Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 5 7
ÞÓRÐUR
GUÐJOHNSEN
+ Þórður Guð-
johnsen fæddist
í Reykjavík 23.
október 1936. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 18.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jakob Guð-
johnsen, fyrrum
rafmagnsstjóri í
Reykjavík, f. 23.1.
1899 á Húsavík, d.
11.10. 1968, og Ellý
Hedwig Nowottn-
ick, f. 3.3. 1903 í
Halle í Þýskalandi,
d. 12.11. 1962. Systkini Þórðar
eru: Kristín, f. 10.5. 1928, Stef-
án, f. 27.5. 1931, og Dóra, f.
29.5. 1938.
Sonur Þórðar og Herborgar
Friðjónsdóttur Stefánssonar rit-
höfundar og konu hans Maríu
Þorsteinsdóttur er Friðjón Stef-
Við Doddi bróðir vorum alla tíð
sannir Vesturbæingar og hófum
lífsgönguna í hjarta þess bæjar-
hluta, á Vesturgötu 19. Þegar við
urðum þokkalega fótafær leiddi
gabbi okkur út í Eyju eins og
Órfirisey var þá kölluð. Þetta varð
föst venja á sunnudagsmorgnum
þegar vel viðraði og lengi-a náði
heimurinn þá ekki.
Það var ákaflega kært með okk-
ur systkinum fyrstu árin. Eg fékk
fljótt vitneskju um að Doddi væri
fríðasti drengurinn í Vesturbænum
og reyndar þótt víðar væri leitað.
Hann bar suðrænt yfirbragð
mömmu, með dökkbrúnt, fallegt
hár og brún augu. Hann varð strax
vinsæll og eftirlæti allra kvenna í
götunni og furðaði engan, því hann
líktist helst litlum kóngssyni í
brúnu flauelsstuttbuxunum sínum
með samlita derhúfu. Allir vita að
alheimurinn þenst út og það gerði
hann líka í þá daga. Þegar við elt-
umst byrjaði hann á að teygja sig
alla leið upp í Gamla bíó í Ingólfs-
stræti, en þangað fengum við
stundum að fara í þrjúbíó á sunnu-
dögum. Það gekk ekki þrautalaust,
því um leið og heimurinn stækkaði
stækkuðum við í kjölfarið og Dodda
jókst þroski og víðsýni. I stuttu
máli; það þurfti að múta honum til
að taka mig með í bíó, því hann
hafði uppgötvað hvílík skömm það
var ungum drengjum að eiga litla
systur, hvað þá að hafa eina slíka í
eftirdragi. Hann lofaði foreldrum
okkar upp á æru og trú að taka mig
með og gæta mín og gerði það - á
sinn hátt. Þegar við höfðum leiðst
fallega niður tröppurnar og vorum
komin út á götu tilkynnti hann mér
að hann myndi ganga á gangstétt-
inni hinum megin götunnar og
skyldi ég halda mig mín megin. A
áfangastað skyldi hann svo sjá til
þess að ég fengi sæti við hlið hans.
Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að
ekki mátti ég yrða á hann, svo
tryggt væri að hann yrði ekki á
neinn hátt bendlaður við tilviljunar-
kennda návist mína. Hann gaf sér
góðan tíma til að útskýra þetta fyr-
ir mér og þótt mér þætti það sárt
vissi ég að svona varð þetta að vera.
Doddi fór fremstur í flokki ungra
drengja á vit ævintýranna, prins í
ævintýraleit. Það var álögum líkast
hvernig hann sneri heim úr þeim
könnunarferðum. Það þótti ekki
tíðindum sæta þótt hann dytti um
skakkar og skældar gangstéttar-
hellur og hruflaði sig, það kom líka
fyrir okkur hin. Hann slapp með
skrámur í strjálli bílaumferðinni á
Vesturgötunni og svo datt hann of-
an af flestum girðingum og skúr-
þökum í nágrenninu og fékk yfír-
leitt slæma sýkingu í þau sár sem
af hlutust. A þessum árum vai-
hann einu sinni fluttur í skyndi á
spítala með sprunginn botnlanga.
Hámarki náðu ósköpin þegar hann
missti sjón á öðru auga í einum
stríðsleiknum. Enn í dag verður
mér orða vant þegar ég er spurð
án kerfisfræðingur,
f. 2. desember 1967,
kvæntur Gíslínu
Ólafsdóttur.
Þórður varð
stúdent frá Versl-
unarskóla íslands
1958. Hann stund-
aði um tíma nám í
lögfræði við Há-
skóla íslands og tók
þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum stúd-
enta á námsárun-
um. Þórður varð
ungur frímerkja-
safnari og einn af
stofnendum Félags íslenskra
frímerkjasafnara. Hann gerðist
síðar verslunarmaður og starf-
aði lengst af í búsáhaldaversl-
uninni Hamborg.
Útför Þórðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hvort hann Doddi hafi ekki verið
verndaður af móður sinni.
Tíminn leið og áfram gengum við
systkinin hvort á sinni gangstétt-
inni. Við hittumst þó heima þar sem
við stríddum, í þess orðs fyllstu
merkingu, og gerðum friðsömum
foreldi-um okkar lífið nær óbæri-
legt með hugvitssömum stríðsað-
gerðum. Því áralanga stríði lauk þó
skyndilega þegar ég kom Dodda að
óvörum þar sem hann sat einn á tali
við frumburð minn, ómálga, í vöggu
sinni og fór vel á með þeim.
Eins og áður er sagt hafa hlut-
irnir tilhneigingu til að þenjast út
og er gatnakerfið þar engin undan-
tekning. Stundum hvarf Doddi mér
sjónum, var ekki lengur á hinni
gangstéttinni, hann hafði þá tekið á
sig smákrók í einhverri hliðargöt-
unni. Hann birtist þó alltaf aftur,
glaður og reifur. Hann kom líka
stundum og gekk með mér smá-
spöl, mín megin, og ekki varð hann
lítið stoltur þegar honum fæddist
sonur sama ár og ég eignaðist
þriðju dótturina. Vinátta þeirra
frændsystkina varð okkur þáðum
gleðiefni.
Með árunum varð gatnakerfið æ
flóknara og viðhaldið erfiðara.
Doddi þurfti því oft að taka á sig
krók, þegar verið var að endurnýja
hellulögnina. Öngstrætin voru
mörg og þröng og flest voru þau
ekki einu sinni hellulögð. Þau urðu
viðsjárverð og jafnvel launhál í
vætutíð. Það kom líka íyrir að
giyfjur voru grafnar í gangstéttir
og þótt þar væru oftast grindur
settar upp til viðvörunar var það
bara ekki nóg fyrir hann bróður
minn, því allt lagðist á eitt, hann
var hrakfallabálkur, ekki fótviss og
svo hafði hann bara hálfa sjón. Því
fór sem fór.
Göngu Dodda bróður er nú lokið.
Hann er horfinn úr fóruneyti mínu,
álagafjötrar fallnir af kóngssyni.
Vinátta hans, prúðmennska og
drengskapur voru mér ávallt mikils
virði. Því gleymi ég ekki.
Dóra.
Ég man ekki hvenær ég sá Þórð
Guðjohnsen fyrst. Einhvernveginn
finnst mér einsog hann hafi alltaf
verið partur af Reykjavík. Þegar ég
var mjög í æsku tókum við upp á
því að heilsast, en gerðum svo með
okkur þegjandi samkomulag
skömmu síðar um að hætta því. Ég
varð þess reyndar aldrei var að
þessi stráfíni herramaður heilsaði
neinum: Hann arkaði einbeittur eft-
ir Austurstræti, Bankastræti og
Laugavegi í aðkallandi viðskiptaer-
indum, og af öllu fasi hans mátti
ráða að þarna færi maður sem teldi
samskipti við fólk fullkomna tíma-
sóun.
En þetta átti nú eftir að breytast.
Heldur betur. Þórður sagði mér að
á sextugsafmæli sínu hefði hann
tekið eindregna ákvörðun um að
binda enda á tuttugu ára aðskilnað
við Bakkus. Hann hélt áfram að
vera jafn vel til hafður þótt við-
skiptaerindin væru eilítið af öðrum
toga og það losnaði um málbeinið.
Og drottinn minn dýri, hvílíkur
sögumaður! Halldór Laxness sagði
einhverntímann að íslenskur húmor
væri þannig að hann byrjaði hvergi
og endaði hvergi. Þórður Guðjohn-
sen var hinsvegar sagnamaður af
náð: sögurnar hans voru hvorki of
langar né stuttar og botninn var
aldrei suður í Borgarfirði. Ég held
að hann hafi verið hnyttnasti maður
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Sumar sögurnar voru vitanlega
komnar til ára sinna, en hann sagði
þær alltaf einsog hann væri að
segja þær í fyrsta sinn. Aðrar sög-
ur voru splunkunýjar og þær sagði
hann á hraðbergi með hæfilegum
kúnstpásum. Maður vissi að skrítl-
unni væri að ljúka þegar hann dró
augað í pung. Og skrítlan var und-
antekningalaust fyndin, jafnvel þótt
sagan fjallaði um hann sjálfan og
söguefnið væri kannski langt frá
því að flokkast undir hefðbundna
gamansemi.
Síðustu misseri var Þórður nokk-
urskonar heiðursgestur á
Grandrokk við Klapparstíg. Þar
flugu sögurnar og tilsvörin, og þar
fengu menn að vita að hann væri
besti skrollari á íslandi. Ég heyrði
hann aldrei monta sig af neinu
öðru. Jú, einu. Hann fullyrti að
hann væri síðasti maðurinn á Is-
landi sem ennþá helgaði sig stétta-
baráttu. Það var þegar hann kom,
dálítið krambúleraður, eftir að hafa
dottið á Laugavegi. Hann hló að
öllu saman. Óllu. Og samt vissum
við að honum leið ekki alltaf vel.
Þórður Guðjohnsen gekk í Skák-
félag Grandrokk og ég varð þess
heiðurs aðnjótandi að tefla við hann
skák. Við, félagar hans í skákfélag-
inu, söknum vinar í stað. Hann var
drengur góður og Reykjavík er til
muna svipminni við fráfall hans.
Hrafn Jökulsson.
„Nú er brennivmið orðið svo
dýrt, að ég hef ekki efni á að kaupa
mér skó.“ Þessi fleygu orð mælti
vinur minn Þórður Gujohnsen eftir
einhveija áfengishækkunina af
stæiri gerðinni. Mig minnir að
Halldór Laxness segi einhvers
staðar að þeir sem stunda orðsins
list megi þakka fyrir að skilja eftir
sig eina sígilda setningu. Þórður
Guðjohnsen lét margar slíkar frá
sér fara og væri fyrir það eitt eftir-
minnilegur. En það var fleira. Mað-
urinn sjálfur var svo sérstakur að
eftir var tekið. Hann var hrein-
ræktaður original. Útlit, gáfur,
leiftrandi húmor og lífshlaup hans
allt var frábrugðið því venjulega og
hversdagslega.
Ungur stundaði Þórður lögfræði-
nám og hafði alla hæfileika og burði
til að ljúka_ því með ágætum en
gerði ekki. I þess stað gekk hann
vel og lengi um gleðinnar dyr.
Hann vai- vinsæll og aufúsugestur
hvai-vetna á gleðifundum, og má
geta nærri að það hafi truflað at-
orkuna til átaka í námi og síðar
starfi. Svo sneri hann snögglega við
blaði og stundaði reglusemi á þriðja
áratug og lét lítið fyrir sér fara.
Hann vann verslunarstörf og var
fastur punktur í miðborg Reykja-
víkur í erindagjörðum í banka og
fyrirtæki. Alltaf var ánægja að
hitta hann á förnum vegi og njóta
hnittni hans og gamansemi. Aftur
sneri hann við blaðinu fyrir hálfu
öðru ári eða svo og tók upp gamla
lifnaðarhætti og gekk þá götu til
enda þar til yfir lauk.
Þórður Guðjohnsen var sem fyrr
segir sérstæður maður. Hann var
fluggi-eindur og fróður vel um
marga hluti, ekki síst það sem á
hverjum tíma var að gerast í þjóð-
félaginu. Hann hafði brennandi
áhuga á pólitík; fylgcli Sjálfstæðis-
flokknum að málum, gekk ævinlega
með merki hans í barmi og hélt
uppi málstað flokksins hvar sem
hann kom. Er óvíst að sá flokkur
hafi átt snjallari áróðursmann, á
þeim vettvangi þar sem Þórður
barðist, með þekkingu og leiftrandi
fyndni að vopni. Sjálfur kallaði
hann sig fótgönguliða í hernum og
vissi sem var að stríð vinnst ekki
með offísérum einum.
Þrátt fyrir velting í lífsins ólgu-
sjó brást Þórði aldrei kurteisi og
prúðmannleg framkoma, þótt hann
ætti stundum til að ganga nærri
pólitískum andstæðingum með
stríðni og kerskni. Hann var orð-
heldinn og áreiðanlegur og hjálp-
samur þegar hann gat af mörkum
lagt. Hjálpsemin kom meðal annars
fram í því að til hans leituðu ýmsir
sem í fá hús áttu að venda með ráð-
gjöf um vandamál sín. Leysti hann
úr þeim af eðlislægri greind og
hyggjuviti á grunni fjölbreyttrar
lífsreynslu. Fyrir það heyrði ég
hann nefndan Sókrates götunnar.
Vinátta okkar Þórðar stóð í ára-
tugi og á ég ekkert nema ánægju-
legar minningar um öll þau kynni,
einnig síðasta kaflann þótt erfiður
væri á ýmsa lund. Ég mun sakna
heimsókna hans, símtalanna
skemmtilegu og hugmyndaflugsins
þegai- gamansemin náði sér á strik.
Kvaddur er drengur góður sem
háði lífsstríðið á sinn hátt og
greiddi herkostnaðinn sjálfur.
Farðu vel, vinur.
Magnús Óskarsson.
Eftir andlát þitt, Þórður
Guðjohnsen, minnist ég þess að við
áttum oft ánægjulegar stundir
saman á Ránargötunni. Við áttum
oft á tímum við sameiginleg vanda-
mál að stríða. Alltaf varst þú mér
hollur vinur í raun og mæltir ekki
styggðarorð við mig þótt ýmislegt
gengi á. Ég leyfi mér að láta þessa
vísu fylgja með um leið og ég þakka
þér drengskap þinn og votta að-
standendum djúpa samúð.
Þegar þögnin lýstur þil
þykkra moldar veggja
aðrir lesa ljóða spil
á leiðum okkar beggja.
Gunnar Ólafur Júnsson.
+
Kveðjuathöfn um ástkæran eiginmann minn,
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNAS GÍSLASON
vígslubiskup,
verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. nóv-
ember kl. 15.00.
Jarðsett verður í Skálholti laugardaginn 28.
nóvember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
KFUM & K og Samband islenskra kristniboðsfélaga.
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir,
Gísli Jónasson, Árný Albertsdóttir,
Arnmundur Kr. Jónasson, Aðalheiður Sighvatsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför,
SVEINSÍNU INGIBJARGAR
HJARTARDÓTTUR,
Skipholti 47,
Reykjavik.
Árni Jónsson,
Jón Emil Árnason,
Hjörtur B. Árnason, Unnur Halldórsdóttir,
Páll Ingi Árnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Helgi Árnason, Mábil G. Másdóttir,
Hilmar Árnason,
Guðni Árnason, Lilja Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÁSDÍSAR HAFLIÐADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynning-
ar Krabbameinsfélagsins.
Nína K. Gunnarsdóttir,
Linda B. Gunnarsdóttir,
Lilja Magnúsdóttir,
Hafliði Gísli Bjarnason,
Ægir Þór Bjarnason,
Bjarni Þorgrímsson,
Brynja B. Garðarsdóttir,
Gunnar Áki Hjálmarsson,
Elías Arnar Hjálmarsson,
Bergrós Björk Bjarnadóttir, Haukur Hafliði Hjálmarsson,
Ásdís Hafliðadóttir.
+
Þökkum öllum þeim sem sýnt hafa okkur
ómetanlega vináttu og samúð við andlát og út-
för móður okkar og ömmu,
ÁSTU EYÞÓRSDÓTTUR,
Hjallabraut 6,
Hafnarfirði.
Guðrún Jónsdóttir,
Kristinn Þór Jónsson
og barnabörn.