Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Golli HVER verður herra Island? Vandi er um slíkt að spá. Rosalega flott hj á þeim í KVÖLD verður á Broadway haldin keppnin um herra Island. Elín Gestsdóttir hjá fyrirtækinu Fegurðarsamkeppni Islands segir þetta þriðja árið í röð sem fyrir- tækið hennar sjái um keppnina, en það sér líka um stúlkurnar. Aður var keppnin haldin af og til af misjöfnum aðilum í hvert skipti. - Hverniggengur keppnin? „Hún gengur alltaf betur og betur og áhuginn fyrir henni eykst frá ári til árs. Það hafa aldrei verið jafn margir strákar til í að vera með. Það er haldin undankeppni úti á landi og tveir til þrír strákar frá hverjum landshluta taka þátt. Alls eru keppendurnir tuttugu og einn og eru níu þeirra frá höfuðborgar- svæðinu." - Finnst þér almenningur taka strákakeppninni öðruvísi en s telp ukeppninni ? „Ekki Iengur. Fyrst tók fólk henni ekki alvarlega, en það er ekki ininni alvara á bakvið herra ísland en ungfrúna. Strák- ar eru farnir að hafa svo gaman af því að líta vel úr, vera í fínu formi, snyrta sig og marga lang- ar til að stunda fyrirsætustörf. Sá sem vinnur keppnina fer í lok maí til Manila á Filippseyjum að taka þátt í fyrirsætukeppninni „Male of the Year“. Það er mjög stór keppni með um sextíu ung- um mönnum alls staðar að úr heiminum, og gefur góð tæki- færi.“ Heildarmyndin ræður - Eruð þið að leita að ein- hverju sérstöku útliti? „Nei, við viljum helst að hann sé mjög íslenskur, annars ræður alltaf heildarmyndin; útlit, fas, persónuleiki og hversu vel hann myndast. Svo er hann auðvitað reyklaus, því þetta er reyklaus keppni.“ - Hvernig fer kvöldið fram ? „Strákarnir taka á móti gest- um í anddyri Broadway með fordrykk kl. Niðri á sviðinu bíð- ur glæsilegt hlaðborð eftir mat- argestunum og sýnd verða bestu atriðin úr Abba-sýning- unni. Síðan hefst keppnin og strákarnir koma þrisvar fram og ekkert hlé verður á milli heldur munu dansarar og fleira hæfileikaríkt fólk tengja inn- komur strákanna saman. Fyrst verða þeir klæddir tískufatnaði frá Veiðimanninum, síðan box- ernærbuxum og að lokum smókingjakkafötum og taka létt dansspor með dönsurunum.“ -Ha? „Já, þú ert hissa. Þeir hlógu Iíka fyrst að hugmyndinni, en þetta er rosalega flott hjá þeim. Það verður mikili léttleiki yfír keppninni og áreiðanlega ægi- lega gaman.“ Ungfrú heimur kosin í kvöld KEPPNIN um fegurstu konu heims fer fram í kvöld á eyjunni Mahe í Indlandshafí. Keppendur hafa dvalið þar í þrjár vikur við undirbúning keppninnar en ís- lenskar stúlkur eru fjarri góðu gamni fjórða árið í röð. Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands, seg- ir að þegar farið var að innheimta hátt þátttökugjald fyrir fjórum árum hafí verið ákveðið að hætta við að senda íslenska stúlku til þátttöku, en frá þessari keppni hafa tvær íslenskar stúlkur geng- ið sem sigurvegarar, þær Hólm- fríður Karlsdóttir og Linda Pét- ursdótth-. Ný ímynd Aðstandendur keppninnar, Eric og Julia Morley, segjast hafa breytt ímynd keppninnar í ár. Nú skipti andlegur gjömleiki ekki minna máli en líkamlegur, og því til áréttingar eru sundbol- irnir og háu hælarnir úti en í stað þeirra komin tískusýning á nýjasta „götuklæðnaðinum“. Keppninni í kvöld verður sjón- vai’pað á níu evrópskum sjón- varpsstöðum og er það í fyrsta sinn í tíu ár sem það er gert. Fjörug tískusýning og nýtt yfir- bragð hefur komið keppninni í náðina hjá sjónvai’psstöðvunum á ný, en keppnin var gagnrýnd talsvert í lok síðasta áratugar. I gær voru stúlkurnar spurðar spjörunum úr af dómstóli sem samanstendur af sjö þekktum ein- staklingum úr skemmtanabrans- anum. Sú spurningakeppni er til að meta andlegt atgervi stúlkn- anna, enda á ungfrú Heimur í ár að vera bæði sæt og klár. Sú sem titilinn hlýtur í kvöld mun verja tíma sínum næsta árið við góð- gerðarstörf fyrir illa sett börn auk þess að vekja athygli á umhveiáis- málum. En gerðu Hófí og Linda P. það ekki líka? NORRÆNU keppendurnir. Frá vinstri Jessica Magdalena Al- menas frá Svíþjóð, Maaret Sajija Nousianinen frá Finnlandi og Henriette Dankerstein frá Noregi. Frá A til Ö BOTNLEÐJA verður ineð útgáfutónleika sína í Loftkastalan- um fimnitudagskvöld í tilefni af útgáfu geisladisksins Magnyl sem kominn er i verslanir. FUNKMASTER 2000 verður með útgáfutónleika sína í Kaffí- leikhúsinu fímmtudagskvöld. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Sveitasveit- in Hundslappadrífa leikur frumsamin lög fimmtudagskvöld. Aðgangseyrir er 500 kr. A fóstudags- og laugar- dagskvöld leika síðan Rúnar Þór og félagar. ■ ASGARÐUR Dansleikur föstu- dagskvöld kl. 21-2. Hljómsveitin Upplyfting leikur. Dansað sunnu- dagskvöld frá kl. 20-23 með Caprí- tríóinu sem sér um fjörið. ■ ASTRÓ Á fímmtudagskvöld verð- ur útgáfuveisla í tilefni af útgáfu bók- arinnar Prívat sem hljómsveitin Skítamórall gefur út. Sýnd verða brot úr sjónvarpsþættinum Prívat sem sýndur verður í desember á RÚV. Húsið opnað kl. 23.07 en kl. 22.07 fyrir boðsgesti. ■ BROADWAY Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sól Dögg eftir jólahlaðborðið og Abba sýninguna. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fímmtu- dagskvöld verður Bjami Tryggva með dónaskap og spilamennsku og á fóstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Kókos en hana skipa þeir Tómas Malmber, söngur, Árni Björnsson, bassi, Matthías Stefáns- son, gítar og Ingvi Rafn Ingvason, trommur. ■ CAFÉ ROMANCE Píanóleikarinn og söngvarinn Liz Gammon skemmt- ir gestum næstu vikumar. Jafnframt mun Liz spila fyrir matargesti Café Óperu fram eftir kvöldi. ■ CATALÍNA, Hamraborg 11 Hinn eini sanni Siggi Björns leikur og syngur fóstudags- og laugardags- kvöld. ■ DUBLINER Á fimmtudagskvöld leikur Ollie Macguinnes og á fóstu- dags- og laugardagskvöld tekur Bjarni Tryggva síðan við. Ollie Macguiness leikur síðan sunnudags- kvöld. ■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Jón Moller leikur rómantíska píanótónlist fyrir matargesti. Fjöragarðurinn: Vík- ingasveitin er orðin að íslenskum jóla- sveinum með Grýlu í fararbroddi og syngja þau og leika fyrir veislugesti. Á föstudags- og laugardagskvöld er dansleikur með Rúnari Júl. og félög- um. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dagskvöld leika hljómsveitirnar Súr- efni og Sól Dögg og á föstudags- og laugardagskvöld verður síðan skemmtun með hljómsveitinni Spur þar sem Telma Ágústsdóttir er í far- arbroddi. ■ GISTIHEIMILIÐ ÓLAFSVÍK Hljómsveitin Blístrandi æðarkollur leikur á laugardagskvöld. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar Páll leikur og syngur dægurlagaperl- ur fyrir gesti hótelsins fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 19-23. Allir velkomnir. ■ GULLÖLDIN Á föstudagskvöld leikur dúettinn Sælusveitin sem er skipuð þeim Hermanni Arasyni og Níelsi Ragnarssyni og á laugardags- kvöld tekur síðan dúettinn Klappað og klárt við en hann skipa þau Garð- ar Karls og Didda Löve. ■ HITT HÚSIÐ Hljómsveitin Stjörnukisi leikur á síðdegistónleik- um föstudag kl. 17. Að venju er ókeypis aðgangur að tónleikunum og einnig hitt að hljómlistamennirnir sem koma fram gefa sína vinnu. ■ HÓTEL HÚSAVÍK Hljómsveitin Buttercup leikur fóstudagskvöld. ■ INFERNO, Kringlunni Á fóstu- dags- og laugardagskvöld verða dans- sýningar þar sem danshöfundurinn Belinda Murphy frá Eurovision - Ri- verdance kemur fram. Um kvöldið munu síðan Papar leika fyrir dansi. Húsið opnað kl. 22.30. Miðaverð 1.450 kr. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á fimmtu- dagksvöld verða útgáfutónleikar með hljómsveitinni Funkmaster 2000 og hefjast þeir kl. 21. Hljómsveitin er samansett af 5 ungum mönnum og spila þeir fónktónlist frá 7. og 8. ára- tugnum. Funkmaster er nú að gefa út sinn fyrsta geisladisk sem ber heitið Funkmaster 2000 - Á vegamótum en diskurinn var einmitt tekinn upp „live“ á veitingahúsinu Vegamótum 31. okt. sl. Hljómsveitina skipa: Ómar Guðjónsson, gítarleikari, Hannes Helgason, hljómborðsleikari, Krist- ján Orri Sigurleifsson, bassaleikari, Sverrir Þór Sævarsson, trommuleik- ari og Helgi Sv. Helgason, slagverks- leikari. Miðaverð á tónleikana er 800 kr. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hálft í hvoru. Á sunnudagskvöldinu leika þau Ruth Reginalds og Birgir Birgis en á mánudagskvöldinu tekur James R. við. Á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld leika þau Rut og Birgir. ■ KNUDSEN Stykkishólmi Hljóm- sveitin Blístrandi æðarkollur leikur föstudagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN í aðalsal fímmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveit- in Léttir sprettir. I Leikstofunni fóstudags- og laugardagskvöld leikur Viðar Jónsson. ■ LOFTKASTALINN Fimmtudag- inn 26. nóv. heldur hljómsveitin Botn- leðja útgáfutónleika. Tilefnið er út- koma plötunnar Magnyl sem komin er í búðir. Botnleðja kemur þarna fram ásamt sérstökum gestum og hefjast tónleikarnir kl. 22. Léttar veitingar verða í boði. Miðaverð er 800 kr. ■ NAUSTIÐ Jólahlaðborð föstu- dags- og laugardagskvöld á 3.100 kr., 2.700 kr. aðra daga og 1.950 kr. í há- deginu. ■ NAUSTKJALLARINN Línudans verður öll íimmtudagskvöld kl. 21 á vegum Kántrýklúbbsins. Miðaverð er 500 kr. Plötusnúðurinn Skugga-Bald- ur leikur. Dansað til kl. 3. Reykjavík- urstofa er opin frá kl. 18 alla daga vikunnar. ■ NÆTURGALINN Á fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld leika Lúdó og Stefán frá kl. 21. Á sunnu- dagskvöld leikur Hljómsveit Hjördís- ar Geirs nýju og gömlu dansana frá kl. 21. ■ ODD-VITINN Akureyri Á föstu- dags- og laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Jósi bróðir & syndir Dóra. ■ PÉTURSPÖBB Föstudags- og á laugardagskvöldinu leikur hljóm- sveitin Tvennir tímar. ■ RÁIN Keflavík Hljómsveitin Haf- rót leikur fóstudags- og laugai’dags- kvöld. ■ SJALLINN Akureyri Hljómsveitin Skítamórall verður með unglinga- dansleik kl. 19-21 laugardagskvöld og um kl. 23 opnar svo húsið fyrir full- orðna ballgesti. ■ SKOTHÚSIÐ Keflavík Á fóstu- dagskvöld verður dansleikur með Dj. Sigga. Á laugardagskvöldinu er kalkúnahlaðborð og verður húsið opn- að kl. 19 með fordrykk. Arnór Vil- bergsson leikur fyrir matargesti og síðar leika þau Sigga Beinteins og Grétar Örvars. Tískusýning verður frá Mangó og Töff og er kynnir Freyr Sverrisson. Hljómsveitin Sixties leik- ur síðan fyrir dansi. ■ SPOTLIGHT CLUB er opinn fimmtudags-, fóstudags-, og laugar- dagskvöld. Dj. fvar leikur alla dag- ana. Munið þema helgarinnar. ■ STAPINN Keflavík Á fimmtu- dagskvöld verður sameiginlegt ball félagsmiðstöðva á Reykjanesi þar sem hljómsveitin Buttercup leikur. ■ TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal til- kynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.