Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 39
Tökum þatt í
uppbysgingarstarfi
fatlaðra
v,fur\m
m,^4RlHELG
ASVfj;
Subaru
esTer SUv
Síiöa
^Sub^'^»feStÍ,ð
*r 6^000..
Hei(dfl« ______°'794 °0Ð.-
i* . erO
Kattfr,élsír
""%%SP-
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur almenna þjálfunarstöð
og sumarbúðir fyrir fötluð börn. Þátttaka almennings í símahappdrættinu
hefur gert félaginu kleift að byggja upp aðstöðu fyrir fötluð börn og unglinga.
EINFALDLEIKINN er
oft fallegastur.
„ILMUR af eplum
minnir mig á jólin og
mér finnst epli alltaf
svo falleg í jólaskreyt-
ingar,“ segir Hlín.
VERNDARENGILLINN
hefur verið í búðinni
frá upphafi og þrátt
fyrir mörg tilboð er
hann ekki falur.
segir Hlín afsakandi. „Ég hef verið
að velta þessu fyrir mér og býst við
að ég noti vír og búi til flækjur, búi til
svona krúttlegan álfavír," segir hún
til útskýringar og krullar út í loftið
með höndunum.
Þeir sem heimsækja búðina
hennar í Mosfellsbænum skilja
þetta alveg, að hún geti ekki búið
til kalda skreytingu. „Veistu, ég er
að hugsa um að búa til svona
skreytingar með eikarlaufum og
einhverju í plómulit svo þær verði
aðeins hlýlegri!“
- Gefst ykkur tími til að undirbúa
jólin heima? spyr ég og ákveð að
víkja frá öllu tali um kaldar skreyt-
ingar?
„Eiginlega ekki,“ segja þau bros-
andi og bæta við að síðustu jól hafi
verið skrautleg. „Við unnum aldrei
undir 16 klukkustundum allan des-
ember og á Þorláksmessu skriðum
við heim um fimm um morguninn
og vorum mætt aftur um 8 á að-
fangadagsmorgun."
Hlín segir að þrátt fyrir álag á jól-
unum passi þau alltaf að fara til
foreldra sinna og svo að leiði bróð-
ur hennar á aðfangadag. „Ég fer
með Faðir vorið og tala við Palla.
Þessi ferð i kirkjugarðinn gengur
fyrir öllu þennan dag. Nú, svo för-
um við heim og á meðan ég er í
baði eldar Sigþór. Við höfum það
voðalega notalegt saman, hann er
búin að dekka borð þegar ég kem
fram og ilmurinn af hamborgar-
hryggnum er um allt hús.“
Sigþór segir að sér finnist rosalega
gaman að elda og hann hefur aldrei
farið eftir uppskriftum þó nóg sé til af
matreiðslubókum í húsinu. „Það á
betur við mig að prófa mig áfram.
Á aðfangadag erum við alltaf með
hamborgarhrygg með waldorf salati,
sósu og brúnuðum kartöflum. Það
er fastur liður á þessu heimili."
í náttfötunum á jóladag
Þau fara síðan í miðnæturmessu í
Lágafellskirkju og finnst það yndis-
leg stund. Jóladagur er heilagur í
þeirra huga, þau eru í náttfötunum
langt fram eftir degi og borða af-
ganga. Þegar degi tekur að halla er
farið til foreldra annars hvors þeirra
og borðað jólahangikjöt. Daginn eftir
fara þau síðan í vinnuna og eftir
hana heimsækja þau þá foreldra
sem ekki var farið til á jóladag. „Við
erum bæði mjög hænd að foreldrum
okkar og fjölskyldum og hittum þau
við hvert tækifæri," útskýrir Hlín.
„Einu sinni vorum við nú með
jólaboð fyrir alla fjölskylduna,“ seg-
ir Sigþór eins og það sé einsdæmi í
sögunni. Og þau segja að það sé
raunin, tími fyrir jólaboð er enginn
þegar fólk er í verslunarrekstri.
Englar um allt hús
-Þessir englar sem eru um allt
hús. Ertu bara með þá á jólunum,
Hlín?
„Nei, allan ársins hring. Ég er svo
veik fyrir allskonar englum og mér
líður svo vel með þá nálægt mér.
Við erum meira að segja með einn
verndarengil í búðinni sem er búinn
að vera þar frá upphafi. Margir hafa
boðið í hann en hann verður alltaf
hjá okkur í búðinni. Það er einhver
ró sem fylgir englum."
- Hvað minnir ykkur helst á jól?
„Ilmurinn af rauðum eplum minnir
mig alltaf á jólin,“ segir Hlín. „Frændi
minn gaf okkur alltaf kassa af eplum
fyrir jól þegar ég var barn og ég man
ennþá tilfinninguna þegar við feng-
um eplin. Þá voru komin jól. Ég veit
ekki hvort það tengist þessari minn-
ingu en ég skreyti alltaf mikið með
rauðum eplum, bæði heima og í
búðinni. Það þarf ekki nema mynd-
arlega hrúgu af rauðum eplum og þá
er orðið jólalegt. Það má líka nota
epli í skreytingar, skera úr þeim fyrir
kerti eða þurrka eplasneiðar."
-Hvað með jólakort. Gefið þið
ykkur tíma til að skrifa jólakort?
spyr ég efins.
„Hér með óskum við öllum vinum
okkar gleðilegra jóla og. . . Nei,
því miður, þá hefur það nú gleymst
oft í öllu amstrinu. Kannski tökum
við upp á því að skrifa jólakort í
janúar því okkur finnst svo gaman
að fá jólakveðjur.1'
Sigþór samþykkti að gefa les-
endum uppskrift að jólamatnum en
hann notar aldrei mál og vog og því
verður tilfinning að ráða ferðinni hjá
lesendum.