Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 27

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 27 ERLENT Reuters JIANG Zemin, forseti Kína, og Borís Jeltsín Rússlandsforseti á fundi þeirra á sjúkrahúsi í Moskvu í gær. Forseti Kina ræðir við Borís Jeltsín Leiðtogafund- ur á sjúkrahúsi Moskvu. Reuters. Fulltrúar Clintons vilja málamiðlun JIANG Zemin, forseti Kína, ræddi í gær við Borís Jeltsín á sjúkrahúsi í Moskvu þar sem rússneski forsetinn er að ná sér af lungnabólgu. Mun þetta vera fyrsti leiðtogafundurinn sem haldinn er á sjúkrahúsi. Embættismenn í Kreml reyndu að gera sem minnst úr veikindum Jeltsíns og sögðu að viðræður leið- toganna hefðu gengið eftir áætlun þótt fundarstaðurinn hefði verið óvenjulegur. Rússneskar sjónvarps- stöðvar sýndu myndir af fundinum þar sem Jeltsín sást standa og heilsa kínverska forsetanum innilega, en ekkert hljóð fylgdi myndunum og fréttamenn fengu ekki að vera á staðnum. Fundinum var lýst sem fyrsta „bindislausa" leiðtogafundi fjöl- mennasta ríkis heims og hins víð- feðmasta. Jiang, sem er 72 ára og fimm árum eldri en Jeltsín, hló þeg- ar hann var spurður um heilsu rúss- neska forsetans. „Allt er í himna- lagi,“ sagði Jiang á rússnesku, en hann lærði málið á sjötta áratugnum þegar hann stundaði nám í Moskvu og vann um tíma í bílaverksmiðju. Jeltsín og Jiang ræddu aukin sam- skipti ríkjanna og ýmis alþjóðamál og gáfu út tvær yfirlýsingar eftir fundinn. Önnur þeirra var með yfir- ski'iftinni „tengsl Rússlands og Kína á þröskuldi 21. aldarinnar“ og í hinni var því fagnað að náðst hefur sam- komulag um afmörkun landamæra ríkjanna. Jeltsín og Jiang bundu enda á deilur um framkvæmd iandamærasamnings ríkjanna frá 1991 sem blossuðu upp á leiðtoga- fundi í Peking fyrir ári. Landamæra- deilur ríkjanna leiddu til átaka á sjö- unda áratugnum. FULLTRÚAR Hvíta hússins eða Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, gáfu til kynna um helgina, að þeir væru til viðræðu um „eðlilega og sanngjarna málamiðlun" milli þings og forseta í því skyni að binda enda á Clinton-málin á þingi. Er þá í raun átt við, að þingið samþykki vít- ur á Clinton en faili frá tilraunum til að koma honum frá. Það var Gregory Craig, sérstakur ráðgjafi Hvíta hússins, sem kom þessu á framfæri og eru orð hans þeim mun mikilvægari fyrir það, að nú þegar Kenneth Starr er búinn að koma fyrir dómsmálanefndina er ekkert í veginum fyrir því að full- trúadeildin taki sína ákvörðun í mál- inu. „Forsetinn hefur sagt og ég ítreka það, að við erum hlynntii’ sann- gjarnri tillögu, sem getur bundið enda á þessi mál,“ sagði Craig í við- tali við NBC-sjónvarpsstöðina. Vítur eða ákæra? Bob Livingston, væntanlegur for- seti fulltrúadeildarinnar og þar með leiðtogi repúblikana, sagði í viðtali við sömu stöð, að hann útilokaði ekki, að forsetinn yi’ði víttur en ákvæði fulltrúadeildin að ákæra hann, þá væri eðlilegra að ræða um einhverja máiamiðlun þegar málið væri komið fyrir öldungadeildina. Talið er útilokað, að málshöfðun verði samþykkt þar því að þar þarf þrjá fjórðu þingmanna til. Fastlega er búist við, að meirihluti repúblikana í dómsmálanefndinni samþykki, að höfðað verði mál á hendur Clinton og er gert ráð fyrir, Hugsanlegt að allt að 20 repúblikan- ar greiði atkvæði gegn málshöfðun að atkvæðagreiðsla um það verði 7. desember nk. Hitt er svo meira efa- mál, að tillaga um málshöfðun verði samþykkt í fulltrúadeildinni með það í huga, að þar hafa nú repúblikanar aðeins sex sæta meirihluta og kjós- endur almennt vilja ekki, að Clinton verði komið frá. Vilja ekki að Clinton sleppi alveg Til þessa hafa sex repúblikanar í fulltniadeildinni lýst yfir, að þeir muni greiða atkvæði gegn málshöfð- un gegn Clinton og Christopher Shays, þingmaður fyrir Connecticut, segist telja, að þeir verði um 20. Það væri nóg til að fella tilllögu um máls- höfðun þótt vitað sé, að nokkrir demókratar hyggist styðja hana. Margir demókratar vilja, að Clint- on verði hegnt með einhverjum hætti fyrir að hafa ekki sagt satt um samband sitt við Monicu Lewinsky og þeir leggja mikla áherslu á, að repúblikanar fallist á einhverja málamiðlun. Segja þeir, að geri þeir það ekki, þá geti þeir ekki kennt neinum um nema sjálfum sér ef Clinton sleppur refsingai-laust frá öllu saman. Sumir þeirra repúblikana, sem eru andvígir málshöfðun gegn Clinton, hafa líka efasemdir um einhvers kon- ar vítur. Benda þeir á, að á um þær sé ekkert kveðið í stjórnarskránni og auk þess gætu þær orðið að hættu- legu fordæmi. Þær gætu orðið að eins konar vopni, sem þingið notaði síðar til að tugta til forsetana. DUGMIKIL FJÖLSKYLDA, TÆKNILEGA SINNUÐ £FÞÚ VILTHALDA SENDINGARKOSTNAÐI ÍALGJÖRU LÁGMARKI Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 22.31 lkr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Utborgun 188.554 kr. 12.129 kr. á mánuSi ftekctrarleiga er miöuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 60 mánuði og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fœr hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Ármúli 13 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220 HYUnDRI Minolta f jölskyldan er stór fjölskylda og annálaðir dugnaðarforkar MINOLTA FAXTÆKI 3 tegundir faxtækja, öll tölvutengjanleg. Allt í senn; prentari, skanni, fax og Ijósritunarvél. MINOLTA LASERPRENTARAR 4 tegundir laserprentara, bæði fyrir svart/hvítt og lit. MINOLTA UÓSRITUNARVÉLAR. Hraði frá 15 upp í 80 eintök pr. mín. Bæði fyrir svart/hvítt og lit. Líttu við í nýrri verslun og heilsaðu upp á einstæða fjölskyldu. MINOLTA SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN ____KJARAN_______ TÆKNIBÚNAÐUR SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5500 FAX 510 5509

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.