Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 23 og jólatréð skreytt á meðan. „Við spilum jólamúsík, erum með hnet- ur, möndlur og ávexti. Þá er gam- an í húsinu," sagði Irma og Ijómaði við tilhugsunina. „Ég hef alltaf ver- ið svo mikið jólabam." Þau Kjartan búa í tveggja hæða íbúð á efstu hæð ( fjölbýlishúsi f Genf. Það er opið upp úr í stofunni og svalir meðfram veggjum á annarri hæð. „Við vorum með svo stórt jólatré fyrstu jólin okkar hérna að við urð- um að fara upp á svalirnar til að setja stjörnuna á toppinn." Grátið út af soðinu Kjötið er látið liggja í soðinu yfir nótt. Irma notar sænskan „krydd- peppar" og lárviðarlauf til að bragð- bæta það. „Ég veit ekki hvaða krydd „kryddpeppar" er, ég kaupi hann alltaf í Svíþjóð. Ég nota hann líka í síld.“ Samkvæmt upplýsingum í lyfjaorðabók á alnetinu er krydd- peppar sama og allrahanda (all- spice á ensku og Pimento officinalis á latínu). - Fitan er tekin ofan af og soðinu hellt af. „Það má alls ekki henda soðinu," sagði Irma. „Það kom einu sinni fyrir í fjölskyldunni og sú sem henti því grét og grét.“ Mesta fitan er skorin af kjötinu, en ekki öll. Það er smurt með sykur- og sinnepsblöndu og sett á það rasp. „Mér finnst best að nota Slotts- sinnep á íslandi," sagði Irma. „Ég nota svona 5 matskeiðar af sinnepi og 1 matskeið af púðursykri. Mér finnst ágætt að blanda 1 eggi sam- an við. Það er gott að hafa dálítið mikið utan á lærinu." Kjötið er sett í ofnskúffu með 2 bollum af soðinu og af og til ausið yfir það. Það er bakað við 180 gráðu hita í 40 til 45 mínútur eða þangað til það er heitt í gegn. Og á meðan er soðið hitað og smakkað til. Það á að vera sjóðandi heitt þegar kjötið er tilbúið. „Það má baka brauðið hvenær sem er,“ sagði Irma. „Ég frysti það og tek það út um jólin. Reynir, mág- ur Kjartans, sá um brauðbaksturinn hér áður fyrr og þurfti að senda okk- ur uppskriftina þegar við fluttum hingað út. Einu sinni fengum við hjá honum brauð til að hafa með okkur til Kaliforníu þegar við komum við á Islandi á leiðinni til Maríu." Brauð- uppskriftin nægir í 4 til 5 brauð. Irma fær ekki íslenskt malt í Sviss og not- ar óáfengan bjór í staðinn. Heima á íslandi blandar hún malti og pilsner saman. Hún pikkar í brauðið og penslar það með sírópi og vatni áð- ur en hún setur það í ofninn. Hún penslar það aftur þegar hún tekur það út, lætur það kólna undir stykki og vefur brauðhleifunum síðan þétt inn í viskustykki þegar þeir eru næstum orðnir kaldir. „Manni finnst maður vera svo ríkur þegar maður er búinn að pakka brauðunum inn,“ sagði hún. Kjartan eins og sól Brauðið er skorið í venjulegar sneiðar og þeim stungið á kaf í soðið svo að þær blotni vel. „Mér finnst gott að nota fiskispaða til að setja það á diskinn með kjötinu. Við látum lærið standa upp á rönd þeg- ar við skerum það, það er auðveld- ara að skera það þannig. Við drekk- um ískaldan snaps og bjór með. Þetta er matur sem við borðum bara einu sinni á ári og það er mik- il hátíð þegar hann er borinn fram. Kjartan Ijómar eins og sól. Hann borðar helst aldrei fitu en hann kann að meta fitubita af svínalær- inu. Þetta er svo góður matur!“ Doyya í yrytrn '/í mánuði fyrir jól: ___________4-5 kg svínslæri_________ _____________Þurrblanda:____________ 50 g gróft salt á hvert kg af kjöti 12-15 g sykur á hvert kg af kjöti 2 g saltpétur á hvert kg af kjöti Öllu blandað saman og nuddað vel á allt svínslærið. Látið standa í tvo daga, snúið af og til og vætt með vökvanum sem rennur af. 2 dögum seinna: Nægur vökvi útbúinn svo _______ að fljóti yfir kjötið:_______ 115 g gróft salt á lítra af vatni 12-15 g sykur í lítra af vatni Q/2msk saltpétur) Vatnið með saltinu og sykrinum látið sjóða. Pækillinn er nógu saltur ef hrá kartafla flýtur í honum. Annars þarf að salta hann meira. Vatnið látið kólna og því hellt yfir kjötið. Vökvinn verður að fljóta yfir það. Látið standa í 10 daga í 4-10 stiga hita. Á Þorláksmessu: Hellið vökvanum af kjötinu og skolið það. Kjötið sett í pott, vatn yfir. 10-12 heil allrahanda korn og lárviðarlauf. Suðan látin koma upp á kjötinu og hitinn lækkaður svo að það rétt kraumi á því. Látið sjóða við lágan hita í 50 - 55 mínútur per kg. Kjötið er látið kólna í soðinu. Látið standa yfir nótt. Fitan veidd ofan af soðinu. Soð- ið geymt. Það er notað til að „doppa“. Á aðfangadag: Mest öll fitan er skorin af kjötinu, þó ekki öll. Kjötið smurt með sinnepi og pínulitlum sykri og raspi sáldrað yfir. Bakað í ofnskúffu við 180 gráðu hita í 45 mínútur eða þangað til kjötið er heitt í gegn. 2 bollar af soði í ofn- skúffuna, ausið yfir kjötið af og til. jólakmö 20 dl hveiti 10 dl heilhveiti 5 dl rúgmjöl 1 tsk. salt 2 dl siróp 30 g þurrger 3 dl mjólk '/21 maltöl 1/2 I pilsner Brauðið hnoðað vel, látið lyfta sér og bakað í ofni við 180 gráðu hita í 45 til 50 mínútur. Uppskriftin dugar í 4-5 brauð. WfflBrmMm ililllí KÖhnisch pumn SALDMOISI CBnVERSE Vonduð og góð flíspeysa með 3 renndum vösum og styrkingu á öxlum. Eiimig til í rauðu ag svörtu. Roczbök Haglöfs , NORTHBROOK SPORTS fiia -A adidas Við leggjum mikið upp úr útivistardeildinni og er þar að finna mikið úrval af fatnaði og fylgihlutum til útivista. VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík 5: 510 8020 ■ www.intersport.is Opið alla daga tram til jála ólagjöfin hennarl Stuttir og síðir pelsar í úrvali Skemmtilegur, klassískur fatnaður Pelsfóðurs- kdpur og Ullarkdp með loðskinni LÓSskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshdrhönd Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.