Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 23
5% olíusparnaður
í flutningaskipum
Brennsluhvatar Davids Butts
vekja athygli vestanhafs
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
BJÖRN Haraldsson og Svanur Kristjánsson, umboðsmenn Portline Star á íslandi, og Indriði Kristinsson,
hafnarstjóri í Þorlákshöfn, við komu Florindu til landsins á dögunum.
Siglt frá Þorlákshöfn
BRENNSLUHVATAR sem
stuðla að eldneytissparnaði og
mengunarvörnum í díselvélum
hafa vakið talsverða athygli stór-
fyrirtækja í Kanada. Brennslu-
hvatarnir eru hannaðir og þróaðir
af David Butt hér á landi, en hann
flutti starfsemi sína vestur um haf
fyrir um tveimur áram, Fyrirtæk-
ið Comtec Combustion
Technologies framleiðir nú búnað-
inn og verður honum m.a. komið
fyrir um borð í nokkrum flutn-
ingaskipum olíurisans Irving Oil.
David Butt sótti um einkaleyfi
fyrir brennsluhvatann í Kanada
og Bandaríkjunum og hefur um-
hverfisráðuneytið í Nova Scotia og
Atlantic Canada Oppertunities
Agency lagt fram 3 milljónir
króna til markaðssetningar og
markaðskönnunar fyrir tækið í
Kanada.
Irving Oil meðal
viðskiptavina
Mikill áhugi er fyrir brennslu-
hvatanum vestra og hafa tvö fyrir-
tæki í eigu Irving Oil prófað tækið
í skipum og á vélaverkstæðum, en
Irving Oil er umboðsaðili Comtec í
Kanada. Skipadeild Irving Oil,
Kent Line Ltd., var með tæki til
reynslu um borð í einu skipa sinna
og nam olíusparnaður skipsins á
reynslutímabilinu um 5%, sem
jafngildir einu tonni af olíu á sól-
arhring. Ennfremur varð vél
skipsins hreinni með notkun bún-
aðarins og mun minna var af sóti í
útblæstri. Irving Oil hefur nú
pantað tækið í tvö skip til viðbót-
ar, en skipin eru hvert um sig með
7 þúsund hestafla vélar. Þá mun
kanadíski sjóherinn reyna
brennsluhvatann á næsta ári, auk
þess sem kanadíska strandgæslan
er með tækið í tveimur skipum til
reynslu.
Vélarnar skila
meira afli
Brennsluhvatinn hefur einnig
verið til reynslu í fiskiskipum,
bæði hérlendis og í Kanada. Að
jafnaði nemur olíusparnaður skip-
anna um 5%, auk þess sem vélarn-
ar þykja ganga betur og skila
meira afli. Tækið er nú í notkun í
hátt í 40 íslenskum skipum en
einnig hefur SR-mjöl notað það í
brennsluofnum sínum.
David Butt segir kostnað við
ísetningu tækisins skila sér fljótt
með eldneytissparnaði. Hann
hafi nú kynnt búnaðinn fyrir öll-
um helstu og stærstu útgerðum í
Kanada og byggi einkum á niður-
stöðum prófana hér á Islandi og
yfirlýsingum íslenskra útgerða
og fyrirtækja. Hann segir að
einnig verði að huga að endur-
nýjun búnaðarins en að jafnaði
endist tækið í um 8 þúsund
klukkustundir.
Umboðsaðili Comtec á íslandi
er Umhverfi hf., sem er í eigu Ey-
mundar Matthíassonar.
Morgunblaðið. Þorlákshöfn.
FLUTNINGASKIPIÐ Florinda
kom til Þorlákshafnar nýverið og
eru þar með hafnar reglubundnar
siglingar milli Þorlákshafnar og
Avairo í Portúgal, með viðkomu í
Alasundi í Noregi. Það er portú-
galska skipafélagið Portline Star,
eitt stærsta þarlendra skipafélaga,
sem á skipið og stendur að flutning-
unum.
Umboðsmaður félagsins á Islandi
er Björn Haraldsson og hefur verið
opnuð umboðsskrifstofa í Þorláks-
höfn. Segir Björn um 14 mánuði
liðna frá því fyrst kom til tals að
þörf væri fyrir aukna og öðruvísi
flutnmga fyrir þá sem stæðu utan
við SÍF. Þetta sé þó ekki gert í sam-
keppni við neinn, heldur sé um nýj-
an möguleika að ræða sem allir geti
nýtt sér. Með því að skipa ekki upp í
Rotterdam, heldur sigla beint til
Portúgal, eigi að vera hægt að bjóða
lægra verð.
Fyrirhugað er að Florinda verði í
Þorlákshöfn á 23 daga fresti. Björn
segh- skipið, sem er um 2.400 smá-
lestir, hafa verið útbúið sérstaklega
fyrir þessa flutninga, en í skipinu
eru bæði kæli- og írystivélar. Þetta
er fyrsta skipið sem er sérstaklega
útbúið með gæðastýringu á hitastig
fyrir saltfisk. I skipinu er pláss fyrir
50 gámatengi. Breytingar á skipinu
voru boðnar út og var íslenska fyr-
irtækið Frostmark með lægsta til-
boð í kæli- og frystikerfi. Guðlaugur
Pálsson, framkvæmdastjóri Frost-
marks, segir að mestur hluti verks-
ins hafi verið unninn í Portúgal en
lokafrágangur færi fram í Þorláks-
höfn.