Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætísráðherra hefur mælt fyrir þin^ályktimartillögru um nýja byggðastefnu SVONA heim nieð ykkur aftur, það þýðir ekkert að flýja hingað þótt þið hailð veríð rænd lffsbjörginni. Verðskrá SVFR 1999 komin út Mest hækkun í Gljúfurá og Norðurá Um 60 sýkt- ust í mötu- neytinu UM 60 manns veiktust þegar upp kom matareitrun í mötu- neyti ríkisstofnana við Borgar- tún 7 í Reykjavík. Þetta eru nokkuð fleiri en í fyrstu var talið. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðstjóri matvælasviðs Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði að ljóst væri að um sýk- ingu hefði verið að ræða, en ekki hefði enn tekist að skil- gi’eina nákvæmlega úr hvaða matvælum hún kom. Rögnvaldur sagði að veik- indin hefðu reynst langvinnari en í fyrstu var talið. Flestir hefðu þó jafnað sig á rúmum sólarhring, en ekki allir. Eftir því sem hann best vissi væru flestir búnir að jafna sig á veikindunum. Rögnvaldur sagði að unnið væri að því að safna og rann- saka sýni til að átta sig betur á sýkingunni. Jafnframt myndi Heilbrigðiseftirlitið fara í mötuneytið og skoða betur að- stæður til að tryggja að þetta endurtæki sig ekki. NOKKRAR verðhækkanir er að finna í nýútkominni verðskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyr- ir vertíðina 1999. í flestum tilvik- um er um 2-3% hækkanir að ræða sem eru í samræmi við hækkun neysluvísitölu, en meiri hækkanir, allt að 6,5% að meðaltali í einstök- um ám, er einnig að finna í ná- grannaánum Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði. í>á eru dæmi um óbreytt verð. Meðalhækkun veiðileyfa í Norð- urá, sem var fjórða hæsta lax- veiðiáin á nýliðinni vertíð, er rúm 6%. I verðskránni er að finna allt frá verðlækkun um 3% og upp í 12% hækkun. Það eru holl snemma í ágúst sem hækka mest, en júnídagar hækka einnig nokk- uð, eða um 8 til 10% að sögn Bergs Steingrímssonar framkvæmda- stjóra SVFR. Bergur bætti við, að leigufyrirkomulagið kvæði á um að verðskrá væri endurskoðuð á hverju ári og væri þá tekin afstaða til krafna landeigenda hverju sinni. Veiðileyfi í Gljúfurá í Borgarfirði hækka að jafnaði um 6,5% og stafar það að sögn Bergs fyrst og fremst af útboði sem leiddi til hækkunar á árleigunni. A móti kemur að stöngum er aftur fækkað úr fjórum í þrjár á besta veiðitíma og veiðitíminn lengdur frá 10. til 20. september. Dæmi um óbreytt verð frá ný- loknu sumri er að finna í Stóru- Laxá í Hreppum og í Laxá í Kjós, auk einhverra sjóbirtingssvæða, t.d. í Eldvatni á Brunasandi. BKI Extra 400 g Sveppasúpa IICKEN HEIM • UM LAND ALLT Ferðaþjónusta í Reykjavík árið 2000 Samvinna er lykilorð í undirbúningi Föstudaginn 27. nóvember heldur Atvinnu- og ferða- málanefnd opinn fund í Iðnó til að kynna undir- búning að atburðum í Reykjavík árið 2000. Auk borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, taka til máls Svanhildur Konráðsdótt- ir, kynningar- og útgáfu- stjóri fyrir Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, þar sem hún fjallar um undirbúning og þá viðburði sem verið er að skipuleggja. Júlíus Hafstein framkvæmda- stjóri kristnihátíðar- nefndar talar um atburði tengda kristnitökuhátíð- inni. Hallgi'ímur Jónsson framkvæmdastj óri Landssambands hestamanna mun einnig tala á fundinum og kynna fyrirhugað landsmót hestamanna, sem haldið verður í Reykjavík árið 2000. Það mun vera fýrsta landsmótið sem hald- ið er innan borgarmarkanna. Þá mun Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tala um ferðaþjónustuna árið 2000. Hanne Spndergaard hjá markaðsskrifstofu Kaupmanna- hafnar, Wonderful Copenhagen, heldur fyrirlestur á ráðstefn- unni. Hún mun segja frá reynslu Dana þegar Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu, ár- ið 1996 og fjalla um hvernig áhrifin af markaðssetningu menningarborgarinnar leiddu til aukins ferðamannastraums til Kaupmannahafnar. „Þegar það var ákveðið að Kaupmannahöfn yrði menning- arborg Evrópu árið 1996 var sérstök stofnun sett á laggirnar í janúar árið 1992 til að halda ut- an um allan undmbúning. Henni var gert að halda utan um þrjá meginþætti, listviðburði, vett- vang þeirra og íbúa borgarinn- ar. Hundruð funda voru haldnir með grasrótarhreyfingum, og fagfólki í hinum ýmsu listgrein- um og línur lagðar fyi-ir þennan viðburð. „Eftir á að hyggja var farið aðeins of seint af stað með markaðssetningu hvað snertir alla ferðaþjónustu. Stofnunin fékk sérstaka fjárveitingu til að sinna því. Fólk þurfti að leggja á sig mikla vinnu við markaðs- setninguna á þeim vettvangi, því tíminn var naumur. Þegar upp var staðið skilaði það frábærum árangri, því bæði erlendis og í Danmörku vissi fólk að Kaup- mannahöfn var menningarborg Evrópu árið 1996.“ - Hver var árangurinn af öll- um þessum undirbún- __________ ingi? „Hann var ótvíræð- ur. Fyrir það fyrsta þá tókst að víkka sam- starf milli hinna ýmsu listgreina og ferða- þjónustu og komið var á nýjum varanlegum tengslum. Þá risu margar nýjar byggingar í borginni og hótel- rúmum fjölgaði til dæmis um 12% í Kaupmannahöfn." - Heldur þú að ferðaþjónust- an í Danmörku búi enn að undir- búningi fyrir árið 1996? „Það er enginn vafi á því. Við héldum fyrst í stað að hóteirúm- Hanne Sendergaard ►Hanne Snndergaard er fædd í Næstved í Danmörku. Hún hef- ur síðastliðinn aldarfjórðung verið búsett í Kaupmannahöfn. Hanne lagði stund á nám í ensku og viðskiptafræði. Hún hefur unnið fyrir Kaupmanna- hafnarborg síðastliðin 20 ár, bæði hjá markaðsskrifstofu Kaupmannahafnar, Wonderful Copenhagen og Copenhagen City Center. Hún starfar nú þar sem þróunarsljóri. Hanne er gift og á tvö upp- komin börn. Bíðið ekki of lengi með átak í markaðs- setningu á ferðaþjónustu um myndi fækka aftur í sömu tölu og var fyrir árið 1996, en svo var ekki. Þeim fækkaði ein- ungis um 5%. Þá var eftirtektarvert að árið 1996 fjölgaði alþjóðlegu funda- og ráðstefnuhaldi í Kaupmanna- höfn mjög mikið og það hefur ekki dregið úr slíkum heimsókn- um. Arið 1996 sýndi okkur einnig fram á að ef aðilar í ferðaþjón- ustu leggjast á eitt og vinna saman má koma ýmsu í verk. Slík samvinna hefur sem betur fer haldið áfram og mörg sam- eiginleg verkefni eru í gangi um þessar mundir.“ - Hvernig telur þú að borgar- búar geti búið sig undir árið 2000, þegar Reykjavík verður menningarborg Evrópu? „Það er engin spuming að samstarf er lykilorð í þessu sam- bandi og þá milli forsvarsmanna hinna ýmsu mismunandi list- greina og þeirra sem starfa að ferðaþjónustu. Lærið af reynslu okkar í Danmörku og bíðið ekki of lengi með að hefja markaðsá- tak í ferðaþjónustunni. Sé farið of seint af stað er alltaf hætta á að landið missi af frábæru tæki- færi til að kynna borgina. Þá er líka mikilvægt að fá fært fagfólk til að markaðssetja það sem í boði verður og fá til þess fjámagn. Gott samstarf við fjölmiðla er nauðsynlegt og öfl- ugir kynningarfull- trúar. Síðast en ekki síst —— þurfa þeir sem að skipulagningu standa að vera opnir fyrir nýjum og ferskum hugmyndum. Sparið ekkert í kynningu á því sem borgin hefur upp á að bjóða og þá mun árangurinn ekki láta á sér standa.“ Fyririestur Hönnu er á ensku. Fundurinn hefst í Iðnó klukkan 13.30 og er öllum opinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.