Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 25
ERLENT
frakar neita að afhenda gögn um vopnaframleiðslu
Segja UNSCOM vilja
réttlæta loftárásir
Reuters
KÍNVERSKUR íbúi Jakarta skoðar rústir kirkju sem hópur múslíma
kveikti í þegar til átaka kom í borginni á sunnudag.
Átök í Jakarta
Bagdad, London. Reuters.
PRAKASH Shah, sendimaður Sa-
meinuðu þjóðanna, fór í gær til Iraks
og búist var við að hann myndi
freista þess að fá þarlenda ráðamenn
tO að afhenda vopnaeftirlitsnefnd
Sameinuðu þjóðanna^ gögn sem hún
hefur óskað eftir. Irakai- höfnuðu
beiðninni á sunnudag, lýstu henni
sem „ögrun“ og sögðu að markmiðið
með henni væri aðeins að réttlæta
hugsanlegar árásir Bandaríkja-
manna og Breta á Irak og hindra að
viðskiptabanninu á landið yrði aflétt.
Leiðtogar íraskra stjómarandstæð-
inga komu saman í London í gær og
lofuðu að vinna með Bandaríkja-
mönnum og Bretum að því að steypa
Saddam Hussein Iraksforseta af
stóli sem fyrst.
Richard Butler, formaður vopna-
eftirlitsnefndarinnai', UNSCOM,
óskaði eftir gögnunum í vikunni sem
leið og Mohammad Saeed al-Sahaf,
utanríkisráðherra Iraks, sagði á
sunnudag að beiðnin væri liður í
„viOimannslegri“ áróðursherferð.
Hann bætti við að Irakar hefðu þeg-
ar afhent UNSCOM og Alþjóða-
kjarnorkumálastofnuninni tvær
milljónir skjala frá því leit þeirra að
gereyðingarvopnum í Irak hófst árið
1991.
Dagblöð í írak veittust harkalega
að Butler í gær, sögðu hann ala með
sér hatur í garð íraks og vera stað-
ráðinn í að hindra að viðskiptabann-
inu á landið yrði aflétt. „Butler lítur
ekki aðeins á Iraka sem persónuleg-
an andstæðing heldur einnig óvin
sem hann verði að skaða og refsa
íraskir stjórnar-
andstæðingar lofa
samstarfí um að
steypa Saddam
öðram tO varnaðar," sagði Aí-
Thawra, málgagn flokks Saddams
Husseins. Blaðið sakaði UNSCOM
um að „framfylgja stefnu Banda-
ríkjastjórnar sem miðar að því að
draga refsiaðgerðirnar á langinn
með því að skapa hættuástand,
dreifa lygum og ráða njósnara“.
Butler segir of
snemmt að ræða loftárásir
Butler sagði á sunnudag að of
snemmt væri að ræða hvort gera
þyrfti loftárásir á skotmörk í írak ef
gögnin yrðu ekki afhent. Banda-
ríkjamenn og Bretar segjast enn
vera tilbúnir að grípa til hernaðarað-
gerða standi Irakar ekki við loforð
sín um fullt samstarf við UNSCOM.
Sandy Berger, þjóðaröryggisráð-
gjafí Bandaríkjanna, sagði að banda-
ríska stjórnin biði eftir lokasvari
íraka.
Butler óskaði eftir ýmsum gögn-
um, allt frá upplýsingum um efna- og
sýklavopn sem Irakar notuðu í stríð-
inu við Iran á árunum 1980-88 til
persónulegra dagbóka íraskra her-
foringja. Irakar sögðu að nokkur
skjalanna væru eftirlitsnefndinni
óviðkomandi, nokkur hefðu aldrei
verið til og önnur eyðilagst eða
týnst.
Forystumenn 15 hreyfinga íra-
skra stjómarandstæðinga, sem
starfa í Bretlandi, komu saman í
breska utanríkisráðuneytinu í gær
og lofuðu að vinna saman að því að
steypa Saddam Hussein sem fyrst.
Hreyfingarnar hafa verið mjög
sundraðar og breska stjómin hvatti
þær til að leggja deilumálin til hliðar
og taka höndum saman í baráttunni
fyrir lýðræði í Irak.
Bresk og bandarísk stjómvöld
sögðu í vikunni sem leið að þau
myndu hefja samvinnu við íraska
stjórnarandstæðinga til að auka lík-
urnar á því að lýðræðisleg stjórn
kæmist til valda í Irak. „Við erum að
reyna að tryggja að til verðmamein-
að pólitískt afl, sem sýni að Irak geti
orðið opnai-a og lýðræðislegra land,“
sagði Derek Fatehett, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bretlands. „Ef og þeg-
ar stjórnarskipti verða í Irak væri
mjög gagnlegt að stjórnarandstöðu-
hreyfingarnar hefðu þá tekið hönd-
um saman til að afstýra stjórnleysi í
Bagdad.“
Nabil Mousawi, einn af forystu-
mönnum íraska þjóðarráðsins,
stærstu hreyfingar íraskra útlaga,
sagði að fundurinn hefði verið mjög
gagnlegur. “Við hlökkum allir til
þess að vinna saman," sagði hann og
bætti við að Fatehett hefði ekki lof-
að hreyfingunum fjármunum eða
vopnum. Bretar hafa sagt að slík að-
stoð komi ekki til greina að svo
stöddu.
Jakarta. Reuters.
B.J. Habibie, forseti Indónesíu,
hvatti í gær íbúa landsins til að sýna
stillingu eftir að a.m.k. 13 manns
féllu í átökum milli múslíma og kaþ-
ólikka í hverfi Kínverja í Jakarta á
sunnudag. Forsetinn kvaðst stað-
ráðinn í að hindra ólýðræðislegar
tilraunir til að knýja fram breyting-
ar í landinu.
Kveikt var í nokkrum byggingum
í Jakarta þegar múslímar frá Jövu
og kaþólikkar frá eyjunni Ambon
börðust í hverfi Kínverja í miðborg-
inni. íbúar hverfisins segja að hópar
glæpamanna frá Ambon hafi lengi
beitt kínverska kaupmenn í hverfinu
fjárkúgunum. Kínverjar eru mjög
öflugir í efnahagslífi Indónesíu og
hafa oft orðið fyrir árásum óeirða-
seggja úr röðum annarra íbúa.
Lík sjö þeirra, sem féllu í átökun-
um, fundust í rústum byggingar,
sem Ambon-menn höfðu notað sem
spilavíti. Þetta eru mannskæðustu
átök sem blossað hafa upp í hverfi
Kínverja í Jakarta frá því í maí þeg-
ar að minnsta kosti 1.200 manns
létu lífið í óeirðum í borginni. Fyrr í
mánuðinum féllu 15 manns í mót-
mælum indónesíski'a námsmanna.
Rakið til valdabaráttu
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
sögðu að átökin á sunnudag hefðu
verið skipulögð og fréttaskýrendur
telja að hópar indónesískra heldri-
manna hafi komið þeim af stað í því
skyni að styrkja stöðu sína í valda-
baráttunni í landinu eftir afsögn Su-
hartos, fyrrverandi forseta, í maí, en
hann hafði þá verið einráður í land-
inu í 32 ár.
Stjórn Indónesíu kvaðst í gær
ætla að skipa nýja nefnd til að rann-
saka auð Suhartos og varaði við þvi
að hann kynni að verða settur í
stofufangelsi ef hann reyndi að
hindra störf hennar. Fjölskylda Su-
hartos er talin hafa dregið sér and-
virði allt að 2,8 milljarða ki'óna.
Toyota Celica GT4 '95, 2000, 5
g., 2 d. Rauður. Ekinn 110 þús.
km. Verð kr. 2.490.000.
Hyundai H-1 Starex '98, 2500,
5 g., 4 d. Blágrár. Ekinn 14 þús.
km. Verð kr. 2.050.000.
Jeep Grand Cherokee Orvis
'95,5200 ss., 5 d. Grænn. Ekinn
107 þús. km. Verð kr. 3.380.000.
BMW 520i '95, 2000, ss., 4 d.
Svartur. Ekinn 80 þús. km.
Verð kr. 2.250.000.
Mazda 323F '97, 1500, 5 g„ 5
d. Rauður. Ekinn 67 þús. km.
Verð kr. 1.290.000.
Renauit Laguna RT '95,2000, 5
g. 5 d. Grænn. Ekinn 73 þús.
km. Verð kr. 1.280.000.
Hyunai Scoupe '94,1500, 5 g„
2 d. Rauður. Ekinn 39 þús. km.
Verð kr. 770.000.
Verð kr. 1.560.000.
BMW 518i '92, 1800, 5 g„ 4 d.
Blár. Ekinn 93 þús. km.
Verð kr. 1.470.000.
Volvo S40 '97, 2000, 5 g„ 4 d.
Blár. Ekinn 50 þús. km.
Verð kr. 1.890.000.
Hyundai Sonata V6 '97, 3000,
ss„ 4 d. Grár. Ekinn 27 þús. km.
Verð kr. 1.730.000.
Toyota Carina GCi '93, 2000
ss„ 4 d. Grænn. Ekinn 152 þús
km. Verð kr. 860.000.
V/SA
Ford Escort STW '96, 1600, 5
g„ 5 d. V.rauður. Ekinn 38 þús.
km. Verð kr. 1.130.000.
Renault 19 RT '96,1400, 5 g„ 4
d. Rauður. Ekinn 44 þús. km.
Verð kr. 930.000.
Daihatsu Charade '98,1500, 5
g„ 4 d. L.grár. Ekinn 16 þús. km.
Verð kr. 1.190.000.
Hyundai Accent '96,1300, 5 g„
4 d. Grár. Ekinn 19 þús. km.
Verð kr. 890.000.
Hyundai H-100 '94,2400, 5g„ 4
d. Blár. Ekinn 59 þús. km.
Verð kr. 920.000.
Renault Nevada '93, 2200,5 g„
5 d. Grár. Ekinn 127 þús. km.
Bílalán til allt að
60 mánaða.
Visa-Euro-raðgreiðslur
til allt að 36 mánaða.
Land Rover Discovery X5 '97,
ss„ 5 d. D.grænn. Ekinn 57 þús.
km. Verð kr. 2.890.000.
Range Rover Vouge '87, 3500
ss. 5 d. Grár. Ekinn 180 þús.
Verð kr. 990.000.
Range Rover 2,5 DT '97, 2500,
ss„ 5 d. Grænn. Ekinn 39 þús.
km. Verð kr. 4.350.000 þús.
Ford Transit (diesel) '98,2500, 5
g„ 6 d. Rauður. Ekinn 54 þús.
km. Verð kr. 1.950.000.
B&L notaðir bílar • Suðurlandsbraut 12 • Sími: 575 1200 • Beinn simi: 575 1230