Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 35

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Hugtæk harmsaga BÆKUR Skáldsaga TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, SARA Eftir Yann Queffélee. Þýð. Guðrún Finnbogadóttir. 151 bls. Fróði hf. Prentun: Oddi hf. 1998. ÞETTA er lítil bók að umtaki en mikil að inntaki. Hún sameinar það besta í franskri skáldsagnahefð, rómatík og raunsæi fyrri tíma, tjáningaraðferðum seinni tíma höfunda þar sem frásögnin felst að hálfu í blæbrigðum orða og setninga eða með öðr- um orðum í - stílnum. Lík- ingamálið sannar að höfund- urinn er gæddur skörpu og frumlegu ímyndunarafli. Per- sónurnar - aðalsöguhetjan væri ef til vill ráttara að segja - standa föstum fótum á gegnheilum grunni veruleik- ans en höfða eigi að síður til draums og undirvitundar. Söguþráðurinn er sléttur og misfellulaus á yfirborði. Og spennan heldur lesandanum rækilega vakandi. Þar að auki er Queffélec einkar lagið - en hið sama verður því miður ekki sagt um alla nútíma- höfunda - að útmála hina líffræði- legu hlið ástarinnar án þess að ger- ast grófur. Aðalsöguhetjan er sænsk, Sara, sautján ára skip- stjóradóttir. Sagan - með allri sinni flækju fram og aftur í tíma og rúmi - gerist mest í hugarheimi hennar. Lífið um borð í skipinu birtist lesandanum eins og það kemur henni fyrir sjónir. Faðir Söru hafði verið skipstjóri á Estóníu en var rekinn með skömm vegna þess að hann fór of varlega. Sara álítur að ekki hafi verið allt með felldu varðandi brottvikningu hans og tekur sér far með skipinu í þeim vændum - meðal annars - að komast að raun um hið sanna. í upphafi sögunnar er hún stödd á afgreiðslu skipsins í Tallinn; kveðst vera peningalaus og beiðist þess að mega vinna fyrir fargjaldinu. Til- viljun ræður að hún fær þá ósk sína uppfyllta. Haldið er um borð og sjóferðin hefst. Og sannarlega ber margt fyiir augu og eyru ungu stúlkunni í þessu risavaxna farþegaskipi. Atburðalýsingar skiptast á við endurminningar og hugleiðingar Söm - hugarburð mætti stundum kalla það - eða blandast við hennar mjög svo hvikula tilfinningalíf. Sara hefur verið á föstu með piltinum Magnúsi sem er íþróttamaður og geymir Yann Queffélec Guðrún Finnbogadóttir meydóm hennar eins og verðlaun sjálfum sér til handa; verðlaun fyr- ir afrek sem hann á eftir að vinna. Og vinnm- kannski aldrei! Sara elskar íbður sinn sem hún telur að hafi verið órétti beittur. Fyrsta verk hennar sem þernu á skipinu er að færa skipstjóranum kampa- vín sem hann er vanur að dreypa á þegar skipið er komið út á rámsjó. Hún heyrir í veðurfregnum frá Finnlandi að spáð er stormi. Sara heyrir líka utan að sér að ekki sé allt í sem bestu lagi um borð í skip- inu, vatnsagi sé á bíladekki vegna þess að sjór flæði inn með stefninu. Verður sá þráður ekki rakinn nán- ar hér. Það kann að sýnast djarft að senda frá sér sögu um svo hörmu- legan atburð sem Estóníuslysið var, og það svo skömmu eftir að at- burðurinn átti sér stað. Kvikmynd- ir um Titanic munu ekki hafa verið gerðar fyn- en það skip hafði legið áratugum saman á hafsbotni. Það var þó heimssögulegur viðburður sem Estóníuslysið mun tæpast verða talið. En Queffélec nálgast efnið með þeim hætti að engum á að vera misboðið. Slysinu ollu ekki mistök eins manns heldur almenn vanræksla og síðan röð atvika. Northrop Frye segir í Anatomy of Critisism að sé bók ekki skemmtileg, þá sé hún mis- heppnuð, hvert svo sem efni hennar sé. Þau orð koma í hugann við lestur sögu þess- arar. Þarna er sagt frá at- burðarás sem endaði hörmu- lega. Saga skipsins Estóníu varð sannkölluð sorgarsaga um það er lauk. Og það er einnig þessi skáldsaga Yann Queffélec þótt hann fari fæstum orðum um slysið sjálft. Allt um það er sagan hugtæk og þar með skemmtileg í orðsins upp- runalegustu merkingu. Texti Guðránar Finn- bogadóttur er prýðilega vandaður. Að koma til skila hinu grátbroslega í textan- um og að íslenska þetta alþýðlega franska raunsæi, sem jafnframt er dýpkað og skerpt með skáldlegu innsæi - það er ekki á allra færi. En það hefur Guðránu tekist með ágætum. Til hamingju með dag- inn, Sara sameinar kosti góðra bókmennta, hugtækrar harmsögu og æsandi spennusögu. Erlendur Jónsson Morgunblaðið/Þorkell LEIKRITIÐ Mýs og menn samlesið í Loftkastalanum. 1 Mýs og menn Loftkastalanum HJÁ Flugfélaginu Lofti standa yfir æfingar á leikriti Johns Steinbecks, Mýs og menn, Of Mice and Men, í þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar frá árinu 1943. Sagan kom fyrst út í Bandaríkjun- um árið 1937 og var leikgerð hennar frumsýnd í New York sama ár. Leik- ritið kom út hjá Bókaútgáfu menn- ingarsjóðs árið 1964. Sagan gerist í kreppunni miklu árið 1936-37 í landbúnaðardal í Suð- ur-Kaliforníu. Steinbeck ólst upp á þessum slóðum og fylgir málfari söguhetjanna og aðstæðum þehTa út í æsar. Með helstu hlutverk fara Hilmar Snær Guðnason, Jóhann Sigurðar- son, Inga María Valdimarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þröstur Guð- bjai’tsson og Helgi Björnsson. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen. Tónlist- ina samdi Egill Ólafsson sérstaklega fyrir þessa uppsetningu. Leikritið verður frumsýnt 1. des- ember. ---------------------- Lúðrasveit Hafnarfjarðar í V íðistaðakirkju LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar held- ur tónleika í Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á tónleikunum verður eingöngu leikin íslensk tónlist, meðal annars eftir Friðrik Bjarnason og Oddgeir Kristjánsson. Stjórnandi lúðrasveit- arinnar er Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangur að tónleikunum er ókéypis. r ANDLEYSI KVIKMYJVDIR Sagabío BROS EINS OG ÞITT „A SMILE LIKE YOURS“ ★ Leikstjóri og handritshöfundur: Keith Samples. Aðalhlutverk: Greg Kinnear, Lauren Holly, Joan Cusack og Christopher McDonald. Rysher Entertainment 1998. annað en að gapa af undrun yfir öllu saman. Dáðleysi og dofi einkenna þessa mynd og þvílíkt andleysi, að maður hefur ekki séð annað eins í langan tíma. Arnaldur Indriðason I ROMANTISKU gamanmynd- inni Bros eins og þitt er sagt frá ungum hjónum sem eiga í erfiðleik- um með að eignast barn. Konan starfar við að gera ilmvötn og býr til mjög kynæsandi ilm og þau gera endalausar tilraunir hér og hvar, á vinnustaðnum, á fótboltavellinum, en ekkert gengur. Þau leita sér sér- fræðiaðstoðar og í ljós kemur að vandinn liggur hjá manninum. Hefst þá mikið puð og eftir frekara jaml, japl og fuður, þar sem hjóna- kornin skilja um tíma, virðist hilla undir árangur. Ekkert í þessari mynd er fyndið og enn síður hjartnæmt. Þó eru í henni einstaka brandarar, enginn þeirra reyndar mjög góður, en leik- stjórnin er slík að þeir komast ekki almennilega til skila. Vondar tíma- setningar og klippingar spilla fyrir því litla gn'ni sem er að hafa auk þess sem leikararnir, Greg Kinnear, sem Iék ágætlega homma í Það ger- ist ekki betra, og Lauren Holly, eru eins og úti á þekju mestallan tí- mann; sérstaklega á hún í erfiðleik- um með sig, hlæjandi og grátandi á víxl. Kinnear gerir eiginlega ekkert Súreíhisvönir Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennum • enduruppbyggja húðina • vinna á appelsínuhúð og slití. • vinna á ungUngabólum • viðhalda ferskleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Grafarvogsapóteki, Hverafold, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur Tilboð gilda til 2. des. GRÆNATUN 1 - KOPAVOGI ~N f/ið erum 11 ára Komum okkur í form fyrir jólin Bjóðum 15% afslátt af rafnuddi, Strata 3-2-1. Strata 3-2-1 er sársaukalaus 20 mínútna nuddmeðferð. Pað er grennandi og mótandi, gott gegn cellulite og er slökunar- og vöðvabólgunudd. Árangur eftir einn tíma. Erum iíka með G-5- nudd og UCV- leirvafninga. Persónuleg þjónusta. 15% afsláttur af öllum vorum. Verið velkomin )Heilsu-Gallerí sími 554 5800 HRUND Ve r s 1 u n s n y r t i & s t o f a Hárgreiðslustofan el//a ocf í tiíefni ajmzOsins Sjóðum við viðsíqptavinum okfar 15% staðgreiðsíuafsíá tt af fjónustu og vörum og 10% afslátt ef borgað er með greiðsbukprti. Sírni 554 4025 20% afmœSisafsCáttur afiím- og/ijafavörum ojj fótavaji.. 'Taska m/vörum að verðmœti 1.800 Ar. fijCgir mcð Catbiodermie- íu,\vs meðferð. 9{ýjar töskur í Tomrny kpmnar. 20%> afsfáttur af ftromaticjurta- og iímotíumeðferð og Lyftosome- andfítsmeðfcrð. GUINOT •• -•••• • - Sími 554 3799 Opið mán-fös 8.00 - 23.00 Laugardaga 10.00-21.00 Sunnudaga 12.00 - 18.00 AFMÆLISTILBOÐ 15% afsláttur af kortum 10% afsláttur af kremum 25% afsláttur af nærfötum Ljósabekkir - Gufa Alltaf nýjar perur Rólegt umhverfi Verið velkomin! ALLIR VELKOMNM X,,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.