Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 20
20 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓLIN mns B oovars Jólareynsla Böðvars Guðmundssonar rithöf- undar spannar jólin í Borgarfirði um miðja öldina, jól vesturfaranna á síðustu öld og nú einnig dönsk jól, eins og Sigrún Davíðsdóttir fékk að heyra í heimsókn hjá honum. HANN er fæddur og upp- alinn í Borgarfirði, hefur búið á Akureyri og í Reykjavík, Þýskalandi, Noregi og nú síðast ellefu ár í Dan- mörku. Auk eigin jóla hefur Böðvar Guðmundsson rithöfundur fengið nasasjón af jólum íslenskra vestur- fara eftir að hafa legið yfir bréfum þeirra, fyrst til að nýta sem uppi- stöðu í tvær skáldsögur sínar og nú þegar hann er að búa bréfin til prentunar. Jólareynsla hans spannar því vítt svið. Eva kona Böðvars er dönsk og hann segir jól þeirra mótast af því að þau mætist á miðri leið í jólasiðunum. Danir snæða svínasteik á jólunum, Böðvar er hallur undir rjúpur, svo úr varð að jólamatur þeirra er fer- fætt villibráð, dádýr, eða öllu held- ur hryggurinn af því dýri. En það er Böðvar sem heldur um sleifina í jólamatseldinni. Eva og móðir hennar fá þó náðarsamlegast að afhýða kartöflurnar, „sérstaklega ef kartöflurnar eru smáar,“ segir Böðvar af alkunnri böðvarskri glettni. Æskujólin í Borgarfirði En byrjum á jólaupphafi Böðvars, jólunum í Borgarfirði þegar hann var krakki. Andstætt því sem nú er venjan var maturinn á aðfangadag ekki meginmálið, heldur útvarpsmessan og kvöld- kaffið. Það þurfti að sinna skepn- unum jafnt á aðfangadag og aðra daga, svo þann daginn var borðað snemma, svona um kl. 16.30. Á borðum var heitt hangikjöt, sem síðan var borðað kalt á jóladag. „Það tengist sérstök jólastemmn- ing ilminum af heitu hangikjöti,'1 segir Böðvar. Hangikjötið var svo borðað kalt á jóladag. „Ég man ekki eftir öðru með því en þessum klassíska uppstúf og svo heitum grænum baunum. Rauðkál þekkti ég ekki þá.“ Stundum voru rjúpur á borðum á aðfangadag en sjaldan, segir Böðvar. „Mér er nær að halda að með þeim hafi verið brúnaðar kart- öflur, brún sósa og svo bláberja- eða rabarabarasulta, heimasult- uð.“ Eftirréttinum man hann sér- staklega vel eftir. „Ég er alveg jafnvitlaus í hann nú og ég var þá. Móðir mín sauð niður rabarbara í miklum sykurlegi, stundum með þurrkuðum eplum eða sveskjum. Þetta var borðað eins og það kom fyrir úr krukkunni með þeyttum rjóma og var æðislega gott." Svip- urinn á Böðvari undirstrikar enn hvers konar hnossgæti þetta var. Það rifjast upp að fyrir daga frystikistunnar var niðursuða eina aðferðin til að geyma mat, auk söltunar. Á haustin var soðið niður kjöt og það borðað á sunnudög- um. Eftir matinn á aðfangadag var farið í fjósið, en keppikeflið var að vera búinn með verkin, þvo sér og skipta um föt áður en jólamessan byrjaði í útvarpinu kl. 18. Það var langt í kirkju og samgöngur buðu ekki upp á kirkjuferðir. Á annan í jólum, eða ef sunnudagur var milli jóla og nýárs, var hins vegar oft farið í kirkju. Bækur í jólagjöf „Síðan komu gjafirnar eftir mess- una eins og á velflestum heimilum og kveikt á jólatrénu," rifjar Böðvar upp. „Nei, það var ekki jólatré eins og nú er,“ áréttar hann, „heldur tré sem stóð á stöpli sem faðir minn hafði smíðað. í kringum 1950 fóru svo að koma grenigreinar, ekki tré, sem notaðar voru til að skreyta húsið með, líka tilbúna jólatréð. Hvort greinarnar voru innfluttar eða íslenskar veit ég ekki... hafði ekki vit á að spyrja á þeim tíma." Eftir messuna voru bornar fram kökur, súkkulaði og kaffi. Jólagjaf- irnar voru oft ein eða fleiri bækur. „Þá dró maður sig gjarnan í hlé á aðfangadagskvöld til að fara að lesa þær, en annars reyndi maður líka að treina sér lesturinn," minnist Böðvar. Síðan var hlustað á útvarp og sungið. „Það var aldrei spilað á spil á mínu heimili á aðfangadags- kvöld, en það var hins vegar gert á jóladag, sem var mikill hátíðisdag- ur. Þetta var eini dagur ársins, sem hinir fullorðnu spiluðu við börnin. Það var sérlega hátíðlegt að allir voru með. Og það var alltaf spilað sama spilið, púkk." Jól vesturfaranna og dönsk jól Eftir að Böðvar fór sjálfur að eiga heimili hafði hann ýmist rjúpur, gæs eða hreindýrakjöt í jólamatinn. Þau Eva hafa komið sér upp föstum sið- um. „Mér hefur alltaf þótt villibráð heillandi, en Eva var vön „flæskesteg" eins og Danir. Við mættumst því á miðri leið í jólahald- inu, höfum ferfætling, en villtan. Niðurstaðan var dádýrahryggur." Og það er Böðvar sem heldur um sleifina í eldhúsinu á aðfanga- dagskvöld. „Það er góður siður að fyrirvinna manns fái frí frá matseld- inni á aðfangadag," segir hann sposkur. Með hryggnum útbýr Böðvar klassíska Bordelaise-sósu á franska vísu. Annað meðlæti er waldorfsalat og svo brúnaðar kart- öflur. Hér er það sem Eva og Tove tengdamóðir Böðvars fá að sjá um að afhýða kartöflurnar. „Það er ágætt að fá hjálp, sérstaklega ef kartöflurnar eru litlar," segir kokk- urinn. Annað sem tilheyrir á að- fangadag er riz a l’amande með kirsuberjasósu á danska vísu. Auð- vitað fylgir hér möndlugjöf. Og svo er það ísinn hennar tengda- mömmu, sem Böðvar býr til. Böðvar er um þessar mundir að búa bréf vesturfara til prentunar og vonast til að Ijúka því fyrir næstu jól, „en ég vil heldur draga útgáf- una um ár en kasta til hennar höndunum," bætir hann við. í bréf- unum bregður fyrir svipmyndum af jólunum þá. íslendingarnir voru fljótir að læra að nota jólatré, segir Böðvar. Langafi hans flutti til Winnipeg á fullorðinsárum og var undrandi á að Bretarnir héldu ekki upp á aðfangadag. Og íslending- unum þótti lítið til breskra kirkju- {§ siða koma. Auk þess var talað um „hinn kirkjulega vígvöll" því ís- lensku prestarnir deildu ákaft. Jólaskilningurinn dýpkar með aldrinum En það er varla hægt að ræða jólin án þess að velta fyrir sér gildi þeirra. Böðvar segist eiginlega ekki vita hvað jólin séu honum, en verð- ur þó ekki svarafátt. „Jól er nokkuð B sem flest börn hlakka til allt árið. p Ég var engin undantekning frá því og það eimir lengi eftir af þeirri til- hlökkun. Sagan um fæðingu Jesú- barnsins lætur fæst börn ósnortin, og mér er nær að halda að hjá mörgum dýpki hún með aldrinum. Sú saga er, eins og svo margt sem jólunum tengist, aðeins sögð einu sinni á ári. Heims um ból er líka aðeins sungið á jólum. Og sú tákn- ræna athöfn um sátt og frið meðal Marta Hrafnsdóttir stundar nám í söng við Konservatoríið í Brussel. Hún ætlar að eyða jólunum í fyrsta sinn að heiman í Brussel ásamt sambýlismanni sínum Borgari Magna- syni. Það leggst vel í hana og hún sagði Áifheiði Hönnu Friðriksdóttur að mikilvægast væri að reyna að halda jólin eins hátíðlega og fallega og hún væri vön heima hjá sér. Han/jíkjötskrí Hanna Friðriksdóttir MARTA Hrafnsdóttir og Borgar Magnason. Marta segist vera alin mikið , upp í dönskum sið (móður- amma hennar var dönsk) þar sem jólahaldið byrji snemma og byrjað sé að skreyta 1. desember. Fyrir þann tíma má hvorki skreyta né spila jólatónlist á heimilinu. Mikið er lagt upp úr því að vinna sem mest saman að jólaundir- búningnum og hún segir fjölskyld- una sækja efnivið í jólaskreytingar út í náttúmna, farið sé í gönguferðir og safnað lyngi og fleiru. Mikil jólakerling Marta er greinilega mikil jólakerl- ing, en vitanlega getur hún ekki tekið allt jólastúss stórfjölskyld- unnar með sér til Belgíu. Ég inni hana eftir því hvað henni finnist al- gerlega ómissandi. Hún segist nú reyndar hafa hneykslað marga með því að taka með sér út stóran pappakasssa af jólaskrauti, en henni finnst semsé mjög mikilvægt að hafa sitt persónulega skraut í kringum sig og eins segist hún ætla að rölta um garða Brussel- borgar og reyna að finna þar eitt- hvert sniðugt efni í jólakrans. Mörtu finnst tíminn fram að jólum vera afar mikilvægur og hún vill hafa það virkilega notalegt vikurnar fyrir jól; portvín á jólaflöskum, smákökur, fallega jólatónlist o.s.frv. Þetta virð- ist samræmast belgísku hefðunum ágætlega, því hér er einmitt lagt mikið upp úr huggulegheitum á að- ventunni. Hún gerir allt til að skapa réttu stemmninguna fyrir jólin, þar sem maður finnur fyrir friði, tilhlökk- un og gleði, og segist elska jólin og finnast þau langskemmtilegasti tími ársins og þar með aðventan. Borgar, sambýlismaður Mörtu, sem stundar nám í kontrabassa- leik, er hins vegar ekki eins mikið jólabarn og Marta segir að hann hafi í fyrstu ekki átt orð yfir öllu jólaumstanginu í kringum hana. Hann sé nú samt farinn að kunna að meta það núna, bara ef það byrjar ekki of snemma. Súkkulaðilandið Marta vill líka upplifa belgíska jólasiði. Hún segist náttúrlega vera í súkkulaðilandi og hafi þ.a.l. búið til dýrindis konfekt fyrir jólin. Eins eru yfir 400 bjórtegundir í Belgíu, þannig að ekki ættu að verða vandræði með jólaölið með hangikjötinu. Hún hefur einmitt hugsað sér að blanda dökkum bjór sem heitir Leffe saman við appelsín, eða drekka bjórinn einan og sér með steikinni. Ég spyr hana hvernig aðfanga- dagskvöld muni fara fram hjá þeim skötuhjúum. Hún segist alltaf fara í messu klukkan sex og muni ekki breyta út af þeirri venju hér. Eftir að hún er búin að syngja Heims um ból og gráta aðeins yfir því eru jólin byrjuð. En Marta er svo hepp- in að systir hennar kemur með son sinn rétt fyrir jól og verður hjá þeim Borgari yfir hátíðirnar. Hún kemur með jólasteikina og á aðfangadag verða rjúpur í matinn að hætti fjöl- skyldunnar í Víðihvammi 10. Rjúpnalyktin ómissandi Rjúpnalykt finnst Mörtu vera ómissandi þáttur á aðfangadags- kvöld og auðvitað mikill lúxus að fá sendar rjúpur að heiman auk hengikjöts og fleira góðgætis. í eftirrétt verður síðan möndlu- grautur sem fylgir náttúrlega möndlugjöf. Eitt af því sem Bruss- elborg býður upp á fyrir jólin er skautasvell á hinu margrómaða torgi, Grand Rlace. Það ætla Borgar og Marta að nota sér og skauta um við lifandi tónlist á einu fallegasta torgi Evrópu, ef ekki því fallegasta, eins og rithöfundurinn Victor Hugo hélt fram, en hann bjó um skeið við torgið. Hér fylgir svo uppskrift að uppáhalds- konfekti Mörtu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.