Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 51
HE5MS UM BÓL
mnr tmmingasrrem
★ prestur
SA jólasálmur sem ég man best eft-
ir úr æsku er Heims um ból við texta
Sveinbjarnar Egilssonar," segir sr.
Sigurður Arnarson, prestur f Grafar-
vogskirkju. Hann kveðst þeirrar
skoðunar að ekki eigi að syngja
Heims um ból fyrr en á aðfanga-
dagskvöld, „enda bærast alltaf til-
finningastrengir með mér þegar ég
heyri þennan sálm og þá finnst mér
jólin komin, allt orðið heilagt. Ég
held að í æsku hafi ég fyrst heyrt
Heims um ból í ríkisútvarpinu, en á
æskuheimili mínu var alltaf hlustað á
aftansöng frá Dómkirkjunni á að-
fangadag. Að honum loknum vildi
ég snúa mér beint að því að opna
pakkana, þótt þeir sem eldri voru
væru aðeins búnir með forréttinn og
ættu rjúpurnar eftir. Vissulega var
ég ekki alls kostar ánægður með
það, þótt ég segði það ekki beint út,
hversu lengi fullorðna fólkið var að
borða hátíðarmatinn, sérstaklega
elsti bróðir minn. Mér fannst hann
borða allt of margar rjúpur og allar
mjög hægt. Á minn „hógværa" hátt
datt mér í hug að hann gæti byrjað
að borða á undan okkur hinum, til
dæmis kl. 17, svo hægt væri að
vinda sér í að opna alla litríku og fal-
legu pakkana um leið og Heims um
ból hafði hljómað í útvarpinu."
Sr. Sigurður segir að í barnsminn-
inu sé ofarlega fallegur söngur jóla-
laga Mahaliu Jackson og annarra
góðra söngvara, sem faðir hans hélt
<
-S3
ITj
mikið upp á. „Á
menntaskólaárunum
fór svo alltaf sérstök
tilfinning um mig þeg-
ar ég heyrði Last
christmas I gave you
my heart með Wham-dúett-
inum og raunar gerir þessi
tilfinning ennþá vart við sig
þegar ég heyri lagið. Margir
af minni kynslóð þekkja það
og hafa tekið ófá dansspor
við það.“
Miklar annir eru hjá
prestum á aðventu, hjá sr.
Sigurði jafnt sem öðrum,
segir hann að ekki gefist
mikill tími til að sækja að-
ventu- og jólatónleika. „Við
hjónin reynum þó að fara
að minnsta kosti á eina eða
tvenna jólatónleika. Síðustu
ár hefur Jólaóratoria J.S.
Bachs verið afar vinsæl á heimilinu.
Diskur sem ber heitið Jólatónleikar
með Kammersveit Reykjavíkur er
líka mjög vinsæll og eru þar leikin
verk eftir Vivaldi, Albinoni, Fasch og
Corelli. Einnig þykja mér mjög fal-
legar mótetturnar Mig huldi dimm
og döpur nótt og María fer um
fjallaveg eftir Johann Eccard, sem
og sálmurinn Fögur er foldin eftir
Matthías Jochumsson. Þá fyllist ég
alltaf einhverjum sérstökum eld-
móði og gleði.“
Hálfrökkvuð kirkja finnst sr. Sig-
„VILDI opna pakkana þegar búið var að
syngja Heims um ból, en elsti bróðir
minn borðaði allt of hægt, svo allir þurftu
að bíða eftir honum.“
urði góður staður til að hlusta á fal-
lega tónlist. „Það hefur róandi og
góð áhrif,“ segir hann. „Mér finnst
aftur á móti allt of mikið af glymj-
anda í sumum verslunum fyrir jólin,
spennu og látum sem æsa mig og
aðra bara upp. Mér finnst gott að
koma heim til mín eftir annasaman
dag, leggjast upp í sófa og láta
þreytuna líða úr mér við að hlusta
á róandi og fallega tónlist. Það
hjálpar mér að safna kröftum til að
takast á við margbreytileika lífsins
og tilverunnar."
HANDVERK
Ú R GLERI
COLOMBINE BY GUNNEL SAHLIN
KOSTA BODA • S-568 9122 • KRINGLAN 8-12
KOSTA
BODA
SINCf 1742
Morgunblaðið/Golli
„SPILA uppáhaldsjólalagið ekki fyrr en á aðfangadag. Annars
fyndist mér ég vera að þjófstarta."
* sönflhna
(Vl
VERÐ AÐ HEYRA
í Mmmíu jackson
SVAVA Kristín Ingólfsdóttir, söng-
kona og söngkennari, hefur átt
sama eftirlætisjólalagið í mörg ár,
Silent night, eða Heims um ból,
með söngkonunni Mahaliu
Jackson. „Ég verð að heyra í henni
um jólin, annars held ég að mér
þætti lítil jólastemmning," segir
Svava Kristin. „Silent night hefur
um árabil hljómað hjá mér kl. 18 á
aðfangadag og þar með ganga jól-
in í garð á mínu heimili.“
Hún heyrði fyrst í Mahaliu
Jackson þegar hún var 18 ára. „Þá
söng ég með Pólýfónkórnum og
hafði mikinn áhuga á sígildri tón-
list. Móðurbróðir minn ákvað að
gefa mér plötu, sem hann hélt
sjálfur mikið upp á, og færði mér
að gjöf jólaplötu með þessari stór-
kostlegu djasssöngkonu. Gjöfin
hitti sannarlega í mark, þvi síðan
hefur Mahalia Jackson verið í upp-
áhaldi hjá mér. Hún hefur einstaka
rödd og túlkar tónlist af þvílíkri inn-
lifun að jafnvel ómúsíkalskasta fólk
gæti ekki annað en hrifist."
Á aðventu syngur Svava Kristín
mikið í kirkjum og æfir auk þess
ýmis jólalög með kórum sem hún
stjórnar. „Ég hlusta því ekkert sér-
lega mikið á jólatónlist heima hjá
mér í desember, þótt Jólaóratoría
Bachs sé oft í geislasþilaranum á
jólaföstunni."
Svava Kristín segist alla tíð hafa
verið tilfinninganæm og dramatísk
í sér. Þess vegna hafi áhrifamikil
tónlist alltaf höfðað til sín. „Ein-
mana á jólanótt, lag sem Diddú
söng eitt sinn á jólaþlötu, finnst
mér til dæmis mjög fallegt og ekki
að undra, því mér finnst fátt
dramatískara en tilhugsunin um að
einhver skuli vera einmana á jóla-
nótt.“
Þótt Silent night sé uþpáhalds-
jólalag Svövu Kristínar freistast hún
ekki til að hlusta á það fyrir jól. „Nei,
þetta er jólalagið mitt, ef ég hlustaði
á það á aðventunni fyndist mér ég
vera að þjófstarta. Klukkan sex á
aðfangadag er það spilað og síðan
öðru hvoru þar til á þrettándanum,
en þá fer geisladiskurinn ofan í
skúfifu og er þar til næstu jóla.“
J)lóina/n
7lCosfeíís6t
)CE
Háholt 24 við Vesturlandsveg
Sími 566 8588
Fataefni - Fataefni
Aldrei meira úrval í Jólafötin.
Glæsilegt úrval af VELUREFNUM,
LOÐEFNUM, SAMKVÆMISEFNUM ofl.
ViRKA
Mðrkfn 3 - S: 568-7477
opið lau. 10-16 tll 20 des.
Við bjóðum nú ótrúlegt úrval af
vönduðum borðstofuhúsgögnum á
góðu verði frá hinu heimsþekkta
fyrirtæki Skovby
<35 h
usqöqn
Armúla 8 -108 Fleylqavík
Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275