Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 60
' 60 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Regnföt Góð regnföt með endurskinsborðum á jakka og buxum. Stærðir 80—130 cm. Einnig regnvettlingar og -hattar POLARN O. PYRET Kringlunni 8—12, sími 568 1822 V-------------------------- Sölusýning á Grand Hótel Reykjavik á húsgögnum i „antík“-stíl Allt handunnið, úr gegnheilum mahogny-við. Gæðahúsgögn. Einnig til sýnis íkonar, antíkklukkur, styttur o.fl. tilvalið tii gjafa Skartgripaskrín frá kr. 14.800. Stólar, massíft mahogny. Stóll, kr. 18.800 Armstóll kr. 24.800. „Partner“-skrifborð (1,80m x 1,90m) kr. 148.000. Skrifborð með „rulletop"- hurð, kr. 124.800. Glerskápur, tvöfaldur, kr. 98.000 fe Forstofuskápur, kr 29.900. n HÓTEIy REYKJAVIK stUHi munít MsppsrSt(g 40 sfmi 5S170FP Opið í dag, þriðjudag frá kl. 13-19. Lokadagur á morgun miðvikudag frá kl. 13-18. Sjón er sögu ríkari! Sigtúni 38. í DAG VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dýr rukkun! ÉG var að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin. En ég gat ekki borgað vegna þess ég var ekki með 1.000 kr. á mér og kortið virkaði ekki í göngunum svo ég varð að láta senda mér reikning fyrir þessu. En ég get engan veginn skilið hvernig þeir fá það út að rukka 1.000 kr. aukalega fyrir að senda reikninginn heim. Okumaður. Afkoma Fram- sóknarflokksins ÉG ER fædd og uppalin í Framsóknarflokknum, og hef því fylgst vei með því sem þar er að gerast. Það er því miður mikii afturför í gangi hjá flokknum, og hefur gætt mikillar óá- nægju hjá mörgum fram- sóknarmönnum vegna þessa, aðailega vegna þess að flokkurinn reynir ekki einu sinni að halda sam- bandi við þessa aðila sem alla tíð hafa stutt flokkinn. Það er ekki nóg að auglýsa sig af og til og skrifa grein- ar í blöð, það þarf að hafa samband við fíokksmenn í kjördæmum. Það er leiðin- legt afspurnar að flokkm' sem hefur kjörorðið fólk í fyrirrúmi skuli ekki hlúa betur að sínu fólki og þeir aðilar sem leitað hafa til Halldórs Ásgrímssonar fá þar enga fyrirgreiðslu, en svo er hann að punta upp í fín störf ýmsar persónur, sem almenningur er ekki par hrifinn af. Það væri ágætt að fá svar fi'á for- ustu flokksins og skýring- ar á þessu. Skiptir þá ekki máli hvort persóna er framsóknarmegin eða t.d. krati. Aðeins á kosningadag- inn skiptir þitt atkvæði máli, hina dagana mátt þú eiga þig, og flokknum kemur einstaklingurinn ekkert við. Því miður er þetta stefna sem er vara- söm ef flokkurinn á ekki að bera skarðan hlut frá borði í vor. Kjósandi Tveir tvöfaldir KONA hringdi og sagði frá því að hún hefði farið í leikhús fyrir skömmu að sjá leikritið Tveir tvöfaldir. Er skemmst frá því að segja að þetta er eitthvað það alskemmtilegasta leik- rit sem hún hefur nokkurn tíma séð. Úrvalsleikarai' eru í verkinu, en einn lang- ar hana að nefna sérstak- lega vegna þess að hann er ekki mjög þekktur, en það er Bergur Þór Ingólfsson. „Hann er afskaplega efni- legur og stendur sig vel. Mig langai' að þakka fyrir þessa frábæni skemmtun. Þá langar mig að nefna að Fóstbræður mættu taka sér þessa leikara til fyrir- myndar því mér finnst mikið vanta upp á að þeir standi sig í sínu hiutverki á Stöð 2.“ Tapað/fundið Ungbarnateppi tapaðist KÖFLÓTT lítið ungbarna- teppi í pastellitum með guiri líningu tapaðist fimmtudaginn 12. nóvem- ber, líklega í Læknagai'ði Háskóla Islands, fyrir framan Verkfæralagerinn í Annúla eða við Bíldshöfða. Hafi einhver fundið teppið er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 554-3919, því það hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Eyrnalokkur fannst FORLÁTA eyrnalokkkur fannst á göngustíg við Æg- issíðu á móts við Sund- skálavík sunnudaginn 15. nóvember sl. Upplýsingar í síma 552-4754. Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA með fjór- um lyklum og bíllykli tap- aðist þriðjudaginn 17. nóv- ember sl. fyrir utan eða inni í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-9960. Gleraugu töpuðust NETT karlmannsgleraugu með breytilegum styi'k- leika í glerjunum töpust sl. þriðjudag. Þau voru í hulstri. Hugsanlegt er að þau hafi verið tekin í mis- gi-ipum með skjalabunka eða einhverju álíka á Vinnumiðlun höfuðborgar- svæðisins (EES vinnumiðl- un). Viti einhver um gler- augun er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 588-2580. Með morgunkaffinu ÞÚ ERT fáránlega tapsár. SKRÝTIÐ að hér skuli aldrei sjást veiðimenn, því sagt er að dýrin hér séu stór og kraftmikil. VIÐ skulum ekki segja neinum frá því strax, en ég held að ég sé mcð eggi. ÞETTA er tómstundaher- bergi mannsins mfns. MORGUNBLAÐIÐ bii'tir tilkynningai' um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og simanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Ast er... 8-25 ... að skipta ekki milli rása þegarhún vill horfa á fréttir. TM Reg. U.S. P«l Off. — all riQhts resorved (c) 1998 Los Angeles Tsnes Syndicato Yíkverji skrifar... A IÆSKU Víkverja fóru bömin úr Vesturbænum í sunnudagaskóla hjá KFUM við Amtmannsstíg og höfðu gott af. Sérstaklega voru þó biblíumyndirnar eftirsóttar og eft- irminnilegar. Hálfri öld síðar lá leið Víkverja í sunnudagaskóla í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í fyri'a- dag. Á hálfri öld hefur ekki margt breytzt og á ekki að breytast enda boðskapur kirkjunnar í grundvall- aratriðum sá sami, þótt framsetn- ingin kunni að vera svolítið önnur. Sennilega er meira sungið nú en þá og tónlistin að hluta til nútímalegri. Biblíumyndirnar eru enn til staðar en nú eru þær límmiðar, sem límdir eru inn í bækur og þar er textinn, sem á að fylgja myndunum. Vík- verji er ekki viss um að límmiðamir séu framför. Hins vegar er vel að verki staðið og enginn vafi á því, að í kirkjum landsins og söfnuðum er unnið gott starf meðal upprennandi æsku landsins - starf, sem ekki er haft hátt um. En það segir töluverða sögu að tæplega eitt hundrað manns voru í Víðistaðakirkju þenn- an sunnudagsmorgun. XXX VÍKVERJI sá ekki þætti Þor- valdar Gylfasonar um Jón Sig- urðsson og Einar Benediktsson en hins vegar þann þriðja og síðasta um Halldór Laxness í fyrrakvöld. Það hefur áreiðanlega komið mörg- um á óvart hvað þjóðfélagsgagnrýni skáldsins um miðja öldina hefur mikla skírskotun til okkar nú í lok aldarinnar. Vissir þættir í umfjöllun Halldórs um landbúnaðinn eiga við enn í dag og alveg sérstaka eftirtekt vekur hve hann hefur verið langt á undan sínum samtíma í afstöðu til umhverfismála. Afstaða fólks til þjóðfélagsgagn- rýni Halldórs Laxness á þeim tíma, sem hún var sett fram hefur auðvið- að mótast af viðhorfum þess tíma. Þegar horft er til baka er hins vegar ljóst, að í þeim efnum, sem öðrum hefur sýn hans á íslenzkt þjóðfélags og veikleika þess verið ótrúlega skörp. Þorvaldi Gylfasyni tókst að koma því rækilega til skila í þættin- um. XXX HLIN Agnarsdóttir hefur áður sýnt að hún kann vel til verka í leikhúsi. Þótt skoðanir séu skiptar um hversu vel henni tókst upp í sunnudagsleikhúsi Sjónvarpsins í þáttunum þremur, sem lokið var sýningu á í fyrrakvöld, er það skoð- un Víkverja, að í öllum megindrátt- um hafi vel tekizt til. Að baki þeim gamanmálum, sem uppi voru höfð í þessum þáttum, var á köflum meiri alvara og veruleiki, en kannski leit út fyrir við fyrstu sýn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.