Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 54

Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 V---------------------- ------- SKAUU^HÖLUN REYKJAVIK HESTAR Hestamannafélag stofnað í Vestmannaeyjum Veturinn 1998-’99 OPNUNARTÍMAR Skólar og sérhópar Opið fró mánud. lil föstud. kl. 10:00-15:00 Almenningur og hópar Mánudaga kl. 12:00-15:00 Þriðjudaga kl. 12:00-15:00 Míðvikud. og fimmtud. kl. 12:00-15:00 ogkl. 17:00-19:30 Föstudaga kl. 13:00-23:00 Laugardaga kl. 13:00-18:00 (Kvölddagskrá auglýst sér) Sunnudaga kl.l 3:00-18:00 Útleiga ó laugardagskvöldum r/f VÖRURMEÐ ÞESSU MERKI MENGAMINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ HOLLUSTUVERND RÍKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvemd ríksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is W/ MDDNAM hefst í janúar 1999. Nuddnámið tekur eitt og hálft ár. Utskriftarheiti er nuddfræðingur. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga. Upplýsingar í síma 567 8921 eða á Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík alla virka daga kl. 13-17. Hægt er að sækja um í síma, á staðnum eða fá sent umsóknareyðublað. Nuddskóli Guðmundar Veður og færð á Netinu ý§> mbl.is -/KLUr/\f= e/T-TH\SA£/ NÝTT Fjölbreyttir útreiðamöguleikar koma aðkomumönnum á óvart MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson GÁSKAFÉLAGARNIR Valur Örn Gíslason og Elka Guðmundsdóttir fylgdust grannt með því sem fram fór á ársþingi LH á Akureyri í haust og mæta væntanlega að ári sem fullgildir fulltrúar. Eyjamenn hafa allt fram á þennan dag ver- ið miklir íþróttagarpar og ekki verið í rónni fyrr en þeir komast í röð þeirra bestu í hverri grein. Nýlega bættist hestamennskan í hóp þeirra íþrótta- greina sem þar er hægt að stunda. Eyjamenn mættu á ársþing hesta- manna og fræddist Valdimar Krístinsson hjá fulltrúum þeirra um stöðu hestamennsk- unnar í Eyjum. VAXTARBRODDUR er í hesta- mennskunni í Vestamannaeyjum um þessar mundir. Eyjamenn stofnuðu hestamannafélag í september þar sem stofnfélagar voru um 40. Kosið var um nafn á félagið og varð fyrir valinu nafnið Gáski. Áður mynduðu hestamenn í Eyjum eina deild innan hestamannafélagsins Geysis í Rang- árvallasýslu. Tveir fulltrúar Gáska mættu í haust á ársþing Landsam- bands hestamannafélaga á Akureyri sem áheymarfulltrúar en á næsta ári verður Gáski fullgildur aðili að samtökunum. í vor mun félagið fá inngöngu í íþróttabandalag Vest- mannaeyja og verður þar með orðið aðili að LH og ISI. Það voru Gáska- félagamir þau Valur Öm Gíslason og Elka Guðmundsdóttir sem sátu þingið og fræddu þau blaðamann lít- illega um hestamennskuna í Eyjum. Valur og Elka sögðu að hross í eigu Eyjamanna væm á milli 40 og 50 og væru þau höfð í Eyjum allt ár- ið nema þegar skroppið er í ferðalög á meginlandið. Ennþá væri næg beit fyrir hrossin en ljóst væri að ef þeim fjölgaði mikið yrði að senda hross í haustbeit upp á land. Valur benti á að vissulega mætti skipuleggja beit- ina betur en gert værí nú og með því að auka beitarafköstin væri hugsan- lega rými fyrir fleiri hross. Hesthúsahverfi og reiðvegir Eins og næm má geta er starfs- vettvangur Gáska eins og óplægður akur og sögðu þau Elka og Valur að nú vantaði feiri hesthús og einnig þyrfti að huga að reiðvegagerð. Unn- ið væri að skipulagningu hesthúsa- hverfís og reiðvega hjá bæjartækni- fræðingi. Valur sagði að viðhorfið hjá bæjai’yfírvöldum væri orðið mjög já- kvætt gagnvart hestamennskunni og með réttu hægt að segja að þar hafí verið um algjöra kúvendingu að ræða eftir að menn fóm að kynnast hestamennskunni betur og skilja hvað um væri að ræða. Þegar þau voru spurð hvort hægt væri að stunda einhverjar útreiðar að gagni sögðu þau lítið mál að fara í dagsferð um Heimaey án þess að fara sömu leiðir og Valur skaut inn í að lítið mál væri að þreyta hvaða hest sem væri í Eyjum, svo miklh- væru möguleikarnir til útreiða. Hestamenn sem komið hafa til Eyja hafa heillast af þeim reiðleiðum sem þar bjóðast og eru yfírleitt undrandi á því hversu möguleikarnir eru fjöl- breyttir. Þá sagði Elka að ekki haml- aði snjórinn útreiðum því þá sjaldan sem hann festi stæði hann stutt við. Á sumrin fara menn gjarnan með hrossin upp á land með Herjólfi og er farið í ferðalög á hrossunum. Þá kom hópur hestamanna frá Selfossi í fyirasumar með hross til Eyja og reið út eina helgi og fyrir nokkrum árum komu unglingar úr Herði í Kjósarsýslu með flokk hesta og voru með sýningu sem þau höfðu verið með í Reiðhöllinni og víðar. Breytt viðhorf til hestamennskunnar Um viðhorfið til hestamennskunn- ar í Eyjum sögðu þau að vissulega sýndist sitt hverjum, gagnrýnisradd- irnar byggðust yfirleitt á þekkingar- leysi. En þó hefði þetta breyst mikið síðustu tvö árin og almennt væri fólk orðið jákvætt gagnvart hesta- mennskunni. En neikvæðnisrómur- inn væri oft háværastur og þar af leiðandi mest áberandi. Helst er það að talið er að hætta á ofbeit fylgi hestamennskunni. Rollukarlai'nir eru frekar neikvæðir í garð hesta- mennskunnar en sumir þeirra eru þó farnir að spá í að fá sér hesta, sagði Valur. Fólkið er mjög forvitið um hestana og finna þau Valur og Elka glöggt að þeir vekja talsverðan áhuga. Þau kváðust bjartsýn á að hestamennskan ætti eftir að vaxa og dafna I Eyjum á næstu árum og myndi án efa auðga enn frekar ann- ars fjölbreytt mannlífið þar. Verður fróðlegt að fylgjast með framgangi hestamennskunnar í Vestmannaeyjum á næstu árum. Er hér eitthvað á ferðinni sem á eftir að höfða sterkt til Vestmanneyinga? Stjórnarfundur hjá Félagi hrossabænda MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson STJÓRNARMENN í Félagi hrossabænda vilja Kristin Hugason hrossaræktarráðunaut úr starfi þrátt fyrir afsökunarbeiðni hans á laugardag. Stjórn- armenn eru, frá vinstri talið, Ármann Ólafsson, Skjöldur Stefánsson, Kristinn Guðnason formaður, Ingimar Ingimarsson og Ólafur Einarsson. Vilja Kristin Hugason úr starfi HALDINN var á laugardag fund- ur hjá nýkjörinni stjórn Félags hrossabænda þar sem stjórnar- menn voru á einu máli um að Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur yrði að víkja úr starfí. Töldu menn að yfírlýsing Kristins á laugardag sem innihélt afsökunarbeiðni kæmi of seint. Kristinn Guðnason, formaður félagsins, sagði ljóst að þessi yf- irlýsing hefði komið eftir mikinn þrýsting og á þeim tíma sem upp- sögn virtist liggja í loftinu. Hins vegar taldi Kristinn Guðnason að yfirlýsingin bætti málstað nafna sms sérstaklega með tilliti til þess ef hann þarf að leita sér að nýrri vinnu. Sagði Kristinn Guðnason þetta vissulega dapur- legan endi því nafni hans Huga- son hefði enga ástæðu haft til að láta þau orð falla sem hann gerði. Um tillöguna, sem fjaðrafokinu olli, þar sem lagt er til að sú hug- mynd að hrossaræktarráðunaut- ur taki ekki þátt í dómum verði skoðuð, sagði Kristinn að hún færi sína boðleið til fagráðs hrossaræktar og stjórnar. Fyrir- hugðuðum fundi ráðsins sem halda átti í desember hefur verið frestað fram í janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.