Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 18
18 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ★ súkhkkterta FRIÐRIK undirbýr baksturinn með börnunum sínum tveimur, Karen Ösp 6 ára og Axel Fannari 2ja ára í eldhúsinu heima í Grænugötu. föjáf Friðrik er Akureyringur, hann hóf matreiðslunám á ** Hótel Stefaníu en hélt svo suður yfir heiðar og nam á Hótel Holti. Hann lauk námi árið 1993 og flutti aftur í heimabæ sinn í ársbyrj- un 1994. Hefur Friðrik unnið á helstu veitingastöðum bæjarins, en síðustu tvö ár séð um Kaffi Kverið, kaffihús og matsölu í verslun Bókvals á Akureyri. í byrjun nóvem- ber var opnaður nýr veitingastaður í miðju Grófargili, í daglegu tali nefnt Listagil, Karólína Restaurant, og er Friðrik yfirmatreiðslumaður þar. Þar eldar hann matinn fyrir opnum tjöldum ef svo má segja, en eldhús- ið er opið og geta gestir fylgst með framvindu eldamennskunnar. Þjón- ustan er frjálsleg og á Friðrik það til að fara sjálfur með diskana á borð gestanna, en með því segist hann ná mun betra sambandi við þá. Friðrik sér fram á annasaman desembermánuð að þessu sinni, en tvö síðustu ár hefur hann átt frí á kvöldin og um helgar og getað gefið sér góðan tíma til að undir- búa jólin ásamt börnum sínum tveimur, Karen Ösp, 6 ára, og Axel Fannari, 2 ára. Arna Rún Magnús- dóttir eiginkona hans er að læra til leikskólakennara og segir Friðrik að hún sjái reyndar um flest það sem tengist föndri og öðru slíku, en það sem snýr að matseld sé á hans könnu. Þingeyingar ómissandi „Ég hef alltaf gert piparkökuhús fyrir jólin og reyndar urðu þau sjö sem ég gerði í fyrra,“ sagði Friðrik, en þau voru flest til sýnis víða um bæinn. „Núna eru börnin farin að taka þátt af fullum krafti og sjá að mestu um skreytingu þess, en ég fylgist meira með. Smákökubakst- ur er ekki fyrirferðamikill á heimil- inu, „við bökum bara eina smákökutegund, Þingeyinga, þeir eru ómissandi," sagði hann. Konfektgerðin er hins vegar í fyrir- rúmi og hélt Friðrik á sínum tíma ótal námskeið í konfektgerð, sem húsmæður flykktust á. „Það hafa margir áhuga á að gera konfekt og það er siður á mörgum heimilum, en mér fannst marsipanið vera allsráðandi, svo ég tók mig til að útfærði nokkrar uppskriftir, gerði þær einfaldari og fjölbreyttari þannig að það er á flestra færi að gera þær. Líkiega hafa þessi nám- skeið verið svo vinsæl þess vegna,“ sagði Friðrik. Reykt grísalæri Á aðfangadagskvöld er ávallt reykt grísalæri á heimili Friðriks og Örnu. „Ég finn mér gott læri sem ég læt reykja fyrir mig og úrbeina það svo sjálfur. Með því hef ég m.a. rauðkál sem ég útbý, en ég borða aldrei rauðkál nema á jólun- um,“ sagði Friðrik, sem einnig heldur í þá hefð sem til varð fyrir mörgum árum að bjóða upp á plokkfisk á Þorláksmessu. Við sér- staka hrifiningu barnanna. Þá er líka hefð í fjölskyldunni að koma saman og búa til laufabrauð og þá reynt að finna tíma sem hentar til þess. Laufabrauðið er gert á heimili tengdaforeldranna og að jafnaði eru gerðar upp undir eitt þúsund kökur. „Við tökum svona um 200 kökur og þær klárast alltaf." Friðrik býður upp á uppskrift af fylltri gæs, en hana eldar hann í boði sem haldið er milli jóla og nýj- PIPARKÖKUHUSIN hm iirðu sjo i jyrra árs. „Þá hittumst við æskufélag- arnir og eldum, þetta eru svona hálfgerð litlu jól hjá okkur, hver og einn eldar sinn rétt og ber á borð. Þetta eru mjög skemmtilegar stundir." Fyllt/jœs með muMlí eyksmtí o/j calvaios-sósu (fýrir fjóra) 1 gæs 1.200-1.500 g (reytt og sviðin) kryddblanda: _____________'/2 tsk. kanill_________ _____________1 msk. sykur____________ __________1/2 tsk. hvítur pipar______ 1 msk. salt fylling : 1 bolli þurrkuð epli (söxuð) 1 bolli þurrkaðar apríkósur (saxaðar) 1/2 bolli valhnetur (saxaðar) ________14 bolli möndluspænir________ 1A bolli heslihnetur (saxaðar) _________/2 bolli calvados-líkjör____ 1 tsk. kanilsykur Öllu blandað saman og geymt í kæli- skáp yfir nótt, gæsin er fyllt að % og saumað fyrir, krydduð með blöndunni og henni nuddað vel inn í vöðvann. Steikið gæsina í 150° C heitum ofni í tvo og hálfan til þrjá og hálfan tíma allt eftir gæs og ofni. Sósa Háls, afskurður og lifur (eða ________það sem gæsinni fylgir)______ _________3-4 einiber (þurrkuð)_______ __________1 tsk. kryddblanda_________ 2 msk. söxuð þurrkuð epli 2 msk. saxaður laukur 1 lárviðarlauf stöðugt í þar til hann er orðinn að 1 tsk. kjúklingakraftur karamellu, setjið rauðkálið út í pottinn ásamt vatni, ediki og kryddið með kanil og negul. Sjóðið rauðkálið við væga suðu í 45 mínútur undir loki og 1 dl calvados /2 dl eplaedik 1 msk. hunang takið þá pottinn af hita og látið standa í u.þ.b. klukkustund. Þetta rauðkál hentar jafn vel heitt og kalt, einnig með nýjum og reyktum grís, 150 g lint smjör 1 I vatn Brúnið háls, afskurð og lifur ásamt lauk og eplum i 50 g af smjöri, krydd- ið með blöndunni, einiberjunum, kraftinum og lárviðarlaufinu áður en vatninu er hellt yfir og þetta allt soðið saman við vægan hita í 30 mínútur. Sigtið soðið og hellið reglulega yfir hangikjöti, rjúpu og annarri villibráð. Eplasalat græn epli flórsykur (eftir smekk) 3 dl þeyttur rjómi gæsina það sem eftir er af steiking- unni. Takið gæsina út, færið á fat og lát- ið standa undir álpappír á meðan sósan er gerð. Skafið alla steikarskóf úr skúffuni og sigtið soðið í gegnum síudúk eða mjög fínt sigti, látið suð- una koma upp, blandið calvados, ediki og hunangi út í og sjóðið áfram í skamma stund, þykkið með sósu- jafnara smakkið til með kjúklinga- krafti og kryddblöndunni, takið pott- inn af hellunni og klárið með því að hræra afganginum af smjörinu sam- an við. grand marnier (eftir smekk) 1/2 stilkur sellerí Þeytið rjómann og blandið flórsykri og líkjörnum saman við. Skrælið eplin og saxið smátt ásamt selleríinu og blandið út í rjómablönduna. súkhkkterta meó „Ama- rettó" ofl kaníl-mousse Rauðkál 300 g ferskt rauðkál (saxað smátt eða rifið) (fynr 10-12) botn: 3-4 sneiðar beikon (smátt saxað) 5 egg /2 laukur (saxaður) 21/2 dl sykur 1/2 rautt epli (saxað) 11/2 dl hveiti 100 g púðursykur 11/2 dl kartöflumjöl 1 dl rauðvínsedik 11/2 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. negull /2 tsk. vanillusykur /2 tsk. kanill 4 msk. kakó 11/2 dl vatn Eggin og sykurinn eru þeytt vel sam- an þannig að þau verði vel loftkennd, 1 msk. smjör Léttsteikið laukinn og eplið í smjörinu og bætið beikoni út í um leið og lauk- urinn er orðinn meir. Þegar beikonið er byrjað að brúnast er púðursykrin- um blandað saman við og hrært þá er þurrefnunum blandað saman við, varist að þeyta ekki of mikið eftir að þau eru komin út í, þá á botninn það til að verða of þéttur. Setjið deig- ið í vel smurt springform (23 cm) og bakið í 15 til 20 mín. við 175° C og 3 msk. amaretto 3-5 msk. sykur I/2 tsk. kanill Allt soðið saman þar til sykurinn hefur leyst upp, þá er sírópið kælt og neðri botninn vættur vel með því. Amarettó-mousse: 200 g suðusúkkulaði 10 g smjör 2 dl rjómi þeyttur 1 egg 3 matarlímsblöð 3 msk. Amarettó 80-100 g möndluflögur ristaðar 1 tsk. kanill Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði við vægan hita, takið af hit- anum og blandið egginu út í, bræðið matarlímið í amarettóinu og hellið varlega saman við súkkulaðiblönduna sem siðan er sett saman við rjómann og blandað varlega saman áður en möndlunum er bætt út í og fyllingunni hellt yfir botninn. Hinn botninn settur ofan á og kakan kæld vel í eina til tvær klukkustundir. Bræðið þá 3-4 msk. af apríkósumarmelaði og penslið efri botninn með því áður en kakan er hjúpuð. Súkkulaðihjúpur: _______________1 dl rjómi_____________ _____________1 msk. smjör_____________ _________250 g suðusúkkulaði__________ örlítið salt Hitið rjómann og smjörið að suðu, takið þá af hita og bætið söxuðu súkkulaðinu út i ásamt saltinu og hrærið stöðugt í þangað til súkkulað- ið er bráðnað (súkkulaðið þarf að vera saxað og verður að fara út í rjómann um leið og hann er tekinn af hitanum). Takið kökuna úr spring- forminu og setjið á grind með bakka undir og hellið hjúpnum yfir þannig að hann þeki kökuna vel, þá er kakan kæld í klukkustund áður en hún er skreytt og borin fram. Æskuvinir Friðriks V. Karlssonar matreiðslu- manns á Akureyri koma saman milli jóla og nýjárs og eiga góða stund sam- an, allir elda ein- hvern rétt og bera á borð. Friðrik hefur alltaf boðið upp á fyllta gæs sem félagarnir kunna vel að meta. Morgunblaðið/Kristján SÚKKULAÐIKAKA með Amarettó og kanilmousse. vægan blástur. Kælið botninn vel, helst yfir nótt, áður en hann er skor- inn í tvennt eftir endilöngu og helm- ingurinn settur aftur í springformið vættur og fyllingin sett í. Síróp til að væta botninn: 11/2 dl sterkt kaffi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.