Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
* ____ >
Opinber heimsókn Olafs Rag-nars Grímssonar forseta Islands til Svíþjóðar
HÉR geturðu fengið að
vita allt um sænska kon-
unga í íslendingasög-
um,“ sagði forseti Is-
lands er hann sýndi Karli Gústafi
Svíakonungi geisladisk með Islend-
ingasögunum, sem um leið er haf-
sjór fróðleiks um sögurnar. Kon-
ungurinn virtist undrast að svo
mikið efni kæmist fyrir á litlum
diski, sem bar fyrir augu hans í
bókasýningu, sem forsetinn opnaði
í gær að konungi viðstöddum.
Viðskipti, vísindi og íslenskar
bókmenntir og bókagerð voru efst
á blaði á öðrum degi opinberrar
heimsóknar Óla.fs Ragnars Gríms-
sonarj forseta Islands, í Svíþjóð í
gær. I fór með honum var gestgjafi
hans Karl Gústaf Svíakonungur og
saman snæddu þeir og Silvía
drottning hádegisverð í boði
Stokkhólmsborgar í ráðhúsi borg-
arinnar ásamt fjölda gesta. Is-
lenskir útflutningsaðilar notuðu
tækifærið, ræddu viðskiptamögu-
leika og kynntu í gær Island fyrir
sænskum fjárfestum við góðar
undirtektir, auk sem þess sem áð-
umefnd bókasýning var framtak
ráðsins.
Astra - Ericsson - Oz
Það er ör hjartsláttur hjá þeim,
sem undirbúa forseta- og konungs-
heimsókn. Menn hlaupa fram og til
baka, gæta þess að stólar standi í
réttum röðum og að enginn óverð-
ugur stígi á rauða dregilinn, sem er
sjálfsagður liður í almennilegri
heimsókn. Þannig hófst dagurinn
hjá Astra, sem var fyrsti viðkomu-
staður Ólafs Ragnars og Karls
Gústafs í gær. Fyrirtækið getur
státað af því að framleiða heimsins
mest selda lyf, Losec, er gert hefur
magasár að viðráðanlegum sjúk-
dómi miðað við það sem áður var.
Þar heilsuðu forsetinn og Svíakon-
ungur meðal annars upp á Svein
Briem lyfjafræðing, sem vinnur hjá
Astra og starfar við rannsóknir á
verkjalyfjum, en þann geira binda
forráðamenn fyrirtækisins miklar
vonir við á næstu árum. Alls starfa
25 þúsund manns hjá fyrirtækinu,
sem nýtir tíu milljarða sænskra
króna í rannsóknir árlega eins og
H&kan Mogren framkvæmdastjóri
fræddi gesti um.
Hjá símafyrirtækdnu Ericsson
voru þeir forsetinn og Karl Gústaf
fræddir á því að Island væri besta
markaðssvæði fyrirtækisins og að
Islendingar væru mjög framsæknir
í símanotkun, sem í huga Ericsson
og fleiri er farið að spanna miklu
víðara svið en samtöl eingöngu. Til
að þróa það svið nánar hefur Erics-
son fengið Oz til samstarfs við sig
og væntir mikils af því samstarfi
sagði Sven-Christer Nilsson, aðal-
framkvæmdastjóri Ericsson.
íslendingar fyrirhyggjulausir
um óspillt land
Næst lá leið Ólafs Ragnars og
Karls Gústafs á málþing Utflutn-
ingsráðs, þar sem sænskir og ís-
Pressens bild
FRAMKVÆMDASTJÓRI og stjómarformaður sænska símafyrirtækisins Ericsson, Sven-Christer Nilsson,
afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, farsíma af nýrri gerð í heimsókn forsetans til
höfuðstöðva fyrirtækisins í Stokkhólmi.
Island besta mark-
aðssvæði Ericsson
s s
A öðrum degi opinberrar heimsóknar Olafs Ragnars Grímssonar,
— ■ ■ '
forseta Islands, til Svíþjóðar voru vísindi og viðskipti efst á baugi,
segir Sigrún Davíðsdóttir, sem fylgdist með heimsókninni.
lenskir menn úr viðskiptalífinu báru
saman bækur sínar ásamt Halldóri
Asgrímssyni utann'kisráðherra.
Páll Sigurjónsson, formaður Ut-
flutningsráðs, dró saman umræðu-
efnin í stuttu máli fyrir gestina.
Hann benti á að mikið ójafnvægi
væri á útflutningi Islendinga til Sví-
þjóðar og innflutningi til Islands frá
Svíþjóð. í umræðunum komu fram
ýmsar ábendingar um hvemig hægt
væri að breyta þessu Islendingum í
hag og laða sænskar fjárfestingar
til Islands. Meðal annars var bent á
að sænskur skógar- og pappírsiðn-
aður gæti átt athyglisverða mögu-
leika á Islandi og vitnað til þess hve
vel hefði gengið á þessu sviði á
Húsavík, þar sem Aldin hefur kom-
ið á stofn trjáþurrkun, og er nú
stefnt á frekari tijávinnslu þar.
Þama var einnig boðið til glæsi-
legs hlaðborðs með íslenskum mat-
vælum og eftir hádegi var rætt í
FLT-PICA
KARL Gústaf Svíakonungur og forseti íslands komu við hjá
lyfjafyrirtækinu Astra í Gartuna við Södertalje í gær. Lengst til
vinstri er Hákan Mogren, forstjóri fyrirtækisins.
starfshópum um fjárfestingar á ís-
landi og þau mál kynnt sænskum
fjárfestum.
Ein þeirra sem kom á málþingið
var Bryndís Sverrisdóttir, sem
rekur ferðaski-ifstofuna Islandia í
Stokkhólmi. Hún sagði þingið
gagnlegt, en hefði sjálf viljað heyra
meira af ferðamálum og uppbygg-
ingu á því sviði á Islandi. Hún
sagðist hafa miklar áhyggjur af
fyrirhuguðum virkjunarfram-
kvæmdum á hálendinu. íslending-
ar virtust ekki skilja hve miklu
máli það skipti að varðveita ímynd-
ina um óspillt land. Það væri
einmitt eftir slíku, sem ferðamenn
leituðu, ekki uppistöðulónum og
háspennuvírum.
Eftir hádegisverð í ráðhúsinu
var haldið í stutta heimsókn á Kar-
ólínska sjúkrahúsið og þaðan vai’
haldið á SIPRI, alþjóðlega friðar-
rannsóknarstofnun. Þar hlustuðu
Ólafur Ragnar og Karl Gústaf af
athygli á fræðimenn stofnunarinn-
ar kynna rannsóknarsvið SIPRI,
en í upphafi minntist Adam Daniel
Rotfeld, formaður stofnunarinnai',
Olgu Harðardóttur, er unnið hefur
við stofnunina, en lést langt um
aldur fram.
Ólafur spurði fræðimennina um
hvernig mið hefði verið tekið í
starfi stofnunarinnar af breyttum
aðstæðum undanfarinn áratug og
öryggi í Evrópu, en konungurinn
hafði áhuga á hvert væri framlag
stofnunarinnar til baráttunnar
gegn jarðsprengjum.
Islensk bókagerð
og bókmenntir
„Ó, er fólkið að bíða,“ sagði Karl
Gústaf konungur, þegar hann stóð
niðursokkinn í íslensku bækumar,
sem urðu fyrir honum er hann kom
inn í bókaverslun Hedengrens, þar
sem verið var að opna bókasýn-
ingu. Konungurinn hafði undið sér
beint í bækumar, en ekki tekið eft-
ir að innar í búðinni beið fjöldi
manns eftir forsetinn opnaði sýn-
inguna. Konungurinn vatt sér í stól
sem beið hans. En þegar Steinunn
Sigurðardóttir hafði lesið upp ljóð
og forsetinn ávarpað gesti á ís-
lensku og sænsku og opnað sýning-
una komst konungurinn aftur í að
skoða íslensku bækurnai- og sýndi
þeim mikinn áhuga. Honum fannst
merkilegt hve prentlist væri á háu
stigi á Islandi, þegar hann heyrði
að fagrar bækur væra að öllu unn-
ar á Islandi.
Bókasýningin er haldin að til-
stuðlan Utflutningsráðs í stórri og
glæsilegri bókabúð í miðborg
Stokkhólms, sem óðum fyllist af
fólki í jólainnkaupum. Anna Einars-
dóttir setti upp sýninguna, þar sem
era bæði bækur á íslensku og öðr-
um málum. Auk Steinunnar koma
fram þau Kristinn R. Ólafsson og
Jóhann árelíuz og lesa úr verkum
sínum. Eftir bókasýninguna var
dagskráin á enda, en í gærkvöldi
hélt forsetinn konungshjónunum
veislu á Hotel Hasselbacken.
„Þögnin getur
hrópað hæst“
Stokkhólnú. Morgunblaðið.
„ÞAÐ ER fullkomlega eðlilegt að forsetinn
túlki megináherslu Islands á alþjóðavettvangi,"
segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands í
tilefni umræðu um viðtal, sem birtist við hann í
Svenska Dagbladet á þriðjudaginn. Hann álítur
blaðakonuna hafa misskilið ummæli sín um við-
brögð Bandaríkjastjómar og þýsku stjómar-
innar um Eystrasaltslöndin og að of mikið sé að
segja að hann geri lítið úr gildi Evrópusam-
bandsins, þó hann segi að þau séu ekki einu
samtökin, sem móti Evrópu. Elisabeth Crona
blaðakona, sem tók viðtalið, segist í samtali við
Morgunblaðið ekki kannast við að hún hafí mis-
skilið orð Ólafs.
A fundi með blaðamönnum í Stokkhólmi í
fyrradag var forsetinn spurður hvort eitthvað
væri rangt eftir honum haft í áðumefndu viðtali,
en hann kvað svo ekki vera. Þegar Ólafur Ragn-
ar var í gærmorgun spurður út í einstök atriði
viðtalsins, sagði hann að það gætti misskilnings í
því sem haft væri eftir honum um álit á Islend-
ingum í Washington og Bonn. Skýiingu þessa
kvað forsetinn vera þá að á blaðamannafundin-
um í fyrradag hefði hann ekki verið búinn að
lesa viðtalið í Svenska Dagbladet gaumgæfilega.
Umræður Ólafs Ragnars um utanríkismál
hafa vakið þá spumingu, hvort forsetakosning-
arnar hafi í raun snúist um að kjósa formælanda
íslendinga í utanríkismálum. „Að sjálfsögðu
snerust forsetakosningamar ekki um það,“ segir
Ólafur Ragnar og segist ekki álíta sig neinn slík-
an formælanda. „Það er misskilningur á því, sem
ég hef lagt áherslu á. Hins vegar er það óhjá-
kvæmilegt að í opinberri heimsókn leggi forset-
inn áherslu á þau atriði, sem ríkisstjórin álítm’
mikilvæg. Það væri óeðlilegt að forsetinn viki
ekki að slíku. Það er ekki verið að ræða veðrið í
opinberum heimsóknum, heldur mikilvæg hags-
munamál," segir Ólafur og bætir við að opinber-
ar heimsóknii- hafi ekki veislur og kjólföt sem að-
alinnihald.
í áðurnefndu viðtali nefnir Ólafur Ragnar
einnig að hann hafi umboð þjóðarinnar. I það
leggur hann þann skilning að forsetinn hafi
umboð frá þjóðinni um tíma. „Kosningar eru
ekki hefðaratburður. Það eru engin tíðindi að
forseti hafi lýðræðislegt umboð, en það getur
verið nauðsynlegt að minna á það í konungs-
ríkjum. Mér finnst sjálfsagt að fjalla um þetta
á opinn hátt eins og ég vandist á tuttugu ára
ferli mínum sem fræðimaður.“
Um muninn á umboði sínu og til dæmis ut-
anríkisráðherra segir Ólafur Ragnar að mun-
urinn sé meðal annars sá að það sé ekki verk-
efni forseta að fjalla um dagleg viðfangsefni,
samningaviðræður og þröngan hagsmuna-
rekstur. „I opinberum heimsóknum er hins
vegar eðlilegt að fjalla um áherslur, sem
skipta Island máli.“
Um ummæh sín í áðurnefndu viðtali um að
hann hafi sagt Islendinga litna homauga í Bonn
og Washington fyrir dyggan stuðning við
Eystrasaltslöndin segir hann að þau ummæli
eigi við stöðuna fyrir 8-9 árum, þegar íslend-
ingar studdu Eystrasaltslöndin traustlega í
sjálfstæðisviðleitni þein-a. Það eru þessi um-
mæli, sem Elisabeth Crona kannast ekki við að
hafa misskilið.
I viðtalinu má einnig skilja sem svo að Ólafi
Ragnari þyki hlutverk ESB í Evrópu ekki
ýkja mikilvægt og haldi heldur á lofti svæða-
samstarfi þar. Ólafur Ragnar segir misskiln-
ing að svo sé, en hnykkir á að Evrópa sé meira
heldur en aðeins ESB. „Evrópuráðið gegnir
þar miklu hlutverki og ég minni á að þar fara
Islendingar með forystu á næsta ári,“ segir
hann og bætir við að þar sem ísland sé utan
ESB, en tengt því efnahagslega með EES-
samningnum sé mikilvægt að halda því á lofti
að í Evrópu fari fram margs konar samstarf.
„En það er engin gagnrýni á ESB,“ bætir
hann við.