Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 55
+ Jón Aðalbjörn
Gíslason fæddist
á Ytri-Kleif í Breið-
dal í Suður-Múla-
sýslu 5. mars 1923.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 16. nóv.
síðastliðinn. Jón var
ógiftur og barnlaus.
Foreldrar hans
voru Gísli Stefáns-
son frá Jórvík í
Breiðdal, f. 11.1.
1887, d. 6.2.1975 og
kona hans, Jóhanna
Þórdís Jónsdóttir
frá Ytri-Kleif, f.
11.12. 1897, d. 26.5. 1968. Systk-
ini Jóns voru: 1) Rósa, f. 19.3.
1919, maki Einar Björgvin
Gíslason, f. 19.1. 1910, d. 3.9.
1971. Eignuðust þau Qögur
börn. 2) Einay f. 9.4. 1925, d.
25.10. 1945. Ogiftur og barn-
laus. 3) Björgvin Emil, f. 25.4.
1928, d. 30.8. 1982, maki Anna
Kristinsdóttir, f. 7.4. 1927, d.
27.4. 1984. Eignuðust þau þrjú
börn, auk þess áttu þau sitt
Jón Gíslason, móðurbróðir okkar,
sem alltaf gekk undir gælunafninu
Nanni i okkar fjölskyldu, er horfinn
á vit genginna ættmenna sinna.
Hann virtist alltaf svo ungur þrátt
fyrir árin 75 sem honum var úthlut-
að hér á jörð. Stutt er síðan hann fór
allra ferða sinna, léttur á fæti, glað-
ur í bragði, stæltur og útitekinn.
Heilsu hans hafði að vísu hrakað á
síðustu áram og sjónin dapraðist, en
síðastliðið ár veittist honum erfitt
hvað líkamlega heilsu snerti. Honum
hentaði það eðlilega illa þar sem það
skerti frelsi hans, en það vai- honum
ákaflega nauðsynlegt. Hann vildi
geta flögrað að vild eins og fai-fuglar,
suður á bóginn þegar kólnaði hér á
landi og austur á land er vor og sum-
arvindar fóru að blása á þeim lands-
hluta, er hann var borinn og barn-
fæddur á. Lengi átti hann fleiri en
einn Willys jeppa og á þeim bílum
ferðaðist hann mikið um Island.
Ferðafélagi hans á þeim árum var
Indriði Einarsson frændi hans, sem
einnig er látinn. Þeir voru ekki
margir staðirnir sem Nanni hafði
ekki heimsótt á íslandi. Hann var
áskrifandi að ritum Ferðafélags Is-
lands og hafði viðað að sér miklum
barnið hvort áður
en þau giftust. 4)
Sigrún Þorbjörg, f.
1.11. 1934, d. 31.12.
1995, maki Alfreð
Björnsson, f. 24.10.
1929, d. 28.2. 1984.
Eignuðust þau tvær
dætur. 5) Hálfsystir
Jóns, samfeðra, er
Valborg Gísladóttir,
f. 12.4. 1915, maki
Eggert Eggertsson,
látinn. Þau eiga
eina kjördóttur.
Jón stundaði nám
við Alþýðuskólann á
Eiðum í tvo vetur. Liðtækur
íþróttamaður var hann á yngri
árum og hafði hug á að komast
í Iþróttakennaraskólann, en
ekki rættist sá draumur. Hann
vann í vegagerð, fiskvinnu o.fl. í
Vestmannaeyjum, Grindavík og
fleiri stöðum. Jón bjó í Reykja-
vík sl. tvo áratugi.
títför Jóns fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
fróðleik um landið okkar. Síðan for-
eldrar hans létust hefur hann verið
hluti af fjölskyldumynd okkar systk-
inanna. Hann giftist ekki né eignað-
ist afkomendur, en var alla tíð í afar
nánu sambandi við systur sína, móð-
ur okkar. Frá því faðir okkar lést
1971 hafa þau nánast fylgst algjör-
lega að, og verið hvort öðru sérstak-
ur stuðningur þar sem systkini
þeirra eru látin, að undanskilinni
hálfsystur þein'a, Valborgu Gísla-
dóttur. Síðastliðinn hálfan annan
áratug hafa þau búið í íbúðum sínum
á Vesturgötu 17a, í sama stigagangi
á sömu hæð. Þegar yngri bamaböm
móður okkar vora lítil, áttu þau dá-
lítið erfitt með að skilja að hann væri
bróðir ömmu. „Hann er auðvitað
maðurinn hennar ömmu“ sögðu þau
dálítið umburðarlynd í röddinni við
foreldra sína. Þar sem dyrnar að
íbúðum þeirra voru nánast hlið við
hlið fannst þeim þau búa í sömu íbúð.
Oft er búið að vera glatt á hjalla á
Vesturgötunni þegar öll fjölskyldan
safnaðist þar saman af ýmsu tilefni.
Nanni var þar ómissandi þáttur. Þótt
hann væri ákaflega dulur varðandi
sínax- tilfinningar, var alltaf hægt að
finna að þarna var hann með sínu
fólki. Hann var glaður, sló á létta
strengi í þeim stíl er honum einum
var lagið. Mjög ánægjulegt var að
fylgjast með þegar hann keypti íbúð-
ina sína á Vesturgötunni 2 áram á
eftir móður okkar. Það var fyrsta og
eina húsnæðið sem hann eignaðist
um ævina þá rúmlega sextugur að
aldri. Þá hélt hann okkur, sem að-
stoðuðum hann við málningu og
fleira, veislu, sem geymist vel í minn-
ingunni. Það var ákaflega glaður og
ánægður maður sem flutti þar inn á
sitt heimili og þarna leið honum
fjarska vel. Meira að segja tjáði hann
sig um það þrátt fyrir að ræða lítið
um sína líðan eða hugsanir. Nanni
vann ýmiss konar verkamannavinnu
t.d. við vegagerð á Austurlandi, í
frystihúsi í Vestmannaeyjum, en
lengst mun hann hafa unnið fyrir
Fiskanes í Grindavík. Þegar hann
varð sextíu og sjö ára hætti hann að
vinna og dvaldi eftir það öll sumur í
Krossgerði með móður okkar. Hann
aðstoðaði hana við að halda í horfinu
þar eftir að fastri búsetu lauk. Þeir
vora ófáir girðingarstaurarnir, sem
hann var búinn að reisa við og bæta í
lykkjum þar sem þær vantaði. Oft
var kátt á hjalla við eldhúsborðið í
Krossgerði á sumarkvöldum. Nanni
ásamt fleirum dró þá upp guðaveigar
sem glöddu. Hann hafði gaman af að
fá sér í staupinu á góðri stund, gera
umræðurnar líflegar og efna til skoð-
anaskipta. Hann hló að öllu saman og
ekki var minnst á það meira.
A veturna fór hann til Kanaríeyja
og hafði farið þangað tuttugu og níu
sinnum. Hann dvaldi þar oft þrjár til
sex vikur á veturna. Hann var búinn
að skipuleggja þrítugustu ferðina í
fyi’ravetur og ætlaði að dvelja þar á
sjötíu og fimm ára afmælinu sem
var 5. mars. En þá gripu örlögin í
taumana og heilsan var ekki nógu
góð til að fara í slíkt ferðalag. Nanni
var algjör sóldýrkandi og um leið og
sólarglæta kom, var hann farinn úr
peysu og buxum og kominn í bol og
stuttbuxur. Hann var dökkur á hör-
und allt árið, og jafnvel eftir margra
mánaða dvöl á Landakoti, var hann
enn dökkur enda starfsfólkið þar
fljótt að átta sig á þörf hans fyrir að
vera úti í sólinni. Og sumarið hér á
suðvesturhorninu var sólríkt í ár. A
Landakoti naut hann einstakrar um-
önnunar hins ágæta starfsfólks er
þar vinnur, umhyggja þess, natni og
virðing við Jón er sérstaklega þökk-
uð hér.
Við þökkum frænda okkar sam-
fylgdina og óskum honum velfarnað-
ar á ókunnum stigum.
Fjóla Margrét, Kristborg,
Einar og fjölskyldur.
JON AÐALBJORN
GÍSLASON
+ Þóra Guð-
mundsdóttir
fæddist á Eskifirði
5. júlí 1908. Hún
andaðist á Dvalar-
heimili aldraðra á
Eskifirði 13. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Björg
Jónasdóttir frá
Svínaskála í Reyð-
arfirði, f. 7.6. 1875,
og Guðmundur Ár-
bjarnarson frí-
kirkjuprestur á
Eskifirði, f. 17.2.
1866 á Heiði í Mýrdal. Systkini
Þóru voru Margrét,, Lára, Ás-
björn, Aðalheiður og Jónína.
Þau eru öll látin.
Þóra ólst upp í Ásbyrgi á
Það féll í hlut Þóru að sjá um mót-
töku gestanna á Ásbyrgi og bera
fram veitingar. Hún hafði gott lag á
að láta gestina finna að þeir væru
velkomnir, grunnt var á brosinu hjá
Þóra, hún var ræðin og glaðlynd
þannig ací hlutverkið fór henni vel úr
hendi. Ásbyrgi var lengi aðalvið-
komustaður ferðamanna sem komu
til Eskifjarðar og eignaðist Þóra því
marga vini og kunningja víðsvegar
að af landinu. Þóra var félagslynd og
tók þátt í ýmsum skemmtunum
Eskifirði hjá for-
eldrum sínum. Guð-
mundur, faðir
hennar, tók um
aldamótin við starfi
fríkirkjuprests á
Eskifirði og á Völl-
um á Héraði og
gegndi því til ævi-
loka árið 1925 þeg-
ar Þóra var 16 ára.
Eftir að Björg var
orðin ekkja hóf hún
veitingarekstur í
Ásbyrgi og unnu
dætur hennar, Þóra
og Lára, alla
starfsævi sína við fyrirtæki
hennar.
títför Þóru fer fram frá Eski-
íjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
unga fólksins- en það sem minnis-
stæðast er okkur sem vorum að
vaxa úr grasi á fjórða áratugnum er
þátttaka Þóra í ýmsum leikhópum
sem störfuðu á Eskifirði á þessum
árum þegar atvinnulífið var oft í
hægagangi og hugvitssamir menn-
ingai'vitar notuðu tækifærið til að
fitja upp á ýmsu skemmtilegu á
meðan beðið var eftir uppbygging-
unni og velmeguninni. Meðal þess
sem gert var í þessu augnamiði var
söngstarfsemi ýmiss konar, karla-
kórar og blandaðir kórar auk þess
sem lúðrasveit hélt tónleika undir
stjórn Auðbjörns Emilssonar, mágs
Þóru, en hún kom fram í leiksýning-
um og þótti sérlega lagtæk við söng
gamanvísna, sem margar voru eftir
Arna Helgason og fjölluðu um íbúa
bæjarins. Gamlir Eskfirðingar eiga
því góðar minningar um Þóru sem
eina af leikkonum bæjarins.
Góð vinátta var ætíð með mæðg-
unum í Ásbyrgi og fjölskyldu okkar
sem bjó í næsta húsi og átti bros
Þóru og skemmtilegt tiltal þátt í því
að styi’kja þau bönd því Þóra var
ætíð barngóð og gaf sér tíma til að
ræða við litla fólkið. Þetta var ennþá
áberandi löngu seinna þegar börn
okkar Ragnheiðar kynntust Þóru
sem þau minnast með hlýju.
Ekki er því að neita að líf Þóra
var með ólíkum brag borið saman
við aðrar heimasætur, sem alast upp
hjá foreldram, en flytja að heiman
og stofna eigin heimili, en Þóra virt-
ist sátt við sitt hlutskipti og naut
samskipta við allt gott fólk sem hún
mætti á langri ævi. Létta skapið og
kímnigáfa Þóra kom jafnt að notum
í daglega lífinu sem á senunni í
gamla skólahúsinu þar sem hún
söng gamanvísurnar forðum. Slíks
nágranna er ljúft að minnast.
Eftir að aldurinn fór að há Þóra
naut hún ætíð stuðnings Guðmund-
ar, systui’sonai' síns, og annarra ætt-
ingja og síðan hún fór á Dvalarheim-
ili aldraðra naut hún einnig mikillar
umhyggju starfsfólksins, sem hún
sagði að bæri sig á höndum sér.
Guð blessi minningu Þóru í Ás-
byrgi.
Páll Halldórsson.
ÞORA SIGRIÐUR
G UÐMUNDSDÓTTIR
t
Systir okkar, amma, langamma og tengda-
móðir,
EINARA INGIMUNDARDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
lóst á Landspítalanum miðvikudaginn 25. nóv-
ember.
Sigurður Ingimundarson,
Margrét Pálmadóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Okkar ástkæra,
RANNVEIG VALDIMARSDÓTTIR,
Hlíf,
ísafirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Isafjarðar 19. nóvem-
ber sl., verður jarðsungin frá Isafjarðarkirkju
laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 14.00.
Gestur Halldórsson, Ingibjörg Ágústsdóttir,
Ásthildur Gestsdóttir, Haraldur Isaksen,
Ólafur Gestsson, Sandra D. Gunnarsdóttir,
Marías Halldór Gestsson,
Ágúst Ragnar Gestsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RÓSA S. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Sunnuvegi 19,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 27. nóvember kl. 14.00.
Stefán Bjarnason,
Guðný Snæland, Hafsteinn Snæland,
Ragnar Stefánsson, Ingibjörg Hjartardóttir,
Þórhildur Snæland, Kristjana Snæland, Steinunn Snæland,
Kristína Ragnarsdóttir, Stefán Ragnarsson, Gunnar Ragnarsson,
Bryndís Ragnarsdóttir, makar þeirra og börn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
KARÓLÍNA STEFÁNSDÓTTIR,
Bergþórugötu 6b,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju á morgun,
föstudaginn 27. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Óli Árnason, Rannveig Gísladóttir,
Guðmundur Árnason, Sigrún Magnúsdóttir,
Guðbjörg Árnadóttir, Reynir Þorsteinsson,
Steinunn Árnadóttir, Jóhann Ásgeirsson.
+
Fósturbróðir minn,
MAGNÚS ÓLAFSSON
frá Vestur-Botni,
sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar fimmtu-
daginn 19. nóvember, verður jarðsunginn frá
Sauðlauksdalskirkju laugardaginn 28. nóv-
ember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Kristjánsson.
+
Bróðir minn,
JÓN A. GÍSLASON
frá Brekkuborg í Breiðdal,
Vesturgötu 17A,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag,
fimmtudaginn 26. nóvember, kl. 13.30.
Rósa Gisladóttir.