Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 24

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 DEMANTAHUSIÐ NVJU KRINGLUNNI - SÍMI 588 9944 ■ r. /JL ///vxt//a/i(/s/)i/(h((//'a rS'/(//'f(jf/'(/)(( f(/yo/((/y\((/(( Demantshringur og men í stíl. 14 kt. demantshringur, 19 demantar, 0,30 pt. Kr. 31.970. 14 kt. demantsmen, 17 demantar. 0,25 pt. Kr. 22.770. Verð á setti kr. 49.000. lÚR&GULL GRETAR HELGASON URSMIÐUR Fjárðargötu 13 -15,220 Hafnarfjöróur, Sími: 565 4666 Njálsgötu 86, sími 552 0978. Góðar gjafir endast vel 4Veittu|iér 4 munað, 'veidu Veiið Guðrún Ansiau. í Brussel búa yfir 200 íslendingar og flestir vinna þeir hjá EFTA eða sendiráði íslands í Belgíu og staldra mislengi við. Álfheiður Hanna Frið- riksdóttir heimsótti Guðrún Ansiau sem hefur verið búsett í Belgíu í yfir fjörutíu ár og er því afar fróð um belgíska jólasiði. Það var á hinn bóginn ekk- ert jólaveður daginn sem ég lagði leið mína heim til hennar til að spjalla; rign- ing og rok. Inni hjá Guðrúnu var þó mun hlýlegra og þegar ég var búin að þurrka á mér hárið og við sestar inn í stofu með kaffibolla vorum við tilbúnar í slaginn. Blóðpylsa Hún segir að löngum hafi það tíðkast að fara í miðnæturmessu á aðfangadag og fyrir eða eftir mess- una er síðan snædd blóðpylsa, „boudain". Til þess að hafa hana með meiri hátíðarbrag en ella eru settar í hana rúsínur. A heimili Guð- rúnar er blóðpylsa alltaf á boðstól- um í hádeginu á aðfangadag. Ég spyr hvort blóðpylsan bragðist eitt- hvað í líkingu við íslenska blóðmör- inn, en hún segir það langt í frá. I blóðpylsurnar sé notað svínakjöt, síðan eru þær steiktar á pönnu og bornar fram með eplamauki. Aða- Ijólamáltíðin er svo í hádeginu á jóladag og þá er snæddur kalkúni með kastaníumauki, trönuberja- sultu og kartöflukrókettum. Hin hefðbundna jólakalkúnafylling er kjötfars og trufflur. Eplaskífur eru brúnaðar í sykri og þeim raðað í lítil hreiður og trönuberjasultunni kom- ið fyrir í þeim. ( forrétt er ýmist humar eða andalifrarkæfa. í eftirrétt er síðan alltaf ákveðin belgísk jóla- terta sem er í laginu eins og viðar- bútur, en að öðru leyti getur hún verið allavega; súkkulaði, marsípan o.s.frv. Ástæðuna fyrir þessu lagi á tertunni segir Guðrún þá að í gamla daga þegar fólkið var að bíða eftir miðnæturmessunni kveikti það upp í stórum viðarbúti og askan sem af honum hlaust átti síðan að boða gæfu til handa heimilisfólki. Góður andi öskunnar birtist nú semsagt aðallega í kökulíki. Heilagur Nikulás Af öðrum belgískum jólakökum ber síðan að nefna sérstakar pipar- kökur og marsípankökur sem koma í búðir þegar líða fer að 6. desember. Guðrún segir belgísku jólapiparkökurnar ekki líkjast þeim íslensku, þær belgísku séu stökk- ari og mun meira sé af púðursykri í þeim. Þær eru í laginu eins og heil- agur Nikulás, en geta verið af ýms- um stærðum. Þá vík ég talinu að heilögum Nikulási, því eins og flestir vita eru engir jólasveinar einn og átta á þessum slóðum, heldur heilagur Nikulás. Guðrún segir að 6. desem- ber sé mikill hátíðisdagur, því þá komi heilagur Nikulás á asnanum sínum og allir setji gulrót í skóinn aðfaranótt 6. desember fyrir asnann hans og eins fái bömin gjafir þann dag. Heilagur Nikulás er til fara eins og kaþólskur biskup, í rauðum síð- um kufli. Hvað jólatréshefðina varð- ar segir Guðrún að svipað sé upp á teningnum hér og heima á íslandi, nema það að fólk hér setur jólatréð upp mun fyrr eða í byrjun desem- ber, en tekur þau ekki niður fyrr en á þrettándanum. Hún segir jólastemmninguna haldast alveg fram á þrettándann og að í jóla- mánuðinum geri fólk sér yfirleitt mikinn dagamun, hittist mikið, fari út að borða, í leikhús, á tónleika o.s.frv. Endapunktinn í jólahaldinu segir Guðrún vera 6. janúar, daginn sem vitringarnir komu með gjafimar til Jesúbarnsins. Þá séu ekki gefnar gjafir, en alltaf borðuð sérstök blað- deigsterta (úr fínu smjördeigi) með marsípanfyllingu með möndlu inni í. Sá sem fær möndluna er kóngur eða drottning og má kjósa sér sína drottningu eða kóng. Með tertunni fylgir vitanlega alltaf kóróna. Út að borða á aðfangadagskvöld Á gamlárskvöld fer fólk mikið út að skemmta sér, en Guðrún segir stemmninguna ekki nándar nærri eins hátíðlega og á (slandi. Hún segir að fólk fari mikið út að borða þetta kvöld, en sjálf bjóða hún og maðurinn hennar, Charles, vina- fólki á mat og næsta ár býður svo einhver annar í vinahópnum og þannig koll af kollí. Fólk fer líka mikið út að borða á aðfangadags- kvöld, því ólíkt því sem tíðkast á (slandi er allt opið bæði á aðfanga- dags- og gamlárskvöld. Sjálf seg- ist Guðrún halda upp á aðfanga- dagskvöld að íslenskum sið og að enginn í fjölskyldunni vilji missa af því. Hennar fjölskylda opnar því pakkana á aðfangadagskvöld og maturinn er borðaður um sexleytið. Matseðillinn á aðfangadagskvöld er gjarnan fylltir tómatar með rækj- um, sem velt er upp úr dálitlu af góðu majonesi, í forrétt, í aðalrétt er villisvín og í eftirrétt sérstök terta, „flan de Breton", sem fæst bara í einu bakaríi í Brussel. Kakan samanstendur af sérstöku eggjakremi og marengskökum. Eg spyr Guðrúnu hvort þau hjón- in sæki eitthvað jólamessurnar og hún segir að þegar börnin voru lítil hafi þau alltaf farið í miðnætur- messuna. Síðustu jól var hins vegar haldin íslensk jólamessa í Brussel í fyrsta skipti. Hún segir það hafa verið yndislega og hátíðlega messu og skemmtilega nýbreytni. Að lok- um spyr ég Guðrúnu hvort hún baki ekki smákökur eins og nær allir íslendingar, en hún segist nú vera hætt því. Uppáhaldssmáköku- tegundin á heimilinu hafi hins vegar verið niðurskurðarkökur. Uppskrift- in að þeim fylgir hér að neðan. Níkrshrkrköhr ___________375 g hveiti__________ ___________250 g smjör__________ ___________250 g sykur__________ ____________1 stórt egg__________ vanilludropar Allt er hnoðað saman og rúllað upp í u.þ.b. 4 cm svera rúllu. Síðan eru skornar niður hæfilega stórar kökur sem eru bakaðar við 175°C í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til kökurnar hafa bólgnað aðeins upp og eru Ijósgylltar álit. Kóróna, þæfð uii____Perluhufa________Endurshinshúfa Lamhúshetta_________Hjálmur, þæfð ull__Munsturhúfa HUFU SEM HLÆJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.