Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 8

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætísráðherra hefur mælt fyrir þin^ályktimartillögru um nýja byggðastefnu SVONA heim nieð ykkur aftur, það þýðir ekkert að flýja hingað þótt þið hailð veríð rænd lffsbjörginni. Verðskrá SVFR 1999 komin út Mest hækkun í Gljúfurá og Norðurá Um 60 sýkt- ust í mötu- neytinu UM 60 manns veiktust þegar upp kom matareitrun í mötu- neyti ríkisstofnana við Borgar- tún 7 í Reykjavík. Þetta eru nokkuð fleiri en í fyrstu var talið. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðstjóri matvælasviðs Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði að ljóst væri að um sýk- ingu hefði verið að ræða, en ekki hefði enn tekist að skil- gi’eina nákvæmlega úr hvaða matvælum hún kom. Rögnvaldur sagði að veik- indin hefðu reynst langvinnari en í fyrstu var talið. Flestir hefðu þó jafnað sig á rúmum sólarhring, en ekki allir. Eftir því sem hann best vissi væru flestir búnir að jafna sig á veikindunum. Rögnvaldur sagði að unnið væri að því að safna og rann- saka sýni til að átta sig betur á sýkingunni. Jafnframt myndi Heilbrigðiseftirlitið fara í mötuneytið og skoða betur að- stæður til að tryggja að þetta endurtæki sig ekki. NOKKRAR verðhækkanir er að finna í nýútkominni verðskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyr- ir vertíðina 1999. í flestum tilvik- um er um 2-3% hækkanir að ræða sem eru í samræmi við hækkun neysluvísitölu, en meiri hækkanir, allt að 6,5% að meðaltali í einstök- um ám, er einnig að finna í ná- grannaánum Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði. í>á eru dæmi um óbreytt verð. Meðalhækkun veiðileyfa í Norð- urá, sem var fjórða hæsta lax- veiðiáin á nýliðinni vertíð, er rúm 6%. I verðskránni er að finna allt frá verðlækkun um 3% og upp í 12% hækkun. Það eru holl snemma í ágúst sem hækka mest, en júnídagar hækka einnig nokk- uð, eða um 8 til 10% að sögn Bergs Steingrímssonar framkvæmda- stjóra SVFR. Bergur bætti við, að leigufyrirkomulagið kvæði á um að verðskrá væri endurskoðuð á hverju ári og væri þá tekin afstaða til krafna landeigenda hverju sinni. Veiðileyfi í Gljúfurá í Borgarfirði hækka að jafnaði um 6,5% og stafar það að sögn Bergs fyrst og fremst af útboði sem leiddi til hækkunar á árleigunni. A móti kemur að stöngum er aftur fækkað úr fjórum í þrjár á besta veiðitíma og veiðitíminn lengdur frá 10. til 20. september. Dæmi um óbreytt verð frá ný- loknu sumri er að finna í Stóru- Laxá í Hreppum og í Laxá í Kjós, auk einhverra sjóbirtingssvæða, t.d. í Eldvatni á Brunasandi. BKI Extra 400 g Sveppasúpa IICKEN HEIM • UM LAND ALLT Ferðaþjónusta í Reykjavík árið 2000 Samvinna er lykilorð í undirbúningi Föstudaginn 27. nóvember heldur Atvinnu- og ferða- málanefnd opinn fund í Iðnó til að kynna undir- búning að atburðum í Reykjavík árið 2000. Auk borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, taka til máls Svanhildur Konráðsdótt- ir, kynningar- og útgáfu- stjóri fyrir Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, þar sem hún fjallar um undirbúning og þá viðburði sem verið er að skipuleggja. Júlíus Hafstein framkvæmda- stjóri kristnihátíðar- nefndar talar um atburði tengda kristnitökuhátíð- inni. Hallgi'ímur Jónsson framkvæmdastj óri Landssambands hestamanna mun einnig tala á fundinum og kynna fyrirhugað landsmót hestamanna, sem haldið verður í Reykjavík árið 2000. Það mun vera fýrsta landsmótið sem hald- ið er innan borgarmarkanna. Þá mun Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tala um ferðaþjónustuna árið 2000. Hanne Spndergaard hjá markaðsskrifstofu Kaupmanna- hafnar, Wonderful Copenhagen, heldur fyrirlestur á ráðstefn- unni. Hún mun segja frá reynslu Dana þegar Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu, ár- ið 1996 og fjalla um hvernig áhrifin af markaðssetningu menningarborgarinnar leiddu til aukins ferðamannastraums til Kaupmannahafnar. „Þegar það var ákveðið að Kaupmannahöfn yrði menning- arborg Evrópu árið 1996 var sérstök stofnun sett á laggirnar í janúar árið 1992 til að halda ut- an um allan undmbúning. Henni var gert að halda utan um þrjá meginþætti, listviðburði, vett- vang þeirra og íbúa borgarinn- ar. Hundruð funda voru haldnir með grasrótarhreyfingum, og fagfólki í hinum ýmsu listgrein- um og línur lagðar fyi-ir þennan viðburð. „Eftir á að hyggja var farið aðeins of seint af stað með markaðssetningu hvað snertir alla ferðaþjónustu. Stofnunin fékk sérstaka fjárveitingu til að sinna því. Fólk þurfti að leggja á sig mikla vinnu við markaðs- setninguna á þeim vettvangi, því tíminn var naumur. Þegar upp var staðið skilaði það frábærum árangri, því bæði erlendis og í Danmörku vissi fólk að Kaup- mannahöfn var menningarborg Evrópu árið 1996.“ - Hver var árangurinn af öll- um þessum undirbún- __________ ingi? „Hann var ótvíræð- ur. Fyrir það fyrsta þá tókst að víkka sam- starf milli hinna ýmsu listgreina og ferða- þjónustu og komið var á nýjum varanlegum tengslum. Þá risu margar nýjar byggingar í borginni og hótel- rúmum fjölgaði til dæmis um 12% í Kaupmannahöfn." - Heldur þú að ferðaþjónust- an í Danmörku búi enn að undir- búningi fyrir árið 1996? „Það er enginn vafi á því. Við héldum fyrst í stað að hóteirúm- Hanne Sendergaard ►Hanne Snndergaard er fædd í Næstved í Danmörku. Hún hef- ur síðastliðinn aldarfjórðung verið búsett í Kaupmannahöfn. Hanne lagði stund á nám í ensku og viðskiptafræði. Hún hefur unnið fyrir Kaupmanna- hafnarborg síðastliðin 20 ár, bæði hjá markaðsskrifstofu Kaupmannahafnar, Wonderful Copenhagen og Copenhagen City Center. Hún starfar nú þar sem þróunarsljóri. Hanne er gift og á tvö upp- komin börn. Bíðið ekki of lengi með átak í markaðs- setningu á ferðaþjónustu um myndi fækka aftur í sömu tölu og var fyrir árið 1996, en svo var ekki. Þeim fækkaði ein- ungis um 5%. Þá var eftirtektarvert að árið 1996 fjölgaði alþjóðlegu funda- og ráðstefnuhaldi í Kaupmanna- höfn mjög mikið og það hefur ekki dregið úr slíkum heimsókn- um. Arið 1996 sýndi okkur einnig fram á að ef aðilar í ferðaþjón- ustu leggjast á eitt og vinna saman má koma ýmsu í verk. Slík samvinna hefur sem betur fer haldið áfram og mörg sam- eiginleg verkefni eru í gangi um þessar mundir.“ - Hvernig telur þú að borgar- búar geti búið sig undir árið 2000, þegar Reykjavík verður menningarborg Evrópu? „Það er engin spuming að samstarf er lykilorð í þessu sam- bandi og þá milli forsvarsmanna hinna ýmsu mismunandi list- greina og þeirra sem starfa að ferðaþjónustu. Lærið af reynslu okkar í Danmörku og bíðið ekki of lengi með að hefja markaðsá- tak í ferðaþjónustunni. Sé farið of seint af stað er alltaf hætta á að landið missi af frábæru tæki- færi til að kynna borgina. Þá er líka mikilvægt að fá fært fagfólk til að markaðssetja það sem í boði verður og fá til þess fjámagn. Gott samstarf við fjölmiðla er nauðsynlegt og öfl- ugir kynningarfull- trúar. Síðast en ekki síst —— þurfa þeir sem að skipulagningu standa að vera opnir fyrir nýjum og ferskum hugmyndum. Sparið ekkert í kynningu á því sem borgin hefur upp á að bjóða og þá mun árangurinn ekki láta á sér standa.“ Fyririestur Hönnu er á ensku. Fundurinn hefst í Iðnó klukkan 13.30 og er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.