Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 20
ÞRIÐJUDAGUR 24. NOVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vönduð ' itöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu >raul 54 CQ561 4300 Q5Ó1 4302 Nettoiu^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKAPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð ' hf&H'GVm- - fyrsta flokks frá /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Islensk list til jóla Sigurrós Stefánsdóttir, myndlistarkona OGallerí Amíd. MÍDVliA SKAHT Skólavörðustíg l6a, Sími 561 4090 STAFRÆNN PRENTARI UOSRITUNARVEL SHARP AL-1000 • Tengjanleg viS tölvu • 10 eintök ó mínútu • Fast frumritaborS • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaSa framhlaðinn pappírsbakki 79.900, Stgr. m/vsk BRÆÐURNIR LágmúIa 8 • Sími 533 2800 pyrlrtaikl fm® fiðstoðum við jólagjafirnar mikið úrval. Pökkum inn /m \ yjcKK ^ ^cKRISTALL I Kringlunni og Faxafeni VIÐSKIPTI Framleiðsla Opera Software vekur alþjóðlega athygli Annar eigandinn af íslenskum ættum FRAMLEIÐSLA norska hugbún- aðarfyrirtækisins Opera Software á vafranum Opera hefur vakið mikla athygli og hafa um milljón manns náð í kynningareintak af honum á heimasíðu fyrirtækisins á þessu ári. Fyrirtækið er að hluta til í eigu Jóns Stephensons von Tetzchner, sem er af íslenskum ættum. Jén segir að Opera-vafrinn (browser) sé seldur í gegnum Net- ið ólíkt vöfrum eins og Explorer frá Microsoft og Navigator frá Netscape, sem fást ókeypis. „Á heimasíðu okkar getur fólk nálgast kynningareintak sem hægt er að nota til þess að komast um á Net- inu í skamman tíma. Ef notandinn er ánægður getur hann keypt vafr- ann í gegnum heimasíðuna. Á henni er einnig hægt að fá nýja uppfærslu af vafranum, nota ókeypis tölvupóstþjónustu og nálg- ast upplýsingar á nokkram tungu- málum. Mikið selt til Bandaríkjanna „Opera er um margt ólíkur öðr- um vöfram og í því liggur styrkur hans. Forritið er hraðvirkara og talsvert minna í sniðum en forrit sem keyra Navigator og Explor- er.“ Vafrinn hefur verið seldur til yf- ir 40 landa og um helmingur ein- taka hefur farið til Bandaríkjanna. „Við höfum meira að segja selt nokki-a vafra til íslands. Okkur hefur hins vegar ekki tekist að selja mikið af eintökum til Netnot- enda hér í Noregi þrátt fyrir að Námstefna Tækninefndar ICEPROi Lifir EDI með Interneti? Hvað er XML? Námstefna á vegum Tækninefndar ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, verður haldin fimmtudaginn 26. nóvember á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Fjallað verður um ýmis tækni- mál sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir er tengjast EDI-samskiptum, þ.e. stöðluðum rafrænum viðskiptum. Leiðbeinandi á námstefnunni verður Jeremy Morton, EDI-ráðgjafi EAN í Svíðþjóð. Námstefnan verður í fjórum hlutum, sem hverjum líkur á stuttu verkefni. Námstefnan fer fram á ensku. Dagskrá: 08.00 08.30 Morgunkaffi og skráning. Hvað er XML? Tengsl XML við SGML og HTML. Fjallað verður um XML (Extensible Markup Language), en með XML er verið að tvinna saman kosti EDI og Internets. Farið verður í tengsi XML við SGML (Standard Generalized Markup Language) og HTML (Hyper Text Markup Language) og málreglur XML. HTML er það forritunarmál sem flestar vefsíður eru skrifaðar á í dag. en margt bendir til að SGML sé að koma í staðinn. Þá verður verkefni er felst í því að skrifa einfalt XML skjal. í öðrum hluta verður farið í DTD (Document Type Definition), en DTD hefur verið kallað brúin milli SGML og XML. Farið verður í verkefni sem felst í því að gera einfalt DTD XML skjal fyrir EDI og forrit sem ekki lesa Or HTML skjölum. 10.00 10.20 Kaffihlé. XML og/eða EDIFACT? Stutt verkefni: Skrifa pöntun á XML Hvað næst? Samþykki W3C, þ.e. stýrinefndar Veraldar vefsins? Fjallað verður um forrit á þessu sviði, framtfðarsýn og hömlur. Almennar umræður. Þátttökugjald er kr. 7.000 fyrir félagsmenn og starfsmenn aðildarfyrirtækja, en 9.500 fyrir aðra. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst til skrifstofu ICEPRO, í síma 510 7102 eða í tölvupósti, jakob@chamber.is. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Jeremy Morton er fæddur og uppalinn á Englandi. Hann hefur starfað víða, m.a. á Bretlandi, f S-Afríku og Danmörku. í Svíþjóð rak hann um árabil eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði EDI-mála en undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem helsti ráðgjafi EAN í Svíþjóð á því sviði. Hann hefur kynnt sér mjög vel þróun EDI-mála og tekur virkan þátt í alþjóðlegum vinnuhópum. % - ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti Húsi verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavfk Sími 510 7100, fax 568 6564 Netfang: jakob@chamber.is gengið bærilega og hann hefur fengið fjölmörg verðlaun og viður- kenningar. I ár höfum við meðal annars fengið verðlaun frá tímarit- unum PC-World og C-Net. Aukin umsvif um norskt fyrirtæki sé að ræða.“ Jón, sem á norskan föður og ís- lenska móður, lauk tölvufræðinámi í Noregi árið 1993 og stofnaði fyr- irtækið Opera Software með Norðmanninum Geir Ivarsöy árið 1995. „Það má segja að við höfum byrjað með tvær hendur tómar en framleiðsla á vafranum hefur Fyrirtækið gerði nýlega samn- ing við bandaríska fyrirtækið InUnity um framleiðslu og sölu á sérútgáfu af Operu. Samningurinn er til fimm ára og færir fyrirtæk- inu að minnsta kosti um 10 millj- ónir íslenskra króna á ári. Jón seg- ir að nokkur verkefni séu í bígerð og starfsemi fyrirtækisins fari vax- andi. „Umsvif okkar hafa aukist talsvert á liðnum misseram. Nú starfa hjá fyrirtækinu 12 manns í Osló, auk nokkurra starfsmanna í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Suður- Afríku. Heimasíða Opera Software er http://www.operasoftware.com. Bankastjóri fær 5 millj. dala á ári í eftirlaun New York Telegraph. DAVID COULTER, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri stærsta banka Bandaríkjanna, BankAmer- ica, fær tæplega 5 milljónir dollara á ári, um 350 milljónir íslenskra króna, meðan hann lifír frá því hann lét af störfum hjá fyrirtæk- inu í síðasta mánuði. Kveðið er á um þetta í samningi, sem var gerður við Coulter og fjóra aðra af sex æðstu mönnum bankans þegar BankAmerica og Nationsbank sameinuðust í sept- ember. Samkvæmt samningnum á Coulter rétt á „ellibótum," sem samsvara 95% af grunnlaunum hans og kaupauka 1997, sem námu 5,24 milljónum dollara. Coulter, sem er fimmtugur að aldri, fær því 4,97 milljónir dollara á ári í eftir- laun. Auk þess falla í hlut Coulters 300.000 hlutabréf í BankAmerica, sem honum vora veitt þegar nýja fyrirtækið var stofnað, um leið og hann lætur af störfum. Hvert hlutabréf kostaði 59 dollara 20. nóvember, þannig að verðmæti hlutabréfaeignar hans nemur 17,7 milljónum dollara. Coulter hætti störfum hjá BankAmerica þegar bankinn sendi frá sér óvænta tilkynningu þess efnis að rekstrarhagnaður bank- ans á þriðja ársfjórðungi hefði minnkað um þriðjung úr 1,77 millj- örðum Bandaríkjadala í 893 millj- ónir dala. Skýringin var aðallega sú að BankAmerica afskrifaði 372 milljóna dollara lán til DE Shaw Securities Trading, baktrygging- arsjóðs, þar sem einn milljarður dala til viðbótar frá bankanum er í hættu. Uppljóstranin olli uppnámi í Wall Street skömmu eftir að litlu munaði að Long Term Capital Management, hinn kunni bak- tryggingarsjóður, yrði gjaldþrota. Fjórir menn aðrir úr stjórn BankAmerica, sem enn starfa í bankanum, hafa komizt að svipuðu samkomulagi og Coult. Þeir eiga rétt á árlegri greiðslu að upphæð að minnsta kosti 2 milljónir dollara hver, ef starfi þeirra lýkur af ein- hverjum ástæðum. Hins vegar er engin slík ákvæði að finna í samningi stjórnarfor- manns og aðalframkvæmdastjóra BankAmerica, Hugh McColl. Að sögn kunnugra „hefur hann ekki trú á þeim.“ Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins ATA-Carnet Einfaldari tollameðferð og undanþága frá gjöldum Námskeið haldið á Grand Hótel Reykjavík 26. nóvember 1998 Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins stendur fyrir námskeiði um ATA-Carnet skírteini og norkun þeirra í útflutningi. Á námskeiðinu munu Birgir Ármannsson, lögfræðingur hjá Verslunarráði íslands og Peter Bishop, yfirmaður alþjóðaviðskipta hjá Verslunarráðinu í London (London Chamber of Commerce and Industry) fjalla um grundvallaratriðin í notkun ATA-Camet skírteina. Námskcidih hcfst kl. 8:15 og mun standa til hidcgis. M.a. vcrhur Jjatlah um hvaha vörur falla undir ATA-Camct útflutning. Hvcmigi ah sakja um ATA-Camct skírtcini? Helstu vandamil er varha ATA-Camet. Hvaha einfóldun felur ATA-Camct i sér? Hver er ivinningurinn? Þátttökugjald er kr. 6.900. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst til skrifstofu Landsnefndar Álþjóða verslunarráðsins í síma 510 7100 eða í tölvupósti, mar@chamber.is. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.