Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 50
50 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ■r *TÓNLIST hefur fylgt f manninum frá örófi alda, en Ijóst er að á stórhátíð- um eins og jólum skipar hún ákveðinn sess í hugum fólks. Þá vilja flestir heyra trúarleg eða hátíðleg tónverk, en á aðventu, meðan verið er að þrífa, baka, skreyta heimili og undirbúa hina miklu hátíð, þykir mörgum léttari tónlist með jólalegum textum eftir- sóknarverðari. Hún er yfirleitt hressileg og taktföst, og laðar fram létt skap og athafnaþörf. Sigfríður Björnsdóttir, kennari í tón.listarsögu, segir að mjög hæg- fara þróun hafi orðið í tónlist á mið- öldum, á tímum gregoríanska kirkjusöngsins. „Upp úr aldamótun- um 1000 fóru menn að leyfa sér íburðarmeiri messugjörð. Um jól og á öðrum stórhátíðum kirkjunnar voru ákveðnir atburðir, tengdir kristnisögu, settir upp í kirkjum. Moð tímanum var texta bætt fram- an og aftan við tónlistina, leikmunir urðu fyrirferðarmeiri og umgjörðin öll leikrænni. Jafnvel voru dæmi þess að menn riðu lifandi ösnum inn kirkjugólfið. Svo fór að kirkjunn- ar mönnum ofbauð allt tilstandið og víöa var sýningum þessum því vís- að út úr kirkjum. Þar voru helgileikir þó áfram fluttir í tónum og á hátíð- arstundum hljómuðu einnig flóknar og torræðar mótettur. Iburður var þá allur lagður í tónlistina sjálfa." Lúther færði tónlist nær kirkjugestum Morgunblaðið/Golli SIGFRÍÐUR Björnsdóttir: „Mörg jólalög sem við höldum að séu íslensk eru í raun erlend." Tónlist hefur löngum laðað fram hughrif og bært tilfinningastrengi mannsins. Þessi áhrif þykja okkur eftirsóknarverð og þess vegna sækjumst við eftir því að hlusta á tónlist sem hentar hugarástandi okkar eða aðstæð- um hverju sinni. Brynja Tomer ræðir við Sig- fríði Björnsdóttur, kennara í tónlistarsögu, um þróun jólatónlistar gegnum tíðina, en hún segist undrandi á því að íslensk tón- skáld skuli ekki semja meira af jólatónlist. Gigfríður segir að mklar breytingar hafi orðið í tónlistarlífi kirkjunnar þegar Mar- teinn Lúther steig fram á sjónarsviðið í Þýskaiandi á 16. öld. „Hann tók tónlist öðr- um tökum en tíðkast haíði, því hann var ósáttur við að öll vin- sælu og skemmtilegu lögin væru flutt utan kirkjunnar, en textun- un> sem fjölluðu um mannlegar tilfinningar og veraldlega hluti þurfti að breyta. Lúther orti sjálfur og lagaði trúarlega texta eftir aðra að þekktum og alþýðlegum lög- um. Jafnframt því samdi hann lög sem flutt voru í kirkjum. •Söfnuðurinn gat þá auðveldlega tekið þátt í tónlistarflutningi í kirkju sinni. Þetta þótti dálítið byltingar- kennt þótt dæmi séu til um að ver- aldleg tónlist hafi einnig ratað inn í kirkjur á miðöldum, sem ein af mörgum röddum í fjölradda motettum." Barokk-tónlist Jólaóratorían eftir J.S. Bach er með vinsælli sígildum tónverkum á þessum árstíma. Vart er til sá áhugamaður um tónlist sem ekki á að minnsta kosti eina útgáfu af óratoríunni á geisladiski og kórar hafa verið iðnir við að flytja hana á tónleikum síðustu ár. Almennt virð- ist barokk-tónlist tengjast jólum, sérstaklega hér á landi. Sigfríður segir ástæðuna fyrir því að við upplifum barokk-tónlist svo hátíð- lega líklega þá að form hennar sé mjög skýrt. „i henni er jafnvægi og birta. Hún er laus við rómantíska sjálfhverfu sem til dæmis einkennir rómantísk Ijóð og óperur. Ég held að mörgum þyki hún túlka það sem þeim finnst viðeigandi á hátíð- arstundum, þegar við stígum út úr sjálfhverfunni og íhugum fegurðina í okkur og umheiminum." íslenska jólatónlist, takk Þegar talið berst að íslenskri jólatónlist hitnar Sigfríði í hamsi. „Við þekkjum ekki bakgrunn nærri allra sálma og jólalaga, sem hljóma hér um jólin. Það sem við höldum að sé íslenskur jólasálmur er kannski gamall þýskur ástar- söngur með íslenskum jólatexta. Mér finnst þjóðkirkjan gera alvar- leg mistök með því að hvetja tón- skáld ekki til að semja íslenska jólatónlist, til dæmis helgileiki fyrir börn og unglinga. Tónskáldin okk- ar semja mörg mjög hljómþýða tónlist. Ég skil ekki hvers vegna við heyrum ekki íslenska jóla- óratoríu á jólum. Þótt ég hafi gam- an af jólapoppi, finnst mér ekki að dægurlagahöfundar eigi einir að semja jólalög. Kirkjan þarf að end- urnýja tónlistarlegan arf sinn og helst vildi ég heyra nýjan sálm á hverjum sunnudegi. Mér finnst popptónlist góð í bland með hinni sígildu." Sem dæmi um vel heppn- að íslenskt jólalag nefnir Sigfríður Nóttin var sú ágæt ein eftir Sig- valda Kaldalóns. „Það er fallegur og hátíðlegur jólasálmur sem náð hefur fótfestu og sýnir okkur að (s- lenskt lag getur náð sama sessi og erlend lög þegar vel er staðið að málum." Sigfríður bendir á að í dag er glatt í döprum hjörtum sem gjarn- an er sungið kringum jól í íslensk- um kirkjum hafi Valdimar Briem ort við lag úr Töfraflautunni eftir Moz- art. Af dönskum þjóðlögum, sem við Iftum á sem íslensk jólalög má nefna Adam átti syni sjö, Göngum við í kringum eini- berjarunn og Gekk ég yfir sjó og land. Textinn um Gunnu á nýju skónum var ortur við bandarískt lag og Jólasveinar einn og átta við enskt lag.“ Börnin spili og syngi Hún segir að ís- lendingar sem hlutu tónlistarmenntun í lok síðustu aldar og upphafi þessarar hafi not að hana til að skemmta sér og öðrum um jól eins og á öðrum tímum. „Það var góður siður, sem ég vildi gjarnan sjá að fleiri héldu uppá. Fullorðið fólk getur gefið börnum og unglingum fleiri tækifæri til að láta Ijós sitt skína, til dæmis í jóla- boðum. Þeir sem kunna á hljóðfæri geta spilað jólalög, aðrir sungið eða lesið fallegt Ijóð. Með þessu móti væri hægt að skapa mjög fal- lega hátíðarstund." Sigfríður hvetur til þess að fólk hlusti á fjölbreytta tónlist yfir jólin og bendir á að í desember hafi Rás 1 ávallt séð hlustendum fyrir alvar legri og hátíðlegri tónlist. „Hinar stöðvarnar sjá flestar um poppið, svo ekki þarf heldur að hafa áhyggjur af því.“ Hún segir að sér þyki bandarísk jólalög skemmtileg, sérstaklega ef þau eru í uppruna- legri útgáfu. „Mér finnst Jingle bells til dæmis mjög skemmtilegt, en jólalagið sem mér finnst falleg- ast af öllu fallegu er Hátíð fer að höndum ein, sem er íslenskt þjóð- lag. Ég hef heyrt það í mörgum út- gáfum, en finnst það aldrei fallegra en þegar stór hópur barna syngur það einraddað." Sigfríður hefur kennt börnum og unglingum tónmennt um árabil og hefur fyrir venju að spila Á jóladag- inn fyrsta með Glámi og Skrámi fyrir nemendur sína á aðventunni. „Það er draumur að hlusta á þetta lag með 28 krökkum og ég hlæ mig alltaf máttlausa þegar ég heyri það.“ ★ tónlístarmdur „HLUSTA mest á miðaldatónlist og held sérstaklega upp á spænska og franska tónlist." MEÐ GLEÐIRAUST o/j hemm nljom EGILL Ólafsson tónlistarmaður segist fyrst hafa heyrt uppáhalds jólalagið sitt, Með gleðiraust og helgum hljóm, í útvarpinu þegar hann var nývaxinn úr grasi. „Þetta er gamalt íslenskt þjóðlag sem Mýramenn ku oft hafa sungið á jólum. Ég finn alltaf fyrir jólastemmningu þegar ég heyri þetta lag. Ég held að það hafi ver- ið hún Engel Lund, betur þekkt sem Gagga Lund, sem söng þetta með sinni sérstæðu röddu, þegar ég heyrði lagið í fyrsta sinn. Hún varð síðar kennari minn í söng og góður vinur. Síðan hafa margir góðir söngvarar flutt þetta lag af- skaplega vel.“ Sjálfur hefur Egill sungið Með gleðiraust og helgum hljóm, bæði með sjálfum sér og opinberlega, í útvarpi og í guðsþjónustu á að- fangadagskvöld. „ Lagið er í svo- kallaðri kirkjutóntegund og hljómar því nokkuð fornt, ekki ósvipað og grísk-katólskur gregorsöngur." Fyrsta jólalagið sem Egill segist muna eftir sem barn er O Holy night, eða Ó helga nótt, sem Nat King Cole söng. „Mér fannst hann syngja öðrum mönnum betur og varð fljótt mjög hrifinn af honum. Satt að segja fannst mér á þessum tíma að aðrir þekktir söngvarar gætu ekkert sungið í samanburði við hann. Núorðið hlusta ég gjarn- an á miðaldatónlist í kringum jólin og held sérstaklega upp á spænska og franska tónlist, sem leikin er á barokk-hljóðfæri. Hún er einföld og laus við skraut; ekta fín tónlist á jólum.“ „VILDI helst grafa mig ofan í sófann um jólin, við kertaljós, með bók í hendi og tónlist í bakgrunni." r ^ o s; 'S so JÓLASÁLMAR og smm tonlíst INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er hrifnari af sígildri tón- list og sálmum en poppuðum jóla- lögum. „Messias eftir Hándel skipar ákveðinn sess á jólunum og svo finnst mér jólin ekki komin fyrr en ég hef hlustað á tiltekna sálma. Fyr- ir utan Heims um ból, sem ég syng að sjálfsögðu í kirkjunni á aðfanga- dag, eru það Ó helga nótt eftir Ad- ams, Friðarins Guð eftir Guðmund Guðmundsson og Árna Thorsteins- son og Nóttin var svo ágæt ein eftir Einar Sigurðsson og Sigvalda Kaldalóns." Hún segist ekki muna hvenær hún heyrði þessa sálma fyrst sungna, enda ekki nema von, því þeir hafi verið órjúfanlegur hluti af jólum bernskunnar. „Þó minnir mig að styttra sé síðan ég heyrði Ó helga nótt í fyrsta sinn og þá hafi Ólöf Kolbrún Harðardóttir sungið í Langholtskirkju." Ingibjörg Sólrún segir að á æskuheimili sínu hafi ekki verið stórt hljómplötusafn. „En ofan í skúffu var plata, sem alltaf var dregin upp um jólin. Ég man að umslagið var blátt og vetrarmynd af Dómkirkjunni var framan á því og svo innfelld mynd af þeirri glæsilegu söngkonu Þuríði Páls- dóttur. Sá sálmur sem ég man best eftir á þessari plötu er einmitt Nóttin var svo ágæt ein. Ég fékk alltaf kökk í hálsinn og tár í augn- krókana þegar kom að Ijóðlínunni: „Með vísnasöng ég vögguna þína hræri." Ég hlusta mikið á tónlist um jólin enda eru þau ( mínum huga hátíð friðar, Ijósa, tónlistar og bóka. Ef ég mætti ráða vildi ég helst ekki fara út úr húsi um jólin, heldur grafa mig ofan í sófann minn við kertaljós, með bók í hendi og tónlist í bakgrunni. Ég er ekki alæta á tónlist, heldur ekki um jól- in. Hin síðari ár hlusta ég gjarnan á trúarlega tónlist frá 16. og 17. öld um jólin, til dæmis eftir Monteverdi, Palestrina, Victoria, Gabrieli og fleiri. Við Hjörleifur eig- um orðið ágætt úrval geisladiska með slíkri tónlist. Hún höfðar til mín með sérstökum hætti vegna þess að hún er allt í senn; trúarlega innblásin, andlega upphafin, seið- mögnuð og kyrrlát." Hún kveðst ekki mikið fyrir poppaða jólatónlist þó að hún geti auðvitað skapað ákveðna stemmningu. „Fyrir mér er hún fyrst og fremst liður í amstri og undirbúningi jólanna rétt eins og baksturinn, hreingerningin, inn- kaupin og fleira í þeim dúr. Hún er útvarps- og búðartónlist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.