Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Það voru ekki úttroðnar töskur af fatnaði í ferðatöskunni
hennar sr. Guðnýjar Hallgrímsdóttur þegar hún kom frá
London í haust heldur tveir fallegir jólaenglar.
Morgunblaðið/Golli
JÓLASMÁKÖKURNAR
„Ég er mikið jólabarn í
mér og ræð mér vart fyrir
kæti þegar aðventan er
framundan," segir hún.
Mínar Ijúfustu bernskuminningar
frá jólum tengjast honum afa mín-
um. Hann bjó hjá okkur og mér
verður alltaf hlýtt um hjartað þeg-
ar ég hugsa til þess þegar ég sat
inni hjá honum í djúpum stól við
kertaljós og hlustaði með honum
á klukkuna tifa og beið eftir jólun-
um.
I byrjun aðventu var mamma
alltaf búin að baka og strax í byrj-
un aðventu voru jólagardínurnar
komnar upp í eldhúsinu. Aðventan
var ávallt mikið tilhlökkunarefni og
leitast við að hafa hana sem nota-
legasta. Mér er sérstaklega minn-
isstætt að á aðfangadag setti
mamma alltaf rúllur í hárið á okkur
systrunum þremur. Við vorum auð-
vitað voðalega fínar en ekki fannst
okkur þetta þægileg meðferð hjá
mömmu."
- En hvernig hagar þú jólaundir-
búningnum núna?
„Ég er strax farin að hlakka til
jólanna í nóvember og byrja þá að
baka. Mér finnst best að vera búin
að baka sem mest þegar kemur
fram í desember. Þá leggjum við
meira uppúr því fjölskyldan að
hlusta á fallega jólatónlist, kveikja
á kertum og hafa það notalegt.
Mér finnst svo gott þegar dimmt er
úti að hafa bjart inni með kertaljós-
um.“
Haukur Morthens
á aðventu
„Svo er nú gert dálítið grín að
mér fyrir að vilja alltaf hlusta á
Hauk Morthens á aðventunni en
mér finnst sú tónlist tilheyra þess-
um árstíma." Guðný er gift Agústi
Friðriki Hafberg og hún segir að
þau hjónin hafi komið með ýmsa
siði í farteskinu af bernskuheimil-
um sínum sem þau hafi síðan að-
lagað sinni fjölskyldu. „Fyrstu jólin
var ég dálítið föst í mínum siðum
og hélt að eitt og annað væri alveg
ómissandi um jólin. En jólin koma
alveg þó það vanti t.d. rjúpur eða
lagtertur. Jólin koma nefnilega
alltaf fyrst og fremst í hjartanu.
Ágúst er ekki fyrir rjúpur en ég er
alin upp við þær. Ég læt mér nú
nægja að narta í þær á jóladag hjá
mömmu og við eldum eitthvað á
aðfangadag sem fjölskyldan kemst
að samkomulagi um. Það eina
sem við höfum fyrir sið er að útbúa
rækjukokteil að hætti Ágústar því
allir kunna að meta hann. Síðan er
komin hefð fyrir því að baka pipar-
kökur og búa til konfekt.
Ein jólin skömmu eftir að við
hjónin kynntumst langaði mig að
gleðja eiginmanninn og baka lag-
köku að hætti móður hans. Hún
leit vel út og ég var bara dálítið
góð með mig. Það var hinsvegar
hægt að rota mann með henni,
hún var svo hörð og síðan hef ég
ekki reynt að baka hana aftur.“
í kirkjugarðinn
Guðný segir að þau hjónin hafi
fyrir venju að skrifa jólakort og þau
sitja gjarnan við kertaljós þegar
börnin eru komin í ró á kvöldin og
skrifi vinum og kunningjum jóla-
kveðju. „Við höfum líka haft lengi
fyrir sið að fara í kirkjugarðinn á
jólunum. Við skreytum greni og
förum á leiðin til þeirra sem okkur
eru kærir. Við tölum í leiðinni við
börnin um látna ættingja okkar og
tendrum Ijós á leiðunum. Þetta er
liður í því að börnin muni eftir þeim
sem látnir eru og þekki rætur sín-
ar.“
Englar ömmu og afa
Fyrsta skrautið sem fjölskyldan
setur upp í byrjun aðventu eru tveir
stórir englar sem koma frá ömmu
Guðnýjar og afa. „Þeir eru að
minnsta kosti yfir 60 ára gamlir,
komu upprunalega frá Englandi og
eru farnir að láta á sjá. Mér finnst
mjög vænt um að hafa þá uppi um
jólin og segi börnunum að þeir hafi
prýtt húsið hjá langömmu þeirra og
langafa."
- En litast jólahaldið ekki af starfi
þinu sem prestur?
„Jú vissulega. En við myndum
hvort sem er fara til kirkju á jólum.
Við hjónin sungum bæði i Hamra-
hlíðarkórnum og fórum því alltaf
til messu á aðfangadagskvöld.
Það er hluti af jólahaldinu að fara
til messu og við erum tveir prest-
arnir hér við Seltjarnarneskirkju
sem skiptum á milli okkar athöfn-
unum.
Sorg og einmanaleiki
á aðventu
- Hvað með þá sem leita til kirkj-
unnar á aðventu? Líður mörgum
illa á þessum árstíma?
„Já, því miður líður mörgum illa
og að baki vanlíðaninni liggja ýms-
ar ástæður. Margir eiga um sárt að
binda, hafa kannski misst ná-
komna ættingja og sakna þeirra
einmitt þegar fjölskyldan er mikið
saman og jólin í nánd.“
Guðný segir að sumir eigi slæm-
ar bernskuminningar sem ýfast
upp við undirbúning jólanna og
valda sárindum. Þá eru aðrir frá
óregluheimilum og kvíða komu jól-
anna þegar áfengi eitrar jólahaldið.
„Vandamálin eru mörg og þau
verða kannski sérstaklega áber-
andi einmitt á þessum árstíma
þegar allt á að vera svo vænt og
gott.“
Heima hjá mömmu
og pabba
- Ung hjón sem eru að byrja bú-
skap deila oft um á hvoru
bernskuheimilinu eigi að eyða jól-
unum. Verður þú vör við slíka erf-
iðleika?
„Já og það sorglega er að oft
eru þetta fyrstu alvarlegu árekstr-
arnir sem verða hjá ungum hjón-
um. Foreldrar beggja vilja fá þau
um jólin og það er erfitt að komast
að samkomulagi.
Það er liður í því að þroskast og
verða fullorðin að fara að heiman.
Foreldrarnir bjóða ungu hjónunum
heim í góðri trú en verða að átta
sig á því að nú er barnið orðið full-
orðið og farið að heiman. Margir
hafa þann hátt á að fá foreldra sína
heim á aðfangadagskvöld og leysa
málið þannig.“
Fátæktin hrópandi
Margir búa við fátækt og Guðný
bendir á að hún komi vel í Ijós
þegar jólin nálgast. „Því miður er til
fátækt fólk á Islandi. Það er erfitt
að vera fátækur á jólum og eiga
ekki fyrir jólamatnum og gjöfum
fyrir sína nánustu. Lífsgæðakapp-
hlaupið er Ijóslifandi á aðventunni
þegar auglýsingum linnir ekki og
allir keppast við að selja fólki hitt
og þetta. Það er sárt að geta ekki
veitt börnunum sínum það sem
maður vill.“
- Það eru því margir sem kvíða
jólahaldinu?
„Já því miður. En það þarf ekki
alltaf áþreifanlegan vanda til að
fólk kvíði jólum. Margir hafa týnt
barninu í sér og geta ekki upplifað
jólin sem börn og kvíða því amstr-
inu og öðru sem fylgir jólum. Það
er afar dýrmætt að geta hlakkað til
og finna til gleði í hjartanu yfir
komu jólanna."
- Er ekki hluti skýringarinnar að
fólk hefur ekki orku í að sinna und-
irbúningi jólanna eins og það vildi?
„Eflaust og undirbúningurinn
gengur oft út í öfgar. Við þurfum
að læra að njóta aðventunnar og
velta fyrir okkur boðskap jólanna.
Það er ekki nauðsynlegt að setja
sig á kaf í skuldir með því að
kaupa rándýrar jólagjafir. Það er
hugurinn sem skiptir máli og vænt-
umþykju kaupum við ekki með
peningum."
súkhkksmáköhr
_________150 g íslenskt smjör____
____________1 bolli sykur________
_________1 bolli púðursykur______
_______________2egg______________.
____________3 bollar hveiti______
_________1 tsk. matarsódi________
____________1/2 tsk. salt________
_________200 g suðusúkkulaði_____
1 bolli kókósmjöl
Smjörið og sykurinn hrært saman
þangað til blandan er létt í sér. Þá er
eggjunum bætt út í einu og einu í
senn og vel hrært á milli. Þurrefnunum
blandað varlega út í og síðast niður-
brytjuðu suðusúkkulaðinu. Deigið tek-
ið upp úr skálinni með skeið og sett á
bökunarplötuna. Ekki þarf að forma
kökurnar, heldur dugar að skella einni
„skeiðslettu" á plötuna. Bakað þang-
að til kökurnar eru orðnar brúnar
(u.þ.b. 10 mín.) við um 180C. Kökurn-
ar eru bestar með ískaldri mjólk.
Heílsukökur Guhýjar
% bolli grænmetisolía (bragðlaus)
__________1 bolli púðursykur_________
__________1 bolli hrásykur____________
__________ 2 egg________________
_____________1 bolli hveiti__________
_____________1 bolli all bran________
_____________1 bolli músli___________
__________1/2 bolli hveitiklíð_______
__________1 tsk. matarsódi____________
_____________1 tsk, salt_____________
1 bolli rúsínur
Olían og sykurinn þeytt saman. Eggin
látin út í eitt og eitt og hrært á milli.
Þurrefnunum blandað saman og rúsín-
urnar settar síðast út í deigið. Ef deigið
er þurrt má setja smá slettu af soðnu
vatni saman við. Bökunaraðferðin er
sú sama og í súkkulaðismákökunum.
Með þessum kökum er best að drekka
gott og koffínlaust ávaxtate.
Ríúíukokktcíll Ámstar
I fyrir fjóra
300 g stórar og góðar rækjur
_________150 g majones________
2-3 msk. tómatsósa (eftir smekk)
_________1 -2 tsk. sinnep_____
______ 2 dl rjómi_____________
1 sítróna
Tómatsósunni er blandað í majonesið
og sinnepi bætt við e. smekk. Þetta
er hrært vel saman. Rjóminn er þeytt-
ur og honum síðan blandað varlega
saman við majonesblönduna þannig
að sósan verði „létt“ og frekar þunn.
Rækjurnar eru þerraðar vel og settar
út í sósuna. Reyndar er þessu bland-
að saman eftir smekk en okkur finnst
betra að hafa minna af sósu og meira
af rækjum. Kokteillinn er síðan settur í
fallegar skálar og skreyttur með
sítrónusneið. Borið fram með ristuðu
brauði og íslensku smjöri.
c/ÍwÁi/á\^ - Gœðavara
Gjaíavara — matar- og kaííistell.
Allir verðílokkar.
Heimstrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
c/c/t/x verslunin
Laugavegi 52, s. 562 4244.
DEMANTAHUSIÐ
JJÝJU KRINGLUNNI - SÍMI 588 S
///'()((//((/((/a7)(((J(((}/'((
n/((/'/(j/'(/)(( /(/jo/(((//((/((