Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 23
og jólatréð skreytt á meðan. „Við
spilum jólamúsík, erum með hnet-
ur, möndlur og ávexti. Þá er gam-
an í húsinu," sagði Irma og Ijómaði
við tilhugsunina. „Ég hef alltaf ver-
ið svo mikið jólabam." Þau Kjartan
búa í tveggja hæða íbúð á efstu
hæð ( fjölbýlishúsi f Genf. Það er
opið upp úr í stofunni og svalir
meðfram veggjum á annarri hæð.
„Við vorum með svo stórt jólatré
fyrstu jólin okkar hérna að við urð-
um að fara upp á svalirnar til að
setja stjörnuna á toppinn."
Grátið út af soðinu
Kjötið er látið liggja í soðinu yfir
nótt. Irma notar sænskan „krydd-
peppar" og lárviðarlauf til að bragð-
bæta það. „Ég veit ekki hvaða
krydd „kryddpeppar" er, ég kaupi
hann alltaf í Svíþjóð. Ég nota hann
líka í síld.“ Samkvæmt upplýsingum
í lyfjaorðabók á alnetinu er krydd-
peppar sama og allrahanda (all-
spice á ensku og Pimento officinalis
á latínu). - Fitan er tekin ofan af og
soðinu hellt af. „Það má alls ekki
henda soðinu," sagði Irma. „Það
kom einu sinni fyrir í fjölskyldunni og
sú sem henti því grét og grét.“
Mesta fitan er skorin af kjötinu, en
ekki öll. Það er smurt með sykur- og
sinnepsblöndu og sett á það rasp.
„Mér finnst best að nota Slotts-
sinnep á íslandi," sagði Irma. „Ég
nota svona 5 matskeiðar af sinnepi
og 1 matskeið af púðursykri. Mér
finnst ágætt að blanda 1 eggi sam-
an við. Það er gott að hafa dálítið
mikið utan á lærinu." Kjötið er sett í
ofnskúffu með 2 bollum af soðinu
og af og til ausið yfir það. Það er
bakað við 180 gráðu hita í 40 til 45
mínútur eða þangað til það er heitt í
gegn. Og á meðan er soðið hitað og
smakkað til. Það á að vera sjóðandi
heitt þegar kjötið er tilbúið.
„Það má baka brauðið hvenær
sem er,“ sagði Irma. „Ég frysti það
og tek það út um jólin. Reynir, mág-
ur Kjartans, sá um brauðbaksturinn
hér áður fyrr og þurfti að senda okk-
ur uppskriftina þegar við fluttum
hingað út. Einu sinni fengum við hjá
honum brauð til að hafa með okkur
til Kaliforníu þegar við komum við á
Islandi á leiðinni til Maríu." Brauð-
uppskriftin nægir í 4 til 5 brauð. Irma
fær ekki íslenskt malt í Sviss og not-
ar óáfengan bjór í staðinn. Heima á
íslandi blandar hún malti og pilsner
saman. Hún pikkar í brauðið og
penslar það með sírópi og vatni áð-
ur en hún setur það í ofninn. Hún
penslar það aftur þegar hún tekur
það út, lætur það kólna undir stykki
og vefur brauðhleifunum síðan þétt
inn í viskustykki þegar þeir eru
næstum orðnir kaldir. „Manni finnst
maður vera svo ríkur þegar maður
er búinn að pakka brauðunum inn,“
sagði hún.
Kjartan eins og sól
Brauðið er skorið í venjulegar
sneiðar og þeim stungið á kaf í
soðið svo að þær blotni vel. „Mér
finnst gott að nota fiskispaða til að
setja það á diskinn með kjötinu. Við
látum lærið standa upp á rönd þeg-
ar við skerum það, það er auðveld-
ara að skera það þannig. Við drekk-
um ískaldan snaps og bjór með.
Þetta er matur sem við borðum
bara einu sinni á ári og það er mik-
il hátíð þegar hann er borinn fram.
Kjartan Ijómar eins og sól. Hann
borðar helst aldrei fitu en hann
kann að meta fitubita af svínalær-
inu. Þetta er svo góður matur!“
Doyya í yrytrn
'/í mánuði fyrir jól:
___________4-5 kg svínslæri_________
_____________Þurrblanda:____________
50 g gróft salt á hvert kg af kjöti
12-15 g sykur á hvert kg af kjöti
2 g saltpétur á hvert kg af kjöti
Öllu blandað saman og nuddað vel á
allt svínslærið. Látið standa í tvo
daga, snúið af og til og vætt með
vökvanum sem rennur af.
2 dögum seinna:
Nægur vökvi útbúinn svo
_______ að fljóti yfir kjötið:_______
115 g gróft salt á lítra af vatni
12-15 g sykur í lítra af vatni
Q/2msk saltpétur)
Vatnið með saltinu og sykrinum látið
sjóða. Pækillinn er nógu saltur ef hrá
kartafla flýtur í honum. Annars þarf að
salta hann meira. Vatnið látið kólna
og því hellt yfir kjötið. Vökvinn verður
að fljóta yfir það. Látið standa í 10
daga í 4-10 stiga hita.
Á Þorláksmessu:
Hellið vökvanum af kjötinu og skolið
það. Kjötið sett í pott, vatn yfir. 10-12
heil allrahanda korn og lárviðarlauf.
Suðan látin koma upp á kjötinu og
hitinn lækkaður svo að það rétt
kraumi á því. Látið sjóða við lágan
hita í 50 - 55 mínútur per kg. Kjötið er
látið kólna í soðinu. Látið standa yfir
nótt. Fitan veidd ofan af soðinu. Soð-
ið geymt. Það er notað til að „doppa“.
Á aðfangadag:
Mest öll fitan er skorin af kjötinu, þó
ekki öll. Kjötið smurt með sinnepi og
pínulitlum sykri og raspi sáldrað yfir.
Bakað í ofnskúffu við 180 gráðu hita í
45 mínútur eða þangað til kjötið er
heitt í gegn. 2 bollar af soði í ofn-
skúffuna, ausið yfir kjötið af og til.
jólakmö
20 dl hveiti
10 dl heilhveiti
5 dl rúgmjöl
1 tsk. salt
2 dl siróp
30 g þurrger
3 dl mjólk
'/21 maltöl
1/2 I pilsner
Brauðið hnoðað vel, látið lyfta sér og
bakað í ofni við 180 gráðu hita í 45 til
50 mínútur. Uppskriftin dugar í 4-5
brauð.
WfflBrmMm
ililllí
KÖhnisch
pumn
SALDMOISI
CBnVERSE
Vonduð og góð flíspeysa
með 3 renndum vösum
og styrkingu á öxlum.
Eiimig til í rauðu ag svörtu.
Roczbök
Haglöfs
, NORTHBROOK
SPORTS
fiia
-A
adidas
Við leggjum mikið upp úr
útivistardeildinni og er þar
að finna mikið úrval af fatnaði
og fylgihlutum til útivista.
VINTERSPORT
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík 5: 510 8020 ■ www.intersport.is
Opið alla daga tram til jála
ólagjöfin hennarl
Stuttir og síðir pelsar í úrvali
Skemmtilegur,
klassískur
fatnaður
Pelsfóðurs-
kdpur og
Ullarkdp
með loðskinni
LÓSskinnshúfur
Loðskinnstreflar
Loðskinnshdrhönd
Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði