Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 33
Nýjar bækur
• HEIMSINS besta amma. er rit-
stýrt af Helenu Exley, en Jón Daní-
elsson þýddi bókina.
Það eru barnabörnin sjálf sem
hafa skrifað þessa bók og mynd-
skreytt hana.
• HEIMSINS besti pabbi er rit-
stýrt af Helenu Exley. Þýðandi er
Guðbrandur Siglaugsson.
I kynningu segir: „Þetta er fal-
legt rit sem lofar feðurna. Það er
skrifað og myndskreytt af alúð og
dálæti, af börnum. Kætin, hláturinn
og ánægjan af því að vera með
pabba lýsir af hverri mynd og
hveiTÍ setningu."
Utgefandi er Skjaldborg. Umbrot
og frágangur: Skjaldborg. Bækurn-
ar eru prentaðar í Singapúr. Heims-
ins besta amma er 30 bls. Heimsins
besti pabbi er28 bls. Verð hvorrar
bókar: 750 kr.
• Frank og Jói - meðan klukkan
tifar er eftir Franklin W. Dixon í
þýðingu Jóns Birgis Péturssonar.
I kynningu segir: Frank og Jói
eru synir frægs rannsóknarlög-
reglumanns og ákveðnir í að feta í
fótspor hans. Að þessu sinni taka
þeir að sér rannsókn á dularfullum
atburðum í húsi einu og reynist hún
bæði hættuleg og snúin. En bræð-
urnir heimsfrægu kunna eitt og
annað fyrir sér.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 142 bls. Umbrot og frágangur:
Skjaldborg. Bókin erprentuð í
Singapúr. Verð: 1.680 kr.
• AST, peningar og allt i rugli er
unglingasaga eftir Carsten Folke
Möller í þýðingu Jóns Daníelssonar.
I kynningu segir: „Fyrst vann ég
í lottóinu - svo kyssti Katrín mig.
Framtíðarhorfur mínar gátu ekki
verið bjartari. Einmitt þá snerast
örlögin gegn mér...“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 136 bls. Umbrot og frágangur:
Skjaldborg. Bókin er prentuð í
Singapúr. Verð: 1.780 kr.
• REGNSKÓGAR hafsins - bók
um kóralla og kóralrif er eftir Lars
Thomas í þýðingu Gissurar Ó. Erl-
ingssonar. Myndir eru eftir Johann-
es Bojesen.
Margir hafa í tímans rás lagt sig í
líma við að komast sem næst kóröll-
unum enda eru þeir heimkynni svo
morandi lífs að á þurru landi er þess
líki einungis að finna í regnskógum
hitabeltisins. Hér er aragrúi fiska
og hér vaxa líka hinir undraverðu
eðalkórallar sem eru efniviður í sum
af fegurstu listaverkum veraldar,
segir í kynningu.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 46 bls. í stóru broti. Umbrot og
frágangur: Skjaldborg. Bókin er
prentuð í Singapúr. Verð: 1.480 kr.
• NANCY og gamla albúmið er
eftir Carolyn Keene í þýðingu
Gunnars Sigurjónssonar.
í kynningu segir: Að þessu sinni
reynir Nancy að hafa uppi á dular-
fullri brúðu fyrir konu eina og
kemst á slóð sígauna sem virðast
hafa óhreint mjöl í pokahorninu.
Nancy verður fljótt ljóst að hún er í
bráðri hættu stödd.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 165 bls. Umbrot og frágangur:
Skjaldborg. Bókin erprentuð í
Singapúr. Verð: 1.680 kr.
• MERKILEG dýr er eftir Bent
Jörgensen í þýðingu Gissurar Ó.
Erlingssonar. Teikningar eru eftir
Birde Poulsen.
I kynningu segir: Öll dýr eru
merkileg. En sum dýr era merki-
legri en önnur, annaðhvort vegna
þess að þau lifa á allt annan hátt en
við eða af því að þau eru einkennileg
í útliti.“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 46 bls. í stóru broti. Umbrot og
frágangur: Skjaldborg. Bókin er
prentuð í Singapúr. Verð: 1.480 kr.
• FYRSTA orðabók mín er eftir
Richard Scarry í þýðingu Óskars
Ingimarssonar. Bókin er endurút-
gefin.
í kynningu segir: Meira en 1.000
litmyndir pi-ýða bókina og mörg
þúsund orð á íslensku, ensku og
dönsku. Bókin hjálpar yngstu börn-
unum að þekkja umhverfi sitt og
hlutina í kringum sig.
Útgefandi er Setberg. Bókin er
63 bls. Verð: 1.480 kr.
Þar sem ég er,
þar er ég
BÆKUR
Ljöð
LJÓÐ - ÚRVAL
eftir Þorstein Valdimarsson.
Eysteinn Þorvaldsson bjó til prentun-
ar og ritar inngang. Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla íslands 1998
- 232 bls.
MÖRG þau skáld sem komu fram
um miðja öldina eiga í innri átökum
sem að nokkru eiga rætur að rekja
til örra þjóðfélagsbreyt-
inga. Ekki var einungis
um að ræða viðbrogð
við formbyltingu atóm-
skáldanna heldur lifðu
þau í tveimur heimum,
heimi dreifbýlis og þjóð-
legs veruleika og veröld
þéttbýlis og erlendra
áhrifa.
Þorsteinn Valdimars-
son var eitt þessara
skálda. Hann var maður
tveggja heima. Hann
meðtók rómantík gamla
sveitasamfélagsins.
Ljóð hans sóttu sitt til
rómantíkur og nýróm-
antíkur, ekki síst orð-
færi og myndmál. En
hann var einnig barn
síns tíma. Þótt hann héldi oftast vel í
hefðbundið ljóðform einkenndust
skrif hans þó af formtilraunum og
leit að nýjum tjáningarhætti og þar
var hann fundvís. Enn fremur leit-
uðu tilvistarspurningar á hann og
gætir þar áhrifa frá módernismanum
og tilvistarstefnunni.
Nú hefur Eysteinn Þorvaldsson
búið úi*val ljóða Þorsteins til prent-
unar og ritar ítarlegan og vandaðan
inngang. Það er fagnaðarefni að fá
þessa bók í hendurnar. Mörg ljóð
Þorsteins lifa með þjóðinni bæði í
söngvum og svo standa þau vissu-
lega fyrir sínu sjálf. Sum þeirra eru
mjög kunn eins og ljóðin Ingi Lár og
Þú veist í hjarta þér. A vissan hátt
ruddi Þorsteinn einnig þeim
skemmtilega lausavísnahætti, lim-
runni, braut og má ef til vill þakka
honum að veralegu leyti hversu góðu
lífí limran lifir sem lausavísnaháttur
hér á landi. Til gamans úr því að
mikið er talað um sameiningu ki'ata
og komma um þessar mundh- má
rifja upp limru sem Þorsteinn orti og
kallai’ Kratar:
Gamla Vilmundarvitið
er vitanlega’ orðið slitið
á stöku stað -
svo þeir stíga’ ekki í það
nema stundum, eins og þið vitið.
En úr þessu hefur nú ræst, vona
ég. Raunar er mikill hluti limra Þor-
steins ekki pólitískur kveðskapur
eða gamankvæði heldur
fjalla þau mörg hver
um dýrð náttúrunnar.
Eitt helsta einkenni á
ljóðum Þorsteins var
hið rómantíska ljóð- og
myndmál samfara fé-
lagslegum viðhorfum.
Fjallar Eysteinn ítar-
lega um það í inngangi
sínum. Einkum ber
hann það saman við ljóð
rómantískra skálda og
ekki síst Jónasar Hall-
gi’ímssonar. Því verður
ekki neitað að mai’gt er
líkt í kveðskapi þessara
manna. Sumt af ljúf-
lingatali Þorsteins
minnh’ á listaskáldið
góða:
flýt þér Ijóð mitt
á lynggötu
hjarta míns ástvin
eitthvað dvelur
hingað hann seiðir
sunginn óður
slóð kvöldálfa
komi ljúflingur
Því má hins vegar ekki gleyma að
Þorsteinn var ekki einn um að yrkja
í anda þessa listaskálds. Svipaður
andi var í kvæðum margra sósíal-
ískra skálda um miðja öldina. Má þar
nefna Jóhannes úr Kötlum, Guð-
mund Böðvarsson og Snoraa Hjart-
arson. Þar fóru saman rómantískt
myndmál og félagsleg viðhorf og
raunar oft líka trúarleg viðhorf svo
merkilegt sem það nú er. Þess ber
einnig að geta að einn mesti áhrifa-
maður sósíalista, Kristinn E.
Andrésson, hampaði mjög Fjölni og
Jónasi. Skýringanna á þessu kann að
vera að leita að nokkru til hug-
myndafræði Sósíalistaflokksins sem
byggði annars vegar á hugmyndinni
um sósíalisma í einu landi og svokall-
aðri þjóðfylkingai’stefnu. En þessari
stefnu fylgdi mikil áhersla á þjóðern-
ishyggju, alþýðlega og þjóðlega
menningu. Jónas Hallgrímsson sam-
einaði þetta allt í skáldskapi sínum
svo að hann var kjörin fyrirmynd. í
mörgum ljóðum sem fjölluðu um
Nato og vera hersins hér á landi
endurómaði smávina-, ljúflinga- og
náttúrutal Jónasar.
En það er líka innhverfari tónn í
kvæðum Þorsteins, spurningar um
tilvist mannsins. Einkum er þetta
áberandi í síðustu ljóðabók hans. Ey-
steinn kallar hann raunar félags-
lyndan einfara þótt það kunni að
verka sem mótsögn. I það minnsta
dregur Þorsteinn upp mynd af sjálf-
um sér í líki arnar í kvæðinu Örn:
Par sem ég er, þar er ég,
svo einfalt er það.
Og þegar ég fer, þá fer ég
og þá fyrst, í annan stað.
Handgenginn engum áttum,
af öllum frjáls,
næ ég hvarvetna háttum
mín sjálfs.
Þorsteinn var einnig mikilvh’kur
þýðandi og þýddi meðal annars
kvæði eftir Arthur Rimbaud,
Goethe, Eichendorff og einn fræg-
asta texta Bob Dylans um tímana
sem breytast. Málfar Þorsteins er
allajafnan nokkuð upphafið og klið-
mjúkt og raunar furðulegt hversu
vel það málfar lætur við annars
hrjúfan þexta hins ameríska trú-
badors. Islenskir textasmiðir gætu
margt lært af Þorsteini.
Það er fengur í þessu ljóðaúrvali
Þorsteins Valdimarssonar og Ey-
steinn Þorvaldsson hefur unnið þarft
og gott verk í vali ljóða og ritun inn-
gangs. „Sumir kveðja / og síðan ekki
/ söguna meir. // - Aðrir með söng /
sem aldrei deyr“ orti Þorsteinn um
Inga Lár. Þótt stór orð hæfi illa
þessum hógværa manni hygg ég að
ljóð hans muni lifa lengi með okkur.
Skafti Þ. Halldórsson
Nýjar bækur
• AIN mín - kunnir laxveiðimenn
segja frá uppáhaldsánni sinni er
skráð af Eiríki St. Eiríkssyni.
I kynningu segir: Alkunna er að
flestir laxveiðimenn eiga sér sína
uppáhaldsá sem þeir hafa tekið ást-
fóstri við og þangað leggja þeir leið
sína ár eftir ár, hvernig sem skil-
yrði eru og hvort sem veiðivon er
eða ekki. I bókinni segja sex lax-
veiðimenn frá uppáhaldsánni sinni,
veiðireynslp, veiðistöðum o.s.fi’v.:
Ólafur H. Ólafsson, Halldór
Snæland, Jón G. Baldvinsson,
Gunnar Sveinbjörnsson, Asbjörn
Óttarsson, og Eiríkur Sveinsson.
Útgefandi er Fróði. Bókin er223
bls. Mikill fjöldi ljósmynda er í
bókinni. Kápu hannaði Omar Örn
Sigurðsson en Ijósmynd á kápu tók
Rafn Hafnfjörð. Bókin er prent-
unnin í Prentsmiðjunni Grafík.
Verð 2.980 kr.
• SNJALLAR stúlkur er eftir Ro-
bert Leeson, í þýðingu Guðna Kol-
beinssonar.
I kynningu segir: „Robert
Leeson en er gamalreyndur höf-
undur barnaefnis í Bretlandi, bæði
bóka og útvarpsefnis. Hér segir
hann sögur af snjöllum stúlkum frá
ýmsum löndum. Þetta eru stúlkur
sem ekki hræðast neitt, lifandi, eða
dautt, þær hafa engan áhuga á
monthönum eða kjaftöskum, þær
langar ekki alltaf til að giftast en ef
þær gera það þá láta þær skýrt í
ljós að það verður að taka tillit til
þess sem þær vilja.“
Útgefandi erÆskan. Bókin er
96 bls. Myndir eru eftir Axel
Scheffler. Verð: 1.780 kr.
• DAGBÓK drápskattar er ætluð
ungum lesendum eftir Anne Fine í
þýðingu Arna Arnasonar.
I kynningu segir: „Anne Fine er
einn vinsælasti núlifandi barna-
bókahöfunda á Vesturlöndum. Hún
• hefur skrifað fjölda bóka handa
börnum og unglingum (Madame
Doubtfire). Dagbók drápskattar
mun vera fyrsta bók hennar sem
kemur út í íslenskri þýðingu. Það
er heimilisköttur sem segir sögu
sína sjálfur í bókinni. Eðli kattarins
fellur ekki alls kostar að góðum
siðum fjölskyldunnar sem hann
dvelst hjá. Það verða því óhjá-
kvæmilega árekstrar á heimilinu
þegar kötturinn fer að draga fórn-
arlömb sín inn á heimilið.“
Útgefandi er Æskan. Bókin er
64 bls., myndskreytt af Steve Cox.
Verð: 1.190 kr.
Þorsteinn
Valdimarsson
Hið góða
og jákvæða
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
KÓRARNIR þrír sungu saman í lok tónleikanna.
Þriggja kóra tónleikar í
Hveragerðiskirkju
Hveragerði. Morgunblaðið.
BÆKUR
Ljóð
SÁÐMAÐURINN
Eftir Harald S. Magnússon. 56 bls.
Gefið út af höf. Prentun: Prentsmiðja
Hafnarfjarðar. 1998.
LJÓÐIN í Sáðmanninum eru lík-
ast til öll þar sem þau era séð, leyna
engu. Tónninn er jákvæður. Ahersla
er lögð á hið
fagra og upp-
byggilega í
mannlífinu og
náttúrunni.
Kímnigáfan, en
af henni era
þarna fáein pró-
sent, spillir ekki.
Þau mættu þó að
skaðlausu vera
fieiri. Hvað sem
því líður er Haraldur umfram allt
skáld sem byggir ljóð sín á íhugun.
Þetta er ekki sterkur kveðskapur,
ekki beint áleitinn, en einlægur og
notalegur aflestrar. Augljóst er að
Haraldi er meira í mun að koma á
framfæri því sem hann vildi sagt
hafa en aga stíl sinn, sveigja Ijóðið
undir strangt og útreiknað form.
Velferð mannkyns og varðveisla lífs
á jörðinni standa honum hjarta nær.
Sum ljóðin, Vonin t.d., leiða líka
hugann að trúnni:
Biðjandi augu
mæna til himins.
Bænheyrðu mig,
þú ert einn sem skilur.
Hugurinn sljóvgast,
augun daprast.
Og enn mæna augun
til himins.
Sum ljóðin höfða sterklega til
samviskunnar, svo sem Rjúpan, síð-
asta ijóðið í bókinni:
Það mai’rai’ í hjai-ninu,
þegar veiðimaðurinn
greikkar sporið.
Vængbrotin rjúpan
berst
vonlausri baráttu.
Veiðimaðurinn
bætir blóðugri rjúpu
ájólaborðið.
Þessi tvö sýnishorn ættu að gefa
nokki’a hugmynd um ljóðin í Sáð-
manninum. Þetta eru ekki átaka-
ljóð. En þau hrinda engum frá sér
og gera engar ofurkröfur til lesand-
ans. Þau gætu orðið sálubót í myi’ku
skammdegi þegar jólin nálgast.
Erlendur Jónsson
HÚSFYLLIR var í Hveragerðis-
kirkju síðastliðinn laugardag
þegar Söngsveit Hveragerðis,
Kveldúlfskórinn í Borgarnesi og
Skagfirska söngsveitin héldu þar
sanieiginlega tónleika. Efnisskrá
tónleikanna var fjölbreytt en
mest var þó flutt af íslenskum
sönglögum. Áheyrendur létu
óspart ánægju sína í ljós og urðu
allir kórarnir að flytja aukalag.
Skagfirska söngsveitin flutti
dúett úr Kátu ekkjunni sem
aukalag og vakti skemmtilegur
flutningur þeirra Kristínar R.
Sigurðardóttur og Guðmundar
Sigurðssonar hrifningu.
Hápunktur tónleikanna var
síðan þegar þessir þrír kórar
sameinuðust í einn og fluttu sam-
an lag Páls ísólfssonar við ljóð
Davíðs Stefánssonar, Úr útsæ
rísa Islands fjöll.
Þessir tónleikar kóranna
þriggja marka upphafið að sam-
vinnu þeirra því ætlunin er að
þeir hittist að ári f Borgarnesi
og haldi tilsvarandi tónleika
þar. Geta íbúar Borgarbyggðar
þegar farið að hlakka til því
miðað við tónleikana síðastliðinn
laugardag er hægt að lofa
ógleymanlegri stund í Borgar-
nesi að ári.
Haraldur S.
Magnússon