Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 41

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 4 J AÐSENPAR GREINAR Gagnagrunns- frumvarpið að sökkva í höfninni HÖGNI Óskarsson skrifar grein í Morgun- blaðið 14. nóvember og segir gagnagrunnsmál- ið í höfn. Hann er sífellt að reyna að telja mönn- um trú um að sátt sé að verða eða hafi orðið um málið. En staðreyndin er sú að fieyið „gagna- gi’unnsmál" er hriplekt og botntappinn er laus. Best er að draga hróið út í hafsauga og sökkva því þar. Annars eyði- leggur það höfnina. Högni um fasisma Högni Óskarsson hef- ur endaskipti á hlutunum í grein sinni. Erlendir aðilar hafa lýst því yíir að samþykki Alþingi frumvarp um miðlægan gagnagrunn séu mannréttindi fótum troðin á Islandi. Þessir aðilar munu ekki sætta sig við mannréttindabrot og eru því reiðubúnir að rétta mannverndar- sinnum á íslandi hjálparhönd. Þetta kallar Högni fasisma. Hann skilur ekki hvað fasismi er. Fyrir nokkrum vikum voru Slobodan Milosevic og fantar hans að fremja mannréttindabrot og þjóðarmorð í Kosovo. Vesturlönd, með Bill Clinton og Bandaríkin í Grundvallarhugmynd frumvarpsins er röng, -------------------------- segir Einar Arnason, það er ekki hægt að lagfæra það. fararbroddi, söfnuðu saman her og sendu þau skilaboð til Slobba að hypja sig á brott. Það gerði hann með skottið á milli fótanna. A þenn- an hátt réttu vesturlandabúar mannvemdarsinnum í Kosovo hjálparhönd. Með röksemdafærslu Högna eru vesturlandabúar, íslend- ingar meðtaldir, fasistar. Nei, þessu er að sjálfsögðu öfugt farið, Slobbi, Karadjic og það hyski eru fasistar. Upplýst eða ætlað samþykki I gagnagrunnsmálinu er krafan um upplýst samþykki lykilatriði. Upplýst samþykki merkir að vænt- anlegur þátttakandi er fræddur um þá rannsókn sem gera skal. Hann er fræddur um markmið rannsókn- arinnar, um áhættu og ávinning, um rétt sinn til að vita niðurstöður rannsóknarinnar, og um rétt sinn til að hætta þátttöku hvenær sem er án þess að það hafi áhrif á samband hans við rannsakanda. Upplýst samþykki byggir á þessu og tekur einungis til ákveðins, afmarkaðs verkefnis. Upplýst samþykki má aldrei verða undirritaður blankur tékki. „Ætlað samþykki nægir,“ segir Högni Óskarsson í fyrrnefndri grein í Morgunblaðinu. Með þessu er verið að halda því fram að ekki þurfi að fræða menn um hvað standi til, að ekki þurfí að spyrja einstak- linginn heldur megi ráðskast með hann að vild. Það er verið að halda því fram að fólk muni bara sam- þykkja ef það væi'i spurt. Það jafn- gildir því að segja að fólk muni bara borga tékkann sama hvaða upphæð er sett á hann. Nei, hinn almenni maður er enginn asni. Að lögleiða ætlað samþykki er að misnota þann velvilja sem nú ríkir í garð vísinda- rannsókna. Hugtakið um ætlað samþykki er friðþæging þeirra sem ekki vilja virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Dulkóðinn heilög kýr Grundvallarspurning er: Hvað á að gera við upplýsingar sem aflað er? Með samkeyrslu heilsufarsupplýsinga sem og erfða- og ætt- arupplýsinga í miðlæg- um gagnagrunni verða til upplýsingar um áhættuþætti hinna dulkóðuðu einstak- Hnga. Ur þeim upplýs- ingum er ætlunin að skapa fjárhagsleg verðmæti með mark- aðssetningu þeirra. En á sama tíma mun rekstrarleyfishafí sitja uppi með upplýsingar um áhættuþætti þús- unda Islendinga án þess að aðvara ein- staklinginn og lækni hans og lögin mundu banna að farið yrði til baka, þau mundu banna að dulkóðinn yrði „brotinn". Með siðferðilegum rétti og skv. gildandi lögum fær einstak- lingurinn að sjá einstakar sjúkra- skýrslur um sig. Einstaklingur knýr dyra hjá dulkóðunarstofnun með upplýsingalögin í höndum og vill fá að vita hvað samkeyrslur á heilsu- farsgögnun um hann hafi leitt í ljós. Verður honum neitað um þær upp- lýsingar? Ef það gerist er dulkóðinn orðinn heilög kýr en einstaklingur- inn að baki látinn afskiptalaus. Innanhúss-siðanefnd! Rannsóknir á mönnum fást ekki birtar í viðurkenndum vísindaritum nema vísindasiðanefnd hafi fyrir- fram gefið samþykki sitt fyrir rann- sóknunum. Gagnagrunnsfrumvarp- ið sniðgengur þessar kröfur um vís- indasiðfræðilegt mat. Þessvegna munu niðurstöður rannsókna sem unnar ei-u í gagnagrunninum ekki fást birtar (nema ef til vill í þriðja flokks tímaritum). Loksins örlar iyrir skilningi á þessu hjá áhang- endum gagnagrunnsfrumvarpsins sem hafa lagt fyrir Heilbrigðisnefnd Alþingis að sett verði upp innan- húss siðanefnd hjá rekstrarleyfis- hafa. Vísindasiðanefndir eiga að vera óháðar þeim sem sækja til þeirra. Þetta kemur skýrt fram í lögum um réttindi sjúklinga og Evrópu- og al- þjóðasamþykktum, sem tekið er mið af í þeim lögum. I 2. tölulið Helsinki-yfirlýsingar Alþjóðafélags lækna er þannig skýrt kveðið á um óháða nefnd: „Nefndin skal vera óháð rannsóknaraðilanum og þeim sem kostar rannsóknina." Enn- fremur: „Þegar læknir birtir niður- stöður rannsókna sinna er hann skyldur að standa vörð um ná- kvæmni þeirra. Skýrslur um til- raunir sem ekki eru í samræmi við grunnatriði þessarar yfirlýsingar ætti ekki að samþykkja til birting- ar.“ Innanhússnefnd verður aldrei þoluð af alþjóðasamfélagi lækna og vísindamanna, því hún fer í bága við Helsinki-yfirlýsinguna. Næg rök til að draga frumvarpið til baka Fyrir heilbrigðisnefnd Alþingis hafa nú verið lögð næg rök til að sýna að frumvarpið stenst ekki. Hér voru færð fram lítil brot þeiira raka. Grundvallarhugmynd frum- varpsins er röng, það er ekki hægt að lagfæra það. Nú þarf pólitíkus með vit og dug og þor til að taka frumvarpið út af borðinu og hreinsa andrúmsloftið. Með hækkandi sól á góunni setjast menn niður og ræða og leysa málin og byggja upp lýð- ræðislegt og opið rannsóknarum- hverfi, grundvallað á hágæða og dreifðum gagnagrunnum, sem er landi og þjóð til sóma innanlands sem utan. Höfundur er prófessor í þróunar- fræði og stofnerfðafræði við Háskóla Islands og situr i Vísindasiðanefnd. Einar Arnason Miðvikudaginn 25. nóv. kl. 20:30 Laugardalshöll í Reykjavík Fopsala aðgöngumiða í verslunum 10/11 Landsliðsmenn tiita opp fyrin leikinn í Breiðholtsútibúi Landsbankans á mánudaginn og í aðalútibúinu Austurstræti á þriðjudaginn milli klukkan 15.00 og 16.00 báða dagana og gefa eiginhandaráritanir, handboltareglur og „klapptæki”. Fálagar í Vörðunni, Námunnl ig Genglnu lá helmings nfslátl. Sparlklúbbstéiagar 1á Irítt Inn á leiklnn. Fréttir á Netinu vfpmbl.is -ALLTAF e/TTHVAO NYTT j*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.