Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 64

Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ ^64 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Gospel tónleikar Ettu Cameron í Bústaðakirkju GOSPEL tónleikar með hinni vin- sælu gospelsöngkonu Ettu Camer- on verða haldnir fóstudagskvöldið 27. nóvember og laugardagskvöldið 28. nóvember kl. 20.30 í Bústaða- kirkju. Etta er okkur að góðu kunn en hún hélt hér tónleika í febrúar 1994 ásamt söngfólki Bústaðakirkju. Etta Cameron, sem býr um þess- -""'’ar mundir í Kaupmannahöfn, hefur á undanförnum árum haldið tón- leika um Evrópu við góðar undir- tektir. Það var fyrir tilstilli Guðna Þ. Guðmundssonar og danska sendiráðsins að við fáum Ettu til okkar að þessu sinni. Etta Cameron er fædd og uppal- in í Ameríku. Hún byrjaði ung að sækja kirkju og fór fljótlega að taka þátt í kirkjusöngnum. Ahugi hennar á kirkjusöng og þá sérstak- lega Gospelsöng, var það mikill að hún sótti allt að þrjár guðsþjónust- ur á sunnudögum og einnig í miðri viku til þess að fá tækifæri til þess að syngja. Etta leggur mikla áherslu á söngtextann, lítur á hann sem eins- konar predikun í tónlistarformi. Undirleikarar á þessum tónleik- um eru: Ole Kock Hansen á píanó, Guðmundur Steingrímsson á trommur og Gunnar Hrafnsson á bassa. Stjórnandi tónleikanna er Guðni Þ. Guðmundsson Geta má að Ole Kock Hansen er einn fremsti djasspíanisti okkar tíma og því stórkostlegt að fá hann til liðs við okkur. Miðasala og nánari upplýsingar Tast í Bústaðakirkju. Kirkjustarfsnefnd Bústaðakirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Sóknarprestur kynnir og fræðir um spámennina í Gamla testamentinu. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Æskulýðs- félagið Örk (yngri deild) kl. 20. - Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. I auga stormsins, kyrrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla. Kl. 19.30 innri íhugun, kl. 20.15 fræðsla, kl. 21 Taizé-messa. Langholtskirkja. Opið hús íyrir foreldra yngi-i barna kl. 10-12. Söngstund kl. 11. Laugarneskirkja. Kl. 12 kyrrðar- stund í hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag 28. nóv. kl. 15. Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur skoð- að. Kaffiveitingar í Blásteini, Árbæ. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 kl. 10-12 í dag og á morgun, föstu- dag. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Leikfimi aldraðra ki. 11.20. LLL ráðgjöf um brjóstagjöf. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í and- dyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 16. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Dagskráin í vetur verð- ur fjölbreytt og boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar samverustundh’. Kyrrðar- stundir í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegis- verður. Æskulýðsfélagið 10. bekkur kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf íyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Fræðslustundir í Hjallakirkju í nóvember. í kvöld kl. 20.30 flytur dr. Sigui’jón Árni Eyjólfsson erindi um sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börnkl. 17-18.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslu- stund í kirkjunni kl. 17.30 í umsjá sr. Sigfúsar Baldvins Ingvasonar. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hjálpræðisherinn. Ki. 20.30 „Mín saga“. Kafteinn Miriam Oskars- dóttir heldur áfram með sögu sína. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE S KÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Meira um við- gerðarþj ónustu VIÐ viljum taka undir orð fólks hér á síðunni upp á síðkastið, varðandi lélega viðgerðarþjónustu hjá Heimilistækjum. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fórum við með myndbandstæki í viðgerð til þeirra. Viðgerð- armaður sagði það kosta um 10.000 krónur að gera við það og það myndi duga í framtíðini. I staðinn fyrir að henda því ákváðum við að láta gera við það. Við- gerðin kostaði tæplega 12.000 krónur. Þegar heim var komið var tækið jafn- bilað og fyrr. Aftur var arkað með tækið í viðgerð. Viðgerðarmaðurinn sagði að nú væri komin upp ný bilun og það myndi kosta um 11.000 krónur að gera við það! Eftir mikið þras við dónaiegan viðgerðar- manninn og svipaðan yfir- mann fórum við í Neyt- endasamtökin. Við vorum ósátt við að hafa kastað peningum í tækið vegna ummæla viðgerðarmanns- ins og að bilunin væri ólög- uð og vildum annaðhvort fá fyi-ri viðgerð endur- greidda og henda tækinu eða tækið lagað okkm- að kostnaðarlausu. Neytenda- samtökin sögðu að við ætt- um að fá tækið viðgert en greiða varahluti. Við vor- um búin að fá þvílíkt ógeð á málinu, að við höfðum ekki eirð í okkur að fara á verkstæðið einu sinni enn, þannig að við hentum tæk- inu og fengum okkur nýtt eftir að hafa fullvissað okk- ur um að Heimilistæki hefðu ekkert með viðgerð- arþjónustuna á því að gera. Þess má geta að þessi sama bilun hafði komið upp talsvert áður og þá þurftum við að fara með tækið tvisvar áður en það var lagað. Þá var einnig um tvær mismunandi bil- anir að ræða að sögn við- gerðarmannsins skap- bráða. Guðrún og Jóhannes. Tapað/fundið Suzuki skellinaðra týndist SVÖRT Suzuki skelli- naðra, 50 cc með biáum afturgaffli, týndist fyrir mánuði frá Háagerði í Reykjavík og hefur ekki til hennar spurst síðan þrátt fyrii’ leit og fyrir- spurnir. Hér er um að ræða aleigu 15 ára drengs sem saknar gripsins sár- iega. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 566 7919, 558 8332 eða 553 7272. Fundarlaun. Dýrahald Dimmalimm er týnd DIMMALIMM, sem er svört læða, hvarf frá heim- ili sinu í Háskólahverfinu í haust. Hún er með silfur- litaða ól og rautt merki- spjald. Þeir sem búa á Óskjuhliðarsvæðinu eru sérstaklega beðnir að svip- ast um eftir henni og láta vita í síma 551 5301. SKAK llin.vjón Margeir Péturvvon STAÐAN kom upp í annarri skák úrslitaeinvígisins á bandaríska meistaramótinu í ár. Nick deFirmian (2.605) var með hvítt, en Joel Benja- min (2.595) hafði svart og átti leik. Svartur er peði undir og stendur höllum fæti og má þakka íyrir jafn- tefli: 38. - Hxa2+ 39. Kxa2 - Da6+ 40. Kb2 - Da3+ 41. Kc2 - Dxc3+ 42. Kdl - Df3+ 43. Be2 - Rc3+ 44. Kd2 -Re4+ 45. Kdl og niðurstaðan er jafn- tefli með þráskák. Síðustu tveimur skákunum lauk einnig með jafntefli þannig að deFirmian varð Bandaríkjameistari. Hann hefur verið tíðm’ gestur á skákmótum hér á landi um 15 ára skeið. Skákklúbbakeppni Taflfé- lags Rcykjavfkur fer fram annað kvöld. Keppt er i fjög- urra manna sveitum. Nú eru síðustu forvöð að búa til skákklúbb. Slíkar keppnir hafa notið vinsælda að und- anfomu. HOGNI HREKKVISI i' f/ann, i/ar a/dreí svono? i/andf^sirw obur- • ISorrxö/ríCxx.'' e/v hann. hittí, bessau BLESSAÐUR líttu á björtu hliðarnar. Þú ert þó hættur þessi hræðilegu kort með óskum um góðan bata. ■ú ert að fá ilegu íikum Ivil !1 ENN einn loðfeldurinn! Geturðu ekki farið að gefa mér eitthvað annað í afmælisgjöf Víkveiji skrifar... ADEGI íslenzkrar tungu hlustaði Víkverji á Þjóðarsálina og hringdi þá þangað faðir, sem hafði verið að kenna fjögurra ára gömlum syni sínum að þekkja stafina. Synin- um gekk bara vel unz komið var að stafnum Æ. „Hvaða hljóð myndar þessi stafur, pabbi?“ spurði sá stutti. Faðirinn svaraði eitthvað á þá leið að hann hlyti að muna það, en reyndi síðan að leiða stráksa á réttan veg og spurði: „Hvað segir þú sjálfur, ef þú dettur og meiðir þig?“ Strákurinn var ekki lengi að kveikja og svaraði að bragði: „Shit eða fuck“. xxx ATHYGLIVERÐ umræða hefur undanfarið átt sér stað vegna handtöku Breta á Augusto Pinchet, chileanska herforingjanum sem á sínum tíma hrifsaði völdin í Chile og kom á slíkri óöld í landi sínu að fjöldi manna hvarf þar sporlaust. Þegar þetta er skrifað er beðið úrskurðai’ hæstai’éttar Breta um hvort handt- aka Pinoehets hafi verið lögleg eður eigi, þar sem þjóðhöfðingjar njóti friðhelgi samkvæmt brezkum lögum. Þessi friðhelgi virðist svolítið skrítin. Einn mesti harðstjóri þess- arar aldar, Adolf Hitler, var vissu- lega þjóðhöfðingi Þjóðverja rétt fyrir miðja öldina. Hefði hann notið frið- helgi út á það í lok stríðsins, ef Bret- ai’ hefðu náð að handsama hann í stríðslok? Víkverji telur litlar líkur á því, en fjarðlægðin í tíma breytir kannski áherzlum í þessum efnum sem öðrum. Spánverjar krefjast nú framsals Pinochets og vilja leiða hann fyrir rétt vegna hvarfs spánskra ríkisborgara í Chile. Brezka ríkisstjómin, sem líklegast hefur samþykkt að Pinochet gæti komið til London á því í nokkrum erfiðleikum, hvað hún eigi að gera. xxx GÍFURLEG bylting er að verða í bankaafgreiðslu, sem felur í sér að nú geta menn afgreitt sig sjálfir inn á veraldarvefnum og greitt gíró- seðla, innheimtuseðla og annað, sem þeir þurfa að greiða. Nýlega fékk Víkverji tölvupóst frá bankanum sín- um, sem tilkynnti honum, að bank- inn teldi tímabært að hann fengi að- gang að afgreiðslu hans á vefnum. Víkverji var í fyrstu hálfragur við að greiða fyrsta gíróseðilinn, en herti upp hugann og lét slag standa. Og viti menn, þetta var auðveldara en hann átti von á. Nú þarf Víkverji ekki að ergja sig lengur á því að bíða eftir afgreiðslu í bankanum sínum um mánaðamót, þegar biðraðir við gjaldkerastúkumar eru hvað lengst- ar. Þetta er gífurleg framför, og mik- ið hlýtur þetta að létta á afgreiðslu bankanna. Víkverji hafði á orði við þjónustu- fulltrúann, sem veitti honum aðgang að vefsíðu bankans, að nú myndi hann sjaldnar eiga erindi í bankann. Bankastarfsmaðurinn játti því og sagði: „Við eram sí og æ að minnka störf okkar hér í bankanum. Ætli við endum ekki með því að missa vinn- una?“ Víkverji er nú kannski ekki þeirrar skoðunar, en með því að minnka þessi hefðbundnu störf gjald- keranna hlýtur bankinn á móti að geta aukið þjónustuna við viðskipta- vini sína á öðrum sviðum. Því ætti þetta að geta orðið bæði viðskiptavin- unum og starfsfólkinu til góðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.