Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Deilt á skattbreytingaáform Schröders Samherjar gagnrýna kanzlarann GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hefur nú séð sig knúinn til að bregðast við harðri gagni-ýni á skattbreytingaáform ríkisstjórnar- innar, sem undanfarna daga hefur fyrst og fremst komið frá stjórnum sambandslandanna sextán, sem Þýzkaland skiptist upp í. Forsætisráðherrar sambands- landanna halda því fram að skatta- lækkanirnar sem sambandsstjórnin, undir forystu Schröders, hafi áformað, muni skapa þeim (sam- bandslöndunum) mestan tekjumissi. Þeir hafa því hótað að beita neitun- arvaldi gegn nýju skattalögunum í Sambandsráðinu, efri deild þjóð- þingsins, sem forsætisráðherramir og fleh-i fulltrúar sambandsland- anna eiga sæti á, en Jafnaðar- mannaflokkurinn SPD - flokkur Schröders - ræður þar nú yfir traustum meirihluta. Meira að segja Gerhard Glogowski, ai-ftaki Schröders sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands, gagnrýndi áform Schröder-stjórnarinnar, en áður höfðu starfssystkin hans í Sachsen- Anhalt, Nordrhein-Westfalen, Slés- vík-Holtsetalandi og Hessen gert það. Schröder brást við þessu á þriðjudag með því að fallast á sér- stakan fund með forsætisráðherr- um þeirra sambandslanda, þar sem SPD er í stjórn. Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, gagnrýndi þetta í gær og hvatti til þess að kanzlarinn fundaði með öll- um forsætisráðherrunum, ekki ein- göngu þeim þeirra sem era í SPD. „Það er ekki í lagi að nota sam- bandslöndin til að bæta upp tekju- missinn sem skattbreytingarnar hafa í för með sér,“ sagði Gerhard Glogowski í blaðaviðtali. Hann sagði ákvörðun Schröder-stjórnarinnar frá því í síðustu viku um að hætta að innheimta skatta af launatekjum undir 620 mörkum (um 25.000 kr.) á mánuði myndi kosta landssjóðinn 410 milljónir marka árlega (um 16,8 milljarða kr.) í tapaðar skatttekjur. Fjármálaráðherrann Oskar Lafontaine, sem jafnframt er flokksleiðtogi SPD, reyndi að slá á áhyggjur héraðsleiðtoganna. Hann sagðist myndu ræða leiðir til að bæta þeim þetta upp á sérstökum fundi með fjármálaráðherrum sam- bandslandsstjórnanna síðar í vik- unni. Sun ræðst á Lafontaine Brezka æsifréttablaðið The Sun helgaði í gær síðu þrjú í blaðinu, Reuters GERHARD Schröder kanzlari heilsar Oskar Lafontaine fjármálaráð- herra við upphaf ríkisstjórnarfundar í Berlín í gær, en þetta var í fyrsta sinn sem stjórnin kom þar saman eftir að landið var sameinað. Stjórnin flytur formlega til Berlínar næsta sumar. Innfellda myndin er af blaðsíðu 3 í The Sun. sem að öllu jöfnu er frátekin fyrir mynd af berbrjósta yngismær, þýzka fjármálaráðherranum, undir fýrirsögninni „Ist das der gefáhrlichsten Mann Europas?“, þ.e. „Er þetta hættulegasti maður Evrópu" á þýzku. Lafontaine var þar með gerður að nýjasta fómarlambi herferðar Sun gegn aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Hann var sakaður um að vilja skattahækkanh', að sterlingspundið verði afnumið og að þýzkur seðla- banki stýri vaxtastigi í Bretlandi. Hin þýzka fyrirsögn samsvaraði fyrirsögninni sem stóð yfir álíka árás á Tony Blair forsætisráðherra fyrr á árinu, sem gekk út á að hann væri brezkum hagsmunum hættu- legur vegna þeirrar stefnu sinnar að vilja koma Bretlandi inn í EMU. Fyrsta ýtarlega sjónvarpsviðtalið við Kenneth Starr „Hefðum átt að hafa meiri hemil á Tripp“ Kenneth Starr Linda Tripp Washington. Reuters. KENNETH Starr, sem stjórnaði fjög- urra ára rannsókn á málum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali í ABC- sjónvarpinu í nótt að lögfræðingar sínir hefðu átt að „hafa meiri hemil“ á Lindu Tripp á mikilvægu tímabili í rannsókn- inni. Þetta er fyrsta ýtarlega viðtalið sem tekið hefur verið við Starr frá því hann hóf rannsóknina á því hvort forsetinn hefði framið meinsæri og lagt stein í götu réttvísinnar með því að reyna að leyna kynferðislegu sambandi sínu við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Tripp hafði hljóðritað samtöl sín við Lewinsky, fyrrverandi vinkonu sína, um samband hennar við Clinton. Diane Sawyer, sem tók viðtalið við Starr, spurði hann hvernig á því stæði að Tripp hefði farið af skrifstofu hans í janúar á fund við lögfræðinga Paulu Jones, sem höfðaði mál gegn Clinton og sakaði hann um kynferðislega áreitni. Daginn eftir yfirheyrðu lögfræðingarnir Clinton um ásak- anir Tripp og forsetinn neitaði því þá í fyrsta sinn í eiðsvarinni yfir- lýsingu að hann hefði haldið við Lewinsky. Hann viðurkenndi þó síðar að hafa átt í kynferðislegu sambandi við hana. „Ég tel að við hefðum getað haft meiri hemil á henni,“ sagði Starr í útdrætti úr viðtalinu sem birtur var í gær. Þegar Sawyer spurði hann að því hvort hann ætti við að lög- fræðingar hans „hefðu átt að hafa meiri hemil á henni“ svaraði hann því játandi. Hann bætti við sam- starfsmenn sínir hefðu ekki vitað að Tripp ætlaði að ræða við lög- fræðinga Paulu Jones. „Einstaklega hæfileikaríkur“ forseti Demókratar og fleiri stuðnings- menn Clintons hafa sakað Starr um að hafa komið fram sem erkió- vinur forsetans og gert allt sem á valdi hans stæði til að knýja fram brottvikningu hans. Starr fór þó lofsamlegum orðum um Clinton í viðtalinu. „Hann er einstaklega hæfileikaríkur, frábærlega sköru- legur, og ég hef kynnst fólki í starfi mínu sem er í nánum tengsl- um við hann og telur hann aðeins vekja mjög mikinn hlýhug og holl- ustu meðal flestra sem kynnast honum.“ Starr bar vitni fyrir dómsmála- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja- þings á fimmtudaginn var og hvatti til þess að Clinton yrði sviptur for- setaembættinu þar sem hann hefði borið ljúgvitni og lagt stein í götu réttvísinnar. Hann sagði í viðtalinu að hann væri andvígur ástarsamböndum ut- an hjónabands en neitaði því að hann væri „tepraleg kynlífslög- regla“ eins og andstæðingar hans hafa sakað hann um. Hann bætti við að ekki væri hægt að láta mein- særi viðgangast og að bandaríska þingið mætti ekki senda þau skila- boð til bandarískra unglinga að menn gætu komist upp með að bera ljúgvitni. „Hefðum e.t.v. átt að gera meira“ Talsmaður Starrs, Charles Baka- ly, sagði í viðtali við CNN-sjón- varpið í fyrrakvöld að skrifstofa hans stæði við allt sem fram kæmi í rannsóknarskýrslunni sem send var þinginu en nokkrir aðstoðar- menn Starrs veltu því hins vegar fyrir sér hvort ekki hefði átt að búa þingmennina betur undir berorðar lýsingar á kynlífi forsetans í skýi-sl- unni. „Við reyndum að vara þá við því að þetta væra mjög viðkvæmar upplýsingar," sagði hann. „Við velt- um því þó fyrir okkur hvort við hefðum getað gert meira - við vit- um ekki hvað - en við hefðum ef til vill átt að gera meira til að undii'- búa þá.“ Boða tillögu um vítur á Clinton Washington. Reuters. NOKKRIR demókratai' í dómsmála- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja- þings sögðust í fyrradag ætla að leggja fram tillögu fyiir nefndina um að Bill Clinton Bandaríkjaforseti yi-ði víttur en ekki sviptur embætt- inu vegna ásakana um að hann hefði framið meinsæri. Rick Boucher, þingmaður frá Virginíu, sagði að óvíst væri hversu margir demókratar í dómsmála- nefndinni myndu styðja tillöguna en viðurkenndi að á meðal þeiraa væri ekki einhugur um hana. Repúblikanar eru í meirihluta í dómsmálanefndinni og leiðtogar þeirra hafa sagt að þeir séu andvígir því að forsetinn verði víttur, segja að slíkt myndi ganga í berhögg við stjórnarski'ána og vera ófullnægj- andi refsing fyrir Clinton vegna framgöngu hans í máli Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Henry Hyde, formaður nefndar- innar, hefur sagt að vilji demóki'atar að forsetinn verði víttur sé betra að þeir leggi tillöguna fram fyrir full- trúadeildina eða hugsanlega öld- ungadeild þingsins. Bob Livingston, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur látið í ljósi efasemdir um tillöguna en ekki hafnað henni. The Washington Post hafði í gær eftir heimildarmönnum úr röðum repúblikana að lítið vantaði upp á að tillaga um að Clinton yi'ði ákærður fyrir meinsæri fengi nægan stuðning í fulltrúadeildinni, hins vegar væri ljóst að deildin myndi ekki ákæra hann fyrir að leggja stein í götu rétt- vísinnar. Demókratar, sem vilja að forset- inn verði víttur, sögðust telja að ekki væri meirihluti fyrir því í fulltrúa- deildinni að svipta Clinton forseta- embættinu og örugglega ekki í öld- ungadeildinni. Þeir sögðu að repúblikanar og demókratar, sem vilja ekki að Clinton sleppi alveg við refsingu, myndu samþykkja vítur á forsetann ef slík tillaga yrði lögð fyr- ir fulltrúadeildina. Paul McHale, demókrati frá Penn- sylvaníu, sem hvatti Clinton til að segja af sér í ágúst, sendi Hyde bréf og drög að tillögu um vítur í fyrra- dag. „Eg er nú sannfærður um að vítur séu betri kostur,“ sagði hann. „Það er þjóðinni fyrir bestu að málið verði leitt til lykta sem fyrst.“ Repúblikanar mótmæla Talsmenn Clintons og Als Gores varaforseta hafa fagnað þeirri ákvörðun Janet Reno dómsmálaráð- herra að skipa ekki óháðan saksókn- ara til að rannsaka fjáröflun Gores fyrir forsetakosningarnai' árið 1996. Repúblikanar sögðust hins vegai' hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, en þeir hafa gagnrýnt Reno í tvö ái' fyrir að hafna því að skipa saksókn- ara til að rannsaka hugsanleg brot demókrata á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. Repúblikaninn Dan Burton, for- maður umbóta- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, sem hefur rannsakað slík fjáröflunarmál, sagði að Reno hefði „enn einu sinni látið hjá líða að fara að lögum“. Ákvörðun Reno byggist á þriggja mánaða rannsókn starfsmanna dómsmálai'áðuneytisins og repúblikaninn Orrin Hatch, formað- ur dómsmálanefndar öldungadeildar- innar, sagði að sú rannsókn hefði ein- skorðast við veigalítil mál, svo sem ásakanir um að Gore hefði hringt úr síma Hvíta hússins til að óska eftir fjárframlögum. Með ákvörðun sinni hefði Reno grafið undan trausti al- mennings á dómsmálaráðuneytinu og hindrað að „glæfralegar fjáröflunar- aðferðii' Clintons og fleiri embættis- manna“ yi'ðu rannsakaðar til hlítar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.