hrædd
við að það verði valtað yfir okk-
ur af einhveijum stórum útlend-
ingum. Heldur þurfum við að
hugsa stórt og taka áhættu úti í
hinum stóra heimi,“ segir Jón.
Inntur eftir því hvers vegna
hann hafi tekið þátt í samkeppn-
inni segir hann að sig hafi lengi
langað til þess að skrifa ritgerð
um tækifærin sem Island hafi en
hafi ekki tekist að færa sér í nyt
ennþá. „Þetta var því kjörið
tækifæri til þess að skrifa rit-
gerð sem mig hefur lengi langað
til að skrifa,“ segir hann að síð-
ustu.
Hafnarfjörður
Færri verslanir selja
unglingum tóbak
Stofnfundur Frjálslynda flokksins haldinn um næstu helgi
Átök um formennsku
frekar en málefni
STOFNFUNDUR Frjálslynda
flokksins verður haldinn í Reykjavík
um næstu helgi og á honum fer fram
stefnumótun flokksins og stjórn
hans verður kosin. Útlit er fyrir að á
fundinum takist tvær fylkingar á í
kosningu um foi-mann flokksins, en
gert er ráð fyrir að kosning for-
manns og varaformanns verði óhlut-
bundin.
Svenir Hermannsson, frumkvöð-
ull að stofnun flokksins, segir það
liggja fvrir að hann taki að sér for-
mennskuna verði hann kosinn til
þess. Bárður Halldórsson, formaður
Samtaka um þjóðareign, segir
stjóm samtakanna telja Sverri
óheppilegan í formannssætið og
sækist Bárður sjálfur eftir for-
mennskunni.
Sverrir Hermannsson sagði í
samtaii við Morgunblaðið að stjóm
Samtaka um þjóðareign hefði tekið
þá ákvörðun að slíta samstarfi við
hann um stofnfund Frjálslynda
flokksins, en samtökin hefðu áður
lýst yfir að þau vildu ganga til sam-
vinnu við hann.
„Þetta ákvað stjómin, og þeir
ætla að haida sínu merki fram þarna
nokkrir saman. Síðan auglýsa þeir
þennan fund minn sem sinn fund.
Þeir ráða sínum málum og ég hef
ekkert um það að segja, en þeir ætla
sjálfsagt að mæta til þess að ná þar
undirtökum. Þetta er frjálsiyndur
flokkur og lýðræðisflokkur og hann
á að vera það alveg fram í flngur-
góma. Þess vegna bíða menn bara
þess að atkvæði skeri úr,“ sagði
Sverrir.
Andstæðingunum gefið óvænt og
óþarft vopn í hendur
Hann sagðist ekki vita hvort mik-
ið væri um smölun á stofnfundinn,
en geysilega mikið væri haft sam-
band heim til sín og hann yrði var
við mikla óánægju meðal félags-
manna í Samtökum um þjóðareign
með viðsnúning stjórnar samtak-
anna. Hann sagði að andstæðingum
væri að fyrra bragði gefið óvænt og
óþarft vopn í hendur og hætt væri
við að almenningur liti á þetta sem
fyrirfram dauðadæmda hreyfingu
þar sem menn byrji á upphlaupum
áður en flokkurinn verður til.
„Þetta er að sjálfsögðu til bölvun-
ar og ég hefði ýmislegt viljað til
vinna að þurfa ekki að vera í ein-
hverjum kosningaslag við Bárð
Halldórsson. En það verður ekki við
öllu séð,“ sagði Sverrir. „Eg vissi
ekki fyrr en á fimmtudaginn var
annað en að hann væri eindreginn
stuðningsmaður minn og ég varaði
mig ekkert á þessum miklu kúvend-
ingum. Ég hef svitnað nú í hálft ár
undan takmarkalausum hólræðum
hans um mig og þótti nú stundum
um of, en menn eiga leiðréttingu
skoðana sinna og hann líka.“
Aðspurður hvort hann tæki að sér
formennsku í Frjálslynda flokknum
yrði hann kosinn til þess á stofn-
fundi flokksins sagði Sverrir að það
lægi fyrir.
„Ef þetta á að verða barn í brók
þá kemst ég ekkert hjá því að taka
við því í byrjun, en það er vonandi
að fljótt fáist ungt atgervis- og hæfi-
leikafólk til þess að taka við,“ sagði
hann.
Sífellt í vörn vegna mála Sverris
Bárður Halldórsson sagði ágrein-
ing einungis vera um það hver ætti
að leiða Frjálslynda flokkinn, en
enginn málefnalegur ági-einingur
væri á ferðinni. Hins vegar væri það
fjarri lagi að stjóm Samtaka um
þjóðareign teldi Sverri Hermanns-
son vanhæfan eða óhæfan til að vera
formaður flokksins.
„Við töldum eingöngu að hann væri
kannski ekki heppilegasti formaður-
inn og vildum fá hann og fylgismenn
hans til að ræða aðra kosti. Við voram
í miðjum þeim viðræðum þegar hann
sleit öllu,“ sagði Bárður. „Þetta snýst
bara um það hvort það eiga að vera
lýðræðislegar kosningar eða ekki og
við munum hlíta þeirri niðurstöðu.
Við munum mæta á þennan fund og
viljum að þai’ verði kosið um þetta.
Það er svo einfalt mál.“
Bárður sagði að hann hefði per-
sónulega ekkert á móti Sverri He
mannssyni og hefði aldrei haft, og
sér fyndist sjálfgefíð að hann yrði
áfram í forystusveit. Hins vegar
hefðu menn sífellt þurft að vera í
vörn vegna mála Sverris og Lands-
bankans en þörf væri á því að kom-
ast í sókn fyrir málstaðinn sem
Frjálslyndi flokkurinn kemur til
meðað byggja á.
„Ég hef sjálfur sagt að ég er fc
sannfærður um sakleysi hans og ||
fullan sóma hans í því efni, en veru- ■
leikinn er sá að ég stend alla daga
og ver þetta. Ég er ekki svo skyni
skroppinn að ég sjái ekki að ég á um
tvennt að velja. Annað hvort að eyða
ævinni í það að verja Sverri Her-
mannsson eða að reyna að koma
saman breiðfylkingu til varnar frelsi
og lýðræði í landinu," sagði hann.
Bárður sagði að hjá Samtökum
um þjóðareign hefði fólk verið skráð fe
í gegnum síma til þátttöku á stofn- K
fundi flokksins, en hann sagðist ek
vita til þess að um einhverja smölun
væri að ræða.