Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 16
16 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ M fer„ekk í fíósíj A JOLANO OTT [jafavara í úrvali ‘DaCía Fákafeni 11, sími 568 9120. og til sakni hún laugardagsfund- anna hjá ömmu sinni í Keflavík en þar kemur öll fjölskyldan saman á laugardagsmorgnum. En hún á heima á Helluvaði og segist hvergi annarsstaðar vilja búa. Svínin f jólamatinn Ég heimsótti Helluvað á haust- dögum, það voru hrútadagar og mannmargt á bænum þann daginn. Helluvað er rétt við Hellu og þar eru þau Anna María og Ari Árnason með kúabú. Þau eru með um fimmtíu mjólkandi kýr sem ganga lausar. Það þýðir að þær geti spók- að sig og gengið um að vild. Mér fannst það notaleg meðferð á dýr- unum og kýrnar virtust kunna að meta frelsið. Að minnsta kosti völsuðu þær mikið um þann tíma sem ég heimsótti fjósið. Á bænum eru lika hundrað kindur, fjallmynd- arlegur köttur og tvö svín. Þegar ég hvái og spyr um svínin tvö segir Anna María að svínin Snuðra og Tuðra verði jólamaturinn í ár, til þess hafi þau verið fengin á bæinn. Borgarbarninu verður um og ó og veltir fyrir sér hvort ekki sé erfitt að sjá á eftir skepnum ofan i sig sem þeim þykir orðið vænt um. Önnu Maríu finnast þessar vanga- veltur mínar ekkert undarlegar, hún lætur að minnsta kosti ekki á því bera, en hún fullvissar mig um að þetta venjist fljótt. Mér finnst samt erfitt að horfast í augu við þær blessaðar skepnurnar þegar ég bý yfir þeirri vitneskju að þær verði að svínabóg og svínslæri á jólaborð- inu. Þennan dag sem ég heimsótti Helluvað var Anna María með gesti í mat í hádeginu. Við vorum hátt á annan tug sem borðuðum hjá henni þennan daginn. „Ég er vön því að margir séu í mat enda erum við alltaf með vinnumann og það er ekkert sjaldgæft að hér séu fleiri ( mat en heimilisfólkið. „ Aldrei frí í sveitinni En hvernig gengur lífið í sveitinni fyrir sig um jólaleytið? „Fyrir það fyrsta þá er náttúru- lega aldrei frí í sveitinni. Við þurfum að fara í fjósið um sjö alla morgna hvort sem það er jóladagur eða páskamorgunn. Svo jólahaldið sjálft bætist við vinnuna sem fyrir er. Ég byrja því alltaf að baka í nóv- ember svo því sé lokið á aðvent- unni. Yfirleitt baka ég mikið og það geri ég bara því mér finnst svo gaman að baka. Sumar kökur finnst mér tilheyra þessum árstíma eins og t.d. lagkökurnar sigildu . Heimilisstörf eiga vel við mig og mér finnst í rauninni ekkert leiðin- legt, ekki einu sinni að skúra eða vaska upp.“ Anna María segir að þau reyni að njóta aðventunnar þegar færi gefst. Þau setja upp mikið af jóla- Ijósum og ætla í ár að föndra jóla- kortin úr endurunnum pappír sem þau búa til úr gömlum dagblöðum og öðrum pappír sem til fellur. Gefa nokkur piparkökuhús „Það hefur síðan myndast sá siður hjá okkur að búa til nokkur mismunandi piparkökuhús og gefa í skóla barnanna og svo gefum við líka nokkrum vinum og kunningjum slík hús. Það er eitthvað sem öll fjölskyldan sameinast um að gera og við höfum öll gaman af. Þau eru hvert með sínum hætti og aldrei eins ár frá ári.“ Anna María segir að fjölskyldan sé búin að skreyta allt fyrir 22. Morgunblaðið/Golli desember en þá eru litlu jólin á Helluvaði. „Ég á afmæli þennan dag og þá koma vinir og kunningj- ar og slappa af frá jólaundirbún- ingi. Þá er ég búin að undirbúa allt og um kvöldið kveikjum við á jóla- trénu.“ Hún segir að í raun sé að- fangadagur mikill annadagur hjá fjölskyldunni. „Eftir að hafa verið í fjósinu bíða ýmis önnur störf fram að hádegi eins og að gefa kálfum og kindum. Síðan tek ég mér venjulega frí fram til klukkan fjögur og undirbý matinn og annað sem þarf. Ég hef alltaf reynt að hafa mat sem auðvelt er að elda eins og London lamb en hef ekki tekið ákvörðun hvort við borðum svína- kjötið, sem þér varð svo um, á að- fangadag eða yfir áramótin“ segir hún og kímir. Klukkan fjögur förum við aftur í fjósið og reynum að vera búin um kvöldmatarleytið vegna barnanna." Fjölskyldan kemst ekki alltaf til messu á aðfangadagskvöld þó Anna María sé formaður sóknar- nefndar og sé í kórnum. „Þegar við komum seint heim frá mjöltum ná- um við oft ekki messu en við eigum okkar helgistund saman, börnin lesa fyrir okkur jólaguðspjallið og við syngjum saman Heims um ból. Þetta gerum við alltaf áður en við förum að taka upp pakkana, það er eins og færist friður yfir heimilisfólk- ið við þessa litlu helgistund okkar." Kýrnar í álögum á jólanótt Er hátíðlegt í fjósinu á jólunum? „Já ég er ekki frá því að þá ríki þar sérstök stemmning", segir Anna María eftir að hafa hugsað sig um nokkra stund. „Þetta eru skynugar skepnur og líklega pöss- um við vel að kýrnar fái mikið að borða þetta kvöld og hafi það gott. ★ R ommMuterta HJÓNIN Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason í fjósinu ásamt börnunum Ásdísi Ýr, Árna og Kristjáni. Einn daginn uppúr miðjum nóvem- ber þegar börnin þrjú á Helluvaði í Rangárvallasýslu koma heim með skólabílnum skynja þau að eitthvað er öðruvísi en venjulega . . . jólin eru á næsta leiti. Mamma er farin að baka smákökurnar. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Helluvað. Öll almenn kreinsim á fatnaái, gluggatjölclum, teppum, Júkum, Keimilisjjvotti ogf fleiru Jjess liáttar. Erum staásett í Kringlunni. Veriá vell? omin HVÍTA HÚSIÐ ehf. EFNALAUG, Kringlunni 8-12. S. 568 8144 dam Anna María Kristjánsdóttir ,ílap: fer nú eiginlega hjá sér þegar börnin upplýsa mig * um að í fyrra hafi tegund- irnar verið tólf talsins og hún flýtir sér að bæta við að hún þurfi alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt sem hún sér i bæklingum og blöðum og svo baki hún auðvitað líka allar uppáhaldssmákökurnar þeirra. Bernskuóskin rættist Hún Anna María er svona eins og ég hef alltaf gert mér í hugar- lund að sveitakonur séu. Kjarna- kona sem virðist hafa óþrjótandi orku og það er eins og streita sé ekki til í hennar orðaforða. Hún viðurkennir það líka fúslega að hún sé sveitakona í sér. „Ég er úr Keflavík en var svo lánsöm að fá að vera í sveit hjá frændfólki mínu í Ekru. Þar var ég alltaf af og til frá níu ára aldri. Dag- inn sem ég kom í fyrstu vistina fór ég til messu í Odda með heimilis- fólkinu. Eftir athöfnina stend ég á hlaðinu og segi við húsmóðurina á bænum: „Þegar ég er orðin stór ætla ég að láta gifta mig í þessari kirkju. Ég ætla að vera í íslenskum búningi og eiga heima hérna í þess- ari sveit." Strax þá var ég ákveðin í ODDAÆÐI. að vera sveitakona eins og þú kall- ar það og það stóð heima. Um fimmtán árum síðar stóð ég nefni- lega hér á hlaðinu í Odda á íslensk- um búningi og gekk í hjónaband með bónda héðan úr sveitinni. Veistu, mér hefur alltaf liðið vel í sveit og sem barn elskaði ég að fá að vera skítug úti að leika mér og valsa um. Síðar kunni ég æ betur að meta rólegt yfirbragð sveitalífs- ins. Ég gerði alltaf ráð fyrir að verða bóndakona." Hún segist hafa saknað fjöl- skyldunnar í Keflavík á jólunum fyrstu árin og hún viðurkennir að af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.