Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ
Auðlindahagfræðingurin Ronald Johnson varar við skatti á aflaheimildir
„Farsælla
að leggja
skatt á físk-
inn sjálfan“
Morgunblaðið/Porkell
RONALD Johnson, prófessor í auðlinda-
hagfræði við ríkisháskólann i Montana i
Bandaríkjunum.
ÍSLENSK stjórnvöld, sjávarútvegsfyrir-
tæki og almenningur í landinu verða að
vinna saman að því að svipta ekki útveg-
inn þeim verðmætum sem hann hefur gert
úr aflaheimildum á síðustu árum. Ætli Is-
lendingar að taka upp auðlindagjald í
formi skattheimtu er mun hagkvæmara að
skattleggja aflann sjálfan en ekki afla-
heimildirnar. Þetta er mat bandaríska
auðlindahagfræðingsinss Ronald John-
sons sem var staddur hér á landi í síðustu
viku og hélt m.a. erindi á ráðstefnu um
forsendur og reynslu íslenska kvótakerfis-
ins.
Auðlindagjald
á næsta leiti
Ronald Johnson er prófessor í auðlinda-
hagfræði við ríkisháskólann í Montana í
Bandaríkjunum. Hann hefur um nokkurt
skeið fjallað um nýtingu náttúruauðlinda
og m.a. skrifað greinar um fiskveiðar í
Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi. Hann
segist í samtali við Morgunblaðið hafa orð-
ið var við mikla umræðu um auðlindagjald
við dvöl sína hérlendis og greinilegt að hér
ríki andstæð sjónarmið. Umræðan hafi
hins vegar verið áþekk þeirri sem farið hafi
fram víða um heim, það er að segja um þá
hugmynd að auðlindin tilheyri þjóðinni
sjálfri og mörgum finnist þeir ekki njóta
arðsins sem af henni skapast.
Johnson segir að almennt sé talið að
skattleggja megi arðinn sem myndist við
nýtingu auðlindarinnar án þess að sjávar-
útvegurinn hljóti nokkurn skaða af. Hann
segist hins vegar ekki geta tekið undir
þessa röksemdarfærslu. Skattlagning hafi
þau áhrif að auðlindin verði ekki nýtt á
hagkvæmasta hátt og þá verði arðurinn
fyrir þjóðina enn minni. Hann segist hins
vegar sjá fyrir sér að þennan ágreining
megi jafna og það jafnvel fyrr en seinna.
Lausnin hljóti þá að felast í málamiðlun af
einhverju tagi. „Eg tel að íslenskur sjávar-
útvegur muni að lokum greiða fyrir afnot
sín af fiskimiðunum en stjómvöld ættu af-
ur á móti ekki að fara fram á mikið. Ef
slíkt samkomulag næst ætti fremur að
skattleggja veiddan fisk en alls ekki afla-
heimildirnar. Að mínu mati mætti slíkur
skattur vera jafnvel 2-3% á aflaverðmæti
en í staðinn sýnist mér að stjórnvöld þurfi
að lækka tekjuskatt í landinu en eftir því
sem ég best veit hafa íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki kvartað mjög yfir hátekjuskatti.
Samkomulag af þessu tagi yrði að mínu
mati mjög hagkvæmt og jákvætt fyrir
greinina í heild. I þessu sambandi er
einnig mjög mikilvægt að um leið og sjáv-
arútvegurinn er farinn að greiða fyrir af-
not af auðlindinni yrði kvóti að nokkru
leyti einkaeign. Það væri sömuleiðis skref
fram á við.“
títvegurinn hefur aukið
verðmæti aflaheimildanna
Johnson segir margar ástæður fyrir að
farsælla sé að skattleggja aflann sjálfan
eða öllu heldur verðmæti landaðs afla. A
liðnum árum hafi útvegurinn sjálfur aukið
verðmæti aflaheimildanna mikið, umfram
verðmæti aflans. „Það felst svo miklu
meira í verðmæti aflaheimildanna en bara
verðmæti aflans. Útvegurinn hefur sjálfur
staðið að þróun afurða og uppbyggingu
markaða, tækninýjungum í veiðum og
vinnslu og fjárfest gríðarlega. Hvers vegna
ætti að skattleggja þetta frumkvæði grein-
arinnar? Ef aflaheimildirnar sjálfar yrðu
skattlagðar skapaðist hætta því að kvóta-
eigendur reyni á einhvem hátt að fela verð-
mæti aflaheimildanna og stjómunarlega
yrði slíkt fyrirkomulag mjög dýrt. Verð-
mæti aflaheimildinna er auk þess nú
þegar skattlagt á óbeinan hátt með fjár-
magnstekjuskatti á fyrirtæki og einstak-
linga.“
„Þegar útgerðarmaður hefur íjárfest í
aflaheimildum," segir Johnson, „er það
til að komast inn í atvinnugreinina og
markmið hans er að gera út á sem hag-
kvæmastan hátt. Ef útgerðin getur
þannig dregið úr kostnaði og vel árar í
greininni mun verðmæti aflaheimildanna
aukast, vegna þess að í verðmætinu felst
mismunur aflaverðmætisins og þes
kostnaðar sem fylgir því að nýta auðlind-
ina. Ef aflaheimildirnar sjálfar verða
skattlagðar mun verðmæti þeirra sjálf-
krafa lækka. Skattlagning hefur því
þannig áhrif á heildarverðmæti afla-
heimildanna. Ef Islendingar ætla á ann-
að borð að taka upp einhvers konar auð-
lindagjald ráðlegg ég þeim því eindregið
að skattleggja fiskinn sjálfan en alls ekki
kvótann.“
Breytingar á skattakerfí
varasamar
Johnson segist sannfærður um að fisk-
veiðistjórnunarkerfi Islendinga sé mjög
gott og i raun telji hann að því ætti ekki
að breyta á nokkurn hátt. Langflestir
séu sammála um ágæti framseljanlegra
aflaheimilda og íslendingai- hafi stigið
nauðsynlegt skref fram á við þegar tóku
upp kvótakerfið. „Þið skattleggið nú
þegar aðrar náttúruauðlindir og þið haf-
ið gert talsverðar breytingar á skattakerf-
inu í takt við reglur í öðrum löndum, meðal
annars í Evrópu. Island er langt frá því að
vera skattaparadís og allar frekari breyt-
ingar ættu að miða að því að halda sköttum
niðri. Það eru dæmi út um allan heim þar
sem skattar hafa haft verulega slæm áhrif
á efnahag landa. Ég tel því að það ætti ekki
að gera neinar umfangsmiklar breytingar í
skattlagningu á fiskiðnaðinn."
Johnson segir ekki vera lagða sérstaka
skatta á sjávarútveg í Bandaríkjunum,
enda séu þeir fremur skammt á veg komnir
í þróun fiskveiða. „Island og Nýja-Sjáland
hafa tekið forystu í fiskveiðum og sérstak-
lega fiskveiðistjómun og eru fyrirmynd
annarra þjóða í þessum efnum. Ég vona því
að íslendingar taki af skynsemi og var-
kárni á þessum málum,“ segir Ronald
Johnson.
Óvæntar niðurstöður rannsókna á sjóslysum
Reyndustu sjómennirnir
lenda oftast í slysum
HÆST slysatíðni meðal sjómanna
mælist á aldrinum 25 til 39 ára og
stangast það á við þær hugmyndir
sem menn höfðu gert sér, sagði
Kristinn Ingólfsson hjá Siglinga-
stofnun Islands í erindi sem hann
flutti á ráðstefnu sem bar yfir-
skriftina „Aukið öryggi og hag-
kvæmari sjósókn" fyrir helgi.
Kristinn starfar við rannsóknir á
sjóslysum og sagði hann enn frem-
ur að þar sem umræddur aldurs-
hópur er að mestu skipaður reynd-
um sjómönnum sem væru yfirleitt
vel á sig komnir líkamlega, væri
líklegasta skýringin á því að þeir
slösuðust oftar en aðrir sú, að þeir
sinntu áhættusömustu störfunum
um borð.
Kristinn lagði fram súlurit máli
sínu til stuðnings, en þar var unnið
úr úrtaki 100 slysa og voru sjó-
menn á umræddum aldri í alls 47
tilvikum hinir slösuðu. Stór hópur
var einnig á aldrinum 20 til 24 ára,
með alls 15 slys, og 10 slys voru í
aldurshópnum 40 til 44 ára.
Kristinn lagði enn fremur fram
prósentutölur yfir staðsetningu
slysa og kom þar fram að flest slys
verða á handleggjum og höndum,
eða 39%, 18% á fótleggjum og
ökklum, 10% á höfði og 18% á öxl-
um og baki. „Samt er oft spuming
með axlir og bak hvort ekki sé um
að ræða álagssjúkdóma.
Annars er ekki hægt að benda á
eina sérstaka ástæðu slysa heldur
er um marga þætti að ræða, s.s. á
hvaða veiðum skipið er, stærð þess
og svo framvegis. Þó eru nokkur
atriði sem einkenna vinnu um borð
í skipum og eru oft meginorsök
slysa. Má nefna hröð vinnubrögð,
þrönga vinnuaðstöðu, mikil átök
við hífingu veiðarfæra, slátt á veið-
arfærum, hreyfingu á lausum hlut-
um á þilfari, s.s. afla, grjóti og
fleira og svo loks óvæntir utanað-
komandi þætti á borð við velting og
brotsjóa. Þegar slíkt gerist, kastast
hlerar og togvírar til og sjór flæðir
á dekk. Flest slys verða við með-
höndlun veiðarfæra þ.e.a.s. við að
taka og slaka veiðarfærum og það
veldur jafn framt alvarlegustu
slysunum," segir Kristinn.
Óbreyttur kvóti í úthafskarfa
ARSFUNDUR Norðaustur-Atl-
antshafsstofnuninar, NEAFC,
samþykkti óbreytta stjómun út-
hafskarfaveiða fyrir 1999 frá því
sem nú er. Einnig var ákveðið að
veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum yrðu með sama hætti á
næsta ári og í ár. Önnur aðildarríki
NEAFC féllust ekki á kröfu ís-
lensku sendinefndarinnar um að
aðskilja ætti stjómun veiða úr
karfastofnunum tveimur sem veitt
er úr, þ.e. úthafskarfa og djúp-
karfa.
Heildarveiðiheimildir í út-
hafskarfa árið 1999 verða 153 þús-
und tonn, sem skiptast þannig að
Danmörk fær 40 þús. tonn, Island
45 þús. tonn, Evrópusambandið 23
þús. tonn, Rússland 36 þús. tonn,
Noregur 6 þús. tonn og Pólland
eitt þús. tonn. Önnur ríki fá sam-
tals tvö þúsund tonn. Rússar
greiddu atkvæði gegn þessari
skiptingu og mótmæltu henni.
Ékki náðist samkomulag um til-
lögu að skiptingu makrílstofnsins
og var málinu frestað til næsta
fundar í NEAFC í febrúar næst-
komandi. Einnig er reiknað með að
þá verði ákveðið hvemig skipta
eigi veiðum úr kolmunnastofni á
milli aðildarríkjanna.
57. Fiskiþing Fiskifélags fslands
Fiskifélagið verði
forystuafl í
umhverfísmálum
Á 57. Fiskiþingi Fiskifélags ís-
lands sem lauk á fóstudag kom
fram vilji til að gera félagið að
samstarfsvettvangi og forystuafli
í umhverfismálum íslensks sjáv-
arútvegs. Umhverfismál settu
mjög mark sitt á störf þingsins og
var m.a. mörkuð stefna Fiskifé-
lagsins í þeim efnum.
Á Fiskiþingi í gær var sam-
þykkt að eitt af hlutverkum Fiski-
félags Islands væri að vera á
vaktinni um hvað er að gerast í al-
þjóðlegu samstarfi í umhverfis-
málum sem Island á aðild að og
varða hagsmuni sjávarútvegsins.
Þá beri félaginu að tryggja að
sem best samvinna verði á milli
aðila í sjávarútvegi um stefnumót-
un í umhverfismálum og að settur
verði á stofn samráðshópur er
verði stjórnendum Fiskifélagsins
til ráðuneytis í umhverfismálum.
Einnig að félagið stuðli að nýtingu
auðlindanna á sjálfbæran hátt,
byggðan á vísindalegum rökum.
Fram kom á þinginu að hugtakið
sjálfbær nýting hafi ekki verið
skilgreint nægilega vel og því sé
nauðsynlegt að efla þekkingu á
samspili lífríkisins í hafinu með
t.d. fjölstofnarannsóknum og lík-
önum. Þá var mælst til þess að
Fiskifélagið léti athuga hver séu
núverandi umhverfisáhrif íslensks
sjávarútvegs. Bent var á að þegar
slíkt mat lægi fyrir væri fyrst
hægt að setja sjávarútveginum
skýr markmið í umhverfismálum.
Mikil samstaða í
umhverfísmálum
Pétur Bjamason, formaður
stjómar Fiskifélags Islands, sagði
að loknu þinginu í gær það hafa
komið sér á óvart hversu samstiga
þingfulltrúar hefðu verið í umræð-
um um umhverfismál. „Það era
allir sammála um að umhverfismál
eru mjög mikilvæg og mér virðist
eftir þingið að áherslur manna um
aðgerðir séu mjög samhljóða.
Menn telja ástand fiskistofnanna
hér við land gott og vilja tefla
fram þeirri staðreynd í kynningu
á íslenskum útvegi en gagnrýni á
sjávarútveg allsstaðar í heiminum
hefur gengið út á hvemig nýtingu
stofnanna er háttað. Menn telja
einnig að fara verði varlega í um-
hverfismerkingum á sjávarafurð-
um og hér komu fram ýmis sjón-
armið þar að lútandi. Menn vilja
hafa áhrif á hvemig umhverfis-
skilgreiningum og skilyrðum er
háttað. Markaðurinn hefur enn
ekki gert ki’öfur um slíkar merk-
ingar, en menn eru sammála um
að við verðum að búa okkur undir
breytta tíma,“ sagði Pétur.