Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 66

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Einfaldleiki ogmunúð Fatahönnuðurinn Sigríður Sunneva gerir fatnað fyrir alla, en fínnst varan sín blómstra á þroskuðum einstaklingum. Hana langar að iáta fólk með útgeislun og sterkan persónuleika kynna flíkurnar sínar. EG ER með leikara og skáld, fólk sem ég dái og ber mikla virðingu fyrir, og mér finnst yndislegt að sjá þetta fólk í flíkunum mínum,“ segir Sigríður Sunneva hjá Sunneva Design, sem um þessar mundir er að vinna kynningarbæk- ling fyrir England og Asíu. Blár himinninn og hráslagaleg Reykjavík eru bakgrunnur náttúr- unnar í ki'ingum Perluna, þar sem bandaríski ljósmyndarinn Israel festir leikarana Pálínu Jónsdóttur og Ingvar E. Sigurðsson á fílmu, ásamt ..^gkáldinu góða, Thor Vilhjálmssyni. ' „Þetta verður mjög non-ænt, kalt og stórglæsilegt,“ segir fatahönnuður- inn ánægður með fólkið sitt. Morgunblaðið/Ásdís NORRÆNT, kalt og stórglæsilegt. „ER HANN ekki æðislegur og rosalega skáldalegur í þessum jakka?“ spyr Sigríður Sunneva. LEIKARARNIR við fyrirsætustörf. Markviss stemmning „Ég er alltaf minn eigin stílisti. Það er ekki að ég treysti ekki sér- fræðingum í greininni til að vinna vel sína vinnu, heldur er ég svo mikið gefin fyrir að fylgja mínum vörum alla leið, og er mikið í mun að fatnaðurinn minn sé kynntur á réttan hátt. Það er markviss istemmning í minni vöru, hún á að koma til skila frelsi og styrk, en jafnframt i'ómantík og frumstæðri náttúrudýrkun. En einnig styrk og frelsi nútímans sem er hraði og þægilegheit, sem á mjög vel við konur, en auðvitað er ég líka að vinna fyrir karlmenn." Vinnurðu eingöngu með skinn? „Nei, ég hef verið að færa mig upp á skaftið og flétta mjög spenn- andi hráefnum með, s.s. vatteruðum efnum með glansandi yfirborði og sem eru vatnsheld. Ég vinn líka með flísefni, helst úr 100% ull, og með regnheld efni sem ég ætla að vinna meira með til að gera flíkurn- ar bæði hlýjar og regnheidar. Ég .^ætla að vinna meira jöfnum höndum '‘með jerseyefni og glansefni, þannig að ég geti gert línuna mína breiðari allt frá „glamúr“ til útivistarfatnað- ar.“ Best í heimi - Hvar fást flíkurnar þínar? „í Leðuriðjunni Atson á Lauga- vegi og síðan sel ég sportflíkur í Veiðimanninum, og svo er ég í nánu samstarfi við gk í Reykjavík og við erum að fara út í spennandi hluti. Aðstandendur þeirrar verslunar eru mjög metnaðarfullir og vita ná- kvæmlega hvað þeir eru að gera. Svo verð ég með aðventudaga fyrir sunn- an, þar sem viðskiptavinum og þeim sem hafa áhuga á þessari hönnunar- vöru er boðið að kíkja á það nýjasta sem ég er meþ. En þetta er það sem ég tel að við Islendingar getum gert best í heimi. Þetta er íslenskt hrá- efni, íslensk hönnun, hugvit og fram- leiðsla. Ég hef verið að vinna við þetta með risum úti á Italíu og þeir keyptu hráefni héðan. Við eigum hráefnið og ég er fullviss um að við getum gert þetta best í heiminum. Það er mergurinn málsins." -A hvaða rnarkað er bæklingur- inn stúaður? „Þetta er bæklingur fyrir 1999/2000. Hann er fyrst og fremst stflaður á útflutninginn. Ég hef ítalskan umboðsmann sem er að kanna markaðsmálin mín, og hann hefur verið að líta til Asíu, þá Japans, Kína og viss hluta Rúss- landsmarkaðs. Þótt þar sé kreppa, þarf ekki nema eina meðalpöntun frá þessum fyrirtækjum til að anna árs- framleiðslu. Bæklingurinn er einnig ætlaður Englandsmai-kaði, en þar er ég komin í mjög gott samband við Harrods." í einum munnbita Hvar kynntist þú ljósmyndaran- um? „Hann er frá New York og hefur verið að mynda fyrir Elite-keppnina, fyrir Vogue og fleiri þekkt tímarit og þannig hef ég fylgst með verkunum hans. Ég hef dáðst að einfaldleikan- um og hreinleikanum sem einkennir myndirnar hans, og það að þær eru líka munúðarfullar og hafa persónu- töfra. Ég hef viljað fá þetta í mynd- irnar mínar, og líka þessa dásamlegu norrænu náttúru. Hann er núna staddur á landinu til að mynda fyrir Elite og skóla Johns Casablancas. Ég hef séð bókina hans og þegar ég frétti af honum hér bað ég hann strax að ljósmynda í bæklinginn minn. Hann elskar Island og gæti innbyrt ísland, fegurð þess og þjóð- ina í einum munnbita, og er mjög ástríðufullur að koma rétt til skila náttúrunni, og þessari blessuðu litlu en mögnuðu þjóð.“ MYNPBÖNP Alveg prýðileg Þveröfugt við kynlíf (The Opposite of Sex)_ Drama ★★★ Leikstjórn og handrit: Don Roos. Kvikmyndataka: Hubert Taczanowski. Tónlist: Mason Daring. Aðalhlutverk: Christina Ricci, Martin Donovan, Lisa Kudrow og Lyle Lovett. (97 mín.). Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. DIDI Truitt kemur inn í líf Bills, samkynhneigðs hálfbróður síns eins og rotið epli. FyiT en varir hefur hún stolið kærasta hans, peningum og óbeint orðið til þess að sverta mannorð hans verulega. En Bill tekur hörmungun- um með stóískri ró í þeirri von að hlutirnir séu ekki eins slæmir og þeir virðast vera. Aðalsmerki þessarar kvikmynd- ar er vandað handrit, þar sem sjálfsvísandi frásagnarhætti er beitt á einkar hugmyndaríkan máta. Þar lætur sögumaður óspart í ijós meðvitund um stöðu sína og tengsl við frásögnina. Þá eru sam- töl hlaðin margræðni og áhuga- verðum hugleiðingum um ást, ham- ingju, kynlíf og vináttu. Frumleg persónusköpun nýtur sín til fulls í flutningi ágætra ieikara myndar- innar, en þar fer hinn hægláti en töfrandi Martin Donovan fremstur í flokki. Ef til vill má kenna leik- stjórninni um þann stirðleika sem örlar á í atburðarásinni, en það verður bara sjarmerandi hluti af heildaryfirbragði myndarinnar. Heiða Jóhannsdóttir Bræður berjast Martha, má ég kynna Fank, Paniel og Laurence______ Ilúmantfsk gamanniýiid ★y2 Leikstjórn: Nick Hamm. Aðalhlut- verk: Monica Potter, Rufus Sewell og Tom Hollander. 90 mín. Bresk. Háskólabíó, nóvember 1998. Öllum leyfð. ÞRÍR æskuvinir kynnast allir sömu konunni, sama sólarhringinn og verða ástfangir af henni. Hún er bandarísk, þeir breskir; tveir dralluhalar og einn fullkominn. Spurningin er hvern þeirra vel- ur Martha? Sagan er álíka ótrúverðug og fléttan. „Ovænt" atvik eru gersam- lega glær og endirinn augljós og átakanlega væminn. Eitt það merkilegasta við þessa mynd er hversu lík aðalleikkonan er Juliu Roberts. Leikararnir standa sig með prýði og tæknilega er ekkert að. A köflum er handritið bara of bjánalegt til að hægt sé að njóta þess sem vel er gert. Guðmundur Ásgeirsson <§> mbUs __ALLTAf= eiTTH\SAÐ NÝTl-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.