Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 49
1 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 49 _____^____________________ * BORÐLEGGJANDI sannanir, Kertasníkir er til. SKYRGÁMUR er svakalegur sóði, hvernig í ósköpunum þeim datt þetta í hug. „Og hann hefur bók- staflega lagt sig í lífshættu við að gera jólasveina-ævintýrið trúverð- ugt. Ég man eftir því að þegar við bjuggum í blokk hékk hann einu sinni hálfur út um gluggann með stórt stígvél á endanum á löngu kústskafti; önnum kafinn við að búa til jólasveina-fótspor fyrir utan gluggann hjá syni okkar,“ sagði hún og hló að endurminningunni. „Ég held að nágrannarnir hafi hald- ið að nú væri hann endanlega genginn af göflunum. En málið var að það hafði snjóað mikið og hann sá fram á að stráknum gæti þótt það sérkennilegt að fá eitthvað í skóinn ... en svo væru engin spor. Það má nefnilega aldrei vanmeta greind og rökhugsun barnanna," minnti hún okkur á. Veit... en vill ekki vita Þau hjónin eiga þrjú börn; Óskar Örn, 15 ára, Ernu Ósk, 9 ára, og Sólrúnu Maríu, 5 ára. En trúa þau ekki öll á jólasveininn þegar þau hafa þessar borðleggjandi sannan- ir fyrir framan sig? „Óskar Örn var tíu ára þegar hann fann alla mið- ana sem hann hafði skrifað jóla- sveinunum uppi í skáp hjá mér,“ upplýsti hún. „Og hann var alveg furðu lostinn. En síðan hefur hann tekið virkan þátt í þessum kúnstum með okkur og hann skemmtir sér konunglega. Hinsvegar erum við nýbúin að segja Ernu Ósk „sann- leikann" í málinu en það er svo skrýtið að það er engu líkara en að hún vilji ekki alveg sleppa þessari þarnatrú. Ævintýrið er svo sterkt í henni. Hún er svona á báðum átt- um; veit ... en vill helst ekki vita,“ sagði hún. „Til allrar hamingju get- um við enn atast svolítið í Sólrúnu Maríu næstu árin.“ Kvöldvökur við arineld Það vakti athygli okkar að það eru íslensku jólasveinarnir sem sækja þessa fjölskyldu heim - en ekki þessi ameríski. „Nei, við höld- um voða fast í okkar jólasveina," sagði Kristín. „Þeir eru líka svo skrýtnir og skemmtilegir karakter- ar. Og það er algjörlega óþorgan- legt að fylgjast með krökkunum þegar þau koma niður á morgn- ana. Þau eru svo spennt að kom- ast að því hverju þessir jólasveinar hafi nú tekið upp á. Og svo ræðum við málið á kvöldvökunum og velt- um því fyrir okkur hvað við eigum að gera við þessa vandræða- gernsa," bætti hún við og brosti lymskufullu brosi. „Við höldum nefnilega alltaf kvöldvökur nokkr- um sinnum á aðventunni þar sem við kveikjum upp í arninum, hlust- um á jólatónlist, borðum smákök- ur, spilum og spjöllum. Stundum föndrum við líka pínulítið - og svo steikjum við alltaf laufabrauð fyrir jólin. Það er algjörlega ómissandi," fullyrti hún. Aðframkomnir ættingjar En hvar er stressið, pirringurinn og þeytingurinn? spurðum við. „Það er nú kosturinn við að byrja svona snemma," svaraði hún, „að maður getur notið þess að vera með sínum nánustu á aðventunni, bakað, föndrað og bara spjallað saman. Þessi tími lífgar svo upp á skammdegið að við reynum að njóta hans eins lengi og hægt er. Þetta á að vera ævintýri," sagði hún. „Jólin hjá okkur byrja á Þor- láksmessu. Þá er allt tilbúið - og við höfum hér opið hús fyrir að- framkomna ættingja og vini sem detta inn úr dyrunum og fá sér ein- hverja hressingu. Þá eru komin jól,“ sagði Kristín og eitt andartak dettur okkur í hug að detta líka „óvart“ inn úr dyrunum á Þorláks- messu hjá þessari fjölskyldu sem kann að hafa það huggulegt í des- ember, kann að búa til jól með svolitlu fjöri og heilmiklum innri friði. t Ofnhiti Ef þú ætlar að nota enska eða ameríska uppskrift fyrir þessi jól þá eru nokkrar líkur á því að þú þurfir að umreikna ofn- hitann, F° yfir í C°. C° er helmingi minna en F°, sem þýðir að 200° C er jafn mikið og 400° F. i i „Það parf-éiffa lítið magn af Sweet’n low strásætu í gómsæta sykurskerta köku eins og sést - í uppskriftinni hér fyrir ofan“ | Ekkert aukabragð, örfáar hitaeiningar Gjafakortin gilda í öllum verslunum Kringlunnar nema ÁTVR og þú færö þau í Byggt og búiö. icjm vcih KRINGMN Gleðilega hátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.