Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 18

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hi 7.800 skráðu sig fyrir hlut í hlutaf]árútboði Skýrr hf. Kennitölusöfnun ver ðbréfafyrirtækj anna í hlutafjárútboði Fjárfestingarbankans ■ í : ■ - i y Eftirspum marg- föld á við framboð Bankaeftirlit- ið byrjað að safna gögnum JÓHANNA Sigurðardóttir alþingis- maður hefur sent bankeftirliti Seðla- banka íslands bréf þar sem hún ósk- ar eftir því að bankaeftirlitið athugi hvort um óeðlilega viðskiptahætti hafi verið að ræða þegar verðbréfa- íyrirtæki söfnuðu kennitölum til að geta keypt hærri hlut en ella í hluta- bréfaútboði Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, FBA, sem lauk nýlega. Hjálagt sendi hún ljósrit af bréfi sem henni barst um málið en í því segir ónefnt verðbréfafyrirtæki starfsmönnum sínum að þeim sé heimilt að koma með kennitölur sín- ar og fjölskyldu sinnar, og aðila sem þeir treysta, og að greiddir séu 5 punktar fyrir hverja kennitölu. Eins að vænt verðmæti hverrar kenni- tölu sé á bilinu 50 - 100 þúsund krónur, sem fari þó alfarið eftir því hversu mikil áski'iftin verður. Samþjöppun valds í bankakerfínu Segir Jóhanna í bréfi sínu til bankaeftirlitsins að þessir við- skiptahættir hljóti að teljast óeðli- legir þar sem markmiðið með út- boðinu var að ná fram dreifðri eign- araðild að bankanum. „Eg held að þarna gæti verið um upphafið á samþjöppun valds innan bankakerf- isins að ræða,“ sagði Jóhanna í sam- tali við Morgunblaðið. I „leynibréfinu" svokallaða, sem Jóhanna lætur fylgja með til banka- eftirlitsins, er sérstaklega tekið fram að kennitölusöfnunin megi ekki fréttast á markaðnum. „Eg þarf vonandi ekki að ítreka við ykk- ur mikilvægi þess að trúnaði vegna þessa máls verði haldið. Ef þetta fréttist á markaðnum og til sam- keppnisaðila okkar er málið dautt. Við viljum þó hvetja ykkur til að ná í kennitölurnar og hringja út til að- ila sem þið treystið," segir í bréfinu sem Jóhanna lét fylgja með bréfi sínu til bankaeftirlitsins. Breytir engu Ragnar Hafliðason forstöðumað- ur bankaeftirlits Seðlabankans staðfesti í samtali við Morgunblaðið að bankaeftirlitið hefði fengið erind- ið. Hann sagði þó að það breytti engu þar sem þeir hafi þegar verið byrjaðir að kanna málið. „Hennar bréf breytti í raun engu. Við erum byi’jaði að afla gagna og lítið meira er hægt að segja um stöðuna að sinni,“ sagði Ragnar. Hann sagðist telja að niðurstöðu væri varla að vænta í málinu fyrr en eftir mánaðarmót. UM 7.800 manns skráðu sig fyrir hlut í áskriftarhluta hlutafjánítboðs Skýrr hf. en frestur til að skila til- boðum rann út á föstudag. Vegna mikillar þátttöku varð að skerða flest tilboðin og fær hver tilboðs- gjafi að kaupa hlut í fyrirtækinu fyrir um tíu þúsund að nafnvirði eða 32 þúsund krónur að markaðsvirði. Um 78 milljóna króna hlutafé var í boði miðað við nafnverð í áskriftar- hlutanum en þátttakendur skráðu sig alls fyrir einum milljarði og fimmtán milljónum króna, að sögn Þorsteins Víglundssonar, deildar- stjóra hjá Kaupþingi. Eftirspurnin var því þrettán sinnum meiri en framboðið. Markaðsverðmæt- ið þrefaldaðist á átján mánuðum Gengi hlutabréfanna í áskriftar- hlutanum var 3,20 en hæsta tilboð í tilboðshlutanum miðaðist við 4,20 eins og komið hefur fram. Ef eftir- markaður myndast fyrir bréfin á genginu 4,20 hefur hver kaupandi í áskriftarhlutanum, sem kaupir hlutabréf fyrir tíu þúsund krónur að nafnvirði, því hagnast um tíu þús- und krónur. Sé markaðsvirði Skýrr reiknað út frá genginu 4,20 hefur það tæp- lega þrefaldast á átján mánuðum eða frá því í maí 1997, þegar Opin kerfi hf. keyptu 51% hlutafjár í fyr- irtækinu, 102 milljónir króna að nafnvirði, að undangengnu útboði á genginu 1,58. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr hf., er afar ánægður með út- boðið og segir að þátttakan hafi far- ið fram úr björtustu vonum. „Þrett- ánföld eftirspurn umfram framboð sýnir að Skýrr nýtur víðtæks trausts á meðal fjárfesta og þeir hafa mikla trú á starfsmönnum og framtíð félagsins. Þessar góðu við- tökur sýna einnig að menn vænta mikils af fyrirtækinu og hvetja okk- ur starfsmennina til að gera enn betur.“ Meginhluti tekna Skýrr hf. kem- ur frá opinberum fyrirtækjum en nú þarf fyrirtækið að keppa um þessi viðskipti á hörðum samkeppn- ismarkaði. Þessi breyting leggst vel í Hrein. „Ég spái því að samkeppnin muni aukast enn frekar og við erum reiðubúin að taka þátt í henni. Nú hafa viðskiptavinir okkar frelsi til að kaupa þjónustu sína hvar sem er en ekW má gleyma því að frelsið virkar í báðar áttir. Skýrr hf. getur nú leitað á ný mið í þjónustu sinni og við sjáum mörg spennandi tæki- færi í einkageiranum," segir Hreinn. Sæplast hagræðir og selur hús SÆPLAST hf. hefur gengið frá samningi um sölu á 600 fermetra fasteign að Ránarbraut 9. Kaupandi húseignarinnar, sem byggð var árið 1981, er ísstöðin hf. á Dalvík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sæplasti. Húsið var notað undir starfsemi röradeildar fyrirtækisins sem seld var síðastliðið sumar. I tilkynningunni segir að sú ákvörðun að selja húsið sé liður í frekari hagræðingaraðgerðum og muni létta á rekstri fyrirtækisins. Rekstur Sæplasts á árinu hefur, samkvæmt tilkynningunni, gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir og í óendurskoðuðu uppgjöri miðað við 30. september sl. er veltan orðin um 390 m.kr en hagnaður ríflega 26 m.kr. Ný áætlun fyrir árið 1998 gerir ráð fyrir að veltan verði um 500 milljónir króna og að hagnaður verði um tvöfalt meiri en upphaf- lega var gert ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.