Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 60
60 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þegar við heimsóttum 5 lÍYíl leikskólann Mýri í Skerjafirði á dögun- um og spurðum nokk- ur börn um jólin voru svörin margvísleg. En öll voru þau einlæg og frá hjartanu. JÓLAGJAFIR til (W skmmtd mamu „Jólin koma tíunda daginn held ég og Jesú fæddist á jólunum," segir Þórdís Halla Jónsdóttir sannfærandi þegar jólin ber á góma. „Jesú var mjög góð- ur maður og gaf fólki ýmislegt eins og mat. Svo fær maður jólagjafir til að skemmta manni um jólin og til að maður verði glaður." Þórdís Halla vill samt frekar ræða um barbídúkkur. „Veistu að ég á barbímann sem er í strandbuxum?" Hún segir að sér finnist skemmtileg- ast að setja skrautið á jólatréð og ef hún mætti ráða jólahaldi fólks myndi hún skipa öllum að gefa gjafir svo allir væru glaðir. „Og ef fólk veit ekki heim- ilisfangið hjá hvort öðru skal ég lána því símaskrá!" ★ 4 am vo stuniui \ útu, AFMÆLIÁ JÓLUNUM „Veistu ég á afmæli strax eftir jólin og fæ að bjóða öllum á leikskólan- um til mín,“ segir hún Nanna Her- mannsdóttir þegar jólin ber á góma. „Ég veit ekki alveg hversvegna jólin eru en jólasveinarnir koma og þeir heita alveg eins og jólin. Mér finnst skemmtilegt að fá jólasvein- ana því stundum gefa þeir gjafir til dæmis Playmo." Nönnu er afmælið sitt ofarlega í huga og hún segir að stundum eigi hún líka afmæli á jólunum en oftast 7. janúar. „Einu sinni fékk ég alvöru kisu í jólagjöf frá Guðnýju frænku minni. Hún heitir Brandur og borðar fiski- bollur hjá mér og ég fæ alltaf að halda á kisunni minni þegar ég vil. - Heyrðu amma mín elskar bein fyrir fiskana sína." NIKE BÚÐIN Laugavegi 6 ★ 5 ára DIMMUR DAGUR o/j mmr „Jólin byrja 29. desember held ég og þá er aðventan og aðfangadag- ur. Þá fær maður pakka og svoleið- is,“ segir hann Davíð en er ekki al- veg viss hversvegna við höldum jól. „Aðfangadagur er dimmur dagur.“ - En færðu ekki góðan mat og svoleiðis? „Jú, jú og jólatré og kökur og svoleiðis og á aðventunni eru jóla- Ijós í gluggunum og ég fæ ( skóinn. Veistu það að ég set alltaf tvö stíg- vél út í glugga því þá fæ ég tvennt. Eins og síðast þá fékk ég tvo súkkulaðijólasveina. Ég er búinn með þá báða.“ - Hvað er skemmtilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? „Þotan frá mömmu og pabba og kíkirinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.