Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 34
34 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ADDÚ ber hitann og þungann
af matseldinni fyrir vini og fjöl-
skyldu á jóladag.
Á jóladag koma um tuttugu og fimm
manns, vinir og fjöiskylda, heim til
Brósa og Addú í jólahlaðborð að
þeirra hætti. Við komumst að því að
þau eru í raun allan ársins hring að
huga að jólagestunum sínum.
£»» „Okkur finnst rosalega
öL gaman að fá þessa vini
JPf og þá fjölskyldumeðlimi
sem eru í bænum til okkar
á jóladag. Þetta er af-
slappað jólaboð og það þarf eng-
inn að koma til okkar í sínu besta
pússi heldur koma með því hugar-
fari að slappa af og njóta dagsins
með okkur,“ segja þau Brósi, sem
heitir fullu nafni Sigurður Grétar
Benónýsson, og Addú eða Arn-
þrúður Jósepsdóttir. Það er spilað,
horft á myndbönd, spjallað og
borðað.
„Gestirnir stoppa síðan eftir því
sem þeir geta, sumir fara í önnur
jólaboð en aðrir eyða öllum degin-
um hjá okkur og staldra við fram á
nótt.“
Addú og Brósi nostra við gesti
sína, þau útbúa jólapakka handa
hverjum og einum og setja undir
jólatréð. Það kemur í Ijós að þau
eru allt árið að huga að þessum
litlu pökkum þegar þau rekast á
eitthvað sniðugt hér heima og í út-
landinu.
Prófar alltaf eitthvað nýtt
Brósi segir að Addú beri hitann
og þungann af matseldinni á heim-
ilinu. „Hún er meistarakokkur og
nýtur þess að matreiða fyrir vini
sína. Eg er á hinn bóginn í sæl-
keradeildinni og baka yfirleitt sörur
og bý til konfekt fyrir jólin.“
-En er Addú þá ekki í margar
vikur að undirbúa hlaðborðið?
„Nei, alls ekki. Ég er frekar
skipulögð og er að dútla mér við
þetta nokkur kvöld. Margt má
frysta og búa til fyrirfram. Lykilat-
riði er kannski að mér finnst þetta
gaman.“
Addú segir að yfirleitt búist gest-
irnir við sömu réttunum en hún
prófar líka alltaf eitthvað nýtt fyrir
hvert boð.
„Við erum alltaf með reykta
bayone-skinku, sveskjur og rósa-
kál. Á borðum er líka graflax með
sósu og fylltum eggjum sem alltaf
eru voða vinsael. Þá erum við með
síldarrétti, kartöflusalat og hrásalat.
Ostabakkinn er alltaf á sínum stað,
söltuð nautatunga, rækjupaté og í
fyrra bauð ég í fyrsta skipti upp á
maríneraða sjávarrétti. Þá er alltaf
ein köld og ein heit sósa á borðum
sem passar með öllu og brauð
auðvitað." Auk þessa segist Addú
FEÐGARNIR
Brósi og Viktor
Davíð hafa fyrir
sið að fara út að
borða í hádeginu
á aðfangadag.
Morgunblaðið/Golli
BRÓSI segist skipta út jólatrésskrautinu á nokkurra ára fresti. „Ég
freistast oft til að kaupa jólaskraut í Bandaríkjunum. Það er engu líkt.“
búa til „sérrítriffle" og svo eru sæt-
indin hans Brósa á borðum.
Jólasnafsinn rauður
Brósi segist hafa bakað sörur
með Guðbjörgu, sem unnið hefur
hjá honum á stofunni í rúm 16 ár.
„Síðan geri ég nokkrar tegundir af
góðu konfekti þegar vel liggur á
mér fyrir jólin. Jú, og svo gerum
við alltaf jólasnafs og líkjör. í
jólasnafsinn nota þau hrútaber.
„Við setjum til helminga hrútaber
og vodka. Með tímanum verða
berin hvít og mjöðurinn jólarauður
og það er mjög sérstakt bragð af
snafsinum og hann er alltaf borinn
fram frosinn í klakastykki."
Hann skýtur því inn í að laufa-
brauð bjóði þau alltaf uppá og það
sé henni Guðrúnu Jörgensen að
þakka. Hún hefur fært Brósa laufa-
brauð og smákökur í 24 ár eða
síðan Brósi opnaði hársnyrtistofu
hér í Reykjavík.
„Guðrún var einn af fyrstu við-
skiptavinum mínum og það voru
ekki amaleg kynni af Reykjavíkur-
konum að kynnast Guðrúnu fyrst.“
Feðgarnir út að borða
Brósi og Addú eiga einn son,
Viktor Davíð, og alveg frá því hann
var smágutti hefur Brósi haft það
fyrir sið að bjóða honum út að
borða í hádeginu á aðfangadag.
„Við byrjuðum nú á þessu fyrir al-
gjöra tilviljun feðgamir. Viktor Davíð
hefur líklega verið 6 ára gamall og
við vorum niðri í bæ f útréttingum
þegar svengdin sagði til sín. Það var
eiginlega allt lokað en við enduðum
í brauði og súpu á Borginni. Þar
voru herrar að borða og létu ekki
raska ró sinni að aðfangadagur væri
runninn upp. Ég ákvað að þetta
skyldi ég gera árlega, bjóða synin-
um út að borða á aðfangadag.
Addú kann að meta þetta, hún hefur
eldhúsið í friði fyrir okkur og fær ró
og næði til að sinna því sem þarf.
Þessi siður hefur allt frá þessu
verið í heiðri hafður og undanfarin
ár höfum við feðgarnir snætt á
Hótel Loftleiðum í hádeginu. Við
tókum upp á því að bjóða hvor sín-
um vininum með. Það gerum við
enn í dag og hyggjumst halda
þessum sið áfram um ókomin ár.“
Jólatréð stærra
en gestirnir
Það er alltaf stórt jólatré á heimili
Brósa og Addúar. „Ég vill að jóla-
tréð sé hærra en allir gestirnir og
ég vil að það sé tilkomumikið. í
mörg ár rogaðist ég með risastórt
lifandi jólatré upp á fjórðu hæð en
undanfarin tvö ár hef ég verið með
gervitré."
Honum finnst skemmtilegt að
skreyta jólatréð og segist skipta út
jólatrésskrauti með nokkurra ára
millibili. „Mér finnst gaman að
breyta til og núna er ég aðallega
með rauð epli, litla kristalmuni og
gyllt skraut.“
Skrautinu viða þau að sér smátt
og smátt þegar þau rekast á eitt-
hvað sem þeim finnst fallegt.
Brósi er strax farinn að velta fyrir
sér öðru jólatrésskrauti og segir
að hann sjái fyrir sér að lítil leik-
föng yrðu falleg á trénu um næstu
jól.
Aðventuboð fyrir
starfsfólkið
Brósi og Addú eru alltaf með
boð fyrir starfsfólkið sitt í byrjun
aðventu og þá eru þau búin að
skreyta allt hátt og lágt. „Það kem-
ur sér vel því það er mjög mikið að
gera hjá okkur á stofunni í desem-
ber.“ Addú eldar sjálf og þau segja
að gott sé að eiga þessa stund áð-
ur en annatíminn hefst í vinnunni.
Við föluðumst eftir uppskriftum
hjá Addú, höfðum heyrt að fylltu
eggin hennar væru ómótstæðileg
og maríneruðu sjávarréttirnir henn-
ar væru engu líkir.