Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 44

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þessi yndis- lega veröld / Ibúar Norður-Kóreu hugsa líklega hlýlega til forsetans eilífa, Kims Il-sungs, þegar þeir reyna að draga fram lífið með því að selja úr sér blóð, naga trjábörk og dreypa á regnvatni. * SVÖRTU sauðirnir setja alltaf ljótan blett á þann hóp sem þeir tilheyra. Það er eins og lögmál. Hve oft hefur maður ekki heyrt hversu ómerkileg stétt blaðamanna sé; þegar einhver einn misbýður fólki með óvönduðum vinnu- brögðum. Að íslenskir unglingar séu meira og minna vandræða- gemlingar. Að stjórnmálamenn séu spilltir, þegar einhver einn gerir eitthvað sem ekki má. Allir vita að þetta er ekki satt, en staðreyndin er einfaldlega sú að oft er nóg að einn eða tveir hagi sér andstætt því sem rétt þykir til að margir séu settir undir sama hatt. VIÐHORF Fróðlegt Eftir Skapta Jrr<5* að lesa Hallgrímsson hvernig sagn- fræðingar framtíðarinnar meta mann- skepnuna á þeiiri öld sem brátt heyrir sögunni til. Öllum er ljóst að heimurinn hefur breyst gn'ð- arlega; framfarirnar verið með hreinum ólíkindum en hörmung- arnir sem dunið hafa yfir að sama skapi ólýsanlegar. Og þeg- ar gert verður upp er ekki ólík- legt að þær þyki standa uppúr; þróunin sem orðið hefur þyki allt að því sjálfsögð en hegðan mannskepnunnar með endem- um. Oft er það svo að það sem aflaga fer verður langlífara í minni fólks. Þó Clinton Banda- ríkjaforseti hafa komið mörgu góðu til leiðar heyrist mér þegar búið að ákveða að hans verði . minnst sem forsetans sem átti í óviðurkvæmilegu sambandi við lærlinginn. Eða er ekki svo? Greindar mannskepnunnar sér mjög víða stað. Hún hefur til að mynda framleitt gereyðingar- vopn sem nægja til að sprengja alla jarðarbúa margoft í loft upp, sem auðvitað er stórkost- legt afrek! En virðist því miður hafa verið nauðsynlegt; hræðsl- an við ógn annarra líklega löng- um verið það eina sem hélt ákveðnum brjálæðingum, sem komust á valdastóla, á mottunni. Ástandið í Norður-Kóreu er gott dæmi um það hvernig „hug- sjónir“ manna geta gengið af heilli þjóð nánast dauðri. Sá sem stjórnar með harðri, ískaldri hönd marxismans, ætlar að vera sjálfum sér nógur og kýs að hafa engin samskipti við aðra er í flestum tilfellum dauðadæmdur. Þegar uppskeran bregst eins og nú hefur enn einu sinni gerst í landinu nagar fólk jafnvel trjá- börk og drekkur regnvatn til að draga fram lífið. Ástandið er skelfílegt, sagði Þórír Guð- mundsson, fyrrverandi frétta- maður og nú erindreki Rauða krossins, í samtali við frétta- stofu Ríkisútvarpsins á dögun- um eftir dvöl í landinu. Valdhaf- arnir sitja ugglaust að kræsing- um; annars hefði stefnu þeirra fyrir löngu verið breytt. Saddam Hussein forseti Iraks sveltur heldur ekki þó stór hluti þjóðar hans sé vannærður. Balkanskagi hefur verið vett- vangur ótrúlegra átaka síðustu ár. Eftir að hafa lesið bækur blaðamanna sem voru á staðnum og rætt við fólk í Sarajevo fyrr á þessu ári er í raun óskiljanlegt hvernig þetta viðurstyggilega dýr, maðurinn, hefur hagað sér á þessum slóðum. Allt tal um að átök á svæðinu með einhverju millibili séu allt að því lögmál er auðvitað bull. Grimmdin og græðgin ráða ferðinni. Almenn- ingur vill ekki stríð. Hann vill fá að lifa í friði; í sátt og samlyndi við nági-anna sína. Vinum var jafnvel stíað í stundur. Ná- grannar skutu hver á annan vegna „heilaþvottar“ foringj- anna. I lýðræðisríkjum gefst fólki kostur á að refsa spilltum stjórnmálamönnum eða þeim sem fólk telur ekki hafa staðið sig, í næstu kosningum. Einræð- isherra refsar hins vegar fólkinu sýnist honum svo. Sætti það sig ekki við hið hinn almáttuga for- ingja er honum og hans sveitum að mæta. Nýleg umfjöllum um herforingjastjórnir í Suður-Am- eríku er enn eitt dæmi um það. Það var ömurlegt að koma til Albaníu á sínum tíma. Að sjá fá- tæktina. Eymdina og ömurieik- ann. Afleiðingar þess að þjóð sé haldið í ánauð áratugum saman; heilu landi sé lokað nánast öllum nema fuglinum fljúgandi. Sorglegasta dæmið um per- sónudýrkun í veröldinni er lík- lega að finna í Norður-Kóreu þar sem dýrkunin nær út yfir gröf og dauða. Maðurinn sem var forseti landsins frá stofnun 1948 til dauðadags 1994, Kim II- sung, stjórnaði með harðri hendi. Þegar 50 ára afmæli rík- isins var fagnað í haust gengu þúsundir hennanna fylktu liði í skniðgöngu honum til heiðurs og fyrir skrúðgöngunni fór prammi með risavaxinni styttu af Kim. Sonur hans, Kim Jong- il, var í haust fonnlega kjörinn leiðtogi landsins. Forsetaemb- ættið var hins vegar lagt niður og Kim Il-sung lýstur „forseti að eilífu". Frétt birtist um það hér í blaðinu fyrir skömmu að vax- andi fjöldi Norður-Kóreumanna reyni að draga fram lífíð með því að selja smyglurum blóð úr sér. Þetta er haft eftir Suður- Kóreumanni sem slapp nýlega úr stríðsfangabúðum í Norður- Kóreu, þar sem hann hefur dval- ið í 45 ár, síðan i Kóreustríðinu í upphafi sjötta áratugarins. Hann sagði jafnframt frá því að sá orðrómur væri á kreiki, að ein milljón Norður-Kóreumanna hafi fallið úr hungri á síðasta ári, aðallega í iðnaðarhéraðunum þar sem lítið er um grænan gróður eða hann uppurinn með öllu. Maðurinn gi-eindi jafnframt frá því að nýútskrifaðir stúdent- ar í Norður-Kóreu gætu nú valið á milli þess að gegna herskyldu eða vinna í tíu ár í kolanámum áður en þeir legðu fyiir sig nám í háskóla. Það er aldeilis munur að vera ekki skikkaður í herinn heldur geta valið. Ibúar Norður-Kóreu hugsa líklega hlýlega til forsetans eilífa þegar þeir naga trjábörk og leita að regnvatni til drykkjar um þessar mundir. Minnispunktar fyrir alþingismenn AF EÐLILEGUM ástæðum eru alþingis- menn, og sérstaklega stjórnarsinnar, störfum hlaðnir og því hætta á að ýmislegt smávegis geti lent í glatkistunni. Því vil ég af gæsku minni halda til haga og rifja upp nokkra punkta sem ég tel víst að þeir vilji ekki að falli i gleymskunnar dá. Oryrkjar ekki útundan I nýafstaðinni könnun Félagsvísindastofnunar kom fram að yfir 9% þjóðarinnar lifa við og undir fátæktarmörkum. Þrátt íyrir þessa staðreynd segir forsætisráð- herra að öiyrkjar hafi ekki orðið út- undan í góðærinu. Ekki er óeðlilegt að draga þá ályktun að í huga forsæt- isráðherra falli aldraðir einnig undfr að njóta þessa meðbyrs í góðærinu. Þetta getur verið rétt svo langt sem það nær. Sá galli er bara á að það vantar leiðréttinguna á grunninn, sem ég tel að ríkið skuldi öldruðum. Það er mikil blekking í sambandi við afkomu ýmissa hópa þegar með- altöl eru notuð. Sú viðmiðun er að- eins hækja fyrir stjómvöld að styðja sig við og þau láta vel í eyrum, en eru mörgum ansi haldlítil til að lifa af. Til að ná raunveralegum jöfnuði og að stór hluti þjóðarinnar lifi ekki við sultarkjör ber stjórnvöldum skylda til að gera breytingar á skattalögun- um, því þau eru það stjómtæki, sem getur skipt sköpum um afkomu fólks. Fátækt. Ekki alls fyrir löngu sagði utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, Hall- dór Á., að fátækt hefði verið á Islandi, væri og mundi verða. Finnst ráðherranum það eðli- legt ástand? Hyggst ráðherra og flokkur hans vinna að því að bætt verði hér úr? Að mér læðist sá ótti að lít- ill vilji sé fyrir því á þeim bæ og dreg ég þá ályktun af bréfi Gunn- laugs M. Sigmundsson- ar alþingismanns. Að- dragandi að því bréfi var, að Aðgerðarhópur aldraðra (AHA) sendi öllum þingmönnum bréf, þar sem óskað var svars þeirra við þremur spurning- um. Svarið sem slíkt frá þingmann- inum er virðingarvert og er meira en hægt er að segja um ýmsa aðra Sameinuðu þjóðirnar hafa valið árið 1999 til átaks í þágu aldraðra. Guðmundur Jóhanns- son segir það gefa íslenskum stjórnvöld- um gott tækifæri til að leiðrétta hlut þeirra í samfélaginu. sem ekki höfðu fyrir því að svara. Þrátt fyrir að hann telji sig hafa heildarsýn yfir málið og svara sem „ábyrgur" stjórnmálamaður, þá er ekki hægt að draga aðra ályktun af svörum hans en þá, að hann sé ann- að tveggja; illa að sér um hvernig skattakerfið verkar á greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eða að aldraðfr komi honum lítið við, nema hvort tveggja sé. Svar hins „ábyrga“ stjórnmála- manns við síðustu spurningunni, sem varðaði misræmið og óréttlætið varðandi greiðslur frá Trygginga- stofnun til einstaklinga annars veg- ar og hjóna hins vegar, var að sú leið væri helst til jöfnunar að lækka greiðslur til einstaklinganna. Hér væri hægt að hafa mörg orð um, en plássins vegna verð ég að stytta mál mitt, því annars fæ ég ekki þessa grein birta fyrr en eftir dúk og disk, en svarið er göfugt. Sé það stefna Framsóknarflokksins sem fram kemur í bréfi hins „ábyrga" stjórn- málamanns GMS finnst mér að hann og flokkssystkini hans eigi að boða fagnaðarerindið á framboðs- fundum sínum þegar þeir kynna stefnu sína fyrir kjósendum á vori komanda. Æði stór hópur aldraðra og ann- arra hefur um og undir 60. þús. kr. sér til framfæris á mánuði, hins veg- ar er annar hópur ansi fjölmennur sem lætur sér ekki nægja minna en 600. þús. kr. og þaðan af meira. Ekki geri ég það að tillögu minni að þessi lífvænlegu laun verði skert, en finnst stjórnvöldum að hér sé um eðlilegt ástand að ræða? Samkvæmt ákvörð- un Sameinuðu þjóðanna var ákveðið að 1999 yrði ár aldraðra. Þessi uppá- koma hefði gefið stjórnvöldum gott tækifæri til að taka myndarlega á málefnum þeirra, en því miður bera fjárlög ríkisins ekki þess merki að um neinn stórhug sé að ræða í þeim efnum. Höfundur er eftirlaunaþegi. Guðmundur Jóhannsson Eru námslán- in ólögleg? LÁNASJÓÐUR ís- lenskra námsmanna er framfærslusjóður námsmanna á Islandi, sjóður sem tryggja á námsmönnum tæki- færi til náms án tillits til efnahags. Þetta hlutverk sjóðsins er mjög skýrt í lögunum um sjóðinn. Það var lögfest árið 1982 og í kjölfarið hækkuðu lánin í tveimur skref- um enda nauðsynlegt til að sjóðurinn upp- fyllti þessa nýju laga- skyldu sína. Sá skiln- ingur var einnig lagð- ur í þetta orðalag laganna að nauðsynlegt væri að námslánin fylgdu verðlagsbreytingum ætti að tryggja að þau dygðu náms- mönnum á hverjum tíma til fram- færslu. Raunin hefur hins vegar orðið önnur. Þegar stjórnvöldum þessa lands hefur sýnst svo hefur framfærslunni verið kippt úr sam- bandi við verðlagsbreytingar venjulega með þeim rökstuðningi að lánin væru að hækka of mikið miðað við launin í landinu. Nú þegar laun hins vegar hækka langt umfram verðlagsbreytingar eru engin áform um að viðhafa sanngirni í málinu, lánin standa í stað. í dag eru lánin 16,7% lægri en þau ættu að vera hefðu þau fylgt verðlagsbreytingum frá ár- inu 1982. Sanngirninni er ekki til að dreifa, hvað þá því að laga- skyldan sé í heiðri höfð. Náms- menn búa í dag við 57.600 kr. framfærslu á mánuði. Tæpar 9.000 kr. í húsaleigu! Þótt undarlegt megi virðast hafa stjórnvöld aldrei séð ástæðu til gera kannanir um framfærsluþörf náms- manna þegar náms- lánin hafa verið skert þótt það sé reyndar einnig bundið í lög sem eitt af hlutverk- um sjóðsins. Stað- reyndin er sú að sið- asta raunverulega framfærslukönnun sem sjóðurinn fram- kvæmdi var gerð snemma á átt- unda áratugnum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um tíma- skekkju þess grunns. Samkvæmt Námsmenn sem vinna í þrjá mánuði yfír sum- artímann á lágmarks- launum eingöngu, segír Asdís Magnúsdóttir, eiga ekki kost á fullri framfærslu frá LIN yfír vetrartímann. þeim grunni eru námsmönnum áætlaðar í dag tæpar níu þúsund krónur í húsaleigu á mánuði. Það gefur augaleið að þessi staðreynd Ásdís Magnúsdóttir ein ætti að vera stjórnvöldum nægjanleg sönnun þess að mikið vantar á að Lánasjóður íslenskra námsmanna sinni mikilvægu og lögbundnu hlutverki sínu. Lágmarkslaun of há fyrir námsmenn Þrátt fyrir að námsmönnum séu áætlaðar 57.600 krónur á mánuði til framfærslu er það í raun blekk- ing ein. Þar kemui' til umdeilt frí- tekjumark sjóðsins. Sjóðurinn ger- ir ráð fyrir því eins og eðlilegt er að námsmenn sjái sér farborða yfir sumartímann og þá í flestum tilfell- um með eigin vinnu. Námsmenn vinna oft á tíðum mikið yfir sumar- tímann enda nauðsynlegt til að rétta af fjárhag síðasta vetrar. Það þarf hins vegar ekki mikið til að Lánasjóður íslenskra námsmanna telji tekjurnar of háar og skerði þar af leiðandi námslánin. Lána- sjóðurinn telur nægjanlegt að námsmenn vinni sér inn 185.000 kr. á ári án þess að lánin til þeirra skerðist. Það er þó hægara sagt en gert að halda sér innan þeirra marka og í raun ómögulegt sam- kvæmt lögum. Frá og með síðustu áramótum vora lögbundin 70.000 kr. lágmarkslaun í landinu. Náms- menn sem vinna í þrjá mánuði yfir sumartímann á lágmarkslaunum eingöngu eiga því ekki kost á fullri framfærslu frá Lánasjóði íslenskra námsmanna yfir vetrartímann. Nám verður aukavinna Stjórnvöld þessa lands verð- leggja vinnu námsmanna ekki hátt. Viðbrögð menntamálaráðherra við kröfum námsmanna um hækkanir á grunnframfærslu LÍN hafa þar að auki verið þau að ekkert sé við framfærsluna að athuga, náms- menn geti aukið tekjur sínar með vinnu. Líta stjórnvöld þessa lands á nám sem aukavinnu? Höfundur er fomiaður Stúdentaráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.