Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsóknir - í þágu
fortíðar eða framtíðar?
Sveinn Hallgrímur
Hannesson Jónasson
SAMANBURÐUR
milli þjóða færist í vöxt
á flestum sviðum. Til-
gangurinn er sá að
meta samkeppnishæfni
þeirra. Eitt af því sem
ekki hefur komið nógu
vel út fyrir Island í al-
þjóðlegum samanburði
eru framlög til rann-
sókna- og þróunarstarfs
(r&þ). Þess verður þó
að geta að umsvif á
þessu sviði hafa aukist
verulega á síðustu ár-
um. Framlag til rann-
sókna hér á landi hefur
aukist á 5 árum frá 4,4
milljörðum kr. árið 1990
í 7 milljarða árið 1995, eða um 60%.
Fullyrt er að árið 1997 hafí 9,5 millj-
örðum kr. verið varið til þessara
mála. Ef sú tala er rétt er framlagið
orðið um 1,7% af landsframleiðslu og
má þá ætla að íslendingar hafí fíkrað
sig upp um nokkur sæti í saman-
burði við önnur OECD ríki. Við er-
um þá á svipuðu róli og Belgar og
_JDanir ef þetta reynist rétt.
Mikilvæg samvinna
Fyrirtæki lögðu til um 35% af þvi
fé sem rann til rannsókna í landinu
árið 1995 og önnuðust tæplega þriðj-
ung þeirra. Hið opinbera lagði hins
vegar til um 65% og framkvæmdi lið-
lega tvo þriðju hluta rannsóknanna.
Samanburður við önnur ríki sýnir að
þáttur fyrirtækja erlendis er mun
meiri en hér á landi. Þar munar mest
um framlög mjög stórra fyrirtækja
en sambærileg fyrirtæki höfum við
—rkki hér á landi. Fleiri og fleirí ís-
lensk fyrirtæki hafa þó komið sér
upp aðstöðu og færni til að stunda
rannsóknir og má ætla að hlutur
þeirra sé orðinn nálægt 40% af rann-
sóknum ársins 1997. Hlutur fyrir-
tækjanna í rannsóknum þarf enn að
aukast og mikið og náið samstarf
þarf að vera milli þehra og opin-
beira stofnana á þessu sviði.
Viðhorf ríkisvaldsins
Hið opinbera rekur nokkrar rann-
sóknastofnanir, m.a. til að þjóna at-
vinnulífinu. Sá háttur er hafður á að
einstök atvinnuvegaráðuneyti hafa
hvert sína stofnun eða stofnanir til að
vinna að r&þ fyrir þær atvinnugrein-
ar sem heyra undir viðkomandi ráðu-
neyti. Framlög til þessara stofnana
endurspegla væntanlega að nokkru
leyti viðhorf ríkisvaldsins til mikil-
vægis viðkomandi greina og þar með
hvort ástæða sé til að efla og styrkja
greinarnar til þess að taka við vinnu-
fúsum höndum og standa undir góð-
um lífskjörum í framtíðinni.
Það er orðið löngu
tímabært, segja Hall-
grímur Jónasson og
Sveinn Hannesson, að
s
atvinnustefna Islend-
inga hætti að taka mið
af þeim úreltu og
hættulegu viðhorfum
að sumar atvinnugrein-
ar séu öðrum æðri.
Til þess að skoða þetta nánar voru
teknar saman upplýsingar úr Verk-
efnavísum 1998, sem er rit fjármála-
ráðuneytisins og fylgir frumvarpi til
fjárlaga 1998. Framlögum ríkissjóðs
til r&þ og stofnana, sem þjóna ein-
stökum atvinnugreinum, var skipt
upp eftir atvinnugi’einum. Notaðar
voru áætlanir stofnananna fyrfr árið
1997 eins og þær eru birtar í Verk-
efnavísum 1998. Fyrir einstakar
stofnanir var einungis talinn með sá
hluti ríkisframlagsins sem í Verk-
efnavísum er gert ráð fyrir að renni
til r&þ. Á myndinn eru niðurstöður
þessarar samantektar settar fram
sem framlag ríkisins á móti hverjum
1.000 kr. sem viðkomandi atvinnu-
grein leggur til landsframleiðslunnar
(sjá mynd).
Ótrúlegur munur
Niðurstöðurnar eru sláandi eins
og sjá má á súluritinu. Fyrir hverjar
1.000 kr. landbúnaðarins í lands-
VETRARVINDAR
2 fyrir 1 á Vetrarvinda!
KVIKMYNDAHATIÐ
I HASKOLABIOI OG REGNBOGANUM
26. nóv.-16. des.
Gegn framvísun þessarar auglýsingar
býður Morgunblaðiö lesendum sínum
tvo mióa á verði eins á kvikmynda-
hátíóina Vetrarvinda sem haldin er í
Regnboganum og Háskólabíói.
Góða skemmtun!
fltorgtsstMafófr
DCG VonnMM
HASKOLABIO
framleiðslunni leggur ríkið honum til
27 kr. til r&þ. Utgerðin fær 22 kr.
Fiskiðnaðurinn aðeins fjórar kr. en
annar framleiðsluiðnaður, ásamt
byggingariðnaði rekur lestina með
rétt innan við tvær kr. Iðnaðurinn
fær samkvæmt þessu í sinn hlut um
7% af því sem ríkisvaldinu þykir
hæfilegt að renni til landbúnaðar og
um 9% af því sem rennur til rann-
sókna í þágu útgerðar.
Urelt viðhorf byggð
á ýkjusögum
Þessi munur kann að eiga sér
sögulegar rætur og er þá vísað til
þess sem enn ber nokkuð á að því sé
haldið fram að til séu svokallaðar
„undirstöðuatvinnugreinar“. Nýjasta
og skýrasta dæmið um þessi úreltu
viðhorf er að fínna í nýlegum auglýs-
ingum LÍÚ þar sem m.a. er reynt að
ýta undir þann gamla misskilning að
útgerðin leggi „landsmönnum til sjö
af hverjum tíu krónum“. Hið rétta er
að útgerðin vegur tæp 9% í lands-
framleiðslunni en fískvinnslan rúm
5%. Það er orðið löngu tímabært að
atvinnustefna Islendinga hætti að
taka mið af þeim úreltu og hættu-
legu viðhorfum að sumar atvinnu-
greinar séu öðrum æðri. Sérstaklega
er þó mikilvægt að menn láti af
hreinum ýkjusögum um eigið fram-
lag til sameiginlegrar velferðar þjóð-
arinnar.
Það er mikilvægt að þjóð, sem hef-
ur á skömmum tíma þróast frá því að
vera einhæft samfélag landbúnaðar
og sjávarútvegs, átti sig á því að
efnahagslíf nútímans þarf að hvíla á
mörgum stoðum. Ef íslenskt samfé-
lag á að þróast eins og önnur vest-
ræn samfélög og geta boðið þegnum
sínum þá fjölbreytni, sem upplýs-
ingasamfélag nútímans býður, er
tími til kominn að hætta að mismuna
atvinnugi’einum með jafn fráleitum
hætti og hér að framan er lýst.
Framlög til þjónustu, sem rann-
sóknastofnanir veita eiga að endur-
spegla sýn okkar á hátækni- og há-
launaþjóðfélag framtíðarinnar en
ekki frumframleiðslusamfélagið sem
foreldrar og forfeður okkar byggðu
fyi-ir áratugum.
Hallgrímur Jónasson er forstjóri
Iðntæknistofnumir íslands, Sveinn
Hannesson er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðaiins.
Styðjum foreldra
ungra vímu-
efnaneytenda
SJALDAN eða aldrei
hafa eins mörg ung-
menni ánetjast fíkniefn-
um og á allra síðustu
árum. Eins og ástandið
er í dag verða tugir
ungmenna fíkniefnun-
um að bráð. Þrátt fyrir
aukið forvarnastarf
fjölgar þeim stöðugt og
aldurinn færist neðar.
Forstöðumaður Barna-
vemdarstofu, Bragi
Guðbrandsson, segir að
neyðarástand hafi skap-
ast í meðferðarmálum
ungra vímuefnaneyt-
enda vegna þessa. Óll
þessi ungmenni eiga að-
standendur sem hafa fundið fyrir af-
leiðingum neyslunnar. Erfiðleikarnir
sem skapast við vímuefnaneyslu
unglinga lenda ekki síst á foreldrum
Markmið Foreldra-
hússins, segir Kristján
Guðmundsson, verður
að styðja og efla
foreldra og hjálpa
þeim að missa ekki
trúna á sjálfa sig.
og forsjáraðilum þeirra. Nýleg rann-
sókn á upplifun foreldra ungra vímu-
efnaneytenda leiddi í ljós að foreldr-
ar þurfa mikinn stuðning og skilning
til að vera í stakk búnir að taka á
þeim vandamálum sem upp koma
samfara neyslunni. Foreldrar fyllast
mikilli öi’væntingu og sektarkennd
þegar þau uppgvöta að barnið þefrra
hefur hafíð vímuefnaneyslu. Við-
brögð nánasta umhverfis og þjón-
ustukerfisins eru einnig mjög mis-
jöfn. Foreldrar eiga af þeim sökum
oft erfitt með að leita sér aðstoðar og
vita oft ekki hvert er best að snúa
sér. Því vaknar upp sú
spurning hvort við höf-
um verið á réttri leið og
hvort ekki sé nauðsyn-
legt að leita nýrra leiða
og styðja við nýjar hug-
myndir sem hafa reynst
vel í nágrannalöndum
okkar, með því að opna
Foreldrahús. Rannsókn
sú sem vitnað var í
leiddi í ljós að sá stuðn-
ingur sem skilaði mest-
um árangri til foreldr-
anna var aðstoð ann-
arra foreldra með svip-
aða reynslu. Nú hefur
foreldrahópur Vímu-
lausrar æsku farið af
stað með það verkefni að opna hér á
landi Foreldrahús. Markmið For-
eldrahússins verður að styðja og efla
foreldra og hjálpa þeim að missa
ekki trúna á sjálfa sig. Þar verður
ávallt hægt að fá stuðning annarra
foreldra sem hafa verið eða eru í
svipaðri aðstöðu og einnig verður
boðið upp á fjölskylduráðgjöf.
Ástandið í dag er svo alvarlegt að
það þolfr enga bið að taka á þessum
málum. Þörfín fyrir að veita foreldr-
um stuðning er sífellt að aukast og
sú aðstaða sem foreldrahópurinn
hefur nú í dag til þess að svara þeirri
þörf er ófullnægjandi. Því ber okkur
Reykvíkingum að standa við bakið á
foreldrahópi Vímulausrar æsku og
sjá til þess að hann fái þá aðstöðu
sem þarf til þess að styðja þá fjöl-
mörgu foreldra sem þarfnast aðstoð-
ar og stuðnings. Sú aðstoð mun svo
eflaust skila sér margfalt til baka
með því að foreldrar verða betur í
stakk búnir til þess að takast á við
vandann og leysa hann farsællega.
Horfum ekki á fleiri börn ánetjast
fíkninefnum. Með því að vinna sam-
an og auka úrræðin er hægt að grípa
í taumana og ná tökum á vandanum.
Opnum Foreldrahús strax.
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Sjdlfstæðisflokksins.
Kristján
Guðmundsson