Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 64
X>4 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK í FRÉTTUM
Stuttmyndin Á blindflugi frumsýnd á föstudag
Furðufréttir
manns“ næstu mínútur eftir að hann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUNNAR B. Guðmundsson og Óskar Þór Axelsson.
hættir að reykja. Pétur Blöndal talaði við
Gunnar B. Guðmundsson og Óskar Þór
Axelsson um dramatík.
HILMIR Snær vandræðast í kjörbúðinni. Sólveig Elíasdóttir er
kassadaman og í bakgrunni eru Gunnar B. Guðmundsson og
Oskar Þór Axelsson.
áttar hann sig og segir: „Jú,
það er búið að vera alveg brjál-
að að gera síðan ég hætti.“
- Er langt síðan hugmyndin
að handritinu kviknaði?
„Upphaflega pælingin er
ævagömul," svarar Óskar.
„Ætli það séu ekki 3 til 4 ár
síðan ég hófst handa,“ svarar
Gunnar. „Við endur-
skrifuðum handritið
þangað til við vorum
komnir með rétta lengd
og ákváðum að skrifa
allar samræður út úr
myndinni. Enda eru
þær óþarfar þar sem — .
myndin glímir við frumeðli manns-
ins, - eins og að fá sér sígarettu
þegar maður hefur fengið sér góða
máltíð á Kentucky."
„Hafnfirðingurinn,“ segir Óskar
og brosir stríðnislega. „Alltaf á
Kentucky.“
- Hvað tekur við eftir frumsýn-
inguna á föstudag?
„Við erum með umsókn hjá Kvik-
myndasjóði vegna leikinnar stutt-
myndar án tals sem er í ætt við
teiknimyndir,“ svarar Gunnar.
„Núna fer ég
alltaf út að
hlaupa á morgn-
ana og er með
fallegra litaraft.“
„Hún er máluð sterkum litum
með klisjupersónum og brimar af
léttgeggjun," heldur Óskar áfram.
„Þótt þetta sé lítil mynd höfum
við stórar fyrirmyndir á borð við
Raising Ai-izona og Delicatessen,“
segir Gunnar.
„Ekki má gleyma Elvis,“ bætir
Óskar við. „Við fengum einmitt
handritsstyrk í fyrra frá
kvikmyndasjóði vegna
handrits að myndinni
Dansað við Elvis en það
er ennþá á undirbún-
ingsstigi."
- Svona að lokum -
...... hvað ætlið þið að gera
við stuttmyndina Á blindflugi?
„Góð spurning,“ segir Óskar og
hlær. „Við sýnum hana auðvitað í
bíói og ætli við reynum ekki að selja
hana í sjónvarp og koma henni á há-
tíðir erlendis. Það er ekkert tal í
myndinni sem gerir hana alþjóðlega
og vonandi verður það henni til
framdráttar. En það eru svo sem
ekki miklir peningar í stuttmynda-
iðnaðinum þannig að auðvitað er
hún fyrst og fremst hugsuð sem
kynningarmynd fyrir okkur.“
,Á BLINDFLUGI fjallar um mann
sem er að hætta að reykja,“ segir
Gunnar B. Guðmundsson um nýjasta
afsprengi Kvikmyndafélagsins Þeir
Tveir ehf. sem hann rekur í félagi við
Óskar Þór Axelsson.
- Er það dramatíkin?
—r „Já,“ svarar Gunnar grafalvarleg-
ur. „Myndin fjallar um næstu mínút-
ur í lífi mannsins eftir að hann hefur
tekið ákvörðunina um að hætta.
Hvað gerist við þessar dramatísku
kringumstæður?"
„Þetta er geðsjúkur reykingamað-
ur sem fer strax að örvænta,“ skýtur
Óskar inn í.
„Það er ótrúlegt hvað reykinga-
menn eru reiðubúnir að leggja á sig
fyrir sígarettu,“ heldur Gunnar
áfram. „Eg hætti að reykja efth- að
ég lauk fyrsta uppkasti að handrit-
’inu og fór á kaffihús til að fínna út
hvað væri verst við að vera hættur.
Eg komst að því að erfiðasta augna-
blikið er frá því sígarettan er dregin
úr pakkanum og þangað til kveikt er
í henni. Vinir mínir hafa þann hvim-
leiða ávana að draga sígarettuna úr
pakkanum, tala heillengi og sveifla
henni kringum sig áður en þeir
kveikja í henni. Eg þurfti að stoppa
þá og segja þeim að gjöra svo vel að
kveikja. Eg afbar það ekki lengur.“
- Hvernig endaði þetta? Byrjað-
irðu aftur að reykja?
„Nei,“ svarar Gunnar. „Ég byrjaði
ekki aftur.“
- Finnurðu þá ekki mun á þér?
„Jú, hann er farinn að vakna fyrr á
_ morgnana og býr yfír mun meiri
orku,“ segir Öskar og hlær.
„Núna fer ég alltaf út að hlaupa á
morgnana og er með fallegra
litaraft,“ segir Gunnai- stoltur í
bragði. „Ég fínn líka að lifrin vinnur
mikið betur,“ bætir hann við.
„Og hann græðir meiri peninga,“
segir Óskar.
„Ha,“ Gunnar hváir og verður eins
og spurningarmerki í framan. Svo
FYLGST
er með lífi
reykinga-
manns eftir
að hann legg
ur sígarettu-
pakkann á
hilluna.
Er líf eftir
reykingar?
A blindflugi verður sýnd á undan frönsku
myndinni Taxi í Háskólabíói og fer Hilmir
Snær Guðnason með hlutverk „okkar
Dýpsti
bassi heims
látinn
► GOSPEL-sönvarinn J.D.
Sumner lést á inánudag 74 ára að
aldri. Hann var margverðlaunað-
ur á ferli sínum, fékk m.a. Gram-
my-verðlaunin, og var dýpsti
bassasöngvari heims ef marka
má Heimsmetabók Guinness.
Sumner var frægastur sem
höfuðsöngvari Stamps kvartetts-
ins sem spilaði á tónleikum með
Elvis Presley á árunum 1972 til
1977. Hann kunni ekki á nótur
þegar hann gekk til liðs við kvar-
tettinn en saindi engu að síður
ríflega 500 lög á litríkum ferli
sínum.
Lína lang-
sokkur á
Evuklæðum
► SÆNSKI rithöfundurinn
Astrid Lindgren hefur fengið
umtalsverðar skaðabætur frá
bandariska tímaritinu Interview
vegna erótískrar myndar sem
birtist í blaðinu.
Myndin var af fyrirsætu sem
leit út eins og Lína langsokkur
og var nakin í rúminu.
Milljónir barna hafa alist upp
við sögur Astrid Lindgren af
Línu langsokk, Emil í Kattholti
og Ronju ræningjadóttur. Ríflega
100 milljónir bóka eftir hana
hafa selst um allan heiin á yfir 50
tungumálum.
Tónleikar
rokksveitar
bannaðir
► BORGARYFIRVÖLD í Laus-
anne hafa bannað tónleika
bresku þungarokkssveitarinnar
Dauði í júní eða „Death in June“
eftir kvartanir frá samtökum
sem beita sér gegn kynþáttafor-
dómum.
Tónleikahaldarinn Patrick
Pidoux sagði að búist hefði verið
við aðdáenduin sveitarinnar víðs-
vegar frá Evrópu á tónleikana
sem stóð til að halda á fimmtu-
dag.
Ákvörðun borgarráðsins var
tekin eftir að samtökin, sem
nefnast ACOR, greindu frá því
að þungarokksveitin boðaði nas-
isma og sumir lagatextanna end-
urspegluðu þá afstöðu.
Karl skammar
Daily Mirror
KARL Bretaprins sendi út harð-
orða skammarræðu til Daily Mirr-
or á fímmtudaginn var. Tilefnið var
frétt á forsíðu blaðsins þar sem til-
kynnt var að Harry sonur hans
hefði meiðst í skólanum.
Karl sagði að einkalíf sona hans
væri ekki virt og smáræði eins og
daglegt íþróttahnjask væri ekki
fréttnæmt. „Þrátt fyrir röksemdir
um að almenningur eigi rétt á að
. vita um heilsu Harry, get ég fullyrt
að almenningur hafði engan áhuga
á þeirri smáskeinu sem Harry
hlaut í skólanum.“
Á fimmtudaginn var forsíðan á
Daily Mirror með eftirfarandi fyr-
irsögn: Harry lenti í slysi, en við
megum ekki segja frá því! Síðan
k var í leiðara blaðsins sagt að al-
menningur ætti rétt á að vita um
heilsu Harry þar sem hann væri
þriðji arftaki krúnu landsins og
þ.a.l. einn mikilvægasti maður
landsins.
Bresk blöð samþykktu eftir
dauða Díönu prinsessu að hafa um-
fjöllun um syni hennar í lágmarki.
Karl hefur lagt mikla áherslu á að
halda prinsunum frá kastljósi fjöl-
miðlanna. Karl segir að þetta heið-
ursmannasamkomulag hafí nú ver-
ið brotið með því að blaðið sé nú, í
þriðja skipti frá því Harry byrjaði í
Eton fyrir þremur mánuðum, að
birta tilgangslausar smáfréttir af
honum. „Ég vona að blaðið biðji
Harry prins afsökunar og láti af
umfjöllun um líf hans í skólanum,"
sagði Karl.
Hins vegar hafa stjómendur
blaðsins ekki sýnt neina iðrun yfír
fréttaflutningnum og
segja að sú staðreynd að
Harry sást með hönd í
fatla sé nægileg ástæða til
að birta frétt um málið.
Fyrri fréttir blaðsins af
Harry voru af því er hann
skoraði tvö mörk í fót-
boltaleik í skólanum og
hin af því er hann lét
klippa á sér hárið.
KARL með Harry syni sínum þegar hann
hóf námið í Eton.
KARL er óhress með
fjölmiðlana.
Skapbráður
forsetafram-
bjóðandi
►STJÓRNANDI spjallþátta í
Kazakhstan komst að því að blóm
eru ekki alltaf til ánægju og ynd-
isauka þegar hann Iíkti forseta-
frambjóðanda, sem var í viðtali
hjá liouum, við fyllibyttu.
Gani Kasymov er einn sjö for-
setaframbjóðenda sem bjóða sig
fram gegn forsetanum Nursultan
Nazarbayev í kosningum í janú-
ar. Ákvörðun hans um að bjóða
sig fram var líkt við ákvörðun
óútreiknanlegrar fyllibyttu í
þættinum.
„Þú heldur sjálfsagt að þú
verðskuldir blóm fyrir þessa
spurningu," sagði Kasymov áður
en hann kastaði blómavasa að
spyrlinum í beinni útsendingu.
Hittnin var hins vegar engu
skárri en hjá „óútreiknanlegri
fyllibyttu“ og sleit spyrillinn þeg-
ar dagskránni á yfirvegaðan
hátt.