Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 33

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 33 Hamingjuóskir Reutei*s Brosað í Bilbao KtM.IST Langho I tski rkja KÓRTÓNLEIKAR í tilefni sextugsafmælis Þorkels Sig- urbjörnssonar flutti Kór Langholts- kirkju og Gradualekórinn kirkjuleg kórverk eftir afmælisbarnið. Einsöngvari var Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir en stjórnandi Jón Stefáns- son. Laugardagurinn 21. nóvember, 1998. ÞORKELL Sigurbjörnsson er einn af afkastamestu tónskáldum okkar íslendinga og í gerð kirkju- legra tónverka hefur hann lagt með sér digran sjóð. Starf kóra í tón- leikahaldi og við kirkjulegar athafn- ir er drjúgur hluti af daglegri tón- listarumsýslan fólks og því er Þor- kell líklega kunnastur fyrir kórverk sín, sem mörg hafa þá hljóman í sér að þau verða aldrei of oft kveðin. Tónleikarnir í Langholtskirkju voru rammaðir inn með fjórum kunnustu kórverkum Þorkels, er hófust á sálmalögunun Heyr himna- smiður við kvæði Kolbeins Tuma- sonar og Til þín Drottinn við ljóð Páls V.G. Kolka, lög sem réttnefnd eru perlur og voru mjög vel flutt af báðum kórunum. Tónleikunum lauk svo með tveimur kórverkum af stærri gerðinni, Davíðssálmi nr. 92 og Hósíanna. I þessum verkum er tónvinnan óhefðbundnari en í sálmalögunum og hafa frá því þau voru frumflutt 1978 verið meðal vinsælustu kirkjuverka Þorkels og sérstaklega þó Hósíanna. Bæði verkin voru mjög vel flutt en í Dav- íðssálminum áttu Eiríkur Hreinn Helgason, Halldór Torfason og Jón Helgi Þórarinsson ágætlega sungn- ar smástrófur og Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng hásópranröddina í Hósíanna. Kór Langholtskirkju flutti fyrir hlé Englar hæstir, innilegt og ein- falt sálmalag við texta eftir Matt- hías Jochumsson, tvö lög, sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng með kórnum, Faðir vor, þín eilíf elska vakir við Ijóð Sigurbjörns Einars- sonar og Maríukvæði við texta Matthíasar. Yngsta tónverkið á tón- leikunum var Andi Guðs sveif áður fyrr við orð Valdimars Briem og var TONLIST Tjarnarbfö SÖNGTÓNLEIKAR Tjarnarkvartettinn flutti íslenska tónlist. Laugardag kl. 16. ÍSLENSK tónlist þrífst á þvi að eiga gott tónlistarfólk. Og í engri grein tónlistarinnar hefur verið jafn mikil gróska og í kórsöng og sam- söng hvers konar. Vart eru haldnir þeir kórtónleikar að ekki séu frum- flutt ný kórlög. Tónleikar Tjarnar- kvartettsins í Tjarnarbíói á laugar- daginn voru engin undantekning þar á, síður en svo. Þar var allt nýtt! Ný 'lög, og nýjar útsetningar á kunnum lögum og gömlum þjóðlög- um. Islensk tónlist þrífst á því að eiga gott tónlistarfólk; það sannaðist hér enn einu sinni. Það var frábært að heyra hve mikið er til af góðri nýrri tónlist fyrir fjög- urra radda sönghópa og kóra. Tjarnarkvartettinn, skipaður Rósu Kristínu Baldursdóttur sópr- an, Kristjönu Arngi'ímsdóttur alt, Hjörleifi Hjai’tarsyni tenór og Kristjáni Hjartarsyni bassa, hefur nú um nokkurra ára skeið ótvírætt verið fremstur í flokki íslenskra sönghópa, og uppistaðan í efnisskrá hans æviniega verið íslensk tónlist. Raddirnar fjórar eru mjög ólíkar, en falla ákaflega vel saman. Skóluð rödd Rósu Kristinar trónar tær og hrein á toppnum, lyftir samhljómn- um og gefur honum fyllingu; hin hlýja og fagra rödd Kristjönu og björt og músíkölsk rödd Hjörleifs samið á þessu ári fyrir Kór Lang- holtskirkju og tvö síðustu lögin fyrir hlé voru Davíðssálmur nr. 117 og Lofsöngur engla við biblíutexta, Lúkas 2,14. í heild var flutningur- inn sérlega áhrifamikill, sérstaklega í tveimur síðustu verkunum, sem eru töluvert ki’efjandi í söng. Efth’ hlé söng Gradualekórinn fjögur verk, Hvað flýgur mér í hjarta blítt og Immanúel oss í nátt, sem bæði eru úr Hymnodia Sacra og Einn Guð í hæðinni, sérkennilegt þjóðlag, er Ingunn Bjarnadóttir bjargaði frá gleymsku. Gradu- alekórinn lauk flutningi sínum með Te Deum rið fornan bænatexta í þýðingu Sigurbjörns Einarssonar og söng Regína Unnur Olafsdótth’ einsöng en undirleikari á hörpu var Monica Abendroth. Flutningurinn var í heild mjög góður og svo var einnig um áframhaldið en þá tók við Kór Langholtskirkju og flutti þrjú nýleg verk, tvö þau fyrri við ljóð Sigurbjörns Einarssonar, Hér legg- ur skip að landi (1994), sérlega hugnæmt lag, og Hvítasunna (1997) en þriðja verkið var Stælið, frá 1990, við biblíutexta (Jesaja 35, 3-6). Saman sungu kórarnir Nú hverf- ur sól í haf, og tónleikunum lauk, svo sem tilgreint var iyrr, með Dav- íðssálmi nr. 92 og því fræga Hósíanna. Þrátt fyrir nokkurn stílmun á þeim tónverkum sem flutt voru, eru verkin samt ótrúlega sam- stæð en eins og oft vill verða, eru „litlu" lögin ef til vill þau sem af- hjúpa mest og í mörgum þeirra er að finna þann sérstæða innileika, sem hver hlustandi vill geyma með sér. Þar er að finna lög eins og Heyr himnasmiður, Til þín Drott- inn, Englar hæstir, og lag sem und- irritaður heyrði í fyrsta sinn, Hér leggur skip að landi, er hefur í sér þá snertifleti tilfínninga, sem ekki verða skilgreindir. Með hamingjuóskum til Þorkels fylgir þökk til Kórs Langholts- kirkju, Gradualekórsins, ein- söngvara, samleikara og stjórnanda fyrir frábæran flutning og að halda uppi merkjum íslenski’ar tónlistar, með því að rifja upp hluta af því sem Þorkell Sigurbjörnsson hefur gefið okkur Islendingum til eignar um ókomin ár. eru óbrigðular í innviðum tónlistar- innar, og á botninum situr falleg rödd Kristjáns, sem sannarlega mætti fá fleiri tækifæri í samsöngn- um til að láta ljós sitt skína. Sam- hijómur kvartettsins er góður og vel samstilltur, og þar skiptir áralöng samæfmg mestu. Ef eitt- hvað ætti að tína til í söng hópsins til að finna að, - þá mætti að ósekju víkka enn meira litróf blæbrigða og styrks í söngnum. Styrkur hópsins felst hins vegar í þeirri miklu söng- gleði sem af honum stafar og ein- lægi’i og innilegri túlkun tónlistar- innar. Hirðskáld Tjarnarkvartettsins um þessar mundir er Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, og átti hann flest lögin á efnisskránni, bæði frumsam- in, útsetningar á þjóðiögum, og einnig útsetningar á lögum annarra tónskálda. Lög Hróðmars, Fegin í fangi mínu og La belle við ijóð Jónasar Hallgi’ímssonar og Vöggu- vísa við ljóð Jóhanns Jónssonar, og þjóðlagaútsetningarnar 0 jómfrú fln og Ekkillinn frá Alfahamri stað- festa að Hróðmar er í röð okkar fremstu kórtónskálda, og útsetning- ar hans á hrífandi lögum Heimis BANDARÍSKI popplistamaðurinn Robert Rauschenberg stendur glaðbeittur við eitt verka sinna, upplýst reiðhjól, í Guggenheimsafn- MENNINGARSAMTÖK Norð- lendinga - MENOR - hafa ákveðið að efna til samkeppni í ritun einþáttunga í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Keppnin er öllum opin, og er skilafrestur handrita til 1. október 1999. Hámarkslengd handrita skal vera sem svarar 1 klst. í flutningi. Handritin skulu merkt dulnefni, en með skal fylgja nafn höfundar og heimil- isfang í lokuðu umslagi. Hand- ritin skulu merkt MENOR, en send til Leikfélags Akureyrar, Hafnarstræti 57, Akureyri. Dómnefnd keppninnar verður skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af MENOR, einum frá Leikfélagi Akureyrar og ein- um tilnefndum af Bandalagi ís- lenskra leikfélaga. Vegleg pen- ingaverðlaun verða í boði fyrir þrjú bestu handritin. Sindrasonar Hjarta mitt og Þótt form þín hjúpi graflín við ljóð Hall- dórs Laxness og Eftir barn við ljóð Friðriks Guðna Þórleifssonar eru virkilega fínar. Söngur Kristjönu í Vögguvísunni var heillandi í bíandi kyrrð sinni. Tvö lög eftir Ti-yggva M. Baldvinsson, Ektamakinn elsku- legi við ijóð Hallgríms Péturssonar og Rrummi við ljóð Davíðs Stefáns- sonar, eru líka til vitnis um að mik- ils sé af Tryggva að vænta á þessu sviði í framtíðinni. Útsetningar Elíasar Davíðssonar á lögum Sig- fúsar Halldórssonar I gi-ænum mó, og lagi Jóns Múla Árnasonar eru fyrir virtúósa að syngja, og söng Tjarnarkvartettinn þau með mikl- um glæsibrag, einkum lagið um Reykjavíkurfrökenina þar sem allt var lagt í sölurnar í aldeilis frábær- um flutningi með miklum húmor og gleði. Lag og ljóð Ríkarðar Ai-nar Pálssonar Delg Jó Dárni var sömu- leiðis sungið af mikilli gleði og inn- lifun. Tvö lög Atla Heimis Sveins- sonar, íslands minni við ljóð Jónas- ar Hallgrímssonar og Idyll við hug- ljúft ljóð Halldórs Blöndal, voru feikna vel sungin, það var hreinlega sem brysti á með indælu sólskini og inu í Bilbao. Þar var á dögunum opnuð yfirlitssýning á um 300 verk- um Rauschenbergs og stendur hún fram í mars á næsta ári. Ráðgert er að leikfélög á Norðurlandi taki verð- launaþætti (og e.t.v. fleiri) til sýninga á árinu 2000 eða síðar. Einnig er áformað að tengja keppnina sérstaklega kristnitökuafmælinu árið 2000, á þann veg að efni, sem kynni að berast og tengdist á ein- hvern máta atburðum kristnitökunnar eða öðrum í kirkjusögu Islands, mætti nota til flutnings á kristnihátíðum á Norðurlandi eða annars staðar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar sam- keppni á Norðurlandi, en MEN- OR og dagblaðið Dagur hafa staðið fyrir samkeppni í ritun smásagna og ljóðagerð frá árinu 1989. Nánari upplýsingar um tilhög- un einþáttungskeppninnar veitir Þráinn Karlsson. flugnasuði í rómantískri náttúru- stemmningu samgönguráðherrans og Atla Heimis. Alan eftir Hiimar Oddsson er mikil söngdrápa í fínni útsetningu Hróðmars og fór Tjarn- arkvartettinn prýðilega með þetta vinsæla lag. Lag Sigvalda Kaldalóns Kata litla í koti í útsetn- ingu Hildigunnar Rúnarsdóttur hef- ur ekki verið sungið með jafnmikilli kátínu síðan kvennadeild Sunnu- kórsins söng það hér um árið og lag Gunnars Reynis Sveinssonar, Mað- ur hefur nú í útsetningu Sigurðai’ Haildórssonar, var sungið með sama innileika og annað á þessum ágætu tónleikum. Tvö lög eftir „sveitakonur" eins og sagt var í kynningu voru síðust á efnis- skránni, Amma kvað, eftir Sigríði Hafstað í útsetningu Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar og Sofðu svanur á heiði eftir Ingibjörgu Bergþórsdóttur í útsetningu Þor- kels Sigurbjörnssonar. Þetta voru falleg lög og vel sungin, og vekja spurningar um hvort þessar konur eigi ekki fleiri slík í handraðanum sem ástæða væri til að leyfa okkur hinum að heyra. Tónleikar Tjarnarkvartettsins í Tjarnarbíói voru eiginlega söng- skemmtun, eins og þær gerðust bestar hér áður fyrr. Það var mikil stemmning í salnum og auðheyi’t að viðstaddir undu söngnum vel. Það ánægjulegasta var að heyra að hér hafa góðir tónlistarmenn orðið hvati þess að ný tónlist hefur orðið til. Ný og góð tónlist mun á móti efla þessa tónlistarmenn og alla þá aðra sem langar að spreyta sig. Bergþóra Jónsdóttir Borgarleikhúsið Leiklestur sígildra ljóðleikja LEIKFÉLAG Reykjavíkur hyggst standa að leiklestra- syrpu nú í vetur: Leiklestur sí- gildra ljóðleikja í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Ofjarlinn eftir Frakkann Pi- erre Comeille; Lífið er draumur eftir Spánverjann Don Pedró Calderón de la Barca; Kóríólanus eftir Englendinginn William Shakespeare og Hyppólítos eftir Grikkjann Evr- ípídes. Fyrsti lestur verður á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld, þriðju- dag kl. 20: Lífið er draumur, (La vida es sueno), eftir Don Pedro Calderón de la Barca (1600-1681). Þátttakendur eru Ámi Pétur Guðjónsson, Halldór Gylfason, Hjalti Rögnvaldsson, Jón Hjartar- son, Kristján Franklín Magnús, Rósa Guðný Þórsdóttir, Valgerður Dan, Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Ekkert þessara sígildu ieikrita hefur verið flutt áður á íslensku og era þau öll í bundnu máli. Leiklestrunum er ætlað að vera kynning á þessum stórskáldum, en mörg verka þeirra hafa komið út undanfarin ár á íslensku. Calderón de la Barca (1600-1681) var eitt höfuðskálda Spánverja á 17. öld. Hann skrifaði yfir 400 verk, þar af eru 108 gam- anleikir þekktir, og 73 trúarlegir hátíðaleikir auk harmleikja og sögulegra leikverka. Van Gogh- verk á fimm milljarða kr. New York. Reuters. SJÁLFSMYND eftir hol- lenska listamanninn Vincent van Gogh seldist fyrir helgi á rúmlega 70 milljónir dala, sem svarar til um 4,99 milij- arða ís- lenskra króna á upp- boði hjá Christie’s. Er þetta þriðja hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir listaverk á uppboði. Van Gogh málaði mjmdina árið 1889 og nefnist hún „Portrait de l’artiste sans bar- be“ (mynd af listamanninum skegglausum) og var hún met- in á um 20-25 milljónir dala, um 1,4-1,75 milljarða ísl. kr. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir mynd eftir van Gogh var fyrir andlitsmynd af dr. Gachet, sem seldist á 82,5 milljónir dala, um 5,77 millj- arða ísl. kr. á uppboði fyrir átta árum. Myndin sem seld var fyrir helgi var ein af síðustu sjálfsmyndum hans sem enn voru í einkaeigu. Van Gogh málaði myndina í afmælisgjöf handa móður sinni, ári áður en hann lést. Er hún talin síðasta sjálfsmynd hans. Áður en van Gogh málaði myndina rakaði hann sig því hann taldi að þá myndi hann virðast unglegur og heilsu- hraustur og var verkinu ætlað að róa móður hans sem hafði miklar áhyggjur af syninum. Jón Ásgeirsson Ný og góð tónlist Samkeppni í gerð einþáttunga Calderón de la Barca.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.